Dagur - 07.10.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 07.10.1959, Blaðsíða 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 7. október 1959 Sk» ifst.if;i i HaltiaiMni'tt !)() — Síini i Htli IHTSTjÓRl; F. R L í \ (; 11 R I) V V f 1» s s o x A ut»l < s-ingiisl jm >: JÓN SAMÍEl.SSON Argangurtnn- kotnar kr. 75.00 KlaííiA kctitut út á miOs ikttdíii'ttm og fmigttrdögnn). þcgar efiii stantla til f.j.tltlilagi <t 1. juli ]>l(C.N,n r.ltK (»I)1)S HJÖKNSSONAR H.í. Margir miinu gefa aðvörun i haustkosningunum DAGUR HEFUR ÁÐUR BÍRT nokkrar tölur, sem sýna hvernig haustkosningarnar myndu fara í Norðurlandskjördæmi eystra ef fylgi flokkanna yrði óbreytt fi'á því í vor. Blöð andstæðinganna hafa gert úlfaþyt út af þessu, af því að þar kem- ur glöggt í Ijós, að Framsóknarflokkurinn þarf ekki að bæta við sig miklu atkvæðamagni til að koma fjórum mönnum á þing. En það liggur ljóst fyrir, að nái fjórir Framsóknarflokksmenn kosn- ingu, hlýtur annar hvor að falla, Magnús eða BjÖrn. En hvor þeirra sem félli fyrir fjórða manni á lista Fi’amsóknar, kæmist hann á þing þrátt fyrir það sem uppbótarmaður. En við það hlyti kjördæmið 1 þingmanni fleira. — Og með þessu móti hafa alþingiskjósendur það á valdi sínu að bæta sér upp það herfilega misrétti, að þetta kjördæmi var svift réttmætri þingmannatölu við setningu laga um kjördæmabreytinguna. AUÐVITAÐ VEIT ENGINN með neinni. vissu, hvernig átkvæði falla í haust. En eins og oft áður, velta menn síðustu kosningatölum fyrir sér og draga af þeim ályktanir. Yfirleitt gera. menn ekki ráð fyrir stórfelldum breytingum á fylgi stjórn- málaflokkanna á fjórum mánuðum. En engum dettur þó í hug, að tölurnar frá 28. júní í vor verði alveg óbreyttar í haust. Það er engin gerbreyting þó að Sjálfstæðisflokkurinn, sem fékk rúmlega 2600 atkvæði í vor, tapi 185 atkvæðum og ekki heldur þótt Alþýðubandalagið, sem hlaut um 1260 atkvæði, tapi 71 atkv. Þessir flokk.ar hafa nefnilega sitt hvað á samvizkunni, sem kjósend- um er kunnugt. Sjálfstæðisflokkurinn lék marga fyrrverandi fylgismenn sína grátt í kjördæma- málinu. Hann neitaði að bera séi-staklega undir kjósendur, hvort þeir væru fylgjendur kjördæma byltingarinnar einnar út af fyrir sig. Bráðabirgða- lögin, sem stjórn hans stendur að og ber ábyrgð á, kom illa við marga. Kunnugir menn í Alþýðu- bandalaginu eru berir að makki við íhaldið í Reykjavík og hafa meira í huga af því tagi. Það væri líklegt, að margir Alþýðubandalagsmenn, sem vilja vinstri stjórn í landinu, hefðu fullanhug á, að koma aðvörun á framfæri í kosningunum menn hljóti kosningu, hvorki stórfelld eða undarleg. Og hlut- aðeigendur verða auðvitað að sætta sig við, að allt þetta beri á góma þegar á annað borð er rætt um næstu kosningar. JÓNAS JÓNSS0N FRA HRIFLU: Skáldavika á Akureyri Um ver/lunarmannahelgina í sumar var mikið um gesti til Ak- ureyrar og Eyjafjarðar, ekki sí/t frá höfuðstaðnum. Var það þá auðséð, að Akureyri