Dagur - 17.06.1959, Side 4

Dagur - 17.06.1959, Side 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 17. júní 1959 Daguk SKrilstola i Ualn-ii sn .uii !)() — Sími I Hili UITSTJÓUI: ERLÍN G V R I) A V { I) S S () N Auglvsin^íisijói it jÓN SAMl'EI.SSON ÁiT{anguri«n kostiu' kr. 75.(10 KI.h'in’i kcmur út á niiúsikiiilógnni og iaugarclöguiu, jrcgar cfni standa til f.jalililtuji II I. jnlí PRENTVEKK ODDS IIJÖKNSSONAR ll.F. Um kosningarnar DAUÐAÓTTINN hefur tekið sér bólfestu í hjarta Alþýðuflokksins. Eina ráðið fyrir hann er að reyna að vinna aftur eitthvað af þeirri tiltrú, sem hann áður hafði meðal þjóðarinnar. En ekki virðist hann á þeim vegi staddur eins og nú er, og straumhvörf eru því miður ekki líkleg í því efni. Sjálfstæðisflokkurinn mun þó ætla að setja hann á í sumar. En ekki eru þeir margir Sjálfstæðis- mennirnir, sem líklega hafa tekið því að kjósa fulltrúa hans, svo mjög er hann fyrirlitinn. Það kann því svo að fara, að hann komi engum manni á þing að þessu sinni og verði liðið lík áður en Sjálfstæðisflokkurinn sleppir honum úr faðmi sér. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Olafur Thors, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins um kjör- dæmabyltinguna, lýsti því yfir fyrir hönd flokks- ins fyrir nokkrum árum, að Sjálfstæðisflokkurinn mundi aldrei samþykkja að skipta landinu í nokkur stór kjördæmi með hlutfallskosningum, og það er enn styttra síðan að annar ráðamaður flokksins taldi heppilegast að allir þingmenn væru kosnir í einmenningskjördæmum og færði fyrir því ýmis rök. Haft er eftir formanni Sjálf- 3tæðisflokksins, að hann hafi vaxið að viti síðan hann lýsti því yfir fyrir hönd flokks síns, að hann rmundi aldrei samþykkja það, að skipta landinu í fá og stór kjördæmi. Það þykir ekki líklegt að vit Ólafs hafi vaxið á síðustu árum. Hitt mun sönnu :nær, að Sjálfstæðisflokurinn miðar jafnan stefnu sína við þrengstu flokkssjónarmið. Allan þann tíma, sem Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórn, frá 1946—1956, beitti hann sér aldrei fyrir breyttri kjördæmaskipun. í kosningunum 1953 gerði hann sér miklar vonir um að ná hreinum meiri hluta á Alþingi með minni hluta kjósenda og hefði alveg áreiðanlega látið sér slíkt vel líka, sem marka má af því, að aðalmálgagn hans talaði um með græðgi, að hefði flokkurinn fengið rúmlega 300 atkvæðum fleira og þau fallið á „rétta staði“ gæti flokkurinn myndað meirihlutastjórn einn og óstuddur og að því keppti hann. Þá var ekki minnst á, að það væri óréttlátt að einn stjórn- málaflokkur fengi meirihluta á Alþingi út á 37% atkvæða. Sannleikurinn er sá, að Sjálfstæðisflokkui'inn var orðinn vonlaus um að vinna þráðan sigur, ef hann héldi áfram að keppa á jafnréttisgrundvelli. Það er þess vegna, sem hann nú hleypur frá þeirri fyrirætlun sinni að berjast til sigurs, enda auðvitað alveg vonlaust af því að fólkið úti á landsbyggðinni hefur af langri reynslu hafnað forsjá hans. Um Alþýðubandalagið, sem nú lýtur algerlega yfirráðum harðsoðinna kommúnista, er það að segja, að fyrir þeim vakir ávinningsvonin og þess vegna bera þeir sinn hluta af þeirri ábyrgð, sem felst í kjördæmabyltingunni og í rauninni bera þeir af þessum sökum líka ábyrgð á núverandi ríkisstjórn. Ándstæðingarnir segja að Framsókn- arflokkurinn sé að verja „sérréttindi11. Þetta er fávizkutal. Allir flokkar hafa sama rétt til að vinna fylgi kjósenda í kjördæmum landsins eins og þau hafa verið og eru. Auðvitað á að miða kjördæmaskipun við þarfir þjóðarinnar, og stað- hætti, en ekki við hagsmuni neins stjórnmála- flokks. Stjórnmálaflokkar eru breytilegir, en landið stendur á sama stað og íslenzk þjóð heldur áfram að vera til og lifa í landi feðranna. Breyta þarf tölu þingmanna öðru hvoru, eftir því hvar fólkið í landinu býr. En það er hægt að gera án þess að svifta kjördæm- in þingmönnum sínum eins og nú er stefnt að. Baldvin Einarsson sagði í „Ár- manni á Alþingi11 á sínum tíma: „Þingmenn þurfa að vera tiltölu- lega margir á íslandi og kjör- dæmin mörg til þess að Alþingi hafi sem mesta þekkingu á hög- um þjóðarinnar.