Dagur - 12.08.1959, Side 4

Dagur - 12.08.1959, Side 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 12. ágúst 1959 Dagui Mti'if.siofii i lialnaisiræti !>(!.— Sími IKili RlTSTJORi: ERLiNG tJ R I) A V I II S S (> X Aui’iysingastjoii; . J ÓN S V M f ELSSON Árgangnrinn kostar kr. 75.00 llluðiO kcinur út á lúiðvikudögum og lattj'artltiguni, jicgar t'fni stantla til CJaltltlagi rr I. júlí RUENTVERK OIH>S UJÖRNSSONAR H.F. Óttinn þokar þríflokkunum saman ÞRÍFLOKKARNIR svonefndu þóttust hafa fund ið ráð til að bæta hina miður góðu pólitísku tafl- stöðu sína, þegar manntetur eitt, sem um svipað leyti varð eitt af rannsóknarefnum lögreglunnar, benti þeim á að breyta kjördæmaskipun landsins. Þríflokkarnir þóttust hver um sig geta hagnazt drjúgum á þessu heillaráði, einkum og sér í lagi þar sem svo stóð á, að þeir stóðu málefnalega höll- um fæti í stjórnmálabaráttunni og höfðu enga von um að auka fylgi sitt meðal landsmanna, nema nýj- inn brögðum væri beitt. FRAMHALD þessa máls er öllum kunnugt, leggja skyldi niður 20 kjördæmi landsins, eða öll kjördæmi utan Reykjavíkur, en 7 stofnuð í þeirra :stað. Sterk mótmælaalda reis í lantlinu og áður en langt leið flýðu þríflokkamir málefnalegar rökræð- uir en báru í þess stað fram þær fáheyrðu og ösvífnu blekkingar í samanlögðum blaðakosti sín- jim, svo og á mannfundum og jafnvel í útvarpsum- ræðum, að málið væri þegar afgreitt samkvæmt afgreiðslu þess á hinu reglulega Alþingi í vetur, ®n kosningarnar 28. júní sl. væri, alls engin þjóð- aratkvæðagreiðsla um breytingu á stjórnskipunar- lögum landsins, heldur aðeins venjulegar almenn- ;ar alþihgiskosningar. Framsóknarflokkurinn einn jhélt sig að skýlausum fyrirmæium stjómarskrár- innar og mótmælti kröftuglega hinum flokkslega <ag óheiðarlega áróðri. FRAM að þessu hefur verið gengið út frá því, að Mnn almenni kjósandi gæti neytt kosningaréttar síns frjáls og óháður af flokkslegum áróðri, þegar ibreytingar á sjálfri stjórnarskránni kæmu á dag- skrá. Síðustu kosningar sanna þó ótvírætt, að svo <er ekki. Þríflokkunum tókst í sameiningu að .trlekkja kjósendur til fylgis við flokka sína að miklu leyti á þeim tognu forsendum að kosning- ;amar snerust um stjórnmálin almennt en væru ekki þjóðaratkvæðagreiðsla um kjördæmamálið. Þannig gátu þessir þrír flokkar ruglað dómgreind fólksins og sært það til fylgis við flokka sína. Þrí- flokkarnir vissu það mæta vel, að það þurfti að .íela hina óvinsælu kjördæmabreytingu á bak við venjulegt stjórnmálaþras. ÞAÐ var auðvelt að láta sérstaka atkvæða- greiðslu fara fram um stjórnarskrárbreytinguna jafnhliða alinennum þingkosningum. Það þorðu jþríflokkarnir ekki. það var líka auðvelt að láta hér- uiðin segja til um bað í almennri atkvæðagreiðslu, ihvort þau æsktu þess, að kjördæmabreytingin jkæmi til framkvæmda. Þetta þorðu þríflokkamir ®kki heldur. ÞJÓÐARVILJINN í þessu stórmáli hefur alls «kki komið fram. En hið stóraukna fylgi Framsókn arflokksins í síðustu kosningum gefur þó glögga bendingu um hina miklu andúð fólksins á tilræði iþríflokkanna við byggðir landsins. Svifta á héruð- :in sérstökum, ábyrgum fulltrúum sínum og auka iílokksvaldið. Ilin