er að iærast í aukana sem ferðamannabær, eins og almennt hefur verið búi/.t við. Forstiiðumenn verzlunarmanna- hátíðarinnar í Reykjavík höfðu að vonum mtirg skemmtiatriði. Eitt af þeim var að láta nokkra snjalla leikara lesa kvæði Matthíasar um Skúla fógeta 1 útvarpið. Þessi upp- -i-íi: . Jónas Jónsson frá Hriílu. léstur var einhver bezti skennnti- þáttur þessara hátíðisdaga" að því er útvarpið snertir. Kvæði Matt- hiasar var vissulega orð í tíma tal- að á þessum liátiðisdegi, enda frá- bærlega vel lesið. Nú er það þjóðkunnugt, að tvö áhugamannafélög á Akureyri háfa beitt sér fyrir að heiðra sérstaklega t\ö þjóðskáld, sem tengd eru við bæinti. Annað er Nonni, Eyfirð- ingur og Akttreyringur. I-fitt er Matthías jochumsSon. Hann dvaldi síðari hluta starfsævi sinnar á Ak- ureyri, sem skáld og prestur. Nonnafélagið • • hefur nú eignast hús skáldsins, og komið þar fyrir tiltölulega fullkomnu minnínga- safni. Er talið að Nonnafélagið og menntamálaráð vinni saman að því að fáta gera vandaða styttu af skáldinu, óg verði hún reist við hús hans. Matthíasarfélagið hefur fyrir sitt lcyti fest kaup á aðalhæð Matthíasarhússins, Sigurhæðum, og ætlar að.eignast allt húsið til að getá eignast þar fullkomið Matthí- asarsafn, en jxað getur tekið nokk- urn tíma og er ekki um það að sakast. Víða þarf að koma við, en fylgi málsins er nú orðið mikið. Matthíasarfélagið liefur á að skipa mörgum áhugamönnum bæði í Ak- ureyrarbæ og víðar. Þeir hafa á síðustu misserum veitt félaginu mikilsverðan stuðning. Akureyrar- •bær, ríkið og Kaupfélag Eyfirð- inga hafa tekið hér mannlega á málum og af skilningi, og mun meir á eftir fara. Þarf ekki að efast um, að innan fárra missera verða til á Akureyri tvö myndarfeg minn- ingasöfn um þessi góðfrægu þjóð- skáld. í þéssu sambandi er gott að minnast þess, að Juiðja þjóðskáld- ið,: og:. það ástsælasta meðal þjóð- arinnar, er nú búsétt á Akureyri, og býr í sínu eigin húsi. Er nauð- synlegt að. tryggja sér hús Jxess og innbú í tíma, því að með því feng- ist hið fullkomnasta minjasafn sem yfirleitt er hægt að hugsa sér. Ntj er viðurkennt,. að megintil- gangur slíkra minningasaflta. sé að auka skilning alþjóðar á skáld- skap Jxeirra og sígildum andlegum auði í verkurn snillingánna. Verzl- unarmenn í Reykjavík sóttu til Akureyrar skáldleg álirif til hátíða- halda. Þá kom mér til hugar, að aftur mætti hiiggva í þann kné- riinn. Þaff gæti komið til mála, að skáldafélögin tvö á Akureyri og stuðningsmenn þeirra efndu til skáldaviku á Akureyri, hvert sinn jxegar mest er Jxar um gestakomu og sumarleyfishugtir bæði í heima- möHiium' og aðkomufólki. Þá væri hugsanlegt að hafa í nokkur kvöld vakningarviku í Mátthíasarkirkju. Skáldavikunni yrði skipt jafnt milli Nonna og Matthiasar. Listamenn færu rueð valda kafla úr ljóðum jjeirra og skáldritum. Af miklu er að taka hjá báðuni. Óhætt er að fullyrða, að hægt væri að hakla þessi skáldakvöld í heila öld, án