Dagur - 07.10.1959, Blaðsíða 2

Dagur - 07.10.1959, Blaðsíða 2
DAGUR Miðvikudaginn 7. október 1959 Stolið málverkum Morgun nokkurn í seinni hluta september síðastliðnum úði og grúði af listfræðingum og lög- reglumönnum á listasafninu í Toronto í Kanada. Sex dýr og fræg málverk voru horfin úr safninu. Þeim hafði verið stolið um nóttina. Málverk þessi voru eftir fræga meistara, tvö eftir Frans Hals, tvö eftir Rembrandt, eitt eftir Renoir og eitt eftir Rubens. — Áætlað verð þeirra er samtals 640 þús. dollarar. Þetta er einn mesti listaverkaþjófnaður á seinni árum og vekur því nær eins mikla athygli og hvarf Mónu Lísu, eftir Leonardo da Vinci, úr listasafninu í Louvre árið 1911. Hve margir voru þjófarnir, hvernig komust þeir inn, og hverjir voru þeir? Því hefur enn ekki verið svarað. Ekki vita menn heldur, hvernig þeir kom- ust út. En víst er um það, að þjófarnir hafa kunnað sitt hand- verk, því að bjöllurnar í örygg- iskerfinu, sem koma á upp um óboðna gesti, létu aldrei til sín heyra. Helzt er hallazt að því, að þjófarnir hafi komið fyrir lokun daginn áður og tekizt að verða eftir í salarkynnunum, er safn- verðir og aðrir starfsmenn fóru um kvöldið. Finnast málverkin aftur? Það er engan veginn víst. Þjófnaður listaverka gengur stundum alltof vel, og þýfið finnst ekki alltaf. Það var verkamaðurinn Vincenzo Peruggia, sem stal Mónu Lísu í Louvre um hábjart- an dag, en sú mynd er talin 1 miUj. dollara virði. Hann skar hana úr rammanum, tróð henni undir skyrtuna og labbaði út. — Myndin náðist aftur 2 árum seinna einungis af því, að Peruggia reyndi að selja hana heiðvirðum listaverkasala í Flór- ens. Þrem^.^l.d.urp £$U£ W"% her7 toginn af f5VÍbáena svo hrifihh aí mynd eftir Coreggio af Maríu Guðsmóður, að hann lét stela henni úr kirkjunni í Albinea. — Þetta málverk hefur aldrei kom- ið í leitirnar aftur. Árið 1876 hvarf úr salarkynn- - Bankastjórinn og___ Framhald af 1. siðu. minni frystihúsum, sem börðust í bökkum, kleift að taka þennan afla til vinnslu af sjómönnum og útvegsmönnum. Menn vita það vel við sjávarsíðuna, ekki sízt hér á Norðurlandi, hvaða afleið- jngar það hefði, ef ekki væri hægt að gera verð úr ýsunni eða smáfiskinum, sem oft veiðist mikið af hér um slóðir. Þetta var Framsóknarmönnum vel Ijóst, þegar þeir beittu sér fyrir smá- fisks- og ýsu-uppbótum. Þessi ráðstöfun hefur drýgt gjaldeyrisöflun landsmanna til mikilla muna og komið í veg fyr- ir vandræði í mörgum sjávar- plássum. Framsóknarmenn geta vel við það unað, að ýsan er við þá kennd, hvaða skoðun sem bankastjórinn hefur haft á því rnáh. um listaverkasala nokkurs í Lon- don málverk eftir Gains- borough af hertogafrúnni af Devonshire. Það kom ekki í leit- irnar fyrr en eftir 25 ár, en þá var það maður, sem eitt sinn hafði verið fjárhættuspilari í Chicago, sem skilaði því gegn verðlaunum. Lítil mynd eftir Rouault, Skurðlæknirinn, hvarf 1955 úr þessu sama safni í Toronto, sem áður er getið, og það málverk hefur enn ekki fundizt. Málverk- inu eftir Rubens, sem stolið var um daginn, var einnig stolið fyr- ir 5 árum, en þá brást ekki ör- yggiskerfið, bjöllurnar hringdu, og þjófurinn kastaði málverkinu frá sér á flóttanum um skemmti- gerð í grenndinni. Hér áður fyrr var auðvelt að selja stolin málverk ríkum aðals- mönnum, en nú er slíkt ekki auðvelt lengur. Myndir af stoln- um málverkum- eru sendar til lögreglunnar um allan heim, svo að það er hættulegt að hafa þau í fórum sínum. Fræg og dýr málverk eru ætíð tryggð fyrir mikið fé, og því er helzt gizkað á, að þjófarnir ætli að bíða í þetta sinn, þar til tryggingarfélögin fara að heita verðlaunum fyrir að skila