“ Þessi skoðun er jafn sönn enn í dag. Sannleikur hennar er helgaður langri og' farsælli reynslu liðinna tíma , hliðstætt sjálfum kosningaréttinum. — Á þessi atriði og mörg fleiri minnti Bernharð Stefánsson í ræðu sinni á almennum kjósendafundi á Akureyri fyrir skömmu. SJÖTUGUR: Valdimar Pálss. frá Möðruvöllum ítalskt hrísgrjóna-salat 10 gr. hrísgrjón — Vatn, salt, hvítur pipar — 3 matskeiðar rifinn ostur — 1 matskeið edik — 3 matskeiðar matarolía — 20 gr. grænar baunir —• Hvítlaukur. Sjóðið hrísgrjónin í söltu vatni og kælið síðan. Bragðbætið með salti, pipar og rifnum osti. Blandið ediki og matarolíu í skál, hrærið það saman við hrísgrjónin og bætið grænu baununum út í. Stráið fínhakkaðri persilju yfir salatið. Þetta salat er gott með köldu kjöti. ÞANN 11. þ. m. varð Valdimar JPálsson, fyrrv. bóndi að Möðruvöll- um í Eyjafirði, sjötugur. Hann er Eyfirðingur, fæddur að Vatnsenda í Saurbæjarhreppi, son- ur hjónanna Sveins Pálssonar, bónda þar, og Kristjönu Sigurðar- dóttur, og hjá þeim dvaldist hann til tvítugsaldurs. En þá fluttist hann að Möðruvöllum í sömu sveit, á heimili fósturforeldra unnustu sinnar, Guðrúnar Jónasdóttur, sem hann kvæntist litlu síðar. Valdimar Pálsson bjó síðan á Möðruvöllum, þar til Jóhann sonur hans hóf þar búskap. Möðruvellir er góð jörð, og Valdimar var góður bóndi. Snemma hlóðust á hann margs konar trún- aðarstörf, eins og oftast vill verða um gliigga og dugmikla einstakl- inga. Valdimar varð hreppstjóri sveitar sinnar árið 1928 og gegndi því starfi lil 1958 eða um 30 ára skeiö. í 16 ár var hann cndurskoðandi reikn- inga Kaupfélags Eyfirðinga, deild- arstjóri Saurbæjardeildar KEA varð hann rúmlega tvítugur að aldri og gegndi því starfi í 42 ár, og varð sýslunefndarmaður sveitar sinnar frá 1919 og er enn. Þá var Valdimar hvatamaður að Samvinnubygging- arfélagi Eyjafjarðar og einn af stofnendum þess og formaður þess í þrettán ár. Sá félagsskapttr lét eigi ntikið yfir sér cn var hinn þarfasti. Valdimar Pálsson er nú orðinn ekkjumaður, missti konu s’ína árið 1955 og hefur siðan búið hjá dóttur sinni og tengdasyni hér á Akureyri. Biirn þeirra hjónanna eru þrjú á lífi: Jóhann, fyrrum bóndi, Möðru- völlum, nú kaupmaður á Akureyri. Ragnhelður, gíft Ragnari Ólasyni, forstjóra Sjafnar á Akureyri, og Ás- geir, bæjarverkfræðingur á Akur- eyri. Auk þess misstu þau Ásgerði dóttur sína, 12 ára gamla, sem var næstelzt þeirra systkina. Valdimar er enn vel heilsuhraust- ur og ekki hefur hann heldur tapað glaðlyndi sínu, karlmannlegur er hann á velli, rólegur og háttvís í framgöngu, rg. nærveru ltans fylgir iiryggi og hólleg gamansemi. I félagsmálum var Valdimar bæði laginn og samvinnuþýður, en gat þó verið harðsnúinn málafylgju- maður, ef lillitssemi og lipurð gátu ekki leyst úr málum. Þessa og aðra góða eiginleika á Valdimar enn ó- skerta. Valdimar Pálsson er skarpgreind- ur maður og skemmtilegur í allri viðkynningu. Hann ber með sér svipmót hins milda og margvísa sveitarhöfðingja, þótt löng ævi og starfsöm hafi þar einnig sínar rúnir rist. Dagur sendir afmælisbarninu beztu afmælisóskir og þakkar langa kynningu og góða. — ED. Frá Ferðafélagi Akureyrar Hrísgrjónakaka 15 gr. hrísgrjón — V2 1. vatn — V2 1. mjólk — 2 egg — 1 teskeið salt —- 2 matskeiðar sykur — 10 rúsínur — 1 matskeið smjörlíki — Rifinn app- elsínubörkur eða rifinn sítrónubörkur. Sjóðið fyrst hrísgrjónagraut. Hrærið eggin og blandið saman við, ásamt því sem eftir er. Þetta er bakað í ofni við meðalhita (225°) um það bil 45 mín. Látið hrísgrjónakökuna aðeins kólna og berið hana fram með sultu eða saftsósu. Karrysúpa með hrísgrjónum