Dagur - 26.08.1959, Page 1

Dagur - 26.08.1959, Page 1
Fylgizt með því sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 2. september. — XLII: árg. Akureyri, miðvikudaginn 26. ágúst 1959 44. tbl. AKUREYRINGAR í FYR5TU deild Skógrækfarfélög hér Síðasta föstudag kepptu Akur- eyringar í knattspyrnu við Vest- mannaeyinga. Það var úrslita- leikurinn um það, hvort liðið skyldi leika knattspyrnu í fyrstu deild næsta sumar. Leikurinn fór fram á Melavellinum í Rvík. Akureyringar sigruðu með yf- irburðum, skoruðu 6 mörk gegn 2, og var það hreinlega til verks gengið. Bæjarkeppni. í sömu ferðinni háði Akureyr- ariiðið bæjarkeppni við Keflvík- inga og sigruðu með 5:4. Sá leikur fór fram á laugardaginn. Og enn kepptu Akureyringar við Hafnfirðinga í bæjarkeppni á sunnudaginn og gerðu tefli 0 : 0. Akureyringar virðast vera i öruggri framför í knattspyrnu, ef marka má þessa sigursælu keppn ■isferð. Samkvæmt umsögn íþróttafréttaritara mun Jakob Jakobsson hafa sýnt mjög góðan leik, því að hann er talinn mjög álitlegur landsliðsmaður þeirra dómi. Fyrirliði á vellinum var Jón Stefánsson. Næsta sumar munu verða háð- ir hér 5 knattspyrnuleikir fyrstu deild, og verður þá anlega búið að bæta aðstöðu bæði keppenda og áhorfenda hér á íþróttasvæðinu. Kristinn. Yfir 40 myndir seldust þrjá fyrstu daga sýningarinnar Eins og áður er sagt, opnaði Kristinn G. Jóhannsson málverkasýningu í Gildaskála KEA á sunnudaginn. Þar eru 63 myndir, bæði vatnslitamyndir og málverk. Aðsókn hefur verið mjög góð og þrjá fyrstu dagana seldust 43 myndir, og er það mjög athyglisverður vitnisburður. Sýningin verður opin til Eyfirðingar heiðra minningu Jóns Ara- sonar Hólabiskups Minnismerki afhjúpað að viðstöddu fjölmenni Fyrir 10 árum hófust Eyfirð- ingar handa um að heiðra minn- ingu Jóns biskups Arasonar. En hann var fæddur að Grýtu, dvaldist þar að minnsta kosti og að Syðra-Laugalandi, á æskuár- um og naut fræðslu að Munka- þverá. Frumkvæðið að minning- arlundi, er bæri nafn biskupsins og minnismerki, átti Guðmundur Jónsson garðyrkjumaður, nú til heimilis á dvalarheimili aldraðra á Blönduósi. Trjágróður og minnismerki. Minningarlundurinn var gerð- ur að Grýtu, girtur og plantaður trjágróðri. Landið gaf ekkjan Rósa Jónsdóttir húsfreyja að Grýtu, ásamt myndarlegri pen- ingaupphæð til minningar um mann sinn, Jón Þorleifsson, fyrr- um bónda þar. Félagsskapur var myndaður í sveitinni um þetta mál og voru þar í stjórn, auk Guðmundar, séra Benjamín Kristjánsson, Garðar Halldórsson, Guðmundur Sigurgeirsson og frú Gunnfríður Bjarnadóttir. Trjágróðurinn dafnar ágætlega í hinu frjósama landi og þessi friðaði reitur ber nafn hins forn- fræga biskups. Þar átti einnig að setja minnismerkið, sem steypt er í bronz og gert af hinum kunna listamanni Guðmundi Ein- arssyni frá Miðdal. En frá því ráði var horfið, en minnismerkið sett niður að Munkaþverá og stendur það á haglega gerðum, hlöðnum stalli á hinum fornu klausturrústum staðarins, framan við bæinn, en sunnan við kirkjugarðinn. Á sunnudaginn var minnis- merkið afhjúpað að viðstöddu fjölmenni og að hátíðarguðsþjón- ustu í Munkaþverárkirkju aflok- inni. Við þá messugjörð predik- aði séra Friðrik A. Friðriksson prófastur í Húsavík, en fyrir alt- ari þjónuðu séra Sigurður Stef- ánsson og séra Pétur Sigurgeirs- son. Kirkjukór safnaðarins og Lögmannshlíðarsóknar sungu undir stjórn Áskels Jpnssonar. Þegar gengið var úr safnaðist mannfjöldinn, á fjórða hundrað