Dagur - 08.07.1959, Blaðsíða 1

Dagur - 08.07.1959, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagu DAGUR kemur næst út um mán- aðamóíin júlí—ágúst. XLH. árg Akureyri, miðvikudaginn 8. júlí 1959 39. tbl. Heildaratkvæðamagn og hlutfallstölur Atkvæðamagn flokkanna á öllu landinu í þessum kosningum er sem hér segir: Framsóknai ílokkur 23062 atkv. 27,3% . (15,6%) Alþýðuflokkur 10472 atkv. 12.4% (1S,3%) Alþýðubandalag 12929 atkv. 15,3% (19,2%) Sjálfstæðisflokkur 36029 atkv. 42,6% (42,4%) Þjóðvarnarflokkur 2137 atkv. 2,5% ( 4,5%) Tölurnar innan sviga eru hlutfallstölur flokkanna í síðustu kosningum. Tölurnar sýna, að Framsóknarflokkurinn einn hefur unnið stórkostlegan kosningasigur, Sjálfstæðisflokkúr- inn stendur í stað, en verkálýðsflokkarnir tapáð veru- lega. Um þessar tölur þýðir ekki að deila. Hins vegar geta menn hugleitt kosningaúrslit einstakra kjördæma. Það er til dæmis fróðlegt að vita, að Alþýðuflokkurinn hjálpaði íhaldinu í Vestur-ísafjarðarsýslu og í Barða- strandarsýslu til þess að fella frambjóðendur Framsókn- arflokksins þar. Það sama reyndi Aíþýðuflokkurinn að gera í Austur-Húnavatnssýslu, þótt það bæri ekki ár- joraætiiasKipuninn! Reiknað út frá atkvæðatölum síðustu kosninga Samkvæmt lauslegum útreikn- ingi hefðu helztu úrslit kosning- anna sunnud. 28. júní orðið sem hér segir, ef kosið hefði verið eftir nýju kjördæinaskipuninni: Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið 27 þingmenn, þar af 24 kjördæmakosna: 7 í Rvik, 3 á Miðvesturlandi, 3 á Vestfjörðum, 2 á Norðurlandi vestra, 2 á Norðurlandi eystra, 1 á Aust- íjörðum og 3 á Suðurlandi. Framsóknarfl. hefði fengið 17 þingmenn, alla kjördæmakosna: 1 í Rvik, 2 -á Miðvesturlandi, 2 á Banaslys í Arnarnes- hreppi sl. föstudagskv. Maðurinn, sem lét lífið, var Kristján Magnússon frá Möðru- völlum. Síðastliðið föstudagskvöld varð það hörmulega slys nálægt Ás- láksstöðum í Arnarneshreppi, að Kristján Magnússon frá Möðru- völlum lenti undir bíl og beið bana. Kristján var tæpra 47 ára að aldri, ókvæntur, en bjó með öldruðum foreldrum sínum. Bifreið sú, er Kristján var í, var 10 manna herbifreið, og var hann eini farþeginn. Bifreiða- stjórinn var að snúa við og mun Kristján þá hafa dottið út og lent undir hægra framhjóli bifreiðar- Sinfoníuhljómsveit Islands heldur hljómleika í Akureyr- arktrkju annað kvöld. Vestfjörðum, 3 á Norðurlandi vestra, 3 á Norðurlandi eystra, 3 á Austf jörðum og 3 á Suðurlandi. Framsóknarflokkurinn hcfði ekki komið manni að í Reykjanes- kjördæmi. Alþýðubandalagið hefði hlotið 9 þingmenn, þar af 5 kjördænia- kosna: 2 í Reykjavík, 1 á Reykja nesi, 1 á Norðurlandi eystra og 1 á Austfjörðum. Alþýðubandalag- ið hefði ekki komið manni að í öðrum kjördæmum, en hlotið 4 uppbótarþingsæti. Alþýðuflokkurinn hefði hlotið 7 þingmenn alls, þar af 3 kjör- dæmakosna: 2 í Reykjavík og 1 á Reykjanesi. Annars staðar hefði flokkurinn ekki komið að manni, en fengið 4 uppbótarþingsæti. Þjóðvarnarflokkurinn hefðl verið langt frá því að koma manni að. Blygðunarlaus blaða- mennska Blcð þríflokkanna sögðu fólk- inu FYRIR kosningar, að kosn- ingin snerist um stjórnmálin al- mennt, og eitt þeirra, Morgun- blaðið, sagði að fyrst og fremst væri kosið um vinstri stjórnina! Þetta var blckking, sem margir trúðu. ¦ EFTIR kosningarnar segja sömu blöð, að auðvitað hafi verið kosið um kjördæmamálið fyrst og fremst og allir, sem kosið hafi með þríflokkunum, hafi verið að kjósa yfir sig kjördæmabylting- una. Þetta er blygðunarlaus blaða- mennska og undanfari þess, sem koma skal. Þegar landsfólkið hefur verið ginnt með hrcinum blekldngum til að láía aí hendi réítindi sín, mun vilji þess síðan virtur að vettugi. Enn „opna" Lús Tivolistjórnin í Rvík og Mánu- dagsblaðið eru álíka góð í mál- inu. Þau láta húsin og staðina opna, í stað þess að vera opnuð. „Tivoligarðurinn opnar," o. s. frv., heyrist oft í útvarpinu. En hvers vegna flytur Ríkisút- varpið auglýsingar á bjöguðu máli? Eru engin takmörk fyrir því, hvað auglýsingar til út- varpsflutnings megi vera vitlaust orðaðar? Nokkur hæstu útsvör féla^a o<í einstaklinsa ö—o , Hæstu útsvör félaga: Kaupfélag EyíirSinga.......................... kr. 361.650.00 Samband íslenzkra samvinnufél iga .............. — 319.800.00 Oliufélagið h.f...........'