nauðsynlegu áhrif byggðanna ®iga að lúta flokksvaldinu í Reykjavík. Svo sem iil að kóróna hin stjórnmálalegu afglöp og ein- istæða mólflutning sinn hafa svo þríflokkarnir, að kosningum loknum, fullyrt með yfirlæti, að auð- yitað hafi kosningarnar hinn 28. júní snúizt um kjördæmamálið og þá hafi kom- ið í Ijós, að meira en tveir þriðju hlutar þjóðarinnar óski kjör- dæmabreytingarinnar eins og hún liggi fyrir. En þessir flokk- ar vita, að enn segja þeir ósatt og enn óttast þeir að flokksbönd- in bresti í ríkara mæli en í síð- ustu kosningum. Æ fleiri kjós- endur skilja það líka til fulls, hvernig þeir voru blekktir og þeir eru litlir karlar ef þeir minnast þess ekki í kosningunum í haust. Bréfkorn til Ingimars Eydals. Mér hefur borizt svar vegna greinar þeirrar um útisamkomu Matthíasarfélagsins, er ég birti í Degi, 31. júlí s. 1.. Þetta svar er ágætlega orðað og hefði vel fallið til birtingar, ef sá hængur væri ekki á, að það kemur grein minni harla lítið við. Ætla mætti af andanum í svarinu að höfundur þess sé stjórnarmeðlimur í umræddu félagi og hafi borið ábyrgð á þessari forkastanlegu útisam- komu. En nú er því ekki til að dreifa, þar sem hann var aðeins verkfæri í höndum forráðamanna skemmtunarinnar. Höfundur svarsins, Ingimar Eydal, setur hvað mest út á grein mína, þar sem hún fjallar um leik danshljómsveitar, er hann stjórnar. Um leikhæfni hennar sagði ég ekkert hnjóðsyrði. Hún leikur með ágætum í Alþýðuhús- inu, þar sem hún á heima og mundi sjálfsagt sóma sér einkar vel á Hótel Borg. Hins vegar geri ég ekki ráð fyrir að Ingimar hafi sett það sem skilyrði, við margnefnt tækifæri, að hljóm- sveit hans léki rock á undan há- stemmdum orðum um séra Matthías. (Áður en lengra er haldið vil ég nota tækifærið og leiðrétta villu, sem slæddist inn í fyrri grein mína, en þar er talað um danspar, sem sungið hafi með hljómsveitinni. í stað orðs- ins „danspar” átti að standa „söngpar”.) Ingimar Eydal segir og, að þarna hafi verið „blandað saman ýmiss konar fróðleik um skáldið og skemmtiefni”. Það var ein- kennileg blanda, því eins og fyrr getur voru orð Hannesar J. Magnússonar eina viðleitnin til að minna á skáldið, þó þau yrðu aðeins formáli að erindi, sökum hlálegs tímasparnaðar. Ingimar ætlar ef til vill að halda því fram að leikþátturinn, sem fluttur var við þetta tækifæri hafi verið fróðleikur um skáldið sr. Matt- hías Jochumsson og veitt mönn- um innsýn í skáldverk hans. — MatthíaSarfélagið er stofnað til þess að halda minningu skálds- ins á lofti. Því má gera ráð fyrir, að félag, sem ætlar sér jafn virðulegt verkefni, boði ekki til útisamkomu, til þess að kynna erlenda slagara og útúrsnúning á skáldverkum. Ingimar tekur það skýrt fram að þetta hafi ver- ið skemmtisamkoma til fjáröfl- unar og þess vegna hafi hún ver- ið höfð með þessu sniði. Leiða má getur að því, að hann telji, að ekki hafi verið ráð, að minn- ast um of á séra Matthías eða þá að gefa mönnum kost á að hlíða á verk hans, þar eð það hefði fælt þá frá útiskemmtun- inni. Ef Ingimar Eydal vill halda því fram, að Akureyringar séu á því menningarstigi, að þeir taki rocktónlist og innantóma gamanþætti fram yfir