Dagur - 27.06.1959, Blaðsíða 5

Dagur - 27.06.1959, Blaðsíða 5
Laugardflginn 27. júní 1959 D A G U R 5 rr Gimnar Berg Giiiiiiarsson, iðnnemi: Kinir vaidasjúku höfuðpaurar hefðu befur heima sefið" Nú geta kjósendur ekki lengur frestað því að taka ákvörðun um hvernig þeir ætla sér að verja atkvæði sínu. Ollum mun okkur kjósendum það sameiginlegt, að við veljum eftir okkar beztu samvizku þá menn, sem við treystum til að halda á málum okkar á löggjafarþinginu. Oftast er það svo að menn skipta sér í flokka og kjósa frambjóðanda síns flokks, á svo til hverjij sem gengur. En upp hafa komið, og eiga enn eftir að koma þau mál, ssm kalla til allra kjósenda um stuðning, og þannig er það nú. — Hið fáránlega kjördæmabrölt þríflokkanna hefur komið af stað þvílíkri mótmælaöldu meðal allra þeirra kjósenda, sem við- halda vilja fornum og sögulegum rétti héraðanna til áhrifa á stjórn lands okkar, að allt útlit er fyrir að hinir valdasjúku höfuðpaurar þríflokkanna hefðu betur heima setið. Kjósendur hafa séð í gegn- um lyga- og blekkingavef þann, sem þessir stórlaxar hafa leyft sér að bera á borð fyrir þá, og munu því þann 28. júní n.k. gefa þeim skýra mynd af þjóðarvilj- anum í þessu máli. Þegar hefur komið í ljós mjög mikil fylgis- aukning hjá andstæðingum kjör- dæmafrumvarpsins, en ekki munu þó öll kurl komin til graf- ar, því að margir eru þeir kjós- endur, sem aldrei láta uppi álit sitt á mönnum og málefnum. En þetta mál er þannig vaxið, að það hlýtur að vekja í brjósti hvers og eins íslendings ógnþrungna gremju gagnvart þeim mönnum, sem leyfa sér að leika sér þannig að fjöreggi þjóðarinnar, stjórnar- skránni, með þrönga flokkshags- muni eina að leiðarljósi. Því hlýtur hver og einn sannur ís- lendingur að kjósa í þessum kosningum andstæðinga kjör- dæmabyltingarinnar, hvar sem hann anars telur pólitísk heim- kynni sín vera. Flótti frá „alþýðu- lýðveldi44 Flóttamannastraumurinn . frá „alþýðulýðveldinu" Austur- Þýzkalandi heldur stöðugt áfram. í maí síðastliðnum báðu rúm- lega 12 þús. flóttamenn hælis í Vestur-Þýzkalandi, og af þeim var nærri helmingur innan við 25 ára aldur. Undarlegt fólk er það, sem flýr burt úr landi, þar sem öllum líð- ur afskaplega vel. Eftir þeim upp lýsingum, sem lesa má oft í Þjóðviljanum og Verkamannin- um, þá er fólkið ákaflega sælt og ánægt í „alþýðulýðveldunum“. En hvernig stendur þá á því, að fólkið skuli flýja til bannsettra auðvaldslandanna? — Þetta er óþægðarspurning svona rétt fyr- ir kosningar. Helga Jónsdóttir, frú: Hei, nú ganga þeir of langt Ég er kjördæmabreytingunni al gjörlega andvíg, rpeð því skipu lagi sem þríflokkarnir hafa hugsaff um mínum), aff þeir, í hvaða flokki | langar aff geta þess samkvæmt fregn- | urn úr Húnavatnssýslu (frá sýslung- sér. Þaff hljóta að verffa eyður í stóra landshluta þar sem mörgurn kjördæmum er ýtt saman í eitt, fólkið slitið úr tengslum við sín gömlu, góðu kjördæmi og skipað að kjósa eða velja einhvern þann fram- bjóðanda.'til að annast hagsmuna- mál sín á Alþingi, sem þaff ef til vill hefur aldrei séð eða heyrt. Nei, núganga þeir of langt, sem í flaustri og af óseðjandi valdafýsn eru aff reyna aff koma í gegn brevt- ingu á kjördæmaskipuninni. Mig þrátf fyrir penisilínið Eftir að penicilínið og ýmis svipuð lyf eru komin til sögunn- ar, eru mannslát af völdum lungnabólgu miklu sjaldgæfari en áður en þó er það enn svo í hinum svonefndu menningar- löndum, að lu.ngnabólga er einn af þeim 10 sjúkdómum, serp oftast veldur dauða. Skýrslur segja, að Noregur. Svíþjóð, Dan- mörk og Finnland séu rneðal þeirra landa, þar sem dauðsföll af völdum þessa sjúkdóms hafa minnkað einna mest á síðari árum. KJOSIÐ SNEMMA! Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gert samanburð á dánar- og heilbrigðisskýrslum 20 þjóða frá 1951—53. Kemur þá í ljós, að lungnabólga er ennþá einn af þrernur hættulegustu sjúkdómunum fyrir börn innan eins árs. Börn eldri en eins árs, unglingar og miðaldra fólk getur fremur ráðið niðurlögum veik- innar nú, vegna hinna nýju lyfja, en hún verður gömlu fólki alltaf jafnhættulég. Það kemur t. d. í ljós, að lungnabólga leggur nú fleiri að velli í Finnlandi, af þeim, sem komnir eru yfir átt- rætt, heldur en hún gerði fyrir síðustu heimsstyrjöld. Ábending til stuðningsmanna Framsóknarflokksins: Látið skrifstofima vita, er hið liafið kosið. Til að auðvelda Iýosningaskrifstofu Framsóknarflokks- ins starfið á lcjördegi, eru allir stuðningsmenn flokksins vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstof- una, þegar er þeir hafa kosið. Aðalkosningaskrifstofan verður að Hótel KEA og eru símar hennar 1717 - 1723 1305 og 2405 Þeir, sem eiga að gefa skrifstofunni upplvsingar í sam- bandi við kosningarnar hafi samband í dag við kosningaskrifstofuna, Hótel Goðafoss, símar 1443 og 2406. sem þeir annars eru, munu ekki ætla að láta bjóða sér það að þeim sé velt eins og heybagga frarn og aftur eftir því sem Reykjavíkur- höfðingjunum þóknast. Jón Pálmason hefir litið á sig Sem endurfæddan Percy hinn ósigr- andi. Það verður engin héraffsbrest- ur þó hann falli í jíessum kosning- um, sem ég vona að verffi, jrví hann hefur sannarlega unniff til Jress, sein og affrir hans samherjar i jressu máli. Að siffustu jretta: Tökum liönd- um saman, hvar sem við skipum okkur annars í flokk, og fellum jjennan óskapnað, hina fvrirhug- uðu kjördæmabreytingu. Tveir yfirlæknar til Grænlands Þann 7. júní fóru tveir danskir yfirlæknar með flugvél til Syðri- Straumfjarðar í Grænlandi. Voru þeir sendir af danska heilbrigð- ismálaráðuneytinu, en ill tíðindi höfðu borizt skömmu áður til Kaupmannahafnar. Á Grænlandi var maður veikur af sífilis, og það er í fyrsta sinn, að Græn- lendingur hefur veikzt af þeim sjúkdómi, svo að vitað sé. Frumstæðir og afskekktir þjóð- flokkar þola mjög illa ýmsa sjúk dóma, sem frumkvöðlar nútíma- menningarinnar flytja Joeim ásamt öðru hnossgæti. Nægir í þessu sambanai að minna á berklana, sem herjað hafa Grænlendinga undanfarin ár. Það er því ekki að undra, þótt heilbrigðisyfirvöld bregði snar- lega við, er þau frétta um þenn- an illkynjaða kynsjúkdóm á Grænlandi, og er jafnvel búizt við, að til allsherjarskoðunar kunni að koma á fólki í heilum byggðarlögum. Mun verða gert allt, sem hægt er, til þess að koma í veg fyrir, að sýkin breið- ist út. x Ingvar Gíslason Hækkun eða lækkun til verklegra framkvæmda í 24. tbl. íslendings er því haldið fram að síðasta Alþingi hafi hækkað framlag til verklegra framkvæmda um.7 milljónir króna og virðist miða þetta við einstaka liði á fjárlögum ársins 1958, en ekki við það, hvað gjöldin urðu raunverulega, né fjárlagaírv. það, sem Eysteinn Jónsson lagði fyrir þingið og það fjallaði um. Hér skal gerður nokkur samanburður á tillögum Eysteins og fjárlögunum, eins og stjórnarflokkarnir gengu frá þeim, að því er snertir verfc- legar framkvæmdir. Til nýrra akvega átti samkv. frv. að veita kr. 15.980.000, en var veitt kr. 12.205.000. LÆKKUN kr. 3.775.000. Til viðhalds þjóðvega var áætlunin að vísu hækkuð frá fjárlögum 1958, en óvist er, og raunar víst, að ekki er þó um neina hækkun að ræða frá því sem viðhaldið raunverulega varð á árinu. Til samgangna á sjó fstrand- íerða) voru samkv. frv. vcittar kr. 19.075.000, í fjárlögmium kr. 