Dagur - 09.09.1959, Blaðsíða 1

Dagur - 09.09.1959, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Daguk BAGUR kemur næst út miðviku- daginn 16. september. XLII. árg. Akureyri, miðvikudaginu 9. september 1959 47. tbl. Framhoðslisli Framsóknarflokksins í Noríurlandskjördæmi e Gísli Guðmundsson. Garðar Halldórsson. Ingvar Gíslason. Jakob Frímannsson. Björn Stefánsson. Karl Kristjánsson alþingis- maður skipar efsta sæti á lista Framsóknarmarina í Norður- landskjördæmi eystra. Hann hef- ur verið þingmaður Suður-Þing- eyinga síðan 1949 og eflt til muna fylgi flokksins í héraðinu og sjálfur hlotið sívaxandi traust. Karl Kristjánsson hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum, verið hreppsnefndaroddviti, sparissjóðsstjóri, framkvæmda- stjóri Kaupfélags Þingeyinga og er nú formaður þess, oddviti í Húsavíkurhreppi og síðar bæj- arstjóri um skeið, svo að fátt sé þó nefnt. Á Alþingi hefur hann verið varaforseti sameinaðs þings, ritari efri deildar o. s. frv. Hann er óvenjulega ritfær og snjall ræðumaður og vel til for- ystu fallinn. Gísli Guðmundsson alþingis- maður hefur um tveggja áratuga þingsetu að baki, sem fulltrúi Norður-Þingeyinga. Hann var ritstjóri Tímans frá 1930—1940. Á Alþingi hefur hann notið mik- ils trúnaðar og er hlutur hans í löggjafarstarfinu hinn merkasti og alveg sérstaklega í atvinnu- málum. Þeim er hann flestum kunnugri. Gísli hefur átt sæti í milliþinganefnd vegna vinnulög- gjafar, 1937—1938, í jafnvægis- nefnd 1945—1946, í milliþinga- nefnd til endurskoðunar Al- mannatryggingum 1950, formað- ur atvinnutækjanefndar, í land- helgisnefnd o. fl. Gáfur og rökhyggja Gísla Guð- mundssonar hafa skapað honum traust og virðingu, jafnt méðal kjósenda sinna, sem á Alþingi. Annað sæti á framboðslista Framsóknarmanna mun vel skip- að, þar sem Gísli er. . Garðar Halldórsson bóndi og oddviti á Rifkelsstöðum skipar þriðja sæti listans. Hann er einn af mestu atorkubændum héraðs- ins, svo sem jörð háns ber vitni um. Á síðari árum hafa honum verið falin mörg trúnaðarstörf fyrir sveit sína og hérað. Oddviti sveitar sinnar hefur hann verið um árabil og staðið í umfangs- miklum framkvæmdum fyrir hana, svo sem byggingu barna- skóla og félagsheimilis. Eyfirð- íngar kusu hann sem fulltrúa sinn á aðalfund Stéttarsambands bænda og til Búnaðarþings. í öllum opinberum störfum er hann trausíur maður og hrein- skiptinn og dugnaði hans er við brugðið. Það fer vel á því, að merkur bóndi skipti þriðja sæti á lista Framsóknarmanna í Norður- landskjördæmi eystra. — Vegna margvíslegra félagsstarfa og framkvæmdavilja, verður Garð- ar Halldcrsson óefað hinn nýt- asti fulltrúi fyrir írarnfarasinn- aða íbúa hins nýja, stóra kjör- dæmis. Ingvar Gíslason lcgfræðingur og erindreki Framsóknarflokks- ins á Akureyri skipar f jórða sæti listans — baráttusætið. — Hann fluttist til ¦ Akureyrar haustið 1957 og hefur verið erindreki flokksíns siðan og er nú formað- ur Framsóknarfélagsins á Akur- eyri. Framsóknarmenn kusu hann einum rómi til framboðs hér í síðustu kosningum og jók hann stórlega fylgi flokksins,. svo sem öllum er kunnugt, svo að felmtri sló á íhaldið. Hann er manna líklegastur til að efla fylgi flokksins enn að mun og verða fjcrði þingmaður Framsóknar- flokksins í kosningunum í haust. Ingvar Gíslason nýtur bæði trausts og vinsælda.Enda er hánn dugmikill hæfileikamaður, sem miklar vonir eru við bundnar á stjórnmálasviðinu. Jakob