Dagur - 23.09.1959, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist
hér í kringum okkur.
Kaupið Dag. — Sími 1166.
DAGUR
kemur næst út miðviku-
daginn 30. september.
XLII. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 23. septembcr 1959
50. tbl.
Flugfélag íslands heíur í sumar flutt marga Islendinga snögga ferð til Grænlands. Hér er grænlenzk
mynd, sem skýrir sig sjálf, tekin af Snorra Snorrasyni.
Mannaskipfi við Útibú Búnaðarbankans á Akureyri
Bernharð Stefánsson alþingis-
maður hefur nú látið af banka-
stjórastarfi við Útibú Búnaðar-
bankans á Akureyri fyrir aldurs
sakir. Elías Tómasson hefur
einnig fengið lausn frá gjaldkera-
störfum (hann er 65 ára). Stein-
grímur Bernharðsson hefur verið
skipaður bankasljóri og Jóhann
Helgason frá Þórustöðum gjald-
keri.
Steingrímur Bernharðsson er
frrtugur að aldri. Hann tók gagn-
fræðapróf árið 1937 og kennara-
próf 1940, var um tíma sjúkling-
úr á Kristneshæli, en náði fullri
heilsu og hefur verið skólastjóri
barna- og unglingaskólans á
Dalvík síðastliðin 13 ár. Hann
hefur á sumrin oft starfað í Bún-
aðarbankanum og tvívegis verið
þar settur bankastjóri í veikinda-
Yið gefum senf 7 menn á þing
Nýlega var sú ábending hér í blaðinu, að kjósendur í Norð-
urlandskjördæmi eystra gaetu sent 7 memi á þing, með því að
kjósa 4 Framsóknarmenn. Skal þetta nú rökstutt nánar og
þá að sjálfsögðu miðað við úrslit síðustu alþingiskosninga. En
þá lítur dæmið þannig út:
Framsóknarflokkurinn þarf að vinna 71 atkvæði frá AI-
þýðubandalaginu til að ná þingsæti þaðan (aðrar tölur
óbreyttar).
Alþýðubandalagið fengi þá 1191 aíkv., eða 12,42%, og
rayndi efsti maður þess hljóta uppbótarþingsæti, fjórða sæti
þess flokks á næst hæstu hlutfallstblu í stað efsta manns á
Norðurlandi vestra.
Framsóknarflokkurinn þarf að vmna 185 atkvæði frá Sjálf-
stæðisflokknmn til að ná öðru sæti Sjálfstæðismanna (miðað
er við að aðrar tölur séu óbreyttar). Sjálfstæðisflokkurihn
fengi þá 2436 atkv. Anuar maður listans fengi þá 1218 atkv.,
eða 12,71% gildra atkvæða. í kjördæminu, og myndi fá upp-
bótarþingsæti, annað sæti flokksins á hæstu hlutfallstölu hans
í stað 3ja manns Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi
vcstra.
Efsti maður a Iista Alþýðuflokksins myndi halda sínu upp-
bótarsæti, sem 3ja sæti flokksins á aðra hæstu íölu, að
Reykjavík frátekinni, þar sem annar maður í Reykjaneskjör-
dæmi vinnur á hæstri hlutfallstölu. Alþýðuflokkurinn héldi
sínum manni fyrir öðrum Alþýðuflokksmönnum í öðrum kjör-
dæmum, þó að hann tapaði 160 atkvæðum.
Af þcssu er Ijóst, að með kosningu fjórða manns á lista
Framsóknarmanna, lngvars Gíslasonar, geta kjósendur í
Norðurlandskjördæmi eystra bætt við sig því þingsæti, sem
þríflokkarnir sviptu þennan landshluta með ákvörðun sinni
um 6 þingmenn í stað 7, svo sem réttlátt var.
>7
1
forföllum og í sumarfríum fastra
starfsmanna.
Steingrúnur Bcrnharðsson.
Jóhann Helgason var áður
skrifstofumaður hjá Kaupfélagi
Eyfirðinga, en var þó gjaldkeri
bankans í fyrra og nú í sumar
settur gjaldkeri. Hins bezta er að
vænta af hinum nýju starfs-
mönnum.
Firamtíii krónu veltan
Þeir sem hafa fengið veltu-
áskoranir, og taka þeim, eru
vinsamlegast beðnir um að
Icggja sitt fram til þess að
velían renni áfram enn um
sinn. — Skrifstofa Framsókn-
arflokksins, Goðafossi, tekur á
nióti 50 kr. seðlinum og kemur
frekari áskorunum á framfæri.
