Dagur - 19.09.1959, Blaðsíða 2

Dagur - 19.09.1959, Blaðsíða 2
2 D A G U R Laugardaginn 19. sept. 1959 Norðurlandsmeistarar í knattspyrnu 1959. Hjálmar Stefánsson lengst til vinstri, Jón Stefánss., fyrirliði KA, lengst til h. (Ljósm.: M. G.). ♦ K. A. Norðurlandsmeistðri í knaffspyrnu HEIMA ER BEZT Septemberheftið af Heima er | bezt er komið út. Ritið flytur m. | a. frásögnina Veðurstöðin í Os- | fjöllum eftir Halldór Stefánsson, IÁ Urðarhlíð eftir Bergsvein Skúlason (niðurlag), Erfiður fiskiróður eftir Árna Árnason frá Grund, framhaldssögur, grein um Sigurð A. Magnússon eftir Matt- hías Jóhannessen. Þátt æsk- Duglegt lið frá Héraðssambandi S.-Þing, Knattspyrnumót Norðurlands fór að þessu sinni fram á Akur- eyri' dagana 11.—13. þ. m. Her- mann Sigtryggsson, form. KA, setti mótið. Hófust leikirnir á fcstudag kl. 4 og hvern dag voru Jeiknir tveir leikir. Mjög eríitt er að hafa svo stórt mót á svo skömmum tíma, en vegna gestanna var annað tæp- lega hægt. Síðustu daga keppn- innar voru leikmenn orðnir þreyttir. Þátttakendur voru frá Héraðs- sambandi Þingeyinga, Knatt- spyrnufélagi Siglufjarðar og Þór og KA á Akureyri. Knattspyrnufélag Akureyrar sigraði mótið að þessu sinni með nokkrum yfirburðum, enda er Jiðið nú óvenju heilsteypt og hef- ur á að skipa nokkrum ágætum einstaklingum, sem vel mundu sóma sér í landsliði, og má þar sérstaklega nefna Jakob Jakobs- son, Jón Stefánsson, fyrirliða KA, og Árni Sigurbjörnsson. Birgir Hermannsson og Einar Helgason voru mjög traustir í vörninni. — Liðsmenn annarra liða, sem stóðu sig með ágætum, voru t. d. Frið- leifur og Hjálmar í KS og Arn- grímur í HSÞ, og í Þór voru þeir mjög röskir Tryggvi og Stein- grímur. í leikslok fór fram verðlauna- afhending og vann KA bikar þann er KS gaf 1951, til eignar. Þá var Hjálmar Stefánsson, markmaður frá Siglufirði, heiðr- aður. Formaður KA afhenti hon- um heiðurspening frá KA, en undanfarið hefur Hjálmar verið í því félagi, eða þar til hann flutt- ist til Siglufjarðar í vor. ] Ollum leikmönnum var síðan boðið í kaffisamsæti á eftir og fluttu heimamenn og utanbæjar- menn ræður og í lokin hélt Ár- mann Dalmannsson, form. ÍBA, ræðu, þakkaði íþróttamönnum komuna til mótsins og starfs- mönnum fyrir framkvæmdina og ;sleit mótinu. Úrslit :leiIcjanrÉai uyðv'!þe!ssj: KA vann HSÞ 10 : 2. — Þór vann KS 4:1. — HSÞ vann KS 4:2. — KA vann Þór 9:3. — KA vann KS 5 : 1. f Knattspyrnuflokkur íþróttafélagsins Þór. — (Ljósmynd: M. G.). Stig: KA .... Þór . . . . HSÞ . . , .... 2 stig KS Knanspyrnuflokkur Héraðssambands Þingeyinga. (Ljósm.: E. D.). Norðurlandsmeistarar frá 1950: 1950 .. . . Þór 1951 .. . . Þór 1952 .. . . Knattsp.fél. Sigluf. 1953 .. . . Þór 1954 .. .. KA 1955 .. .. KA 1956 . . . . KA 1957 . . . . KA 1958 .. . . KA 1959 .. .. KA Ármann Dalmannsson, formaður ÍBA, afhendir fyrirliða KA, Jóni Stefánssyni, vcrðlaunabikarinn til eignar. — (Ljósinynd,; IVL. (þ)i Vðxandi sundmennf ÁÍofeyringa Sundmót Akureyrar var haJdið dagana 9. og 10. þ. m. Keppendur voru frá Akureyrarfélögunum, KA og Þór. Þátttaka var alJgóð iög árangur var eftirtektarverður jí mörgum greinum. Sérstaka at- hygli vakti kornungur sundmað- ur, Oli Jóhannsson, 13 ára, en hann sigraði í 50 m. skriðsundi og náði 2. sæti bæði í 100 og 400 m. sundi. Sigrún Vignisdóttir, sem er aðeins 11 ára, hefur strax ,! sínum fyrstu sundkeppnum náð 'fuíðumiklum þj'aðg; þg Vþrgþú Hihar þekktu sundkoriur,*Helga Haraldsdóttir og Rósa Pálsdóttir, bæta enn tíma sína og náði Rósa nú sínum langbezta tíma í 100 m. skriðsundi eftir mikla hörku í endaspretti. Met Helgu í bak- sundi er mjög gott, þegar tekið er tillit til þess, að þetta er hennar fyrsta keppni í þeirri grein, en tímar hennar í bringusundunum eru aðeins sekúndubrotum lakari en gildandi Akureyrarmet. — Mót þetta var vel undirbúið af ' -- ■ ; • ! Sundráði Akureyrar og gekk það liðlega. Prentuð leikskrá var nú gefin út og er það ánaégjúlég ný- lunda, sem sjálfsagt þótt-i þó á fyrri árum sundsins. Að þessu; sinni var óvenjumargt um áhorf-- endur, sem hvöttu keppendur* óspart, og er-~það—sundfólkinu ómetanlegur styrkur að finna áhuga fólksins fyrir íþróttinni. Helztu úrslit mótsins urðu sem hér segir: 50 m. skriðsund kvenna: 1. Erla Hólmsteinsdóttir Þór 36,5 2. Rósa Pálsdóttir KA 36,8 200 m. bringusund kvcnna: 1. Helga Haraldsdóttir KA 3.23,1 2. Sigrún Vignisdóttir KA 3.45,7 50 m. skriðsund telpna: 1. Rósa Pálsdóttir KA 37,4 2. Auður Friðgeirsdóttir KA 40,2 100 m. skriðsund kvenna: 1. Rósa Pálsdóttir KA 1.23,6 2. Erla Hólmgeirsdóttir Þór 1.26,1 Framhalcl ú 7. síðu. Sundkonur á Sundmóti Akureyrar 1959 Aftasta röð: Erla Hólmsteinsdóttif, Halldóra, Helga — Miðröð: Knattspyrnufélag Siglufjarðar — (Ljósmynd: E. D.). unnar eftir Stefán Jónsson o. fl. Rósa, Guðný, Súsanna. — Fremsta r.: Auður, Sigrún, Erla M., Alma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.