Frímannsson fram- kvæmdastjóra Kaupfélags Ey- firðinga þárf naumast að kynna Norðlendingum, svo kunnur er hann af óvenjulega farsælum störfum sínum, sem fram- kvæmdastjóri stærsta kaupfélags landsins og einn ágætastur sam- vinnumaður þessa lands. Við- skiptamál, svo og hvers konar framfaramál héraðs og bæjar hefur hann mjög látið til sín taka og borið gæfu til að sjá margan ávöxt af löngu og þrotlausu starfi á sviði samvinnumála og almennra félagsmála. Jakob Frí- mannsson er góðum gáfum gæddur, mikill málafylgjumaður, hefur óvenju mikla þekkingu á þýðingarmestu atvinnuvegum þjóðarinnar, hinu rriargþætta viðskiptalífi og nýtur hvarvetna trausts og vírðingar. Hann skip- ar fimmta sæti framboðslistans. Bjö'rn Stefánsson kennari í Olafsfirði skipar sjötta sætið. í Ólafsfirði hefur Björn starfað af miklum dugnaði að félagsmálum og haft þar forystu í ýmsum merkum framfaramálum. Hann er formaður Kaupfélags Ólafs- fjarðar. Valtýr Krisíjánsson bóndi og oddviti i Nesi í Fnjóskadal skip- ar sjöunda sæti á lista Fram- sóknarmanna. Hann er mála- fylgjumaður mikill, góður bóndi og fjölhæfur framkvæmdamaður. Þórhallur Björnsson kaupfé- lagsstjóri á Kópaskeri er alkunn- ur dugnaðar- og áhugamaður. Hann er formaður Framsóknar- félagsins, vestan heiðar. Edda Eiríksdóttir húsfreyja að Stokkahlöðum í Eyjafirði skipar níunda sætið. Hún er glæsilegur fulltrúi norðlenzkra kvenna, vel menntuð og góðum gáfum gædd. Hún er skólastjóri barnaskóla hreppsins. Teitur Björnsson bóndi á Brún í Reykjadal, sem er í tíunda sæti, situr af mikilli prýði nýbýli- það, sem faðir hans, Björn Sigtryggs- son, reisti, og rómað var á sínum tíma. Hann er mikill þátt- takandi í íélagslííi byggðar Eggert Ólafsson bóndi í Lax- árdal i N.-Þing. skipar ellefta sæti. Hann er formaður Kaup- félags Langnesinga, atorkusamur bóndi og mjög vel að sér um landbúnaðarmál. Bernharð Stefánsson alþingis- maður skipar tólfta sæti. Hann gaf ekki lengur kost á sér til þingsetu, en ekki þótti fram- boðslisti Framsóknarmanna vel skipaður án hans. Vikuaí iinn 48 þús. máf og tunnur Heildaraflinn 1.111.082 mál og tunnur Samkvæmt skýrslu Fiski- félagsins um helgina er heild- araflinn orðinn 1.111.082 mál og tunnur og skiptist hann þannig: í salt 216.166 uppsalt- aðar tunnur. í bræðslu 873.068 mál. í frystingu 21.848 upp- saltaðar tunnur. Lítill hluti síldveiðiflotans stundar enn síldveiðar. Þó varð aflinn 48.361 mál og tn. í síðustu viku og veiddist einkum 70 mílur austur af Seley og 50 mílur austur af Langanesi. Víðir II er aflahæsta skipið með rúmlega 19 þús. mál og tn. Snæfell er annað í röðinni með 16.463 mál og tn. og Jón Kjartansson þriðji með 15.668 rriál og tunnur. En 17 skip hafa fengið yfir 10 þús. mál og tunnur. Nokkur önnur aflahæstu skipin eru: Faxaborg, Hafnarfirði 14.843 Björgivn, Dalvík .... 13.819 Guðm. Þórðars., Gerð- um i..............13.230 Sigurður Bjarnas., Ak. 12.732 Arnfirðingur, Rvík .. 11.766 Hafórn, Hafnarfirði . . 11.527 Bjarmi, Dalvík ......11.298 Útflutningsverðmæti síldar- aflans er talið vera orðið um 170 milljónir króna. Meðalafli á bát (allt miðað við síðustu helgi) er 4.723 mál og tunnur og gefur sá afli um 26 þús. kr. hásetahlut. Á Víði II er hásethlutur orðinn um 100 þús. kr. Valtýr Kristjansson. Þórhallur Björnsson. Edda Eiríksdóttir. Teitur Björnsson. Eggert Ölafsson. Bernharð Stefánsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.