Dagur


Dagur - 07.10.1959, Qupperneq 5

Dagur - 07.10.1959, Qupperneq 5
Miðvikudaginn 7. október 1959 D A G U K 5 Jakob Frímannsson, kaupfélagsstjóri, sextugur í dag Tíminn streymir áfram enda- laust, þó að við tökum lítið eftir því hversdagslega. Við sem tek- in erum fast að eldast, eigum jafnvel bágt með að trúa því að svo sé, en svo erum við allt í einu minnt á, að mikið yngri menn en við erum, eru ííka fam- ir að reskjast, og í dag (7. okt.) er Jakob Frímannsson kaup- félagsstjóri sextugur. — Það er ótrúlegt í mínum augum, enda ber hann það ekki á neinn hátt með sér, að hann sé kominn á ■þann aldur, en staðreynd er það eigi að síður. Eg man að eg sá Jakob fyrst þegar han.var drengur innan við fermingu. Hann vann þá um tíma við verzlun hér í bænum, sem eg kom í, en ekki kynntumst við neitt í það sinn. Jakob gekk ungur í Gagnfræða skólann á Akureyri (núverandi Menntaskóla) og lauk gagn- fræðaprófi vorið 1915. Eftir það gekk hann í Verzlunarskóla ís- lands og tók próf þaðan árið 1918. Sama át' réðiít hann Ttil Kaupélags Eyfirðinga og hefur starfað í þjónustu þess svo til óslitið síðan, eða í meira en 40 ár. Öll þau ár hef eg haft kynni af honum, og þó einkum eftir að eg kom í kaupfélagsstjórnina þrem árum síðar og mér hefur jafnan fundist hann vaxa við hvern nýjan vanda, sem hann hefur tekizt á hendur. Þegar Vilhjálmur Þór tók við framkvæmdastjórastarfinu við‘ KEA við burtför Sigurðar Krist- inssonar 1923, varð Jakob full- trúi hans og síaðgengill og kom þá í hans hlut að gegna fram- kvæmdastjórastarfi, þegar Vil- hjálmur var fjarverandi. Má svo heita að Jakob tæki alveg við framkvæmdastjórastarfinu 1938, þegar Vilhjálmut' Þór fór til Ameríku fyrir ríkisstjórnina, þó að hann tæki ekki formlega við því starfi fyrr en um áramótin 1939—1940. Það var ails enginn vafi um það, hvorki innan kaupfélags- stjórnarinnar né meðal félags- manna, hver ætti að verða eftir- maður Vilhjálms Þórs þegar hann fór héðan. Eg held að allir hafi verið sammála um að Jakob Frímannsson væri sjálfkjörinn í það mikilsverða og erfiða starf. Sú reynsla hafði þá þegar af honum fengist, að enginn annar kom neitt til greina. Hann var þá enn tiltölulega ungur maður, tæplega fertugur, einmitt á ]>eim aldri þegar starfsþrekið er mest, en hafði þó unnið í þjónustu fé- lagsins í full 20 ár og getið sér hinn bezta orðstír, enda þaul- kunnugur öllum stai'fsgreinum félagsins og starfsháttum. Menn gerðu sér glæstar vonir um Jakob Frímannsson þegar hann tók við kaupfélagsstjóra- stai'finu og þær vonir hafa íj engu brugðizt. Þvert á móti hef- ur þróun félagsins undii' forustu hans orðið meiri og glæsilegri, heldur en nokkurn gat óráð fyrir þá. Þarf ekki að hafa fleiri orð um það, því að það er öllum kunnugt. Hitt mun síður al- menningi full ljóst, hvílíkt feikna starf það er, að vera fram- kvæmdastjóri Kaupfélags Ey- firðinga og rækja það á þann hátt, sem Jakob Frímannsson hefur gert, að hafa auga svo að segja á hverjum fingri og umsjón með öllum hinum margþætta rekstri félagsins og verkstjórn hins fjölmenna stai'fsliðs þess, að vera síhugsandi um nýjar og nýjar framkvæmdir, félaginu til eflingar og félagsmönnum til hagsbóta cg alla yfirumsjón framkvæmdanna. Þetta hefur hann þó leyst allt af hendi með ágætum. Vinnudagur hans hlýt- fyrir