Dagur - 17.06.1959, Blaðsíða 2

Dagur - 17.06.1959, Blaðsíða 2
D AGUR Miðvikudaginn 17. júní 1958 Akureyringar vilja halda kjördæmi sínu Öllum þykir okkur vænt um kjördæmið okkar. Akur- cyringar hafa sérstaka ástæðu til að þykja innilega vænt um kjördæmið sitt. Hvers vegna mundi einhver spyrja. Því er iljótsvarað. Akureyri er einn allra fallegasti bær landsins, og þannig staðsettur, land- fræðilega, að hann hlýtur að verða höfuðstaður Norður- lands um langa, ókomna tíma. Bærinn liggur við eina beztu hcfn landsins, í botni Eyja- fjarðar, en sá þáttur í legu bæjarins er einnig stórmerk- ur í nútíð og framtíð. Vegna legu bæjarins er veðrátta mild, og því eru hér hin hag- felldustu^gróðrarskilyrði, t. d. fyrir "mái-gþætta skógrækt. Enda hefur svo farið, að óvíða á landinu er jafn almennt að menn prýði heimili sín með fögrum, görðum sem hér á Akureyri. í menningarlegu tilliti hef-' ur Akureyrarkjördæmi -hakl- ið vel sínum hlut. Hér eru þrír barnaskólar, gagnfræða- skóli, iðnskóli og mennta- skóli. Hér er einn bezti íþrótta- völlur landsins, íþróttahús, sundlaugar, úti- og innilaug, og í sambandi við þetta fjöl- þætt íþróttalíf æskumanna bæjarins. KOSNÍNGA- SKRIFSTOFAN cr í Hafnarstræti 95. Símar 1443 og 2406 Heimasími Ingvars Gíslasonar 1746 MUNIÐ að kjósa áður en þér farið úr bænum, ef víst er, að þér verðið fjarverandi á kjördegi. MINNIÐ aðra á að kjósa. KOSNINGASKRIFSTOFA FRAMSÓKNARFL. Atvinnulega séð stendur Akureyrarkjördæmi betur að vígi en margir aðrir bæir landsins. Hér er rekinn marg- þættur iðnaður, vaxandi út- gerð og fjölþætt viðskiptalíf. A umliðnum árum má segja, að atvinnuleysisdraugurinn hafi hér vérið kveðinn niður, og ber að vona að hann stingi aldrei upp höfðinu aftur. '* ' Við þær aðstæður, sem hér hefur verið lýst, hefur æsku- maðurinn, konur og karlar, verið að hefja lífsgöngu sína í þessum bæ. Með hverju ári sem liðið hefur, þykir þeim vænna um bæinn sinn. Þann- ig héfur bærinn í djúpi minn- inga þeirra fest dýpri og dýpri rætur, tengzt þeim fastari böndum og, ef svo mætti segja, orðið smátt og smátt hluti af þeim sjálfum. Er nokkur furða, þótt æskumað- urinn telji sig hafa vissar vökumannssiíyldur við bæinn sinn, þegar ráðist er á hann eins og síðar verður frá greint? Miðaldra fólk hefur fest hér rætur, eignazt sitt heimili, tryggt sér farsæla lífsafkomu við margþætt störf, annazt uppeldi bama sinna við mjög hagfelld skilyrði, blandað geði við samborgara sína í marg- þættu félagslífi, og sfðast en eigi sízt hefurþaðímargþættri merkingu lagt krafta sina fram til að gera Ak- ureyri það sem hún er í dag. AHt þetta fólk hefur ríka ástæðu til iið halda vöku sinni, þegar kjördæmið, þeirra hagsmunir og framtíðartilvera Akureyrar, er í húfi. Eldri kynslóðin hefur lagt h'ísorku sína í að gera kjör- dæmið það sem það er, þannig er kjördæmið í verulegum atriðum verk hennar, og ákaf lega eðlilegt að við það séu tengdar margslungnar minn- ingar, gegnum langa ævi. — Þannig er kjördæmið, hvar sem Jitið er, margvíslega fléttað í Iíf fólksins sem það byggir. Vegur kjördæmisins er vegur þess fólks sem það bysgir- Nú á að leggja bæinn niður sem sjálfstætt kjör- dæmi, blanda því saman við Þingeyjarsýslurnar báðar og Eyjafjarðarsýslu. Einhvern tíma hefðu þetta þótt tíðindi á Akureyri. En það á að gera meira, það á auk þess að rýra gildi hvers atkvæðis í þessu nýja svonefnda Norðaustur- landskjördæmi þann veg, að svo hundruðum skiptir þarf fleiri kjósendur að baki hverjum þingmanni hér en í öðrum nærliggjandi nýsköp- unarkjcrdæmum þríflokk- anna. Þetta heitir á máli þrí- flokkanna að skapa meira réttlæti í kjördæmaskipan þjéðarinnar. * Akureyri er annar stærsti bær landsins'-og. böíuðstaður' Norðlendingafj. Því verður þessi framkoma þríflokkanna, SjálfstæðisfL, Alþýðuflokks- ins ogAþýðubandalagsflokks- ins, sem nú er stjórnað frá Mcskvu, að teljast bein fjör- ráð við bæinn. — Full- trúar þessara flokka, þeir Jónas Rafnar, Björn Jónsson og Friðjón Skarphéðinsson, eru