Dagur - 08.07.1959, Blaðsíða 7

Dagur - 08.07.1959, Blaðsíða 7
D A G U R 7 Miðvjkudaginn 8. júlí 1959 Þankar og þýðingar Framhald af 2. siðu. — Já, nú er hægt að skrifa íanga grein undir fyrirsögninni: Hugur Morgans til þjóðarinnar á neyðarstund. Hann segir: Mér er djöfuls sama um bandarísku þjóðina. Vill hann, að ekkjur og munaðarleysingjar svelti í hel? Morgan sá sitt óvænna og veitti viðtalið. Anna Magnani (f. 1912), ítölsk kvikmyndaleikkona. Blaðamaður nokkur spurði eitt sinn Önnu Magnani að því, hvaða tíu ár af lífi hennar hefðu verið bezt. — Tíu beztu ár af lífi mínu? sagði leikkonan. Það voru árin milli 28 og 30. Patrice Maurice Mac-Mahon (1808—1893), franskur mar- skálkur 1873—1879. Mac-Mahon marskálkur kom eitt sinn í heimsókn á hermanna- spítala. í einni sjúkrastofunni lá hermaður, veikur af mýraköldu. Mac-Mahon gekk að rúminu til hans og sagði: — Já, þetta er Ijóta veikin. Annað hvort deyr maður úr henni eða verður brjálaður. Eg hef sjálfur fengið hana einu sinni. Edvard Brandes (1847—1931), danskur .stjópimáignjaður og rit^ofuigfúr. * Þegar Édvard Brandes varð fjármáiaráðherra 1909, mætti hann Frederik Raben-Levetzau greifa á götu, en hann hafði þá rétt látið af embæftí- utanríkis- ráðherra. — Við erumV köínnir langt hérna í Danmörku, .sagði greif- inn við Brandes. — Hér geta bæði greifar og Gyðingar orðið ráðherrar. (Brandes var af Gyð- ingaættum.) —'Þér, ýkið, ’; hr# ’greÖL Heimskír 'Gyðingar géta ekki orðið ráðherrar. Aage Bretting (f. 1888) danskur prófessor. Prófessor Bretting við fjöl- fræðiskólann í Kaupmannahöfn tilkynnti eitt sinn fullum sal af stúdentum, að hann gæti því miður ekki haldið fyrirlestur næstkomandi fimmtudag, því að þá þyrfti hann að vera á fundi. — Það er fimmtudagur í dag, gail við einn stúdentinn. Prófessorinn ýtti gleraugunum upp á ennið, ieit yfir hópinn og ■sagði: — Eg er þá ekki staddur hér. Því næst tók hann blöð sín og gekk út úr salnum. P. N. Hansen (1867-1946), danskur prófessor og yfirskurðlæknir. Prófessor P. N. Hansen hætti starfi fyrir aldurs sakir, og þá hafði blaðamaður viðtal við hann og spurði m. a.: — Hafið þér nokkurn tíma sagt sjúklingi sannleikann? — Já, svaraði yfirlæknirinn, eg sagði konu einu sinni, að hún gæti ekki lifað lengur, og síðan geng eg alltaf úr vegi fyrir henni, er eg sé hana á götu. -Utsvörin á Akureyri Framhald af 1. siðu. un útsvarsstigans náðist tilskilin útsvarsupphæð samkvæmt fjár- hagsáætlun ársins, að viðbættum 9.8% fyrir leiðréttingum og van- höldum. Hinar m argefl irspurðu bómullarpeysur og golftreyjur komnar aftur. Heppilegar í sumar- fríið. VERZL. DRÍFA SÍMI 1521 Barnavagn til sölu Upplýsingar í síma 1779 eftir liádesti. o Þeir drengir, 13—15 ára, sem kynnu að óska eftir skiprúmi á ms. Ester \ið liandfæraveiðar í júlí—ágúst, gjöri svo vel að • ■ láta oss vita nú þegar. Útgerðarfélag A k ureyringa h./. NÝKOMIÐ Mikið úrval af nýjum vörum og ódvrum. VERZL. ÞÓRU EGGERTSD. Strandgötu 21. — Sími 1030. F y rirdráttarnætur TIL SÖLU. Björn Hermannsson, Aðalstræti 