manns, framan við minnismerkið. Þar bauð Guðm. Jónsson gesti velkomna, en séra Benjamín Kristjánsson sóknar- prestur flutti aðalræðuna, og einnig tóku til máls Garðar Hall- dórsson, oddviti, Rifkelsstöðum, og séra Hákon Loftsson, hinn1 kaþólski prestur Norðlendinga, og þakkaði hann virðingu þá og vinsemd, er hinum látna kirkju- höfðingja var sýnd. Páll Kolka, héraðslæknir á Blönduósi, flutti Ijóð, en frú Jónína Björnsdóttir afhjúpaði minnismerkið. Öllum viðstöddum var boðið til kaffidrykkju að Freyvangi að þessari athöfn lokinni. Þar var ánægjulegt hóf, sem Garðar Halldórsson stjórnaði. Þar tóku til máls Guðmundur Jónsson, Garðar Halldórsson, og Ketill Indriðason frá Ytra-Fjalli flutti frumort Ijóð, og almennum söng stjórnaði Áskell Jónsson. ha. í skógargirðingum Frá aðalfundi Skógræktarfélags Islands að Hólum í Hjaltadal 21. og 22. ágúst Aðalfundur Skógræktarfélags íslands var haldinn að Hólum í dagana 21. og 22. ágúst. Fundinn sátu 80 manns, að með- töldum gestum. Hákon Guð- mundsson varaform. félagsins, stýrði honum. Hákon Bjarnason, skógræktar- stjóri, gat þess að liðin væru 60 ór síðan danskur skipstjóri hóf skógrækt á Þingvöllum. Þá hefðu íslendingar verið um 75 þús., en nálguðust nú 175 þús.. Snorxú Sigurðsson, ráðunautur, skýrði frá því, að nú væru um 3200 ha. lands innan skógargirð- inga í héruðum landsins. Hjá Skógræktarfélagi Rvíkur væru í sumar gróðursettar 200 þúsund plöntur, en hjá skógræktarfélagi Eyfirðinga um 100 þús. Bæði þessi félög hafa sínar eigin Upp- eldisstöðvar. Skógræktarfélag S,- Þingeyinga gróðursetti 80 þús. og Skógræktarfélag Borgfirðinga 75 þús. og önnur skógræktarfélög minna. Yfirleitt hefur gróður- setningin verið sjálfboðavinna, en bæjar- og sveitarfélög hafa einn- ig lagt til fé, sum þeirra töluvert. Einar G. Sæmundsen las upp reikninga félagsins og Land- græðslusjóðs og voru þeir sam- þykktir samhljóða. Fundurinn gerði samþykktir um eftirfarandi: Að helmingur aðflutnings- Framhald á 2. siðu. Fleipur „Álþýðumannsins" í „Alþýðumanninuni“ í dag eru bollalcggingar og sögusagnir um framboð flokkauna í Norðurlandskjördæmi cystra. Er mín þar lítil- lega getið. í fyrsta lagi, að eg muni skipa efsta sæti á lista Fram- sóknarmanna, en Ingvar Gíslason fjórða sæti, í öðru lagi að eg muni láta af þingmennsku fljótt eftir kosningarnar til þcss að koma Ing.v- ari Gíslasyni, scm ráðgert er þar, að verði varaniaður, á þing. Er eg hafði Iesið þetía, spurði eg ritstjóra „AIþýðumannsins“, Braga Sigurjónsson, „hvort hann hefði þetta frá sjálfum sér (þ. e. logið því) eða aðrir hefðu sagt honum það.“ Hann kvaðst hafa hvort tveggja frá öðrum. Fyrra atriðið frá fulltrúaráðsmanni í Norður- Þingeyjarsýslu og þar væri það talið víst, að eg skipaði efsta sæti listans. Síðara atriðið væri héðan úr firðinum. Bógt á eg að trúa því, að nokkur Framsóknarmaður í Eyjafirði hafi lagt trúnað á þá sögu, að eg mundi beita brögðum í kosningun- um. En þó hafa koniið fyrir atvik síðustu daga, sem gætu bent til þess, að saga þessi hefði verið komin á krcik fyrir nokkru og ein- hverjir lagt triinað á hana. Ekki kemur mér til hugar, að eyða fleiri orðum að þessu. Það' mun sýna sig innan örfárra daga, við hvað mikið þessi saga „Al- þýðumannsins“ hefur við að styðjast, og er þegar á margra vitorði. Akureyri, 25. ágúst 1959. t BERNHARÐ STEFÁNSSON. Landlega á Norðfirði. — (Ljósmynd: Snorri Snorrason.)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.