Dagur - 04.09.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 04.09.1959, Blaðsíða 8
8 Baguk Föstudaginn 4. scptcmber 1959 Nýjungar og mikil framleiðsluaukning hja verksmiðjum sam- vinnumanna á Akureyri Fyrstu norðlenzku málningavörurnar reynast vel Sápuverksmiðjan Sjöfn á Akureyri er ein af þeim verksmiðjum samvinnumanna, sem slitið hafa barnsskónum fyrir nokkru og unnið sér virðulegan þegnrétt, sem traust og farsælt iðnfyrirtæki Verksmiðjan var stofnuð árið 1932, og eins og nafnið bendir til, var höfuðverkefni hennar þegar í upphafi að framleiða sápur. En með árunum hefur framleiðsla verksmiðjunnar þróast í fjöl- breyttari framleiðslugreinar, þótt hvérs konar sápur og þvottaefni séu ennþá meginverkefni hennar. Þvottaefnin Perlá og Geysir. Mörg síðustu árin hefur eftir- spurnin farið mjög vaxandi og til dæmis um framleiðsluna í þeim greinum munu á síðasta ári hafa verið framleidd um 300 tonn af sápum og þvottaefni, sem selzt hafa jafnóðum. Allir kannast við þvottáduftið Perlu, sem notað er á flestum heimilum landsins og nú er kom- ið á markaðinn í nýjum og hent- ugri umbúðum. ennfremur er þvottaduftið Geysir þekkt og vinsælt þvottaefni. Handsápurnar. Sjafnar-handsápurnar hafa líka náð mikilli útbreiðslu og þykja hinar ágætustu vörur. Hinn góði ilmur og framandi nöfn á a. m. k. eiimi tegund þeirra, mun í sam- einingu hafa haft hin ágætustu áhrif á söluna. En nú hafa hinar innlendu iðnvörur, bæði sam- vinnumanna og annarra, skipað sér þann sess á innanlandsmark- aðinum, að ilmurinn er jafn sæt- ur, þótt umbúðirnar beri nöfn íslenzkra framleiðenda. Sápuverksmiðjan Sjöfn á Ak- ureyri framleiðir einnig þvotta- lög, kerti, júgursmyrsl og fleiri vörutegundir, sem ekki eru eins miklar að fyrirferð, en engu að síður nauðsynlegar vörur. Éftir- spurn þeirra eykst jafnt og þétt, nema kertanna, sem rafljósin hafa leyst af hólmi að nokkru leyti. Eftirtektarverð nýjung. Á síðastliðnu ári hóf Sjöfn framleiðslu málingarvara. Það er hin athyglisverðasta framleiðslu- gi-ein og sú fyrsta sinnar tegund- ar utan höfuðstaðarins. Um sl. áramót var framleiðsla þessi komin svo vel af stað, undir stjórn Aðalsteins Jónssonar efna- fræðings, sem sérstaklega hafði kynnt sér þessa iðngrein erlend- is,að fyrstu norðlenzku málning- arvörurnar komu á markaðinn litlu síðar. Polytex-plastmálning er nú að ryðja sér til rúms. Þessi málning er notuð jöfnum höndum innan- húss og utan og hefur líkað svo vel, að verksmiðjan hefur hvergi nærri getað mætt hinni miklu eftirspurn. Rex-olíumálning er önnur grein .þessarar nýju framleiðslu og er sömu sögu um hana að segja. Án þess að gera tilraun til að fara inn á hinar flóknu fram- leiðsluaðferðir þessara vara, má þó geta þess, að verksmiðjan mun Ragnar Ólason. hafa fengið einkaleyfi sænsku framleiðenda, AB iiiiMiiliiliiiiiiniiiiiiiilii hinna Henn- 111111111111111* Héraðssamkoma Framsóknar- ( manna í Eyjafirði verður haldin að Frey- vangi á sunnudaginn og hefst hún kl. 9 e. h. Gísli Guðmundsson, alþm. flytur ræðu, Jó- hann Konráðsson syng- ur, Baldur Hólmgeirsson og Sigríður Magnúsdótt- ir skemmta, vegna for- falla Hjálmars Gíslason- ar, og að lokum verður dansað. — Sætaferðir frá Ferðaskrifstofunni á Ak- nreyri. Þess er vænzt að héraðssamkoman verði fjölsótt. Gísli Guðmundsson alþingismaður. ing Repsson, á efnasamsetningu o. fl. Undir Rex-framleiðslumerkinu framleiðir Sjöfn svo ýmsar aðrar skyldar vörutegundir, svo sem dúkalím, spartl og kítti, og ætl- unin er að hefja framleiðslu á þakmálningu og lökkum innan skamms. Ragnar Ólason er verksmiðju- stjóri Sjafnar og hefur verið það um árabil. Aðstoðarmaður hans við hina nýju framleiðslugrein, málningarvörurnar og skyldar vörur, er eins og áður er sagt, Aðalsteinn Jónsson efnaverk- fræðingur. Hann fór í vor til Englands og Norðurlanda til að kynna sér enn á ný þessa fram- leiðslugrein og láta rannsaka sýnishorn hinnar akureyrsku fi’amleiðslu. Gáfu niðurstöður þeirra rannsókna byr undir báða vængi, því að þær sýndu mjög hagfellda niðurstöðu, samhljcða því almenna áliti þeirra hér heima, sem notað hafa hinar nýju framleiðsluvörur og lokið lofs- orði á þær. Sápuverksmiðjur samvinnu- manna á Norðurlöndum, og nokkrum öðrum Evrópulöndum, hafa á síðari árum komið á hjá sér náinni, tæknilegri samvinnu. Samvinna þessi hófst með gagn- kvæmum heimsóknum