samstarfið, bæði í eigin nafni og eg tel mér óhætt að segja einnig fyrir hönd annarra stjórnarnefndarmanna í KEA, og fyrir öll hans miklu og ágætu störf í þágu félagsins. Veit eg að flesíir eða allir félagsmenn í KEA taka undir þær þakkir. Þó að rétt sé og skylt að þakka störf Jakobs Frímannssonar, er þó fleira, sem þalcka ber. Eg þakka honum einnig öll persónu- leg kynni frá því fyrsta. Hann ann sér sjaldan hvíldar frá störf- unum, en þegar það kemur fyrir og hann er í kunningjahóp, er hann hinn bezti félagi og hrókur alls fagnaðar. Hann er kvæntur þessa ekki kostur, þar sem hann til starfa en Jakob Frímannssyni. dvelur fjarri heimili sínu, því rita eg þessar fáu línur í von um að þær nái honum iiman tíðar. Þær eru ekki ritaðar sem afmæl- isgrein heldur sem kveðja frá mér persónulega, og fjalla því aðeins um það er mér í dag er ríkast í huga í sambandi við Jak- ob Frímannsson. Kynni mín af Jakob hófust snemma, tæplega hálfvöxnum sveini í Syðra-Garðshorni hér í hreppi, hjá Júlíusi Ðaníelssyni og Jóhönnu Björnsdóttur konu hans, en hún var móðursystir Jakobs. Hann á móðurætt sína að telja til Svarfdælinga og eru Jakob Frímannsson á skrifstofu sinni í Kaupfélagi Eyfirðinga. ur oft að vera langur og hann mun oft leggjast þreyttari til hvíldar að kvöldi en flestir aðrir. Kaupfélagsstjórastarfið við KEA væri hverjum meðalmanni of vaxið, þó að hann væri allur af vilja gerður, það krefst af- burðamanns, eins og Jakob er, en þó hefur hann orðið að taka að sér fleiri störf í þágu almenn- ings. Þannig hefur hann lengi átt sæti í bæjarstjóm Akureyrar- kaupstaðar og á annan áratug í stjórn SÍS. Mun hin mikla þekk- ing hans á rekstri stærsta kaup- félags landsins koma þar í góðar þarfir. Fleiri trúnaðarstöi'f hefur Jakob haft með höndum, en eg er lítt kunnur störfum hans ut- an kaupfélagsins og ræði því ekki frekar um þau. Vegna þess að eg hef lengi átt sæti í stjórn Kaupfélags Eyfirð- inga, hef eg verið náinn sam- starfsmaður Jakcbs Frímanns- sonar allt frá því að hann gerðist fulltrúi framkvæmdastjórans fyr ir 36 árum, og þó einkum þau rúmlega 20 ár, sem hann sjálfur hefur verið framkvæmdastjóri. Flyt eg honum nú alúðar þakkir ágætri konu, Borghildi Jóns- þeir stoltir af að eiga hann í sín- dóttur. Það er gott að vera gest- ur þeirra hjóna. Þar ríkir gest- risni, alúð og glaðværð. Á heim- ili þeirra hef eg lifað margar ánægjustundir á liðnum árum og fyrir þær þakka eg þeim hjónum hjartanlega. Margir munu hafa sömu sögu að 'segja. Við eyfirzkir samvinnumenn óskum Jakobi Frímannssyni til hamingju með sextugsafmælið. Við vonum og óskum að hann verði enn um mörg ár í fylking- arbrjósti okkar og eigi eftir að ljúka mörgum nytjastörfum og við biðjum honum, konu hans og fjölskyldu allrar gæfu og bless- unar á ókomnum árum. Bernharð Stefánsson. í dag þann 7. okt. verður Jak- ob Frímannsson, framkvæmda- stjóri Kaupél. Eyfirðinga, sextugur. í tilefni af því hc; ji eg sannarlega kosið að heimsækja hann, taka í hlýja hendi hans og færa honum mína hamingjuósk, ásamt innilegu þakklæti fyrir vináttu og 20 ára samstarf. Nú er um hópi, að þessu leyti, þó fædd- ur sé Akureyringur. Eg minnist þess frá þessum ár- um að Jakob vakti athygli mína, svo að mér varð starsýnt á hann. Hann átti strax ungur þann persónuleika er lofaði góðu, svo