13.855.000. LÆKKUN kr; 5.220.000. Jarðræktarstyrkur var í frv. 25.000.000. í lögunum kr. 23 millj. LÆKKUN kr. 2 milljónir. Til raforkuframkvæmda var í frv. veitt kr. 31.344.361. f fjárlögunum kr. 22.654.361. LÆKKUN kr. 8.690.000. Að vísu var veitt heimild til lántöku, en það er allt annað en fjárveiting. Framlag til bygginga á jörðum ríkisins var LÆKKAÐ um kr. 1.300.000. Til flugvallagerðar var á frv. veitt kr. 8 milljónir, á fjárlögum. kr. 5.770.000. LÆKKUN kr. 2.230.000. Við þetta allt bætist svo í 19. gr. fjárlaga, 4. lið: „5% lækkun á ýmsum fjárfestingarliðum að upphæð samtals kr. 165.950.000 kr.“, kr. 8.297.000, en það eru einnig verklegar fram- kvæmdir. — Verða þá lækkanir til verklegra framkvæmda á þess- um liðum kr. 31.112.500., og eru þó ekki öll kurl komin til grafar. Nýtt skip til Raufarhafnar Raufarhöfn, 25. júní. Klukkan 3 í nótt kom hingað nýtt skip, Jón Trausti. Það er eitt hinnt 250 smálesa, þýzku stálskipa, sem fyrrverandi ríkis- stjórn lét byggja. Skipið var fjóran og hálfan sólarhring frá Kaupmannahöfn. Eigendur eru: Raufarhafnarhreppur, Þórshafn- arhreppur, Borgarfjörður og Vopnafjörður. Von er á öðru sams konar skipi síðar í sumar til sömu eigenda. Skip þetta fer nú með herpinót á síldveiðar. Skipstjóri þess er Einar Sigurjónsson, Hafnarfirði, áður stýrimaður á Jörundi. — Fyrsti stýrimaður Eyj- ólfur Kristjánsson og fyrsti vél- stjóri Garðar Karlsson. Unnið er nú af kappi á Rauf- arhöfn að undirbúningi síldveið- anna. Dýpkunarskipið Grettir hefur verið hér undanfarna 2 mánuði og unnið að dýpkun hafn arinnar. Er þar nú 5 metra dýpi við allar síldarbryggjur á stór- straumsfjöru. Annar undirbúningur síldveið- anna er vel á veg kominn, bæði í verksmiðjum og á plönum. Síldr- arfólk er þó fátt komið á vett- vang, en er væntanlegt upp úr mánaðamótum. Enn mun þó ekki búið að ráða allar síldarstúlkur sem þörf er á. Góðar veiðihorfur. Ágætur þorskafli hefur verið hér undanfarið á handfæri, og hafa fjórar trillur og dekkbátur róið. 4 manna áhöfn er á dekk- bátnum, og fengu þeir 5—6 skip- pund í róðri í fyrradag. Skip- stjórinn á dekkbátnum er maður fædur og uppalinn á Raufarhöfn, og telur hann síldveiðihorfur í sumar mjög góðar og markar það af fuglalífi sem er óvenjumikið og líflegt. Annarlegir flutningar. Nýstárlegir húsflutningar fóru hér fram á sunnudag. Var þá skáli, sem er húsnæði 40 síldar- stúlkna, fluttur hér þvert yfir höfnina. Hafði dýpkunarprammi Grettis verið fenginn til flutning- anna og gengu þeir hið bezta. Tvær bækur eitir séra Robert Jack í vesturíslenzka blaðinu Heims- kringlu, 29. og 30. tölubl., rek- umst vér á bréf, sem séra Robert Jack skrifar blaðinu og lesendum þess héðan frá íslandi. Þar segir meðal annars: „. ... Eg lief einnig skrifað töluvert í vetur og vona að senda tvær bækur vestur til Ryerson í Toronto í haust. Önnur er skáldsaga um stúlku — bóndadóttur, sem missti sína foreldra í snjóflóði og fluttist til frænku sinnar í Winnipeg eða réttara sagt á bújörð milli Winnipeg og Selkirk, þar sem maðurinn hennar, sk’ozkur að ætt, rak búskapinn. Eftir nokk- urra ára dvöl kemur stúlkan aft- ur til íslands, giftist og settist að á jörð foreldra sinna, sem hafði verið í eyði, síðan þeir fórust. Hin bókin fjallar um breyting- ar á íslandi á undanförnum ár- um, breytingar á hugsunarhætti, í framkomu o. s. frv.“. Eins og hér kemur fram, mun Robert Jack skrifa þessar bækur á ensku. Hann hefur þegar ritað éina á þá tungu. Fjallar hún einkum um Grímsey og veru hans þar. Sú bók var fjörlega og vinsamlega rituð. Fékk hún góða dóma í erlendum blöðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.