þess að endurtaka efni úr arffeifð Jxeirra Snillinganna. Eg vænti að á- hugamenn á Akureyri athugi, hvort jxessi skáldavika gæti ekki orðið varanlegur merkisþáttur í menn- ingarlífi hins norðlenzka höfuð- staðar. Friðjón nær ekki kosningu, en ; nú í haust. | Bráðabirgðalögin um verð á landbúnaðarvör- | um ættu að vara menn við Sjálfstæðisflokknum j eins og hættumerki á háskaleið. Sjálfstæðisflokk- i urinn leikur þar tveimur skjöldum á blygðunar- I lausari hátt en oftast áður. Sjálfur forsætisráð- j herra hefur lýst því yfir, að Sjálfstæðisflokknum ! hafi ekki aðeins verið kunnugt um bráðabirgða- lögin, áður en jiau voru gefin út, heldur hafi ver- ið haft um þau svofellt samráð: Alþýðuflokks- stjórnin skyldi auðvitað gefa lögin út, Sjálfstæð- I isflokkurinn mótmæla þeim heiftarlega, en styðja | stjórnina eftir sem áður, og taka þannig á sig ! ábyrgðina. Allir sjá og skilja þennan loddaraleik. j Bændur mótmæla og aðrar stéttir fordæma að- j ferðina. | KOSNINGARNAR í vor sýndu glögglega, að ! Fi'amsóknarflokkurinn er vaxandi flokkur. Þáð er i meira en hægt að segja um hina flokkana. Með I tilliti til alls þessa, væri sú breyting á kosninga- i tölum, sem til þess þyrfti að fjórir Framsóknar- Alþýðuflokkurinn er að reyna að telja mönnum trú um, að Friðjón Skarphéðinsson sé í baráttusæti. Samkvæmt kosn- ingatölu sl. vor hafði Alþýðu- flokkurinn ekki nema tvo þriðju hluta af því atkvæðamagni, sem þyrfti til að fá einn mann kjör- inn hér í kjördæminu. Kosning Friðjóns kemur því ekki til greina. Hins vegar gefa sömu kosningatölur til kynna, að Frið- jón sé öruggur í uppbótarsæti fyrir Alþýðuflokkinnn, og það eins þó að flokkurinn fengi allt að 160 atkvæðum færra en í vov. Ætla má, að þeir 160 kjósendur, sem hér er um að ræða, gætu, Friðjóni að skaðlausu kosið B- listann, lista Framsóknarfl., og þannig hjálpað til að fjölga þeim frambjóðendum, sem á þing fara úr kjördæminu. Má vera, að einhverjir þeirra manna minnist þess, að Framsóknar- menn á Akureyri komu Friðjóni á þing vorið 1956 og sýndu hon- um fullan trúnað. Kjósendur, sem fylgt hafa Alþýðuflokknum að málum, en eru hins vegar sannir íhalds- andstæðingar, munu einnig hug- leiða, hvort þeir vilja í raun og veru leggja fylgi flokks síns að fótum Sjálfstæðisflokksins. Ef þeir óska þess, geta þeir hrein- lega kosið íhaldið. Séu þeir hins vegar íhaldsandstæðingar, ætttu þeir að styðja þann stjórnmála- flokk, sem það telur höfuðand- stæðing sinn, Framsóknarflokk- inn. ÞANKAR OG ÞYÐINGAR NÝTT. Komnir eru á markað í Bandaríkjunum gluggar, sem hægt er að opna með því að styðja á hnapp og loka með því að kippa í snúru. Þverfetið kostar um 3 dollara. ADAMS FÆR ARF. John Adams, enski læknirinn, sem fyrir fáum árum var ákærður fyrir að hafa deytt sjúkling, sem hafði arfleitt hann, á eitri, hefur nú enn orðið um- talsefni í blöðum. Sök hans sannaðist ekki þá, ert málareksturinn vakti heimsathygli. Nú hefur ógift kona í