54. .......................... NÝJA-BIÓ | Aðgöngumiðasala opin frá 7—9 i í kvöld kl. 9: |BRICADOONI ; Frægur amerískur sönglcikur I I byggður á gamalli skozkri I þjóðsögu. | i Söngleikurinn Brigadoon var | i frumsýnduf á Ziegfeldleik- i \ húsinu við Broodway 13. marz | | 1947 og var síðan sýndur þar i | samfellt í tvö og hálft ár, auk i | fjölda sýninga víðs vegar um i É landið. ÍAðalhlutverk: .Gene Kelly og i Van Johnson. i | Næstu myndir: i í FJÖTRUM I Spennandi, amerísk kvikmynd i i gerð undir stjórn Henrys i | Bermans. i fAðalhlutverk: i i Ann Baxter og i Eteve Forrest. i | GULLGRAFARINN I f Spennandi, bandarísk kvik- f i mynd í litum. fAðalhlutverk: i i Paul KcIIy, l i Bruce Cavling og i = Gary Gray f f ásaimt undrahundinum i j LASSIE | <iiHiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiimii,ii,i7 4 MANNA BÍLL Til sölu er Ford-Junior, goðúr bíll. — Uppl. í síma 2024, eftir kl. 8 e. h. Utanborðsmótor til sölu Kristjáh P. Gudmundssn. Sími 1080. Þú, sem tókst hæsnamatarpokann í braut- arkantinum fyrir utan og neðan Hratnagil mánudags- kvöldið 29. júní ert vinsarn- lega beðinn að skila hon- urn án talar til mjólkurbíls A—252 eða í Kornvöruhús KEA. Benedikt Guðmundsson, Vatnsenda. Húsgögn til sölu Sófasett (danskt), dívan og barnarúm. — Upplýsingar í síma 2116, milli kl. 2 og 3 e. h. næstu daga. Jeppi óskast til kaups verðtilboð, merkt jeppi, með greinilegum upplýs- ingum sendist til afgreiðslu blaðsins. TIL SÖLU nýlegt segulband, KB 100. Ábyrgð fylgir. Upplýsingar í síma 1363 milli 7 og 9 í kvöld og annað kvöld. Sumark jólaefni væntanleg næstu daga. MARKAÐURINN S í M I 12 6 1 m-----------------m Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 10.30 f. h. —Sálmar: 43 — 327 — 132 — 429 — 54. — K. R. — Messað í Lögmannshlíðarkirkju n.k. sunnu dag kl. 2 e. h. — Sálmar: 43 — 327 — 132 — 429 — 54. — K. R. Séra Kristján Róbertsson mun vegna utanfarar verða fjarver- andi frá 15. júlí til miðs septem- bers. Hjálpræðisherinn. Sunnudag- inn 12. júlí kl. 20.30: Kveðju- samkoma fyrir kaptein Ingrid og Egil Stene, sem eiga að taka við starfinu í Reykjavík. Þetta verð- ur síðasta samkoma þeirra á Ak- ureyri. Löytnant Dyveke Lahti og allir meðlimir hersins á Akur- eyri taka þátt í samkomunni. — Allir velkomnir. Gáta. í yfirskrift um kosninga- úrslitin segir „íslendingur“ um Sjálfstæðisflokkinn: „Vann 5 kjördæmi en tapaði tveim. Hefur nú 20 þingmenn í stað 19 áður.“ Frá Ferðafélagi Akureyrar. — Næstu skemmtiferðir verða* 10. —12. júlí: Mývatnssveit, Hólma- tungui', Hljóðaklettar, Ásbyrgi og heim um Tjörnes. Aðgöngu- miðar seldir í kvöld á skrif- stofu félagsins kl. 8—10. — 18. júlí: Hornafjörður. Áskriftarlisti og upplýsingar í Skóverzlun Lyngdals (sími 2399) og á skrif- stofu félagsins, Hafnarstr. 