.....____............. — 242.200.00 Súkkulaðiverksmiðjan Linda h.f.................— 182.050.00 Útgerðarfélag Akureyringa h.f................... — 174.200.00 4maró h.f............____................... — 162.600.00 Hæsíu útsvör á einstaklinga: Guðmundur Jörundsson; útgerðarmaður..........kr. 63.750.00 Bernharð Laxdal, Eyrarlandsveg 8 .............. — 55.750.00 Oddur C. Thorarensen, Bjarmastíg 9.............. — 52.400.00 Kristján Kristjánsson, Brekkugötu 4 ............— 4S.150.00 Helgi Skúlason, Möðruvallastræti 2 .............. — 38.400.00 Kristján N. Jónsson, Þingvallastræti 20 ..........— 36.850.00 Steindór Kr. Jónsson, Eyrarvegi 31..............— 36.400.00 Valgarður Stefánsson, Oddeyrargötu 28 ..........— 34.550.00 Bernharð Stefánsson, Strandgötu 5 .............. — 34,050.00 Friðjón Skarphéðinsson, Helgamagrastræti 32......— 33.700.00 Tómas Björnsson, Gilsbakkavegi 13..............— 32.800.00 Jónas H. Traustason, Ásveg 29..................— 32.750.00 Brynjólfur Sveinsson, Skólastíg 13 ..............— 31.550.00 Valtýr Þorsteinsson, Fjólugötu 18____............ . — 31.500.00 Jakob Frímannsson, Þingvallastræti 1 ............— 29.650.00 Guðmundur K. Pétursson, Eyrarlandsvegi 22......— 29.050.00 Anna Laxdal, Brekkugötu 1 .................... — 28.950.00 Sigurður Jónsson, Skólastíg 11 .................. — 28.300.00 Sverrir Ragnars, Þingvallastræti 27 ..............— 27.800.00 Jón E. Sigurðsson, Hafnarstræti 94 ..............— 26.950.00 Þorsteinn Austmar, Hvannavöllum 2.............. — 26.700.00 Kurt Sonnenfeld, MunkaþverárstræU 11..........— 26.450.00 Guðmundur Guðlaugsson, Munkaþverárstræti 25 . . — 25.600.00 Ásgeir Jakobsson, Eiðsvallagötu 32 ..............— 25.100.00 Aðalfundur SÍS Aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga hófst að Bifröst í Borgarfirði í gær og lýkur væntanlega í kvöld. DAGUR Vegna sumarleyfa í prent- smiðjunni kemur næsta tölublað Dags ekki út fyrr en um eða upp úr næstu mánaðamótum. Vegna hærri tekna almenn- ings 1958 en 1957 svb og fjölgun gjaldenda reyndist unnt að lækka útsvarsstigann talsvert eða um 13%, þegar alls er gætt. Nú eru lágmarkstekjur, sem lagt er á um 20 þús. kr., í stað 17 þús. kr. í fyrra. Þá eru fjöl- skyldubætur og barnalífeyrir út- svarsfríar, svo að nú eru allar bætur almannatrygginga útsvars frjálsar hér í bæ. Ekki var gerð nein breyting á útsvarsstiga félaga og stofnana. Þrátt fyrir áðurgreinda iækk- Framhald á 7. síðu. Zontakfú Á laugardaginn var minntist Zontaklúbbur Akureyrar 10 ára afmælis síns með samsæti.í Lóni. Konur frá Zontaklúbb Reykja- víkur mættu þar, svo og fleiri velunnarar klúbbsins. FuIItriiar og gcstir á aðalfundi Kaupfcl. Svalbarðseyrar. Sjá bls. 8. GA&tSA ureyrar su ara Veizlustjóri var frá Gunnhild- ur Ryel. Aðalræðuna flutti frök- en Jóhanna Jóhannesdóttir, nú- verandi tormaður. Hún sagði frá störfum klúbbsins frá upphafi. Merkast þeirra er stofnun Nonna safnsins og varðveizla Nonna- hússins hér í bænum. Nonnahús- ið var opnað 16. nóv. 1957, á 100 ára afmæli hins ágæta rithöfund- ai', séra Jóns Sveinssonar (Nonna). Yfir 2000 manns hafa þegar komið í Nonnahúsið og fer gestum fjölgandi. Nonnahúsið er opið almenningi alla sunnudaga frá klukkan 2.30 —4 e. h. — Auk þess geta ferða- menn fengið að koma þar á öðr- um tímum, en verða þá að snúa sér til einhvers úr stjórninni. En hana skipa: Jóhanna Jóhannes- dóttir, Þórhildur Steingrímsdótt- ir, Anna Laxdal, María Sigurð- ardóttir, Margrét Antonsdóttir og Ragnheiður O. Björnsson. Fjörutíu ár eru liðin síðan konur .stofnuðu fyrsta Zonta- klúbbinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.