í kynn- ingarskyni, og hefur síðan kom- izt í fast form með starfræksly hinna ýmsu rannsókna varðandi þvottaefnaframleiðslu, sem verk- smiðjurnar bera sameiginlegan kostnað af. Sjöfn er aðili að þess- ari samvinnu og hefur af því mikinn styrk. FULLTRUARAÐSFUNDUR Framsóknarfélags Eyjafjarðarsýslu verður haldinn í húsa IvEA, efstu hæð, laugardaginn 5. þ. m. kl. 2 e. h. — Óskað eítir að fulltrúaráðsmenn mæti. Bernharð Stefánsson. Héraðsmót U.M.S.E. Hið árlega héraðsmót UMSE hefst á íþróttavellinum á Akur- eyri 11. sept. kl. 20. Verður þá keppt í 400 m. hlaupi, 4x100 m. boðhlaupi karla og kvenna, 110 m. grindahlaupi og stangarstökki. Laugardaginn 12. sept. kl. 14 heldur mótið áfram við félags- VerksmiSja, sem skilar öllum ágóða sín um til menningarmála Efnagerðin Flóra á Akureyri hóf gosdrykkjagerð 1957 og síðasti aðalfundiu* KEA samþykkti að verja árleguin ágóða verksmiðjunnar til menningarmála í héraðinu Efnagerðin Flóra á Akureyri hefur starfað í nærfellt fjórðung aldar. Það var Otto Nielsen, sem hóf fyrstu framleiðsluna. En margt benti til þess í upphafi, að hér væri hagkvæmt að stofnsetja verksmiðju til framleiðslu á margs konar efnagerðarvörum. Kaupfélag Eyfirðinga sendi einn starfsmann sinn, Björgvin Júní- usson, til náms til danska sam- vinnusambandsins og tók hann við framkvæmdastjórn verk- smiðjunnar eftir heimkomuna og hefur haft hana á hendi síðan, um 10 ára bil. Helztu framleiðslugreinar. Helztu framleiðsluvörur Flóru eru: Búðingsduft, lyftiduft, saftir og sultur, matarlitur, borðedik, brjóstsykur og skyldar tegundir. En árið 1957 urðu nokkur þáttaskil í framleiðsluháttum verksmiðjunnar. Þá keypti hún Öl- og gosdrykkjagerð Akureyr- ar h.f., en flutti verksmiðjuvél- arnar f húsnæði við Kaupvangs- stræti. Talið var, að vegna mikils flutningskostnaðar á gosdrykkja- vörum, væri hentugt að stofna slíka framleiðslu hér nyrðra. —• Hefur þetta reynzt rétt, því að reynslan hefur sýnt, hve þessi staðsetning er hagkvæm. Gosdrykkir. Nútíminn telur gosdrykki al- veg bráðnauðsynlega og fólk leggur það á sig að venjast þeim cg neyta þeirra. Menn eru fainir að neyta mjólkuríss og gos- drykkja í stað þess að lifa „á mysu og mjólk, en mest á brennivíni", eins og þar stendur, og látum við það síðastnefnda liggja á milli hluta að þessu sinni. Framleiðsla gosdrykkja hér á Akureyri mun sennilega engin áhrif hafa á notkun þeirra. Hins Björgvin Júníusson. vegar veitir hin nýja gosdrykkja- gerð öðrum hliðstæðum verk- smiðjum samkeppni og þessi at- vinnurekstur veitir fólki atvinnu, svo sem önnur iðnframleiðsla. Um gæði gosdrykkja frá Flóru skal það eitt sagt, að ávaxta- drykkirnir munu vera þeir beztu, sem þekkjast í íslenzkri gos- drykkjagerð og hin síaukna eftir- spurn eru hinni nýju fram- leiðslugrein góð meðmæli. En aðrar Flóruvörur eru þó þekktari um land allt og þykja vel samkeppnisfærar á markað- inum. í því sambandi má sér- Framhald ú 2. síðu. heimilið Laugarborg. — Keppt verður þá til úrslita í 1500 m. hlaupi, kringlukasti, langstökki og hástökki. Undanrásir verða í 100 m. hlaupi, kúluvarpi og 80 m. hlaupi kvenna. Um kvöldið verður dansað í Laugai'borg. Sunnudaginn 13. sept. kl. 14 hefst innisamkoma í Laugarborg. Fer þar fram ávarp, Páll H. Jóns son flytur ræðu, karlakór syngur, Karl Guðmundsson flytur gam- anþátt, einnig upplestur. Síðan verður íþróttakeppni. Keppt verður til úx-slita í 100 og 3000 m. hlaupi, hástökki, kúluvarpi, spjót kasti, 80 m. hlaupi kvenna og langstökki kvenna. Einnig verður keppt í handknattleik kvenna. — Dansleikur hefst í Laugarborg kl. 21. — Búizt er við mikilli þátt*- töku í þessu héraðsmóti. Refurinn á Öxna- dalsheiði Um helgina áttu margir leið um Öxnadalsheiði, svo sem venja er um jafn fjölfaiúnn veg. Fólk, sem hugaði að berjum, gekk fram á lamb, er þar lá ósjálfbjai-ga og nær dauða en lífi. Snoppa þess var nöguð upp að augum, svo að beinin stóðu út úr og blóð draup úr sárunum. Þar hafði í'ef- ui-inn vei'ið að vei-ki. Þetta var hin óhugnanlegasta sjón. Lambið átti sýnilega skammt eftir, enda ekkei-t getað næx-st síðan á það var ráðist. Ferðafólkið ók með sjúklinginn til byggða, þar sem bundinn var endir á þx-autum hans. En refurinn gengur laus á heiðinni og trúlega hefur hann leikið fleiri lömb grátt en hér segir frá.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.