Dagur - 12.08.1959, Blaðsíða 2
D AGUR
Miðvikudaginn 12. ágúst 1959
Opið bréf til Eyf irðinga
Síðustu forvöð
¦ Forfeður vorir komu að
ónumdu landi, svo sem alkunn-
ugt er. Eitt hið fyrsta verk þeirra
var að gefa nöfn fjörðum og
fjóllum, hólum og dölum. Ferða-
lög þeirra, margir viðburðir, at-
hafnir þeirra og viðhorf gáfu
margvísleg tilefni. Hugkvæmni
þeirra, smekkvísi og dómgreind
hafa gefið landi og þjóð sæg ör-
nefna, sem mikilsvert er að ekki
glatist. Enn lifir fjöldi þessara
nafna á vörum þjóðarinnar og í
bókmenntum hennar, þó að
mörg séu gleymd, — því miður.
Á seinustu áratugum hefur
vaknað nokkur áhugi fyrir því,
að halda til haga örnefnunum,
skrá þau og skýrgreina eftir
föngum. Er þetta hið þarfasta
verk, því að vissulega hafa mörg
þessára nafna bæði sagnfræðilegt
og málfræðilegt gildi. Auk þess
lifa enn sagnir um fjölmörg ör-
nefni, mismunandi sennilegar að
vísu, en margar bæði skemmti-
legar og fróðlegar.
En það er um örnefnin, eins
og fleiri fornar minjar okkar ís-
]endinga, að helzt til seint er haf-
izt handa um verndun þeirra, svo
seint, að fjölmargt er glatað.
Reyndar tjáir ekki að ræða um
slíkt, neriia til þess að Ieggja
áherzlu á, að því sé haldið, og
það varðveitt, sem enn er til.
í sumum héruðum hefur all
rækilega verið að þessu unnið,
og sum söfnin hafa verið gefin
út á prenti. Naumast er þess að
vænta, að svo verði yfirleitt, því
slík útgáfa yrði allt of dýr, mið-
að við þann hóp, sem kaupa vildi
þvílíkar bækur. En ætla mætti,
að skammt framundan sé svo
ýtarleg gerð landabréfa, að á
þeim verði rúm fyrir allan þorra
markverðra örnefna. Auk þess
ætti að vera sæmilega auðvelt að
láta mönnum í té afrit af ör-
nefnalýsingum einstakra sveita
og jarða. Væri það gert yfirleitt,
mundi það stuðla að notkun
réttra örnefna og enn frekari
Að tryggja unnustuna
Eins og allir vita, er hægt að
fryggja marga hluti á síðustu
tímum.
Hjá tryggingafélagi einu í
Birmingham geta menn t. d.
tryggt unnustur sínar, og gera
það helzt þegar þær fara í ferða-
lög eða dvelja um tíma á fjar-
lægari stöðum.
Sá, sem hefur tryggt kærust-
una, fær allt að jafnv. 60 þús.
ísl. króna í skaðabætur ef hún
verður ástfangin af öðrum karl-
manni og giftist honum.
Að sjálfsögðu verður trúlofun-
in að vera opinber og kvæntur
maður getur ekki tryggt konu
sína, „því þá fer fyrirtækið á
hausinn," segir forráðamaðurinn.
Fagrar kærustur eru hæst
tryggðar, enda er þeim hættast!
Konur þær, sem komnar eru
yfir þrítugt, þykja mjög ákveðn-
ar og ekki brýn þörf að tryggja
þær!
endurskoðun söfnunarinnar, sem
seint mun verða of vandlega
gerð.
En fyrst og fremst liggur á
þeirri framkvæmdinni, sem allt
veltur á, sjálfri söfnuninni, og
staðstningu örnefnanna. Þessi
frumatriði málsins, eru að verða
býsna örðug í framkvæmd, sök-
um þess, hve margir góðir heim-
ildarmenn eru nú búsettir annars
staðar en þar, sem þeir eru
kunnugastir. Víða býr nú ný-
aðflutt fólk, sem mjög lítið veit
um örnefni jarðar sinnar, og auk
þess fer þeim fjölgandi, sem hafa
takmarkaðan áhuga fyrir þessum
efnum. Þörfin fyrír mikla notkun
örnefnanna í daglegu lifi fólks-
ins er líka stórum minni, sökum
breyttra atvinnuhátta.