ljóð, leik- rit og sögur þjóðskáldanna við slík tækifæri, þá væri sennilega réttast að hætta við safnstofnun þessa og byggja nýtt og veglegt Alþýðuhús á Sigurhæðum. Bolli Gústavsson. Drottningarnar Ekki er trútt um að sum göm- ul og virðuleg heiti séu misnotuð í seinni tíð. Ekki eru þær fáar drottningarnar nú til dags og hefur þeim hrað fjölgað með hinum svokölluðu fegurðar- samkeppnum kvenna. — Síðan þessar keppnir náðu hingað til lands, höfum við eignast alís- lenzka drottningu, ekki aðeins eina, heldur eina á hverju ári. Og nú er svo komið, að okkar ágætu dagblöð (vikublöðan fara sér hægar í því efni) birta greinar og myndir í vikur og jafnvel mánuði af þessum furðu- verkum. í stuttu máli sagt Matvæla og Landbúnaðarstofnun S. Þ. gengst fyrir áðstefnu 14.—25. september n. k. uin sardínur, með- ferð þeirra, veiðiaðferðir, verndun stofnsins, líffræði hans og alþjóða- samvinnu um rannsóknir á þessu á þessu sviði. 1 Danmörku verður haldið nám- skeið dagana 26. júlí til 25. ágúst með þátttöku 16 ríkja frá Afríku, Asíu, Mið- og Suður-Ameríku. Námskeiðið fjallar um vandamál samvinnustefnunnar og er undir- búið af dönsku stjórninni í sam- vinnu við Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðasamvinnumálastofnunina (ILO) og Matvæla- og landbúnaðar- stofnunina (FAO). Þessar konur, sem síðan eru sendar til annarra landa til sýn- inga og frekari samkeppni á feg- urðarsviðinu, fá hvorki kvef né kveisu, án þess að þess sé getið alveg sérstaklega, og ekki gleyma hinir áhugasömu fréttamenn að segja frá því, hvað þær leggja sér til hins fagra munns, hve- nær þær fari að sofa og jafnvel hvernig þær liggi (fari) í rúmi. Ekki er þó enn svo langt gengið, að dæma fegurðardísirnar eftir því, heldur eftir nákvæmu máli hinna einstöku líkamshluta, hreyfingum, framkomu, ásamt andlitsfegurð. Fegurðarsamkeppnirnar eru í raun réttri skemmtilegur fífl- skapur, sem drottningarnafnið kórónar að síðustu. Meistaranafnbót hljóta bæði piltar og stúlkur fyrir það að hlaupa hart, stökkva yfir slá, varpa kúlu eða sína aðra líkam- lega frækni á íþróttamótum. Þar væru þó önnur nöfn betur við hæfi. Þó er ekki saknæmt að byggja skúr og nefna höll. ÁVARP frá Styrktaríélagi Vangefinna Eins og mörgum mun kunnugt, var fyrir nokkru stofnað Styrktarfélag Vangefinna. Heimil þess er í Reykjavík. Tilgangur Félagsins er að vinna að því: 1) að komið verði upp nægilegum og viðunandi hælum fyrir vangefið fólk, á öllum aldri, sem nauðsynlega þarf á hælisvist að halda, 2) að vangefnu fólki veitist ákjósanleg skilyrði til þess að ná þeim þroska, sem hæfileikar þess leyfa, 3) að starfsorka vangefins fólks verði hagnýt-t, 4) að einstaklingar, sem kynnu að vilja afla sér menntunar, til J>ess að annast vangefið fólk, njóti ríflegs styrks í því skyni. Samkvæmt skýrslum, sem fyrir liggja, munlt vera um eðá yfir 400 einstaklingar vangefnir í landinu, og ertl þó Jjessar skýrslur ekki tæmandi. Flestir Jjessara ein- staklinga munu enn dvelja á heimiittm ættiijgja, Jjar sem vistheimili, sem til eru í landinu, fyrir vangefið fólk, geta ekki tekið til dvalar nema einn fjórða hluta þeirra, er áður voru nefndir. Þó mun ætlunin