Dagur - 12.08.1959, Blaðsíða 1

Dagur - 12.08.1959, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Daguk DAGUR kemur naest út miðviku- daginn 19. ágúst. XLII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 12. ágúst 1959 42. tbl. Heildarsöltun á Sigluf. 111768 tn. Siglufirði 11. ágúst. Síldarverk- smiðjur ríkisins á Siglufirði hafa tekið á móti 258.390 málum síld- ar, fram að 10. þ .m. SR á Rauf- arhöfn 99.665 málum og Síldar- verksmiðjan Rauðka á Siglufirði 77 þúsund málum. Heildarsöltun frá Djúpuvík til Reyðarfjarðar, að báðum stöðun- um meðtöldum er 193.734 tunnur. Þær söltunarstöðvar á Siglu- firði, sem saltað hafa meira en 7 þúsund tunnur eru: Sunna 9118 tunnur, Síldarsöltunarstöð Óla Hinriksen 7932, Söltunarstöðin Nöf 7925 og Pólstjarnan 7008 tunnur. Heildarsöltun á Siglu- firði er 111.768 tunnur. Fjálsíþróttamót Norðurlands á Akureyri dagana 15. og 16. þ. m Dagana 15. og 16. ágúst verður Norðurlandsmót í frjálsum íþrótt um háð hér á Akureyri. Það hefst kl. 2 e. h. með setningar- ræðu Ármanns Dalmannssonar, form. í. B. A., síðan fer fram keppni í 100 metra og 1500 metra hlaupi, hástókki, langstökki, kúluvarpi, 110 m. grindahlaupi og 4x100 m. boðhlaupi. Konur keppa í 100 m. hlaupi, kúluvarpi og langstökkL Kl. 8 verður svo keppt í stang- arstökki, 400 m. hlaupi og spjót- kasti. Síðari mótsdagur. Síðari daginn hefst keppni kl. 4 og keppt í 200 m., 800 m. og 3000 m. hlaupum, krihglukasti, þrístökki, 400 m. grindahlaupi og 1000 m. boðhlaupi. Konur keppa í hástökki, kringlu kasti og 4x100 m. boðhlaupi. Bíll flaug á húsgafl og braut hann A barnaleikvelli á Akureyri. (Ljósmynd E. D.) Siglufirði 11. ágúst. Sá atburður gerðist hér um kl. 9 í gærkveldi, að fólksbifreið ók fram af 6—8 metra háum bakka við Suður- götu, mjög bröttum. Bifreiðin mun hafa verið á mikilli ferð því að hún bókstaflega flaug þar fram af og hafnaði á gafli húss eins er þar stendur fyrir neðan. „Stuðari" bílsins braut húsgafl- inn, sem er úr timbri og það sem ótrúlegt er, vegsummerkin á hús inu voru alllangt frá jörð — var þetta því ósvikið bílflug. Sá, sem bifreiðinni ók, er Reyk víkingur, en stúlkur tvær, sem voru með honum er þessi atburð ur varð, eru báðar frá Akureyri. Skúlagarður í Keldu- hverfi vígður Síðastliðinn sunnudag var fé- lags- og skólaheimilið Skúlagarð ur í Kelduhverfi, sem risið hefur að Krossdal þar í sveit, vígt við hátíðlega athöfn. — Vígsluhátíð- in hófst kl. 2 síðdegis. Ræður fluttu m. a. formaður bygginga- nefndar, Björn Þórarinsson í Kílakoti, Helgi Elíasson, fræðslu- málastjóri, og Stefán Jónsson, námsstjóri. Við þetta tækifæri afhjúpaði Árni Óla, ritstjóri, fulltrúi Þing- eyingafélagsins í Reykjavík, minnismerki um Skúla Magnús- son, landfógeta, sem stendur úti fyrir hinu nýja félagsheimili. — Guðmundur Einarsson frá Mið- dal hefur gert minnismerkið, en það er í líki arnar á háum stuðli. Héraðsbúar fjölmenntu til Skúlagarðs þennan dag, og þang- að komu einnig margir burt- fluttir Keldhverfingar og aðrir gestir. Skarst önnur á handlegg en hin handleggsbrqtnaði. Bílstjórinn slapp ómeiddur. Um sama leyti datt tveggja ára telpa út um glugga á þriðju hæð í húsi einu hér í bæ. Fallið var um 6 metrar en gras undir glugg anum. Barnið hlaut ekki meiðsli, að því er séð verður. Merkur áf angi í flugmálunum Fyrsti flugturninn sem Islendingar byggja var tekinn í notkun á Akureyrarflugvelli í gærdag Kristinn Jónsson, forstjóri Flugfélags íslands á Akureyri, bauð fréttamönnum til kaffidrykkjui í gær í tilefni merks áfanga í flugþjónustunni. Hinn nýi flugturn á Akureyrarflugvelli var þann dag tekinn í notkim. Er það merkur viðburður, þar sem þetta er fyrsti flugturninn, sem fslendingar byggja og taka til notkunar. Ný fiskimið við Island Fiskiskipið „Nylon" frá Ála- sundi hefur fundið ný og auðug fiskimið hér við land og fékk þar fullfermi á tæpum tveimur vik- um af lóngu, keilu og lúðu, um 45000 kg alls. Eru mið þessi hér fyrir sunnan land á allmiklu svæði frá 12 milna línunni og 40—50 sjómílur til hafs. Kveðst skipstjóri