Dagur - 27.06.1959, Blaðsíða 2

Dagur - 27.06.1959, Blaðsíða 2
D A G UR Laugardaginn 27. júní 1959 - Ræða Ingvars Gíslasonar. Framhaid af 1. siðu. Það, sem fyrir þessum mönnum vakir, er alls ekki að efla lýðræðið í landinu. Á því hafa þeir áreiðan- lega sí/t meiri áhuga en við hinir, sem viljum vernda hinn forna grundvöll. Þeir mistúlka lýðræðis- hugsjónina í þágu þess valda- brölts, sem nú er uppistaðan í öll- um þeirra hamförum gegn sögu- legum rétti héraðanna, sýslna og kaupstaða, til þess að eiga sérstaka málsvara á Alþingi. Þetta skipulag, sem varað hefur í öllum aðalatriðum frá endur- reisn Alþingis árið 1843 og á sér fornar siigulegar rætur allt altur til hinnar fyrstu stjórnarskipunar í landinu, er valdastreitumönrtum þríflokkanna til óþurftar, og þess- vegna ráðast þeir gegn því með þeim brigslum, sem þeir halda að hrífi. Eða hvaðan eru kröfurnar um kjördæmabyltinguna komnar? Hafa S.-Þingeyingar, Borgfirðing- ar eða Akureyringar, svo nokkuð sé nefnt, krafist jiess að grundvell- inum sé kippt undan kjördæma- skipun landsins af því að jteir hafi aðeins átt einn Jtingmann, og sum sýslu- og bæjarfélög, sem minni voru? Svarið verður neikvætt. Metings hefur aldrei gætt milli fólksins í hinum ýmsu kjördæm- um. . .“ „Aróðursmenn íhaldsins þrástag- ast á jtví, að Framsóknarflokkur- inn njóti slíkra forréttinda, og }>ó sýna tölur frá næsísíðustu kosning- um allt aðra niðurstöðu, j>ví að í kjördæmum utan Reykjavíkur og nágrennis hafði Sjálfstæðisflokk- urinn 886 atkvæði að meðaltali á bak við hvern þingtnann, sem hann fékk þar kjörinn, en Framsóknar- menn 917. Það væri því nær að segja, að J>að væri Sjálfstæðisflokk- urinn, sem nyti jiessarra forrétt- inda, ef einhver eru, en auðvitað er ekki um slíkt að ræða. Lýðræðið í landinu mun sizt vaxa við það, þótt valdastreitumenn hverfulla stjórnmálaflokka Ieggist allir á eitt um að svipta héruðum rétti sínum til þingmanna. Enda er útilokað, ad þeir finni vanlegri ráð á fáum vikum til eflingar og viðhalds lýðrœðinu er forfeður okk- ar hafa mótað og fest með aldar- langri þróun. Fg hef ekki trú á því, að mennirnir, sem gert hafa sig bera að því að beita menn skoð- anakúgun — og það nýlega — séu til þess fallnir að efla frjálsa skoð- anamyndun og vernda hugsana- og tjáningarfrelsið. Og þessir menn eru að gaspra um það, að eitthvað bjáti á um lýðræðið. . . Og því aðeins er hér ríki nú, að íslenzka þjóðin er dreifð um öll hin byggilegu héruð landsins. Þau eru kannske ekki stór um sig sjávarþorpin á A. N. og Vestur- landi, en þau cru þjóðinni fyllilega j>að, sem }>au sýnast vera og vel j>að. Og fólkið, sem j>arna býr, er kannske ckki mikið að höfðatölu, en þeim mun nteira að manndómi. Það eru líka langar bæjarleiðir í sumum sveitum, og það eru ekki allir bændur í kaflfæri við nábúa sína. En j>eir hafa stækkað landið og jieir cru alltaf að stækka ]>að og. skila því enn stærra en ]>að hef- ur nokkru sinni verið í hendur komandi kýnslóða. Við þurfum á öllu okkar.landi að halda í nútíð og framtíð vegna vaxandi fólks- fjölgunar og ekki sízt með tilliti til hinna auknu fiskveiða og fisk- iðnaðar, er hlýtur að fylgja í kjöl- far stækkaðrar fiskveiðilögsögu." Hjúskapur. Laugardaginn 6. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af séra Jóni Auðuns, ungfrú Sigríður Jónsdóttir, Hólavalla- götu 7, Reykjavík, og Stefán Hermannsson, stud. polit, Hrafna gilsstræti 6, Akurej'ri. Náttúrugripasafnið var opnað almenningi til sýnis á sunnudag- inn var. Verður opið framvegis á sunnudögum frá kl. 1—3 e. h. — Gengið inn frá kirkjutröppunum. x Ingvar Gíslason Sýnishorn af kjörseðíi á Ákureyri Björn Jónsson fram bj óðandi AIþýðuban dal agsins. Friðjón Skarphéðinsson frambjóðandi Alþýðuflokksins. X ln? var Gíslason frambjóðandi Framsóknarflokksins. Jónas G. Rafnar fram bj óðan d i S j á 1 fstæði sfI okk si n s. A Landslisti Alþýðuflokksins. B Landslisti Framsóknarflokksins. D Landslisti Sjálfstæðisflokksins. F Landslisti Þjóðvarnarflokksins. G Landslisti Alþýðubandalagsins. Þannig lítur kjörseðillinn út, þegar Ingvar Gíslason, fram bjóð'andi Framsóknarflokksins hefir verið kjörinn. Hvers vegna versnar sumarveðrið? Á síðustu 10 árum hafa veður- fræðingar fundið greinilegar breytingar á tíðarfari. Meðalhit- inn hefur hækkað bæði á norð- ur- og suðurhluta heims, og ís- inn á skautunum hefur bráðnað óvenjumikið. Meðilhitinn á vet- urna hefur farið hækkandi, en veðrið á sumrin hefur verið kaldara og óstöðugra. Krikketklúbbarnir í Englandi bera sig illa yfir því, hve æfinga- tíminn sé orðinn miklu styttri en áður hafi verið, og fiskifræðing- ar hafa tekið eftir því, að þorsk- urinn færir sig á aðrar slóðir. Eftir að veðrið tók að versna á sumrin, hafa margir tekið að sotja þessa leiðindabreytingu í samband við kjarnorkuspreng- ingarnar, og ýmsir hafa jafnvel talið, að þær ættu sök á. Flestir veðurfræðingar telja þó, að slíkt sé ekki fullnægjandi skýring. Þeir halda því fram, að mann- kynið ráði ekki yfir svipað því nægu afli til þess að breyta veð- urfari, svo að nokkru nemi. Til þess að framkalla þrumur og regn á einhverjum vissum stað, myndi þurfa því nær eins mikinn kraft og 15 vatnefnissprengjur hafa yfir að ráða. En til eru þó veðurfræðingar, sem eru á annarri skoðun.Máþar nefna dr. Horace R. Byers, for- stöðumann veðurfræðideildar Chicagoháskóla, og prófessor William H. Parker við Manitoba- háskóla. Dr. Byers heldur því fram, að hver einasta sprenging auki jóna klofningu í gufuhvolfinu og hafi óheppileg áhrif á rafmagnsjafn- vægið milli hinnar jákvæðu hleðslu gufuhvolfsins og hinnar neikvæðu hleðslu jarðarinnar. Prófessor Parker hefur veitt því athygli, að háloftin hafa óeðlilega tilhneigingu til jóna- klofningar nú hin síðustu ár. Ilann minnir á, að ..eftir hina geysilegu sprengingu í Krákatá- eldfjalli árið 1883, hafi komið mörg ótíðarsumur. Hann spyr „Hví skyldu ekki raskanir og breytingar í gufuhvolfinu geta haft svipuð áhrif nú, þótt orsak- irnar séu af manna völdum?" Ný meðul í baráffunni við eifurlyf Að fá upplýsingar um eitur- lyfjaneytendur og gera skrá yfir þá er mjög örðugt viðfangsefni, vegna þess hvers eðlis vandamál- ið. Eiturlyfjaneytandinn verð- ur að vinna bug á sínum eigin ótta, óttanum við hégningu þjóð- félagsins og óttanum við að missa eitrið, sem er honum svo mikil- vægt fyrir líkamlega og andlega vellíðan hans. Þetta er höfuðinntak í grein, sem Y. L. Yao í innanríkisráðu- neytinu á Formósu, hefur ritað í tímarit S. Þ. um eiturlyf, „Bulle- tin of Narcotics“. Ræðir hann þar baráttu Formósustjórnar við misnotkun eiturlyfja. Stjórnin hefur farið inn á nýja braut í baráttunni við eiturlyfjanotkun- ina: eiturlyfjaneytendur eru hvattir til að gefa sig fram af sjálfsdáðum til skráningar og læknismeðferðar. „Fortölur á undan hegningu“ er aðferðin sem nú er beitt. Meðferð sjúklings eftir að hann hefur gefið sig fram, er sérlega mikilvæg. Hér er um það að ræða, að finna þær sálrænu or- sakir, sem knúðu manninn til eiturlyfjanotkunar, vinna síðan bug á þeim með viðeigandi ráð- stöfunum, og þegar sjúklingurinn er á batavegi, er reynt að telja í hann kjark og koma í veg fyrir, að hann lendi aftur í svipuðum aðstæðum. Dr. Yao leggur