Eastbourne, en þar stundar Adams læknis- störf, arfleitt hann að 500 sterlingspundum. Konan var 90 ára. Ekki er þess getið, að málið þyki grunsamlegt. EKKI SAMÚÐ MEÐ NÝLENDUVELDUM. André Maulraux, franski kennslumálaráðherr- ann, var í haust á ferðalagi um Suður-Ameríku til þess að afla fýlgis við Frakka í Alsírmálinu, en það reyndist ekki sérlega -létt, a. m. k. ekki meðal al- mennings. Er hann talaði í háskólanum í Chile, æptu stúdentarnir að honum og kölluðu sífellt: „Lengi lifi Alsír! Niður með ráðherramorðingj- ana!“ Að lokum sprakk lítil sprengja í salnum, og. þá flýðu flestir áheyi’endanna. MARCEL PROUST. (1871—1922) fránskur rithöfundur. Marcel Proust sagði eitt sinn opinberlega, að rit- höfundur nokkur vSeri sneiddur öllum hæfileikum andans. Maðurinn reiddist sem von var, og skoraði Proust á hólm, en Proust var líkamlega fremur veiklaður og manna ólíklegastur til afreka í bar- daga. „En þér eigið auðvitað rétt á því að velja vopn- in,“ sagði hinn reiði maður, um leið og hann fluttL Proust hólmgönguáskorunina,. „Þá vel eg penna,“ sagði Proust og bætti við: „Þér getið litið á sjálfan yður sem dauðan, herra. minn.“ CONRAD PINEUS. (1872—1935) sænskur matsmaður og listaverka- safnari. Eitt sinn í veizlu kynnti húsfreyja hann fyrir frú Wennerholm og sagði um leið hreykin: „Hún er systir furstafrúar Bismarck “ Pineus nefndi nafn sitt og bætti við: „Og systir mín heitir frú Waller.“ Pineus var nútímamaður á marga vegu, en held- ur þótti hann strangur og gamaldags í skoðunum á. siðferði og hegðun. Dag nokkurn gerði dóttir hans uppreist og sagði:: „Það skal eg bara segja þér, að eg trúlofa mig„ gifti mig og eignast börn þegar mér sýnist og eins; og mér sýnist!“ „Ef þú lofar,“ sagði faðir hennar „að gera það í þessari röð, þá skal eg láta það afskiptalaust.“ KÓNGUR SKRIFAR KÓNGI. Þeir, sem heyra og lesa þær tilkynningar, semi fara á milli ríkja á þessari öld (sbr. mótmælaorð- sendingar íslendinga til Breta), hafa kannski gam- an af að heyra pistla, sem orðaðir eru hressilega. Hér kemur hluti af bréfi, sem Kristján 4. Dana- konungur (1577—1648) ritaði Karli 9. Svíaknungi:: Þétta ósæmilega og ósvífna bréf þitt hefur nú; verið afhent oss af sendiboðanum. Vér getum fund- ið, hve hitinn í ágúst hefur haft óheppileg áhrif á heilann í þér. Þú segir, að vér höfum rofið Stettín- arfriðinn, en það er bláber lygi. Það er einnig lygi, að vér höfum unnið Kalmar með svikum. Þú ættir heldur að skammast þín fyrir að láta taka borgina þarna rétt við nefbroddinn á þér. Hvað hólmgöngu okkar viðvíkur, þá er hún óþörf, því að Guð hefur þegar fellt þig í duftið. Þú þarfnast nú aðeins lækn- is, sem getur haft umsjón með sjúkum heila. Þú ættir að skammast þín, gamli hálfviti, að ráðast svona á heiðarlegan mann, en það hefurðu vafa- laust lært af gömlu þvottakerlingunum, sem ekki geta varið sig nema með kjaítinum. Christian Rex.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.