Gengur á gef in loforð og staðf estir svik
sín rneð lögom um kauplækkun bænda
Ríkisstjórn Alþýðuflokksins og
Sjálfstæðisfiokksins gaí síðasta
laugardag út bráðabirgðalög um
verðlag landbúnaðarafurða.
_ Tildrög málsins eru þessi:
Sú 6 manna nefnd, sem skipuð
er að jöfnu fra framleiðendum og
neytendum, varð ekki á eitt sátt
um verðlagsgrundvöll landbún-
aðarvara nú í háust. Samkvæmt
lögum ber að leggja ágreinings-
efni, ef einhver verða, fyrir eins
konar gerðardóm, sem skipaður
er sínum fulltrúa frá hvorum að-
ila, neytendum og framleiðend-
um og hagstofustjóra, sem odda-
manni.
Þegar ágreiningur varð, var
skylt að leggja málið fyrir gerð-
ardóminn. En það var ekki gert.
Fulltrúar neytenda neituðu að
tilnefna mann í gerðardóminn,
ríkisstjórnin vék sér undan að
sjá til þess að svo yrði gert, en
gaf í þess stað út bráðabirgðalög'
um verðlag landbúnaðarafurða,
og hafa þau þegar verið birt.
Lög þessi mæla fyrir um, að
Iandbúnaðarvörur skuli ekki
hækka, þrátt fyrir þau loforð í
vetur, er gengið var freklega á
rétt bænda, að það skyldi leið-
rétt nú í haust. Og þrátt fyrir þá
staðreynd einnig, og viðurkenn-
ingu stjórnmálaflokkanna, að
landbúnaðarvórur þyrftu að
hækka í verði um 3,18% til þess
að bændur hefðu hliðstæðar
tekjur og aðrar stéttir, lögleiðir
stjórn Alþýðu- og Sjálfstæðis-
flokksins þau gerræðisfullu svik
er fela í sér réttarskerðingu
bændastéttinni til handa.
Með þessu gerir hin glappasæla
ríkisstjórn sig seka um margs
konar óhæfu. Hún níðist á einni
stétt landsins með því að gera
henni lægri tekjur en öðrum
sambærilegum stéttum þjóðfé-
lagsins, og bindur þetta með lög-
um. Ríkisstjórnin lögbýður með
þessu atferli réttleysi heillar
stéttar. Hún sviftir bændastétt-
ina þeim rétti, sem verðlagskafli
f ramleiðsluráðslaganna veitti
bændum og gerir þá að réttlausri
stétt um tekjur sínar, á sama
tíma pg aðrar stéttir þjóðfélags-
ins hafa lausa samninga og verk-
fallsrétt sinn óskertan. Hin nýju
bráðabirgðalög eru í raun réttri
lögboðin kúgun, og er hótun um
afnám á almennu réttaröryggi
allra stétta þjóðfélagsins.
Afsökun stjórnarinnar er nú,
að með þessari aðferð verði helzt
afstýrt verkföllum — að með því
að níðast á einni stétt verði öðru
haldið í skefjum.
Réttarfar af þessu tagi ætti að
tilheyra liðinni tíð. Það samrým-
ist engum réttlætishugmyndum
lengur, að hengja heiðvirða borg-
ara á torginu öðrum til viðvör-
unar. Það er ekki sæmilegt dóms
málaráðherra að gefa slíku rétt-
arfari undir fótinn.
Hlutur Sjálfstæðisflokksins,
sem bjó til núverandi rík-
isstjórn, styður hana í orði og
verki og ber á henni alla ábyrgð,
er hinn hörmulegasti.
Á meðan samningar stóðu yfir
lék hann tveim skjöldum.
Sjálfstæðismaðurinn í hópi
neytenda í verðlagsnefndinni bar
fram krófur um að aíurðaverð
ætti að lækka. Sjálfstæðismaður-
inn í hópi framleiðenda krafðist
hækkunar afurðaverðs — allt
eftir tilskipan Sjálfstæðisflokks-
ins.
Síðan lét Sjálfstæðisfl. og Al-
þýðufl. í ríkisstjórn gefa út bráða
birgðalög, sem staðfestu svikin
við bændur.
Þar á eftir gaf svo Sjálfstæðis-
flokkurinn út tvær yfirlýsingar,
þar sem hann (af hræðslu við
Framhald á 7. slðú.
Nýjasta austur-þýzka togskipið á Ak.
Stcingrímur trölli, ST 2, nýjasta austur-þýzka togskipið kom hér
að bryggju í gær. — Ljósmynd: E. D.).