IV2 matskeið smjörlíki — 10 gr. hrísgrjón — 1 teskeið karry — 2 stórir laukar — 1 epli — IV2 1. kjötsoð (teningur) — 10 dl. rjómi — Salt, fín- klippt persilja. Skerið laukinn og eplið í bita. Brúnið hrísgrjón, lauk, epli ásamt karryinu í potti með þykkum botni. Þetta brúnast þangað til hrísgrjónin verða Ijósgul. Leysið upp súputeninginn og þynnið út með honum. Sjóðið súpuna í a. V2 klst., eða þangað til hrísgrjónin eru orðin mjúk. Látið rjómann út í og bragðið á. Súpan á að hafa dauft, súrt bragð. Ilrísgrjón með eplum 15 gr. hrísgrjón — 1 matskeið smjörlíki — 3—4 epli — 4 dl. sjóðandi heitt vatn — 3 matskeiðar sykur. — % dl. rjómi. Skolið hrísgrjónin og brúnið í smjörlíki, varist að brúna þau of mikið. Rífið eplin á rifjárni niður á hrísgrjónin. Þynnið út með heitu vatni og blandið sykrinum út í. Þetta er látið sjóða í 20 mín. á pönn- unni (hafið lok yfir). Þá er rjómanum bætt út í. — Rétturinn er borinn fram með kaldri mjólk, eða Ferðafélag Akureyrar er nú í þann veginn að hefja starfsemi sína fyrir alvöru og hefur þó þegar farið tvær fyrstu ferðirnar. Nú er fyrirhuguð fyrsta vinnu- ferð í Herðubreiðarlindir næsta föstudagskvöld — Þá verður byrjað á því að innrétta hið nýja sæluhús félagsins þar, sem byggt var í fyrra og áður hefur verið sagt frá hér.í blaðinu og gert var fokhelt á síðastliðnu hausti. Svisslendingur nokkur, einn þekktasti kletta- og fjallagarpur heims, verður með í ferðinni og mun ganga á Herðubreið ásamt konu sinni. Ferðafélaginu hafa borizt rausnarlegar gjafir til sæluhúss- ins. Bílasalan h.f., eigendur Kr. Kristjánsson og Ólafur Bene- diktsson, gáfu aluminíum á þak hússins, Sveinbjörn Jónsson byggingameistari gaf félaginu efni fyrir tvö þúsund kr., einnig til hússins, og loks hefur Ferða- félag íslands lagt til 5 þús. kr. — Hjalti Sigurðsson trésmíðameist- ari hefur gefið húsgögn í skrif- stofu félagsins í Hafnarstr. 100. Ferðafélagið biður blaðíð að færa öllum þessum aðilum beztu þakkir. Ferð félagsins, sem fara átti um helgina 27. og 28. júlí fellur niður, en önnur vinnuferð verður farin um fyrstu helgi júlímánað- ar. Væntir félagið góðrar þátt- töku sjálfboðaliða eins og áður. Á sunnudaginn reyndi Ferða- félagið nýjan gúmbát fram í Eyjafjarðará, að viðstöddum nokkrum fréttamönnum. Bátur- inn tekur 6 manns og reyndist ágætlega. Við brúna hjá Saurbæ var höfð sérstök æfing, þar sem maður var látinn síga í bátinn með taug um leið og bátinn bar þar fram hjá. Ferðir, blað Ferðafélags Akur- eyrar er nýlega komið út og enn- fremur Árbók Ferðafélags ís- lands 1959, sem Jóhann Skafta- son sýslumaður skrifar. Fjallar hún um Barðastrandarsýslu og er hin vandaðasta. saft. — O. Á. Launamál kvenna Á sl. ári, þegar Framsóknarflokkurinn fór með stjórn á fjármálum ríkisins voru launakjör kvenna, sem starfa hjá ríkinu, leiðrétt verulega. Allir vita, að þó að jafnrétti eigi að ríkja hér á landi meðal karla og kvenna, m. a. í launamálum, skortir enn allmjög á, að fullt jafnrétti hafi náðst í þessum efnum. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja sneri sér til fjármálaráðherra Eysteins Jónssonar og fór þess á leit, að fram yrði látin fara rannsókn á því hvort misrétti ætti sé'r stað um launaflokkun kvenna hjá ríkinu. Var skipuð nefnd, sem fulltrúi frá fjármálaráðu- neytinu og fulltrúar frá BSRB átti sæti í. Á vegum þessara aðila fór síðan fram gagnger athugun á þessum málum, og eftir þá athugun fengu ‘fjöl- margar konur leiðrétting sinna mála. Voru launa- kjör allra þeirra kvenna, sem kvartanir báru fram, rannsökuð, og varð fullt samkomulag um niður- stöður milli fjármálaráðuneytisins og BSRB. Framsóknarflokkurinn hefur þannig sýnt í verki, að hann vill vinna að því, að fullkomnu réttlæö verði komið á í launamálum kvenna, og flokkurina mun áfram vinna í þá átt.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.