málverkunum. Þá er ekki ólíklegt að einhver „finni" þessi- málverk og hljóti rífleg fundarlaun. „ÞUSUNDIR Á BEIT" &&&*>¦ Þessi mynd mun þuría nokkurr- ar skýringar við. Litlu, svörtu blettirnir eru færilýs og grunn- urinn sauðargæra. — Ofurlítið hefur á því borið, að fé af ein- staka bæjum er krökkt af færi- lús, svo krökkt, að tæpast getur verið um annað að ræða, en að böðun hafi ekki verið fram- kvæmd, svo sem þó er skylt samkvæmt lögum. Valdemar Björnsson flutti snjallt erindi Erindi Valdemar Björnssonar, sem áður var minnst á, vakti mikla athygli og hrifningu hinna fjólmörgu áheyrenda hans að Hótel KEA á föstudaginn. ^¦¦¦¦¦¦HÉHHHÉHHÍÍÍ Valdemar Björnsson. Erindi sitt nefndi hann: „Það er svo bágt að standa í stað." — Kom hann víða við í ræðu sinni og ræddi m. a. um þjóðarbrotið vestra og viðhorf þess til gamla landsins og bandarísku þjóðina yfirleitt. Hann hvatti til aukinna samskipta íslendinga austan hafs og vestan. Börn og dráttarvéíar Um þetta hafa oft birzt fréttir í DEGI, frásagnir af slysum og aðvaranir. Fyrir skömmu urðu all miklar umræður í norska Stórþinginu, er svarað var nokkrum. fyrirspurnum • þessu viðvíkjandi. í Noregi er lág- marks aldur unglihga til . að" stjórna dráttarvélum 16 ár, og þó því þá aðeins, að skilyrði öll séu talin nægilega góð: frágang- ur, varnir, lendi o. s. frv.. Ann- ars eru aldurstakmörkin 18 ar. Flest traktorslys í Noregi eru talin stafa af því, að vélin er reist of mikið eða veltur í bratta eða á ósléttu. Var skývt all náið frá þéssu' í'sV.örunr <við- fyr'rr- spurnum þessum i þinginu. Er nú unnið að því að herða skrásetn- ingarskyldu um traktorkeyrslu. Var upplýst í þinginu, að 1957 hefðu 10 börn farizt í traktor- slysum, en aftur á móti aðeins 5 í fyrra. Og girða verður alger- lega fyrir öll slík slys. Hér verð- ur að beita sömu ráðum sem við umferðaslysin. Hér duga ekki reglur tómar og lagaákvæði. Hér er þörf á fræðslu og eftirliti með, að reglunum sé fylgt. Er nú í ráði að herða á reglunum um ábyrgð og eftirlit með dráttar- vélanotkun. - Viðtal við Garðar Halldórsson Framhald af 8. siðu. urbyggja mikið af eldri veg- unum, sem gerðir voru með handverkfærum. Landbúnaður- inn í dag kemst ekki aí án dag- legra samgangna, a. m. k. þar sem mjólkurramleiðsla er. — Til þess að draga úr og helzt fyr- irbyggja snjóruðninga af vegun- um á vetrum, þarf að hækka þá. Það er betra að verja vegafénu í viðgerðir á vegunum en snjó- ruðninga. Það þarf að leggja kapp á að hraða rafvæðingunni. Og rafvæðingin á að byggjast á vatnsafli, þar sem unnt er að koma því við vegna fjarlægða. Þeir, sem ekki geta notið raf- magns frá samveitum, eíga að fá sambærilega aðstoð og fyrir- Frá kosníngaskrífsfofiinni Framsóknarmenn og aðrir stuðningsmenn B-LISTANS eru minntir á að kjósa sem fyrst, ef þeir verða ekki á kjörstað á kjördegi. — Hér á Akureyri fer utankjör- fundaratkvæðagreiðsla fram hjá bæjarfógeta alla virka daga, nema laugardag, frá kl. 9-12, 13-16.30 og 20.00- 22.00. Á lugardögum kl. 9-12 og 16-18 og á sunnudögum kl. 13—15. Símar Framsóknarskrifstofunnar eru 1443 og 2406 - Perlan á Eyjafirðinum Framhald af 8. siðu. Þarna vantar því þjónustuna af hendi kaupmanna, þá þjónustu að gefa fólkinu frjálst val milli verzlunarforma. íbúar eyjarinnar eru nú 260 og fer fjölgandi. Flestir voru þeir 360 og mun það hafa verið um eða eftir árið 1930. Hríseyingar byggðu kirkju fyrir allmörgum árum og þar er nú prestur. Tvær jarðir — tvö sjónarmið. Lengi voru aðeins tvær bú- jarðir í Hrísey, Yztibær og Syðstibær. í landi Syðstabæjar er byggðin öll. Það land á hrepp- .urinn. En Yztibær mun seldur reykvískum manni, Hríseyingi í ættir fram, sem ætlar að klæða landið skógi. Er það að vísu fög- 'ur hugmynd. en ekki er víst að sauðíjárbændum þyki sú þróun æskileg. Skógræktin og sauð- fjárræktin elda löngum grátt silfur og virðist erfitt að sam- ræma þær að fullu, þótt víða sé nágrenni gott í þessum cfnum og hafi lengi verið. ., • i . . ¦ Y' - .