Dagur - 17.06.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 17.06.1959, Blaðsíða 8
8 Bagur Miðvikudaginn 17. júní 1959 ns er í ógöngum Það er no; pláss” Kaflar úr ræðu Garðars HalMórssonar, nýlega fluttri á almennum kjósendafundi Landsstjórn Alþýð'uflokksins hafði ekki erindi sein crfiði í Akureyrarferðinni. NÚVERANDI ríkisstjórn sýnir nú mjög greinilega hug sinn til l'ólks- ins, sem býr úti um lancl við sjó og í sveit. Þegar stjórnin kynnti sig þjóð- inni rétt fyrir jólin, var hún svo bjartsýn, að hún hclt sig eiga ráð undir rifi hverju gegn dýrtíðar- vandamálinu og flutti þjóðinni það fagnaðarefni, að hægt væri að lctta byrðar almennings án tilkostnaðar. Það átti að vísu að lækka öll laun um nokkur prósent bæði hjá launa- stéttum og framleiðendum einnig með lækkun á afuröaverði. En það átti líka að lækka vöruverðið bæði með minnkaðri álagningu og þó sér- staklega landbúnaðarvörur og fisk- verð með stórauknum niðurgreiðsl- um, sem talið var að myndi kosta Útflutningssjóð allt að 120 millj. kr. Þá gerði ríkisst jórnin, án nokkurs samráðs við Alþingi, sent þó stóð yíir, samning við lramleiðendur út- flutningsvara um auknar uppbætur, sem áætlað var að nema myndi um 80 millj. kr. Alt þetta fé og meira þó vegna hækkana á fjárlögum, þóttist stjórn Útvarpsumræður 23. og 24. júní Akveðið hefur verið að, að útvarpsumræður stjórnmála- ffokkanna fari fram þriðjudag- inn 23. þ. m. og miðvikudaginn 24. þ. m. og hefjast kl. 8.10 bæði kvöldin. Fyrra kvöldið verður ein umferð, 45 mín. fyrir hvern flokk. Síðara kvöldið verða þrjár umferðir, 20, 15 og 10 mín. til umráða fyrir hvern flokk. Fyrra umræðukvöldið verð- ur röð flokkanna þessi: AI- þýðuflokkur, Sjálfstæðisflokk- ur, Framsóknarflokkur, Al- þýðubandalag og Þjóðvarnar- ílokkur. Verða framsöguræð- urnar fluttar af segulbandi. Síðara kvöldið verða umræð- urnar í útvarpssal og er þá röðin þessi:. Alþýðubandalag, Sjálfstæðisflokkur, Þjóðvarn- arflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur. Þetta segi ég nú: DRAUGUR nokkur hefur gengið ljósum Iogum í þjóð- lífinu undanfarna áratugi. — Hann gerist æ umsvifameiri og vill ráða húsum manna. Þessi draugur heitir Reykja- víkurvald. NÚ ætla reykvískir foringj- ar að magna þennan draug. Þeir segja, að hann sé ósköp saklaus og góður. Annað hef- ur okkur sýnzt. VIÐ dreifbýlismenn getum kannski ekki kveðið ófögnuð- úin niður, en ekki skulum við bjóða hann velominn og fá honum húslyklana. Við get- um stuggað honum frá með atkvæðum okkar, og það skulum við gera. — X. in geta lagt fram, án þess að þyngja byrðar þjóðarinnar með auknum sköttum. Það átti bara að spara ýmsan óþarfa á fjárlögunum. Hver ern sr o úrræðin? A fjárlögum sjást úrræði stjórn- arinnar. Jú, þar á að spara á ábyrgð- arskuldbindingum ríkissjóðs og minnka kostnað við Alþingi, hvort tveggja algerlega óhraunhæft. Og það á að spara framlag til raforku- framkvæmda og til kaupa á jarð- ræktarvélum. Einnig á að spara samgöngur á sjó og atvinnuaukn- ingarféð um 26%. Svo á að lækka framlag til flugvallargerða, til bygg- ingar sjúkrahúsa og skóla, og lækka á ennfremur framlag til að útrýma heilsuspillandi húsnæði. I.