100 (sími 1402), næstu kvöld frá kl. 8—10. — Utanfélagsfólki heimil þátttaka. Slysavarnafélagskonur, sem ætla í skemmtiferðina á laugar- daginn, verða að láta skrifa sig og greiða fargjaldið í Markaðin- um í kvöld (miðvikudag). Farið verður frá BSA kl. 2 á laugardag, 11. þ. m. - Landsmót skáta Framhald af 8. siðu. Tryggvi Þorsteinsson ávarpaði fréttamenn og aðra boðsgesti á skátamótinu með fróðlegri ræðu, lýsti störfum skáta yfirleitt og uppbyggingu skátahreyfingarinn- ar. Þótt sú ræða verði ekki rakin hér, væri full óstæðá til þess að gera það öðru sinni, almenningi til aukins fróðleiks um hina merku hreyfingu. -Ályktanir „Alþýðu- mannsins“ . . . Framhald af 5. síðu. stóru kjördæmunum myndaðist hvers konar' flokkadróttur, af því að fyrirhuguð kjördæmi eiga ekkert meira sameiginlegt en áð- ur og verða ekki neinar „sameig- inlegar, sterkar héildir,“ þótt kosið sé á annan hátt til Alþing- is. Það fer ritstj. Alþýðum. miður vel að tala um sameiningu kjöx-- dæmanna sem eitthvert friðar- tákn — fyrir kosningar, — en hæðast síðan að ímynduðu ósam- komulagi í fyrsta blaði sínu eftir kosningai'. Bíll til sölu 4ra manna (P. 70 — 1957) vel með farinn og í lyrsta llokks lagi. ÁRNI JÓNSSON, Háteigi, sími 2251. Iljónacfni. Nýlega hafa opin- bei-að trúlofun sina ungfrú Árný Runólfsdóttir, afgreiðslumær, Hamarstíð 38, Akui'eyi'i, og Geir Garðai'sson, vörubifreiðastjóri, Ægisgötu 3, Akureyri. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Stuttgart í Þýzkalandi ungfrú Lena Margrét Rist, Kvisthaga 17, Reykjavík, og Gísli Bjöi-gvin Bjöi-nsson, Karfa- vogi 23, Reykjavík. — Heimili þeirra vei'ður í Olgersti-asse 48, Stuttgart. Hjúskapur. — Laugardaginn 4. júlí voi'U gefin saman í hjóna- band ungfrú Einhild Kjærbi'ud Olsen, frá Vogi, Færeyjum, og Þorgrímur Björnsson, Hraunkoti, Aðaldal. Heimili þeii-ra verður að Hraunkoti. Blaðinu hafa borizt eftirfar- andi gjafir og áheit til Sti'andai'- kirkju fi'á áramótum: J. J., Dal- vík, kr. 100. — J. L. D , Dalvík, kr. 165. — B. A. S., Dalvík? kr. 100. — N. N., Dalvík, kr. 50. — Fi'á tveimur, áheit, kr. 200. — N. N. kr. 500. — Þ. S. kr. 50. — N. N. kr. 200. — S. P. F. kr. 100. — G. S. kr. 100. — N. N. kr. 100. — M. S. kr. 25. — N. N., gamalt áheit, kr. 100. — Blaksveit 4. bekkjar M. A. kr. 25. — B. G. kr. 200. — Lólo kr. 100. — Lilla kr. 100. — B. R., gamalt áheit, kr. 30. — A., gamalt áheit, kr. 150. — S. S. kr. 150. — Kristjana kr. 250. — E. S. kr. 100. -— Þakklát móð- ir, Akureyi-i, kr. 50. — N. N. kr. 100. — Ónefndur kr. 500. — Samtals kr. 3.545.00. Til ckkju Aðalgeirs Jónssonar frá 21. marz: N. N. kr. 300. — M. G. kr. 300. — M. S. kr. 300. — Áheit ki'. 50. — Áheit kr. 50. — H. E. kr. 100. — Þ. E. kr. 100. — F. F .kr. 100. — N. N. kr. 100. — N. N. kr. 100. —' Samtals kr. 1.500.00. Kjördæmabylting þríflokkanna Það mun sanna Saga fróð, seríi ei litlu Varðar, ’ (> hverjir leggja svik í sjóð sinnar fósturjarðar. E. Á. TIL SÖLU skellinaðra (selst ódýrt). — Upplýsingar í Sólvöllum 17 uppi. N Ý K O M I Ð HVÍTT POPLIN SIMARKJÓLAEFNI verð fra kr. 18.50. BRJÓSTAHÖLD SOKKABANDABELTI nýjar gerðir. ANNA & FREYJA Fólksbíll, Plymouth ’42, til sölu fyrir sanngjarnt okurverð. — Skipti á jeppa koma lil greina. Afgr. vísar á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.