Dagur - 17.06.1959, Side 5

Dagur - 17.06.1959, Side 5
Miðvikudaginn 17. júní 1959 D A G U R 5 ,Síðasta tækifærið til björgimar4 segir Helgi lónasson á Gvendarstöðum í Kinn Helgi Jónsson, bóndi og grasa- fræðingur á Gvendarstöðum í Kinn leit nýlega inn á skrifstofur blaðsins. Enginn er hann mál- skrafsmaður, enda ekki í þeim erindum kominn, sem reyna á þann hæfileika. En blaðið notaði tækifærið og spurði hann frétta að austan, hverjar hann taldi engar vera öðrum nýrri. Þó væri ekki saknæmt að spyrja, ef það Væri eitthvað sérstakt sem fregna væri óskað af og svo ólík- lega skyldi vilja til að hann gæti svarað þeim. Urðu fjárskaðar í Kinn í ný- lega afstöðnu lireti? Ja, nei, nei, ekki svo að eg viti. Þetta var ekki svo mjög illt veð- ur hjá okkur, festi tæplega snjó, en var kalt að vísu eins og stundum áður á vorin og ekki er til að kippa sér upp við. En víða var ástandið verra, svo sem á Húsavík, Tjörnesi og Reykja- hverfi. Þar urðu einhverjir fjár- skaðar, en auðvitað eru engar tölur um slíkt ennþá. Þar snjó- aði töluvert og fé fennti. Hefur tófan lagst á fé í vor? Ekki hef eg heyrt um það í næstu sveitum. Hins vegar munu brögð að því í Norður-Þingeyj- arsýslu, Heyrt hef eg, að þar hafi t. d. tvö greni fundizt alveg nýlega og lágu 9 lambshausar hjá öðru en tveir hjá hinu. Lítur ekki vel út með sprett- una? Mjög vel, segir Helgi. Gróður- inn er óvenjulega snemma á ferðinni, bæði á ræktuðu landi og óræktuðu. En jörðin var orðin of þurr þangáð til hretið kom. Þá var mikil úrkoma. Vætan var svo sem kærkomin, þó að hún hefði nú mátt vitja okkar á örlít- ið hógværari hátt. Verður ekki farið að lieyja innan skamms? Jú, ef einhver má vera að því að sinna heyskap. Vorverkum er ekki nærri lokið og verður aldrei lokið. Og eitthvað ertu farinn að hugsa um pólitíkina? Eg hef sjaldan mikið um hana hugsað, er ekki í neinum póli- tískum flokki, hef verið orðaður við Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokkinn en aldrei við kommún- ista svo að eg viti. Hver telurðu stærstu mál þjóðarinnar á þessum tímum? Fyrir þá, sem litlir eru, eru flest mál stór. En ekki er eg í neinum efa um það, að landhelg- ismálið og kjördæmamálið eru stærstu málin, sem nú eru á dag- skrá. Og þau eru töluvert skyld þegar að er gætt. Friðun land- grunnsins er stórmál fyrir nútíð og framtíð og deilan við Breta út af stækkun landhelginnar vinnst með tímanum. Einarðleg og röggsamleg framkoma í því máli má aldrei bresta af okkar hálfu. Vonandi verður landhelgismálið aldrei flokksmál og vonandi setj- ast aldrei þeir amlóðar í ráð- herrastóla, að þeir slái undan, þótt á móti blási. Eindreginn vilji almennings ætti líka að varna því. En skyldleikinn milli landhelg- isniálsins og kjördæmamálsins? Jú, hann er nú meiri en ætla mætti. í landhelgismálinu er það hnefarétturinn sem ræður, en ekki réttlætistilfinningin. Bretar hafa oftast talað vinsamlega til okkar, en nota ofbeldi engu að síður. Fyrirhuguð kjördæmabreyting, sem hætt er við að menn hafi ekki athugað niður í kjölinn, er sveitafólki til skaða, ef hún nær að ganga fram, svo mikið þykist eg viss um. 1 þessu máli á að neyta aflsmunar