áherzlu á mikilvægi þess, að ríki heimsins skiptist á upplýsingum um þessi mál. Ef hvert ríki legg- ur fram upplýsingar um árang- urinn, sem náðst hefur, þannig að hægt sé að halda áfram með rannsóknum og raunhæfum að- gerðum, þá verður baráttan við misnotkun eiturlyfja bæði auð- veldari og raunbetri. Sama hefti af „Bulletin of Narcotics“ birtir líka grein um eiturlyfjanotkun og baráttuna gegn henni í Singapore. - Dagur reikningsskilanna Frarnhald af 1. siðu. íhaldsins í verki. Von að bændur beri hana að munni sér til kossa! Mötorar betri en vatnsaflstöðvar! Sjálfstáeðisflokkurinn á sök á því með Alþýðuflokknum, að 10 ára raforkuáætlunin var afnum- in. Þar skyldi spara 88 milljónir, segja stjórnarblöðin! Sá sparnað- ur kemur illa niður á því fólki, sem erin bíður með eftirvæntingu eftjr Ijósi og ýl frá afli fossa og fallvatna. — Sjálfstæðisfl. er búinn að snúa baki við þessari orkulind og telur bændum heppilegra að búa við dieselraf- stöðvar! Það er nógu gott handa þeim, af því að einhvers staðar þurfi að spara! Hér hefur aðeins fátt eitt af ávirðingum Sjálfstæðisflokksins verið upp talið og er hvert atriði fyrir sig ærin ástæða til fylgis- hruns, ef hin dollaraknúna áróð- ursvél hinna auðugu íhalds- manna, sem gera Sjálfstæðis- flokkinn út, villti ekki um fyrir kjósendum og spillti heilbrigðri dómgreind þeirra. Svikari biður um fylgi. Viðakiptareikningur Sjálfstæð- isfl. við íslenzka kjósendur og þá sérstaklega við dreifbýlis- kjósendur, stendur þannig mjög illa, svo illa, að ekki er forsvar- Til stuðnmgsmanna Ingvars Gíslasonar: 1. Kosið verður í Gagnfræðaskólanum. Mikilvægt er, að kjós- endur kjósi SNEMMA og vinsamlegast látið skrifstofuna vita þegar er þið haíið kosið. 2. Kosning hefst kl. 10 f. h. og lýkur kl. 23 e. h. 3. Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins verður á Hótel KEA (Gildaskálanum). 4. Skorað er á þá, sem ætla sér að vinna á kjördegi, að mæta stundvíslega á aðalkosningaskrifstofunni. anlegt að halda viðskiptum áfram. Með syndabaggann fullan, svikin í landhelgismálinu, svikin í kaupgjalds„ og.vjei’ðlagsmálum, svikin við bændur og ann’að fólk í dreifbýlinu, rógbtirðurinn á er- lendum vettvangi og ,m£)rgt ann- að, sendir þessi stjórnmála- flokkur menn sína til framboðs út um allt land og biður um at- kvæði handa þeim, svo að þeir komi meiru til leiðar til blessun- ar fyrir landsfólkið! Og þeir eiga fleiri erindi Og þeir koma svo sem ekki í neinni erindisleysu, j>ótt þeir feyni að fela syndabaggann að húsabaki er þeir ganga fyrir hvers manns dyr með bros á vör. Þeir eru að biðja menn að kjósa sig til þéss að þeir, með hjálp Alþýðuflokksins og Alþýðu- bandalagsins geti lagt niður öll kjördæmi landsins og slengt þeim saman í fá, stór kjördæmi með hlutfallskosningu. Þetta er- um við nú að gera fyrir ykkur, segja þeir, og þeir rétta óhreina hönd sína fram í bæn um að fólkið afsali sér sérstökum full- trúum héraða á löggjafarsam- komu þjóðarinnar. Ekki ætti að vera erfitt veik að hafna slíkri bón. Samkvæmt stjórnarskránni er kosið um kjördæmamálið citt að þessu sinni. Kosningarnar eru þjóðaratkvæðagreiðsla um það, hvort rifta eigi rótgrónu skipu- lagi, svifta héraðakjördæmin sérstökum fulltrúum og mynda fá og stór kjördæmi með hlutfallskosningu, cða á hinn bóginn að gera aðrar og réttlátari brcytingar á kjcr- dæmaskipuninni, sem ekki feli í sér gjörbyltingu, afnám héraða- eða sýslukjördæma, og tryggi dreifbýli, bæjum og þorpum ut- an Reykjavíkur, viðunandi áhrifaaðstöðu á stjórn landsins cg ekki minni en nú er.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.