sú, að viðbótarhúsnæði við Kópavogshæli, verði tekið til notkunar á hausti komanda. Hækkar þá tala vist- manna eitthvað frá Jjví, sem nú er. Það er því augljóst, að mikið er enn vangert f þessum efnum, þörfin brýn til úrbóta og mikil eftir- spurn um hælisvist, af hálfu aðstandenda hinna van- gefnu. Vonir standa þó til, að fyrr en síðar verði hægt að hefjast handa um nýbyggingu hælis eða heimila fyrir vangefið fólk. En slíkar framkvæmdir kosta mikið fé, Mikið Jjarf Jjví að vinna, ef duga skal, og framkvæmdir á Jjessu sviði eiga éi að Jjurfa að standa yfir, alltof mörg ár, Jjar til markinu er náð, og fullkomið hæli, er rúmað gæti alla, sem liælisvistar Jjyrftu nauðsynlega. að njóta, er risið af grunni. Að vinna að því í orði og verki að Jjessi hugsjón geti orðið að veruleika, sent allra fyrst, er tilgangur og markmið Styrktarfélags Vangefinna. Jafnframt Jjví, sem fclagið, eftir Jjví sent möguleikar eru fyrir hendi á hverjttm tíma, vill aðstoða þá, sem hér eiga hlut að rnáli, hyggst það og verja kröftum sínum til fjársöfn- unar ár hvert, til styrktar málefnintt; og heitir á allæ landsmenn til samstarfs og samhjálpar. Félagið hefur á Jjessu ári efnt til happdrættis, og ern Jjegar umboðsmenn fengnir víða um landið, er sjá um sölu happdrættismiðanna. Er sala happdrættismiðanna Jjegar fyrir nokkru liafin. Enn fremur hefur félagið látið gera minningaspjöld, sem einnig er hægt að fá keypt hjá umboðsmönnum liappdrættisins. Merkjasöltt hefur félagið og haft með höndum, í Reykjavík og út. um land, og mun gera eftirleiðis. Hefur sú reynsla orð- ið félaginu hagstæð. Yfirleitt virðist starfsemi félagsins. liafa mætt velvild og skilningi landsmanna, og margir þegar sýnt fórnfýsi í störfum. Félagið hefur opnað skrifstofu í Tjarnargötu 10 C, Reykjavík, sem veitir all- ar mögulegar upplýsingar um félagið, svo og aðra fyr- irgreiðslu. Á skrifstofu félagsins eru happdrættismiðar til sölu, svo og minningaspjöld, sem einnig má fá keypt á eftirtöldum stöðum í Reykjavík: Blaða- og sælgætis- verzlun, Laugaveg 8, Bókavérzlun Braga Brynjólfsson- ar, Hafnarstræti 22, og hjá Birní Stefánssyni, Kvist- haga 9. Góðir landsmenn. Munið eftir Styrktarfélagi Van- gefinna. Gerizt sem flestir mcðlimir félagsins. Ársgjald- ið er kr. 50.00. Ævifélagsgjald er kr. 500.00. Minnumst Jjess að andvirði hvers selds happdrættismiða, hver minningagjöf um látna vini og ástvini, andvirði hvers merkis, sem keypt er, er skerfur lagður í byggingarsjóð félagsins, framlag til styrktar liinum vangefnu, á einn og annan liátt. Minnumst öll, að Jjað sem vér á oss leggjum, til stuðnings Jjessu góða og nauðsynlega mál- efni, er hjálp þeim til lianda, sem vér megum nefna meðal hinna minnstu og mest Jjurfandi bræðra vorra og systra. Fjáröfluimrncfndin. BERJASPRETTAN Útlit er fyrir allgóða berjasprettu í sumar og mun þess ekki langt að bíða að berjafólk fari á stjá. Er þá ráð fyrir húsmæður að fletta upp í matreiðslubókum til að afla sér sem beztra upp- lýsinga um meðferð berjanna. En áður en haldiS er af stað í berjamó, ættu menn ekki að gleyma því, að fá leyfi til berjatínslu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.