og láta kné fylgja kviði. Eg er á móti öllu of- beldi og hef litla trú á að vald- beiting leiði til neins góðs í þjóð- félaginu. Vonandi bíður hnefa- rétturinn ósigur, bæði á hafinu og í þeim innanlandsátökum um kjördæmamálið, sem Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn stofnuðu til og kommúnistar fyígja. Hverju spáirðu um kosning- arnar? Spámaður hef eg aldrei verið og spái þess vegna engu þar um. En það máttu bóka og eftir mér hafa, ef þér finnst ekki nóg komið, að eg vil eindregið hvetja HELGI JONASSON bóndi á Gvendarstöðum í Kinn. menn og konur til þess að beita sér með öllum heiðarlegum ráð- um á móti kjördæmabreyting- unni. Það mun hollast fyrir þjóð- félagið í heild, að landsfólkið kasti ekki réttindum sínum á glæ, en sýni það í næstu kosn- ingum og í öllum kosningum, að það afneiti hnefaréttarhugmynd- inni, hvort sem henni er beint gegn sveitum landsins og af inn- lendum toga eða hún kemur utan frá og beinist að þjóðinni allri, segir Helgi Jónasson að lokum, stendur upp og kveður. Blaðið þakkar viðtalið við hinn sérstæða bónda og fræði- mann. — E. D. Ýmis tíðindi úr nágrannabyggðum SVAI.BARÐSSTRÖND, 14. júní. Hafinh er sláttur hér á einum tveimur bæjum, Litlahvammi og Svalbarði. Eru það blettir, senr liafa vcrið varðir fyrir iillum skepnum, en reynslan hér virðist sýna það, að hægt er að byrja að slá tún, sem eru varin á vorin sjö til tíu dögum fyrr en þau tún, sem beitt eru. Hér er venja að féð gangi á túnum frá því á haustin og þangað til fyrri part- inn i júní, þegar það er rúið. Allt fyrir það mun nú komin svo góð spretta á tún almennt, að ekki munu vera dæmi til slíks á þessum tíma. Enda er almennt talið, að jretta vor sé eitt hið allra bezta, sem menn muna. Skepnuhöld munu liér víðast hvar ágæt. Þó bar á jjví á fá- Jón á Akri flýr af fundi Fjölmennur framboðsfundur í Húnaveri á sunnudaginn varð all sögulegur. Farið var fram á að fundurinn yrði framlengdur og rætt um kjördæmamálið og kjósendum leyft að tala. Þessu neitaði Jón Pálmason ruddist að hátalaranum og sagði fundi slit- ið. Fundarstjórinn, Bjarni Jónas- son, setti þá fund að nýju og leyfði hinum 7 mönnum á mæl- endaskrá að tala. Þá skoraði Jón Pálmason á stuðningsmenn sína að ganga af fundi og fylgdu honum 10 eða 12 menn! Síðan fór fundurinn vel fram. Frambjóðandi Framsóknat'flokks ins, Björn Pálsson, fékk hinar beztu viotökur á fundi þessum, en ekki þótti það sigurstranglegt af Jóni á Akri að flýja af hólmi. einum bæjum, að ær fengju doða, bæði fyrir og eftir burð. Margar af jjessum ám voru læknaðar með j)ví að sprauta jjxr með kalki. — Rétt fyrir hretið í vikunni sem leið var búið að reka féð af túnunum upp í heiðina. þar sem ])uð gengur yfir sumarið. Ekki vita menn um skaða af völdum hretsins. En vel getur ])að [)ó verið, að lömb hafi fennt. Að mestu var búið að setja niður kartöflur hér fyrir hretið. Annars gengu vorverk seinna hér en ætla hefði mátt, [)ar sem tíðin var svo óvenjugóð. En hinn slæmi inflú enzufaraldur, sem hér gekk, gerði víða strik í reikninginn, því hann lék sum heimili svo grátt, að J)au voru naumast einfær um að sinna sinum daglegu