* '. • ,' ' ' .'< ? Hríseyjarferjan. Hríseyjarferjan gengur daglega „milli lands og eyjar" og heldur uppi stöðugum samgöngum, í sambandi við áætlunarferðir bif- reiða. Hana smíðuðu Hríseyingar sjálfir og ber hún þess vitni, að þar hefur sjómennskan, ásamt hagleik á tré, unnið saman af miklum trúleik. Ævintýrin enn við lýði. Fyrr var þess getið í greininni, að ævintýrum hafi fækkað í Hrisey með breyttum sildar- göngum. En þau eru þó ekki úr sögunni. Til dæmis hefur eyjan verið rafvædd. En hverjum skyldi hafa dottið það í hug fyrir örfáum áratugum, að hið fagra- fiska- og fugla- vatn, Mývatn í Suður-Þingeyjar- sýslu, ætti eftir að verða ljós- og aflgjafi Hríseyinga? Líklega fá- um. Þó hefur þetta gerzt og er meðal ævintýra nútímans og eitt hið fegursta. Hina myrku vetrarmánuði er byggðin íHrísey uppljómuð af sterkum rafljósum. Þá glitrar perla íjarðarins. greiðslu við kaup á dieselvélum, annars staðar eiga þær tæplega rétt á sér til frambúðar. Við sjávarsíðuna þarf víða að endurbæta og byggja hafnir, auka skipastólinn og aðstöðu til að hagnýta aflann. Það er næst- um furðulegt hve mikil útflutn- ingsverðmæti kemur frá tiltölu- lega fámennum sjávarþorpum, þrátt fyrir víða mjög ófullkomna aðstöðu og takmarkaðan skipa- og bátakost. Á Akureyri þarf að stórauka iðnaðinn og fjölga togurum. — Reynslan er búin að staðfesta, að togaraútgerð frá Akureyri er ekki síður arðvænleg en frá ýmsum öðrum stöðum á landinu. Bygging dráttarbrautar fyrir togara er aðkallandi. í þessu kjördæmi er næstum ótakmörkuð orka í fallvötnum og jarðhita. Vonir standa til að það reynist hagkvæmt að vinna hin verðmætu efni sem fundin eru í kísilleirnum í Mývatni og jarð- gufu á hverasvæðunum. Væri þar með fengin undirstaða stór- iðju í þessum landshluta. Hvað segirðu um bráðabirgða- lögin nýju? Þau eru einstakt obeldisverk í íslenzkri stjórnmálasögu. Aldrei fyrr hefur neinni stétt verið sýnt slíkt ofbeldi, að afnema með bráðabirgðalögum lagalegan við- urkenndan samningsrétt um kaup sitt og kjör. Slíkan verknað hljóta ailar stéttir að fordæma s'vo kröftug-' lega, að þetta verði stjórnarvöld- um landsins til Viðvb'ru'há'r' etir- - leiðis. Hefur þú ferðast'iriikið um kjördæmið. J Nei, því miðuvT of lítið. Þegar; kjördæmið er orðið svona stórt, hefði ekki veitt af að vei'ja löng- um tíma í ferðalög, til þess að kynnast fólkinu og ástæðum þe'ss bg' áhúgamálum, Eg skrapp að vísu austur í Þingeyjarsýslur nýlega, en hafði alltof nauman tíma. Þó kynntist eg mönnum og málefnum ofur- lítið, þótt stutt væri staðið við á ¦ hverjum stað. Víða eru framlíð- armöguleikar nær ótakmarkaðir. En hér verður engin ferðasaga sögð, segir Garðar að lokum og lítur á klukkuna. Um leið og blaðið þakkar við- talið, óskar það þess, að sem flest þingmannsefni hafi eins mikinn áhuga fyrir ramtíðarmál- um Norðurlands, og sé eins ús til þess og hann, að vinna að fram- gangi þeirra. Flogið milli Fagurhóls- mýrar og Akureyrar Á sunnudaginn kom Sólfaxi hingað til Akureyrar frá Fagur- hólsmýri, hlaðinn ull og húðum. Héðan lutti hann svo 7 tonn af síldarmjöli frá Krossanesi. Er: þetta í fyrsta sinni að beinir vöruflutningar milli Fagurhóls- mýrar og Akureyrar fara fram í lofti og verður e. t. v. framhald á þeim. Flugstjóri Sólfaxa á sunnu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.