Eg sem þessar línur rita, fæst
nú við söfnun og skráningu ör-
nefna í flestum hreppum Eyja-
fjarðarsýslu*), og hef fengið mér.
til stuðnings allmikið safn, sem
var til fyrir atbeina Margeirs
heitinsJónssonar, fræðimanns frá
Ögmundarstöðum. Þetta safn er
all misjafnt að gæðum, eins og
við er að búast, því að mest hefur
oltið á, hversu heppinn safnand-
inn var í vali heimildarmanna.
Hefur víða vel tekizt, en sum
staðar lítið hafzt upp úr krafstr-
inum. Auk þess var nokkuð víða
engu safnað. Þessu miðar nú
talsvert áfram, en erfiðlega
gengur þó með ýmsa staði, eins
og nærri má geta. En því sendi
ég frá mer þetta greinarkorn, að
að ég vildi með því skora á alla,
sem geta lagt söfnun þessari
eitthvert lið, að láta ekki á sér
standa. Einkum sný ég máli mínu
til eldra fólksins. Margt af því
býr enn yfir miklum fróðleik um
þetta og fleira. Einhvers staðar
kunna að vera til rituð söfn um
örnefni, skrásettar sögur> sem
bundnar eru við örnefni. Ég vii
mælast fastlega til þess, að mál-
efninu verði sýndur sá sómi, að
mér gefist kostur á að afrita slík-
ar heimildir og fella þær inn í
heildarsafnið.
Þá vil ég einnig beina því til
allra þeirra, sem kunna frá ör-
nefnum að segja á þeim jórðum,
sem nú eru setnar nýlega að-
fluttu fólki, að þeir gefi sig fram
til viðtals við mig um örnefni,
og kynni sér, hversu til hefur
tekizt um söfnun fyrir viðkom-
andi landareign. Hér á Akureyri
eru vafalaust margir, sem gætu
lagt þessu máli mikilvægt lið
(umfram þá, sem ég þegar hef
náð til), og mun ég reyna að sjá
um, að þeirra fyrirhöfn sjálfra
verði sem minnst, ef þeir aðeins
gefa sig fram. Fyrirhafnarminnst
er að tala til mín í síma, til að
kynna sér málið.
Margir eru búnir að veita mér
ágætan stuðning í þessu nauð-
synjamáli. Þeim öllum fæfi ég
hér með alúðarþakkir.
Jóhannes Oli Sæmundsson
(pósth. 267, sími 2331, Akureyri)
*)Örnefni í Saurbæjarhreppi
hafa verið gefin út.
Tilgangslaus yfir-
heyrsla í Tókíó
Um daginn greip lögreglan í
Tókíó tvo vasaþjófa að starfi, fór
með þá á lögreglustöð og hóf yfir-
heyrslu.
Eftir að hafa spurt þjófana hálfa
stund, án þess að fá nokkurt svar,
þá komst lögreglan að raun um, að
þrjótarnir voru bæði mállausir og
heyrnarlausir.
Ritstjóraskipti við Eimreiðina
Nýtt liefti, 150 bls., komið út undir ritstjórn
Þóroddar Guðmundssonar frá Sandi
Þær breytingar hafa orðið á
ritstjórn Eimreiðarinnar, að þre-
menningarnir, þeir Guðm. G.
Hagalín, Indriði G. Þorsteinsson
og Helgi Sæmundsson létu af rit-
stjórn, en við hefur tekið Þór-
oddur Guðmundsson frá Sandi,
íslenzk íbúðarhús
Þessi bók Almenna bókafél. hefur vakið athygli
íslendingar komast síður hjá því,
en flestar aðrar þjóðir, að eiga þak
yfir höfuðið. A síðustu áratugum
hefur þjóoin byggt ibúðarhús yfir
unga og gamla í þessu landi, úr var-
anlegra byggingarefni en áður. —
Húsbyggingar hafa verið brcnni-
punktur allra framfara og flest snú-
izt um þær. En hinn nýi bygginga-
stíll er í raun og veru enginn, fram-
kvæmdir oft fálmkenndar og furðu
lítil tækni notuð meðal iðnaðar-
manna í þessari grein. En hvað sem
því líður cr fagleg bók um húsbygg-
ingar hið kærkoinnasta lestrareíni.