störfum við skepn- urnar, og sumir eru naumast að fullu búnir að ná sér enn. LÓMATJÖRN, 16. júní. - Mikill snjór kom á Látraströnd í hretinu, og þar urðu fjárskaðar, en óvíst hve miklir. Búið er að vinna 15 minka liér í sveit í vor. Þórður Pétursson frá Arhvammi í Laxárdal hefur unnið dýrin og haft góðan liund við veiðarnar. Heima er bezt, júní 1959, flytur þetta efni: Dr. phil. Árni Friðriksson fiskifræð- ingur, eftir Steindór Steindórs- son, Húnvetnskir húsgangar eftir Guðmund Jósafatsson, Fyrsta för mín úr föðurgarði, eftir Guð- mund B. Árnason, Þáttur æsk unnar, er fjallar uni Hallorms- staðaskóg og Lagarfljót, fram- haldssaga Guðrúnar frá Lundi og upphaf nýrrar framhaldssögu eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. Forsíðumyndin er af dr. Árna Friðrikssyni. Fjórðungsþingatiilögurnar í útvarpsumræðunum frá Al- þingi leyfðu þeir sér það báðir, Benedikt Gröndal og Friðjón Skarphéðinsson, að halda því fram, að fylkjatillögur fjórðungs- þinganna hefðu verið mjög skyldar kjördæmabreytingartil- lögum þríflokkanna. Þar hefði meira að segja verið gert ráð fyrir að leggja sýslufélögin niður. Þetta er hin mesta fjarstæða og illkynjað ranghermi. Tillögur sínar gáfu fjórðungs- þingin út í sérstökum bókarpésa 1949, og var honum útbýtt ókeypis. Sennilegt er jjví, að hann sé víða til. Vill Dagur ráð- leggja mönnum að leita hann uppi og lesa hann. Með lestri hans geta menn kynnst áreiðan- leik áðurnefndra útvarpsræðu- manna í málsmeðferð, þegar í harðbakka slær hjá j)eim. Tillögur fjórðungsþinganna voru miðaðar við að dreifa ríkis- valdinu og draga úr höfuðborg- arvaldinu. Hvergi í þeim tillög- um, eða greinargerðinni, er þeim fylgir, er minnst á að leggja eigi sýslufélögin niður. Þvert á móti talað um aukin völd landsbyggð- arinnar og færslu valds frá Al- þingi til sex fylkisþinga, sem kosið sé til í einmenningskjör- dæmum. f greinargerðinni segir: „Fyrst og fremst er áríðandi að dreifa ríkisvaldinu eins mikið og fært er, án þess að nauðsynlegur styrkleiki ríkisheildarinnar bíði tjón af þeim sökum. Til þess að ná því marki eru tvær leiðir gagnlegar: Önnur að AUKA VÖLD HERAÐANNA, og hin að AUKA VÖLD FORSETANS. — Hið fyrra miðar einkum að dreifingu ríkisvaldsins, en hið síðara treystir ríkisvaldið bæði inn á við og út á við.“ Ekki var annað að heyra á fyrrnefndum ræðumönnum j)rí- flokkanna en að fjórðungsþingin hefðu viljað taka upp hlutfalls- kosningar. í þeirri frásögn er líka öllu snúið öfugt. Fjórðungsþingin vildu hafa einmenningskjör- dæmi. Um j)au segir í greinar- gerð tillagna fjórðungsþinganna: „Sá er höfuðkostur einmenn- ingskjördæmanna, að þau tryggja hinum óbreytta kjósanda betri aðstöðu en honuin hlotnast, þegar flokksstjórnir ráða mestu um framboð, eins og ætíð verður við hlutfallskosningar. Samband- ið milli kjósanda og frambjóð- anda verður milliliðalaust. í annan stað miða j)ær að samein- ingu skyldra sjónarmiða og efla á þann veg einingu fólksins í þjóðfélagsmálum. Þeir, sem hafa Iík sjónarmið — þótt eitthvað kunni að bera á milli — eru neyddir til að þoka sér saman og eiga samstarf, en hafa aðeins litlar vonir um að koma manni að