eigi öfundsverðir af þess- um verkum sínum. Fullyrða má, að enginn kjósandi þeirra hér á Akureyri hefur gefið þeim umboð til að berjast fyrir' þessu máli. Fyrirmælin hafa þeir allir úr flokksher- búðunum suður í Reykjavík. Svar Akureyringa við þess- um tilmælum þeirra ættu að- eins að verða á einn veg, þannig að við þá ætti þessi hluti úr vísu eins kvæðis Ein- ars Bcnediktssonar: f minnum er höfðingja heimreiðin enn, þeir hurfu í messulok allir senn. Og það voru hljóðir og hógværir menn, sem héldu til Reykjavíkur. AKUREYRINGUR. Kjósið Ingvar Gíslason KOSIÐ ER UM KJÖR- DÆMABREYTINGUNA. Nú, að tæpum hálfum mán- uði liðnum ganga íslenzkir kjósendur að kjörborðinu og kjósa sína fulltrúa á löggjaf- arþing vort. — Kosningabar- áttan er nú að komast á há- punktinn og einkennist hún fyrst og fremst af undanhaldi og þegjandahætti þríflokk- anna um það mál, sem kosn- ingamar snúast um, kjör- dæmamálið. Svo almenn óá- nægja hefur risið gegn hinúm þröngu flokkssjónarmiðum þessara flokka, að þeir hafanú séð sitt ráð óvænna og reyna að koma því inn hjá kjósend- um, að ekki sé í raun og veru kosið um kjördæmamálið, heldur allt annað. Svo auð- virðilegan málflutning Ieyfa fulltrúar þríflokkanna sér að bera fyrir háttvirta kjósend- ur, þrátt fyrir það að stjórn- arskráin kvcður svo á, að sé stjórnarskrárbreyting sam- þykkt á Alþingi, skuli þegar rjúía þing og efna til nýrra kosninga. FLOKKSBÖNDIN BRESTA. Þegar þríflokkarnir sam- þykktu kjördæmabreytinguna á þingi nú fyrir skömmu, treystu þeir á að flokksböndin myndu haldast og voru meira að segja svo vissir, að þeir sögðu kjördæmafrumvarpið þegar afgreitt. — Nú er aftur svo komið að hvarvetna virð- ast vera komnir bláþræðir í böndin og því vilja þeir ekk- crt um kjördæmamálið ræða, enda ekki þægilcgt fyrir þá, þar sem samvizkan ónáðar þá ábyggilega meir en lítið. — Framsóknarflokkurinn einn hefir frá upphafi verið heill og óskiptur í þessu máli og sí- fellt ganga nú menn í berhögg við skoðanir síns flokks og lýsa stuðningi við stefnu Framsóknarflokksins í þessu máli, enda engin furða, þar sem nú á, að áliti þríflokk- anna, að draga allt vald frá dreifbýlinu og flytja það til höfuðpauranna í stóra bænum við Faxaflóa. HVER ER VILJI KJÓSENDA? Nú er að koma að því að kjósendur sýni vilja sinn. Þeir sem vilja flokkavaldið sem mest, valdaaðstöðu drcifbýlis- ins kastað á glæ og að stjórn- málaspekúlantar í höfuð- staðnum. tspili "^ineð aðstcðu dreifbylisinS,» .'ítil áhrifa á landsmálin, éftir eigin geð-. þótta, kjósá að sjálfsögðu ein-' hvern þríflokkanna, en þeir sem halda vilja við menning- ar- og sögulegum rétti hér- aðanna til áhrifa á stjórn landsins, þurfa ckki að hugsa sig um áður en þcir setja á kjörseðil sinn : x íngvar Gíslason slendinfjsrilsfjórinn hræddur f feitletraðri rammaklausu í fslendingi sl, föstudag op- inberar ritstjórinn glórulausa hræðslu þríflokkanna um úrslit komandi kosninga. Hann segir m. a.: „Fari nú svo að Framsókn ynni verulega á í þess- um kosning'um og fengi aðstöðu til þess, annað hvort ein, eða í samstarfi við annan flokk, að mynda ríkis- stjórn að loknum kosninum í vor, . . ." Hvað er það, Jakob, sem fær þig til að halda að Fram- sóknarflokkurimi bæti svo við sig þingmönnum, a'ð hann gæti jafnvel myndað stjórn einn? Er bjargfasta trúin á flokksböndin eitthvað farin að gliðna? Sjaldan eða aldrei hefir verið um svo skilyrðislausa uppgjöf að ræða í málflutningi íslendings og hefir þó sitt af hverju sézt í því blaði. Nú er ekki lengur trúað á ein- falda kjósendur, heldur hefir ritstjórinn loksins gert scr það ljóst, að kjósendur eru verur, sem hugsa og fram- kvæma eftir því, og munu því ekki styðja þetta eigin- hagsmunabrölt þríflokkaforkólfanna. Hann hefir loks komizt að því, að Framsóknarflokkurinn einn er með hreinan skjöld í þessu niáli og kjósendur vita það og því munu þeir er í kjörklcfann kemur setja á sinn kjörscðil: ngvar Gíslason

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.