Hin nýja bók: Islenzk (búðarhús,
hefst mcð greininni: Bókin og
byggingarnar cftir Hörð Bjarnason,
húsameistara ríkisins. Þá er mjög
myndskreytt grein, sem nefnist,
Einbýlishús, eða öllu hcldur safn
mynda og/teikninga af einbýlishús-
um. Þá fjallar bókin einnig um
sambýlishús og er myndaflokkur
hélgaður þeirri grein, ásamt lítils
háttar skýringum. Þá skrifar Helgi
Hallgrímsson húsgagnaarkitekt um
eldhúsínnréttingar. Sveinn Torfi
Sveinsson, verkiræðingur, um ein-
angrun og upphitun húsa. Jón A.
Bjarnason uni lýsirigu íbúða og Jón
Sigurðsson borgarlæknir grcin, sem
hann ncfnir, Hollar íbúðir.
Bókin íslenzk íbúðarhús, er um
170 bls. á stærð, prentuð á góðan
þappír og er athyglisverð bók og
hefur margan fróðleik að gcyma.
En að sjálfsogðu fjallar hún um
takmarkaðan hluta hins mikla við-
fangsefnis og fráleitt lciðir hiin les-
andann í allan sannleika. Hins veg-
ar bregður bókin upp fjölda mynda
til athugunar og gerir vissum þátt-
um um íbúðarhús nokkur skil.
Örnefnin hafa sögur að geyma
Á öðrum stað hér í blaðinu í
dag, er birt áskorun frá Jóhann-
esi Óla Sæmundssyni námsstjóra,
til Eyfirðinga viðvíkjandi söfnun
órnefna. Sjálfur vinnur hann að
þessari söfnun af miklum dugn-
aði og ættu sem flestir að leggja
þessu starfi hans lið.
Örnefnin háfa mjög oft
skemmtilégari ffóðleik "a"ð géýfná.
Þann fróðleik þarf að skrásetja.
Margir álíta örnefnasöfnunina
hið mesta torf. En líklegt er, að
þeir hinir sömu hafi þó gaman af
þeim örnefnum, sem einhver
saga eða atvik fylgir.
Hér skal til gamans getið
nokkurra örnefna af handahófi
og eru þau tekin úr safni því,
sem Jóhannes Óli vinnur nú að.
Vetrarbraut heitir slétt og
reglulegt drag, sem liggur frá
norvesturhorni túnsins á Dag-
verðareyri, yfir um ásana austan
við Hvasshól og Gunnsteinsþúfu
til Skipalóns. í þessu dragi er oft
gott sleðafæri á vetrum. Sögn
lifir um það, að meðan skógur
var á ásum þessum, hafi verið
höggvin í hann slóð, en smám
saman orðið þarna alfaravegur
og þannig troðist niður jarðveg-
urinn undan margra alda um-
ferð.
Flöskuklif er við Skaldarvík,
skammt sunnan við túnið og al-
veg niðri við sjó. Alfaravegurinn
lá niður af því í fjöruna á stutt-
um kafla. Þar missti ríðandi
maður flösku niður í grjótið og
glataði þannig dýrmætu inni-
haldi hennar, — segir sagan.'
Gálgagil er í Möðruvallaafrétti,
innst í Hörgárdal. Þar voru
teknir af lífi 11 dæmdir þjófar
úr Kræklingahlíð. Má vera, að
síðan sé Þjófahlíðanafnið á Hlíð-
inni, en það kemur fram í al-
kunnri vísu eftir Látra-Björgu.
Hrærekshóll er skammt frá
] ! .: y .•#*'¦*'
Kalfsskinni á Arskógsströnd.
Þar mun einasta konungsgröf á
íslandi, en Hrærekur konungur
fluttist hingað sem fangi Ólafs
konungs digra og að Kálfsskínni
fyrir tilstilli Guðmundar ríka
á Möðruvóllum.
Súrmjólkurbreiða heitir vað
eitt í Garðsárdal. Þar er talið að
sprungið hafi súrmjólkurbelgur
á þeim árum, sem selför mikil
var þarna, sem víða annars stað-
ar. En afurðirnar voru fluttar til
bæja á klyfjahestum, súrmiólkin
hengd á klakkinn, eins og annað.