á þing hver í sínu lagi. Einmenningskjördæmin miða þannig að því, að fjöldi stjórn málaflokkanna verður ekki úr hófi fram, og stefnur þeirra verða glöggt afmarkaðar lwer gagnvart annarri. Auðveldar þetta málefnalegt mat kjósend- anna á stefnum flokkanna. Líkur verða til þess að hreinn meiri- hluti geti skapast, sem þannig fær aðstöðu til að ráða óháður, Stjórnmálaleg ábyrgð verður þá raunveruleg. Flokkur, sem hlýt- ur meirihlutaaðstöðu og mistekst hlutverk sitt, á raunverulega á hættu að verða settur hjá við næstu kosningar. Hins vegar vaxa sigurvonir lians, farist hon- um forysta stjórnmálanna vel og giftulega úr hendi. Miðar þetta að því, að hver kjósandi læri að fara með atkvæði sitt; einnig liann verður ábyrgur, enda á hann mest á hættu, ef honum mistekst val flokks eða stefnu.“ Af því, sem hér að framan hef- ur verið orðrétt tekið upp úr greinargerð þeirri, sem tillögun- um fylgdi, getur hver maður séð, að fyrrnefndir ræðumenn höfðu ekki sannleikann að leiðarljósi, fremur en bæjarblöð hér á Ak- ureyri, sem á þetta hafa minnst. - Kaflar úr ræðu Garðars Halldórsson- ar á framboðsfundi Framhald af 8. siðu. gagnvart öllum ])eim framleiðend- um, sem nota eigin lramleiðslu til neyzlu á heimilum sínum. Samdráttur cðlitegra framtara. Samdráttur sá, sem verða hlýtur í atvinnulegri uppbyggingu fyrir atvinnuaukningarféð, er mjög al- varlegur. Það orkar ekki tvímælis, að j)essi aðstoð, atvinnuaukningar- féð, hefur verið mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í kaupstöðum og kauptúnum víðs vegar um landið og stóraukið atvinnutekjur manna og átt sinn [)átt í því, að svo mjög hefur clregið úr fólksflutningum til Reykjavíkur, að sums staðar virðist sú óheillajrróun hafa stöðvazt. 1 húsnæðismálunum munti marg- ir verða þess varir á yfirstandandi ári, að stjórnarliðið felldi J)á tillögu Framsóknarmanna, að verja 15 rnillj. kr. af greiðsluafgangi ríkis- sjé>ðs til byggingarsjé)ðs ríkisins og 5 millj. kr. til byggingarsjóðs Bún- aðarbankans. Hefði hér verið meiri j)örf við að auka en úr að draga, svo erfið eru byggingarmálin j)eim, sem ekki liafa meira en venjulegar atvinnutekjur. Nýjir bílar í stað rekstrarvara. Ríkisstjórnin boðar aukinn ittn- flutning hátollavara, til [)ess að skapa útflutningssjóði tekjur. Ekki getur hjá því farið, að sá innflutn- ingur gangi út yfir fjárfestingu og rekstrarvörur, en skortur á jreim myndi fyrst og fremst bitna á j)eim, sem éit um landið béta. Þegar litið er yfir reynslu undan- farinna áratuga sést glögglega, að uppbyggingin út um land hefur verið því meiri, sem áhrifa Fram- sóknarflokksins hefur meira gætt á stjórn landsins. „Reynslan er réttlátur dómari.“ „Reynslan er réttlátur dómari," segir í áróðurspésa, sem Sjálfstæðis- flokkurinn gaf út fyrir kosningarn- ar 1956. Reynslan af núverandi stjórnarflokkum er slík, að þar eru þjóðarhagsmunirnir í þriðja sæti, hagsmunir flokksins í öðru sæti, og þeirra eigin hagsmunir í fyrsta sæti. Þess vegna mun J)að J)jóðinni hollast og fólkinu farnast J)ví betur, sem áhrifa Sjá'lfstæðisflokksins gætir minna í þjóðfélaginu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.