hafa vitað um veiði- svæði þetta í nokkur ár, en það hafi ekki verið fyrr en í sumar, að 5—6 Sunnmærabátar hafi komið þangað og aflað vel. 63 mál fyrir Allsherjarþing 5. Þ. Allsherjarþing Sameinuðu þjpð- anna kemur saman í 14. sinn hinn 15. sept. í Aðalstöðvum samtakanna í New York. Meðal þeirra stórmála, sem tekin verða til mcðferðar, eru málamiðlun S. Þ. í Alsír-stríðinu, aðild Kína að samtökunum, og kyn- þáttavandamálið í Suður-Airíku. A dagskrá þingsins, eins og liún liggtir íyrir nú, eru 63 mál. Auk hinna venjulegu mála, sem Ijallað er um á hverju þingi, verður rætt um möguleikann á þ.ví að auka meðlimatölu Öryggisráðsins og Efnahags- og félagsmálaráðsins. Þá verður rætt um íjölgun í Alþjóða- dómstólnum. Öll þessi mál voru einnig rædd á síðasta þingi. Þá eru á dagskrá þingsins umræð- ur um bann við tilraunum með kjarnavopn. Af skýrslum sem lagðar verða fram má nefna skýrslu um nýtingu kjarnorkunnar og geimsins, skýrsl- ur um efnahagsþróunina í vanþró- uðum löndum, þróunina á gæzlu- veriularsvæðum samtakanna, gæzlu- lið S. Þ. (m. á. kostnaðinn við það) og starf S. Þ. meðal ílóttamanna. Allsherjar þingið verður sett af formanni sendineíndarinnar frá Líbanon. Öll flugumferðastjórn hér er nú flutt í hin nýju húsakynni, þótt byggingu sé enn ekki lokið. Nýr radar, fullkomnari en sá, er áður var, hefur verið settur upp. Frá hinum nýja flugturni var í gærmorgun fyrsta lending- arheimild veitt. Vinnuskilyrði hafa batnað ótrúlega mikið og flugöryggið að sama skapi. Þúsund lendingar á ári. Á Akureyrarflugvelli eru sennilega um 1000 lendingar á ári og tala farþega, sem fara urn^ flugvöllinn, um eða yfir 20 þús- und. Auðséð er því, hve mikils virði hin nýja framkvæmd er fyrir flugið hér um slóðir. Merkur áfangi. En þótt merkum áfanga sé fagnað eru mörg verkefni óleyst á Akureyrarflugvelli. Sjálfur er Sí Idaraf linn orðinn 843 mál og funnur um s. I. helgi flugturninn ófullgerður og gler- turninn sjálfur eftir með meiru, flugbrautina þarf að malbika og lengja og byggngar fyrir hina al- mennu farþegaafgreiðslu þarf að reisa. Ekki skyggir þetta þó á neinn hátt á þá áfanga, sem náðst hafa á því 10 ára bili, sem liðið er síðan framkvæmdir hófust viS flugvöllinn. Nokkrir forráðamenn flug- málanna voru viðstaddir, meðal annarra settur flugmálastjóri, Gunnar Sigurðsson, og gáfu þeir ágætar upplýsingar um einstök atriði varSandi flugþjónustuna almennt og framkvæmd þá, sem hér um ræðir. Afli í síðustu viku 78 þús. mál og tn. - Mikil reknetaveiði í Húnaflóa. - Fanney lóðaði mikla síld út af Skallarifi í Húnaf lóa. I hinni vikulegu skýrslu Fiski-jinn þá, á sama tíma, var 443.861 félags íslands segir svo: A mið- nætti sl. laugardag var síldarafl- inn kominn upp í 834.669 mál og tunnur eða nær tvöfalt magn mið að við síðastliðið ár. Heildar afl- mál og tunnur. 1 bræðslu eru komin 625 þús. mál, i salt 194 þús. tunnur upp- saltaðar og í frystingu 15 þús. uppmældar tunnur (hundruðum sleppt). AFLAHÆSTU SKIPIN: Víð- ir II., Garði, 13.752 mál og tunn- ur, Faxaborg, Hafnarfirði, 12.415 Snæfell, Akureyri, 11.272, Jón Kjartansson, Eskifirði, 11.133 og Guðmundur Þórðarson, Reykja- vík, 10.744 mál og tunnur. Önn- ur skip hafa innan við 10 þús. Skrá yfír síldveiðarnar er birt annars staðar í blaðinu i dag. Fimmtíu þúsund eigin- menn hlaupa að heiman Brezk stjórnarvöld hafa nú hleypt af stað heilum hóp lög- reglumanna til smalamennsku um land allt með það fyrir aug- um að heimta af fjalli a. m. k. einhvern hluta þðirra 50 þús- unda eiginmanna, sem hlaupið hafa frá konum sínum og börn- um og snúið baki við öllum skyldum viS heimili sín. Verst er að lögreglumenn fá litla aðstoð kvenna þeirra, sem heima sitja, jafnvel þótt mörgum þeirra sé kunnugt, hvar bændur þeirra ali manninn og haldi til. Þær fá sem sé ríkisstyrk, meðan ekki er kunnugt, hvar eiginmað- urinn er niður kominn. Telja konurnar því styrk þen.nan viss- ari og notadrýgri pening heldur en óvissa greiSslu frá stroknum eiginmanni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.