að eigi duldist þeim, er á annað borð töldu unglinga þess virði að þeim væri gaumur gefinn. Hinu óraði mig ekki fyrir þá, að leiðir okkar síðar ættu eftir að liggja svo mjög saman sem varð, í mjög nánu samstarfi og það einu því elskulegasta og þroskavæn- legasta samstarfi sem getur í sam vinumálum. Þetta staðhæfi eg hvaða skoðanir sem aðrir kunna að hafa á þeim málum. Það sem mig hafði órað fyrir um Jakob ungan brást mer sannarlega ekki er eg kynntist honum sem fullþroska manni í ábyrgðarstarfi. Eg hef kynnzt mörgum vösk- um og vel gerðum mönnum um ævina, er eg met og virði að verðleikum, en eg þykist engum gera rangt til, þó að eg segi að engum hafi eg kynnzt fjölhæfari Mundi það ljóslega hafa komið fram hvar sem hann hefði hazlað sér starfsvöll. Það var hamingja Kaupfélags Eyfirðinga að hann ungur gerðist starfsmaður þess og framkvæmdastjóri, eftir að Vilhjálmur Þór lét af því starfi. Það var ekki heiglum hent að fylla það sæti, en það hefur Jak- ob gert með ágætum. Starfshæfni Jakobs Frímanns- sonar sem framkvæmdastjóra Kaupfélags Eyfirðinga er öllum svo kunn að það væri allt að því broslegt að fara að draga hér fram einhver dæmi er sönnuðu raunar þetta sem allir játa. Hitt er skylt að draga fram og undir- strika, að vinnuþolið og fjölhæfni hans til starfa er alveg óvenjuleg og undraverð. Hin fastmótaða, rólega skapgerð og ljúfmannleg framkoma vekur traust og trún- að. Þetta munu allir votta er þekkja manninn raunverulega og vilja játa hið sanna. Það skiptir því næsta litlu eða engu máli, hvað þeir segja er af einum eða öðrum persónulegum eða póli- tískum ástæðum vilja og gera, að snúa sannleika í lygi og ræða málin og fella sína dóma út frá þeim forsendum. Starfshæfni Jakobs og það traust, sem hann nýtur verðui' naumast umdeilt í alvöru og þetta sannar sig sjálft. Eg vil benda á í því sambandi hversu víða hann hefur komið við mik- ilsvarðandi mál, bæði heima í fæðingarbæ sínum, í héraði og • víða um land, og það er segin saga, a'lls staðar hefur hann áður en varir verið kosinn til trúnað- arstárfa, annað hvort sem stjórnarnefndarmaður eða mikils ráðandi starfsmaður. Þetta gerist ekki án verðleika og sýnir hver maðurinn er og hvers trausts hann nýtur, og skal nú ekki fleiri orðum um það farið. Mér er Ijúft að játa það hér — hef raunar gert það áður — að eg tel mér mikil höpp í að hafa fengið tækifæri til að vinna með Jakob Frímannssyni og í gegnum það starf fengið að kynnast hon- um náið og eignast vináttu hans. — Erindi mitt með þessum línum var því einkum það, að færa honum þakkir fyrir liðna tíð. En úr því eg tók mér penna í hönd veit eg að sveitungar mínir munu telja mér skylt að færa Jakob þeirra árnaðaróskir og vinakveðju, þeir munu margir hverjir ekki síður en eg hafa kosið að flytja honum þær í eigin persónu hefðu aðstæður leyft. Það er mikil gæfa hverjum þeim sem hlotið hefur mikla og góða hæfileika í vöggugjöf, það hefur Jakob Frímannsson þegið, en hitt er þó enn meiri gæfa að hafa þroskað þá hæfileika með sér og notað þá í þarfir samferða mannanna á líkan hátt og Jakob hefur gert, enda mun nú hlýtt í kringum hann sextugan, það mun áreiðanlega margur hlýr hugurinn til hans streyma Þetta er mikil lífshamingja, og Framhald á 7. siðu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.