íka á að spara framlag til byggingarsjóða kaupstaða og kauptúna. Af þessari upptalningu er ljóst, hvar sparnaðurinn kennir niður. I þéttbýlinu við Faxaflóann á sí/.t að spara. En þar hafa afkomuskilyrði fólksins verið bezt á landinu. En ennþá fleira kemur til. Hvernig tckjuafgangi ríkissjóðs var varið. A síðastl. áratug hefur Framsókn- arflokkurinn haft forgöngu um, að varið hefur verið á annað hundrað millj. kr. af greiðsluafgangi ríkisins til u|)pbyggingar við sjó og í sveit. Þessi framlög hafa verið undirstaða bátakaupa, íbúðarluisabygginga í kaupstöðum og kauptúnum og til ræktunar og byggingar í sveitum. Víða hefði verið öðruvísi um að lit- ast nú, ef þessa helði ekki notið við. Á síðasta Alþingi lögðu þmg- menn Framsóknarflokksins til, að varið yrði á þessu ári 25 millj. kr. af greiðsluafgangi ríkissjóðs á síð- asta ári til sömu framkvæmda. Þá tillögu felldi stjórnarliðið, en ákvað þess í stað að fleygja greiðsluafgang- inum í verðbólguhítina. GARÐAR HALLDÓRSSON. Óraunhæfar tölur. Auðvitað nægði allur þessi sþarn- aður hvergi nærri íyrir auknum kostnaði við verðbólguna, og var j>á gripið til |)ess ráðs, að hagræða ýmsum liðum fjárlaganna, svo að endarnir næðu saman á pappírnum. Vandinn var ekki annar en sá, að hækka tekjuliðina en lækka gjalda- hliðina, svo að jöfnuður næðist, al- veg án tillits til jress, hvort líkur væru fyrir því, að áætlanirnar væru raunhæfar. Á þennan hátt er byrðinni velt yíir á framtíðina. Hið raunverulega ástand í fjármálunum er falið með talnablekkingum fram yfir tvennar kosningar. Eftir kosningarnar reikna stjórn- arflokkarnir með því, að þeir verði búnir að tryggja sér J)á valdaað- stöðu, að ])eir geti skammtað í ask- ana að eigin geðþótta. Getum við, sem út um landið búum, rennt grun í, hvernig að okkur verði búið síðar, þegar stjórn- arliðið leyfir sér nú þegar, fyrir kosningarnar, að klípa af okkar hluta svo til allan þann sparnað, sem við á að hafa á fjárlögunum. Hinar stórauknu niðurgreiðslur skapa hið lierfilegasta ranglæti Framhald á 5. síðu. Ekki verður sagt, að byrlega blási fyrir Alþýðuflokknum á Akureyri, frekar en annars staðar á landinu, eftir fyrsta kosningafund flokksins, sem haldinn var í Varðborg á laug- ardaginn. Marga daga í röð glurndi Iítið annað í auglýs- ingatímum útvarpsins en sá boðskapur flokksskrifstofu kratanna í Reykjavík, að þrír ráðherrar með sjálfan forsæt- isráðherrann í broddi fylkingar myndu heiðra Akureyri með nærveru sinni á pólitiskum fundi á laugardaginn. Og gljáfægð ráðherrabifreið renndi í bæinn á tilsettum tíma, fregnmiðum var dreift í öll hús í bænum og flokksskrifstofuboð- skapurinn hljómaði. Samkvæmt vikulegum boðskap frá trygg- ingaskrifstofu Alþýðumannsrit- stjórans höfðu „hvarvetna af landinu" borizt „fréttir af nýju kjörfylgi er nú skipar sér undir merki Alþýðuflokksins vegna manndómlegrar forystu hans. . .“ og nú skyldi sýna þá fylgisaukn- ingu í verki á heimaslóðum rit- stjórans með allsherjaruppskeru hátíð að viðstöddum meiri hluta landsstjórnarinnar. En af ein- hverjum ástæðum reyndist rit- stjórinn ekki spámaður í sínu föðurlandi. Þunnskipað hús. Er forsætisráðherrann sjálfur hafði lokið máli sínu, sem stóð um það bil klst., var húsið fjarri því að vera hálfskipað og óhætt er að fullyrða, að a. m. k. helm- ingur þeirra er sat út ræðu for- sætisráðherrans mun ekki teljast til fylgismanna Alþýðuflokksins. Svo áberandi voru á fundinum fylgismenn annarra flokka. Ræða Emils var afsökun frá upphafi til enda. Með veikum mætti reyndi hann að afsaka Fyrsti ræðumaðurinn á hin- um þunnskipaða fundi Al- þýðuflokksráðherranna var Emil Jónsson, forsætisráð- herra. f upphafi ræðu sinnar íýsti forsætisráðhcrrann því greinilega yfir, að í kosningun- um í sumar væri fyrst og fremst kosið um kjördæina- málið. Samt hafði þcssi sami ráðherra það af að flytja þung- lamalega ræðu í heila klukku- stund án þess að MINNAST AÐ ÖÐRU LEYTI A KJÖR- DÆMAMALID EINU