Einstigi er niður að vaðinu og
þar hefur súrmjólkurbelgurinn
rekizt í stein eða klettasnös.
Grallarafoss kallast lágur foss
í Þverá í Garðsárdal milli eyði-
býlanna Helgársels og Kristness.
Þarna má stökkva milli klappa,
þegar áin er lítil. Einhverju sinni
var sent frá Kristnesi í Helgársel
eftir Grallaranum (sálmasöngs-
bók), og stökk sendimaður yfir
en missti Grallarann í ána.
Brennivínsgrund er skammt
frá Eyjafjarðará í Vaglalandi.
Þar var áningastaður. Þar var
hæfilegt að taka tappann úr og
fá sér hressingu, þegar komið var
úr kaupstaðnum.
maður svo kunnur íslenzkum
lesendum, að frekari kynning er
óþörf.
Og fyrsta hefti ritsins er ný-
komið út og er það 1.—2. hefti
saman og er um 150 bls. að stærð,
en tvö munu væntanleg síðar á
árinu.
Við lauslega athugun kemur í
ljós, að nokkur breyting er á
orðin. Má þar nefna þætti um
myndlist, tónlist og ltiklist.
Þetta myndarlega hefti Eim-
reiðarinnar hefst á kvæði rit-
stjórans um Fagraskógarskáldið,
þá Bókin horfna (útvarpsleikrit)
eftir séra Jakob Jónsson, fjögur
kvæði eftir Hjört Kristmunds-
son, viðtal við Ríkharð Jónsson
og kvæðið Svanir og mýflugur
eftir hann, Og það er kvöld, eftir
Ragnheiði Jónsdóttur.
Ennfremur skrifar Ólafur
Gunnarsson greinina: „Hin
gömlu kynni gleymast ei", Ivar
Orgland skrifar um Hans
Hylén og auk þess eru þýðingar
hins síðarnefnda á ljóðum Jónas-
ar Hallgrímssonar og Kristjáns
Jónssonar og Guðm. Gíslason
Hagalín ritar. „greinina Tvennir
tímar.
Þá er þýdcLgrein um franska
Nobels ver ðlauhahöf undinn Fran-
cois Mauriac"~og sagan Hnífs-
stungan eftir hann í þýðingu
Halldórs G. Ólafssonar.
Hinn nýi ritstjóri skrifar um
bækur og þýðir kvæðið Herðu-
breið eftir Ivar Orgland og margt
er ennþá ótalið.
En af þessu -yfirlfti er auðsætt,
hve heftið er fjölbreytt að efni og
allt er það hið vandaðasta og
verður það naumast öðrum
þakkað en Þóroddi Guðmunds-
syni^hinurn ,rrýia; ritstjóra þessa
gamla og virðulega tímarits.
Tvöföld uppskera
í Danmörku
I Danmörku hafa verið miklir
þurrkar í sumar og heitt í veðri.
Gizkað er á, að þurrviðrið muni
kosta bændur um 600 millj. króna.
En þótt uppskeran verði þetta
rninni, þá er hún 2—3 vikum íyrr
en venja er til, svo að danskir bún-
aðarsérfræðingar hvetja bændur til
þess að flýta sér að skera upp, því
að hægt sé að fá aðra uppskeru í
haust, ef tíðin bregðist ekki. Þeir
ráðlcggja ræktun fóðurkáls og telja,
að það nitini þroskast, cf haustið
verði ekki of þurrt. Þannig muni
bændur geta unnið upp talsvert af
tjóninu, sem þurrkarnir hafa vald-
ið.
Hér á Norðurlandi var u'maslætti
sums staðar lokið 3—4 vikum iyrr
en venjulega, svo að norðlenzkum
bændum blöskrar ckki að heyra
nefnda tvöfálda uppskeru. Þeir
verða vel undir veturinn búnir í
þetta sinn, því að hlöður verða
miklu meira en fullar. Gras sprett-
ur á furðu skömmum tíma hér á Is-
landi.
En eru ekki flciri nytjajurtir, sem
þurfa skamman tíma til að þrosk-
ast?