EIN- brotthlaup Alþýðuflokksins til íhaldsins, hin furðulegu vinnu- brögð ýmissa leiðtoga flokksins í sambandi við efnahagsmálatil- lögur Fi'amsóknarmanna í tíð vinstri stjórnarinnar og umboðs- leysi þingmanna flokksins til að flana út í lítt hugsaða stjórnar- skrárbreytingu með Sjálfstæðis- l'lokknum og kommúnistum. Enginn tekjuafgangur. Forsætisráðherrann skýrði þó rétt frá ýmsum staðreyndum. — Hann sagði m. a„ að talsverður tekjuafgangur frá vinstri stjórn- inni hefði m. a. verið notaður til niðurgreiðslna núverandi stjórn- ar — þann leik væri hins vegar EKKI hægt að leika aftur, þar sem enginn tekjuafgangur kæmi frá núverandi stjórn. — Þetta viðurkenndi Emil Jóns- son — öllu fénu yrði kastað í vcrðbólguhítina — víxill tek- inn upp á framtíðina. í klukkustundarræðu hafði for- sætisráðherrann það af að minn- ast ekki á kjördæmamálið að öðru leyti en því að viðurkenna, að það væri það sem um væii kosið. Er allt með felldu? „EF ALLT VÆRI MEÐ FELLDU“ væri sumarþinginu ekki ætlað annað en að afgreiða kjördæmamálið. Og alla þessa vizku sína þuldi forsætisráðherrann yfir hálftómu húsi. Það voru orð að sönnu er fundarstjórinn, Steindór Stein- dórsson, kallaði út yfir salinn að lokinni ræðu fprsætisráð- herrans til nokkurra manna er stóðu við innganginn: „Fáið ykkur sæti þarna við dyrnar — ÞAÐ ER NÓG PLASS.“ FUNDARMAÐUR. ASTA ORÐI. Þessi framkoma af hálfu oddvita þeirrar ríkis- stjórnar, er telur kjördæma- frumvarpið sem citt af helztu málum sínum, hreint einsdæmi og hlýtur að vekja athygli. — Hcfur fátt sýnt betur, live for- svarsmenn kjördæmaflansins cru nú gjörsamlegá rökþrota og óttast hina sívaxandi and- stöðu manna úr öllum flokk- um gegn þcssu fcigðarflani Sjálfstæðisleiðtoganna, komm- únista og Alþýðuflokksbrodd- anna. „Heiðra skaftu skálkinn, svo hann skaði þig ekki" Olafur Thors leggur sveitamönnum lífsreglurnar Lýsir yfir því, að allt vald eigi að vera í höndum Reykvíkinga, og því beri sveitafólki að sýna Reyk- víkingum tilhlýðilega auðmýkt til þess að „TRYGGJA HAGSMUNI SÍNA“. Morgunblaðið birtir sl. sunnudag á áberandi stað furðulcg umrnæli, höfð eftir formanni Sjálfstæðisflokks- ins, Ólafi Thors. Þar segir formaðurinn, að „þungamiðja valdsins hljóti að flytjast til með fólkinu sjálfu,“ og að „sveitirnar tryggi hagsmuni sína bezt með því að forðast Framsóknarmenn, sem sýnt hafa þéttbýlinu óvild (!!), en gera hins vegar Sjálfstæðisflokkinn og AÐRA ÞA, sem þar ráða mestu, sér vinveitta og HAÐA.“ (!!) Hrokatónninn í þessum ummælum er með eindæmum. í þeim felst beinlínis, að það er skoðun Sjálístæðis- flokksins að allt vald EIGI AÐ VERA í höndum Reyk- víkinga, »g ef menn úti á landi vilji tryggja hagsmuni stna, sé þeim fyrir beztu að kasta sér fyrir fætur Reykjavik- urvaldinu og biðja það náðarsamlegast að skanunta þeirn það, sem þá vanhagi um. Ólafur Thors hefur fyrr verið opinskár í yfirlýsingum sínum. Ilann fer sjaldan dult með skoðanir sínar, og hér hafa sveitameim, og raunar allir landsmenn, sem búa ut- an Reykjavíkur og nágrennis, það svart á hvítu, hver hlutur landsbyggðinni er ætlaður í framtíðinni, þegar búrð er að umbylta kjördæmasldpuninni. Framboðsfundir í Eyjafjarðarsýshi verða sem hér segir: Hrísey fimmtudaginn 18. júní kl. 8.30 e. h. Dalvík föstudaginn 19. júní kl. 8.30 e. h. Reistará laugardaginn 20. júní kl. 2 e. h. Frcyvangi mánudaginn 22. júní kl. 1.30 e. h. FRAMBJÓÐENDUR. Forsvar-smenn kjördæmaflansins standa uppi rökþrota: Forsætisráðherrann ræddi ekki um kjördæmamálið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.