Dagur - 07.10.1959, Síða 8

Dagur - 07.10.1959, Síða 8
8 Miðvikudaginn 7. október 1959 Dagub „FURÐU MIKILL ÚTFLUTNING- UR FRÁ SJÁVARÞORPU! segir Garðar Halldórsson m. a. í viðtali við Ðag Einn góðviðrisdaginn var skroppið í heimsókn til Garðars Halldórssonar oddvita á Rifkels- stöðum og rætt við hann um stund. Rifkelsstaðir eru eitt aí stórbýlum sýslunnar og þar er sá búskapur rekinn, sem í ýmsu hefur þótt til fyrirmyndar. Þar býr eyfirzki bóndinn, er skipar þriðja sæti á lista Framsóknar- manna í þessu kjördæmi. — Þennan dag var annríki á skrif- stofu oddvitans, pólitisk funda- höld framundan og enn unnið að nýjiun framkvæmdum þar heima. Tíminn hefur jafnan ver- ið of naumur fyrir áhuga- og framkvæmdamanninn Garðar HalIdórsson.Hann var það einnig nú, en hins vegar er honum lítt að skapi, að láta neinn synjandi frá sér fara. Hvers vegna — eða hvað kom þér út í stjórnmálin? Eg hef nú haft áhuga fyrir stjórnmálin frá því eg var krakki Eg gerði mér snemma ljóst, að ef maður ætlar að vera sjálfum sér trúr, er ekki hægt að vera hlut- laus í stjórnmálum. Stjórnmálin Hafa svo mikil áhrif á afkomu manna, að þau eru óaðskiljan- legur hluti lífsbaráttunnar. Sá sem ekki hugsar og brýtur til mergjar stefnur stjói-nmálaflokk- anna og kýs samkvæmt sinni hfsskoðun, vinnur á móti sér og sínum hagsmunum. Það er mikill misskilningur sem maður verður stundum var við, að afskipti af stjórnmálum séu mannskemmandi, það fer al- veg eftir því hvaða starfsháttu maður velur sér. Stærstu eða stærsta málið að þínu áliti? Tvímælalaust landhelgismálið. Það er sjálfstæðismál þjóðar- innar í dag. Það veltur áreiðan- lega' á miklu fyrir framtíð þjóð- arinnar, að giftusamlega takist að leysa það. Hvaða framkvæmdrr telur þú að séu mest aðkallandi í Norður- landskjördæmi eystra? Ja, þær eru nú raunar margar aðkallandi. Þjóðinni fjölgar svo ört, að úlit er fyrir að innan tíu ára verði fólksfjöldinn orðinn 200 þúsund, og með sömu fjölg- un tvöfaldast íbúatalan á um það bil 35 árum. Að því þarf að keppa að hvert hérað geti tekið við sinni fólksfjölgun, annars er allt tal um jafnvægi í byggð j landsins innantóm orð. Hvaða einstök mál vildir þú helzt nefna? Til þess að svo geti orðið, Hrísey á Eyjafirði. — ("Ljósmynd: Edvard Sigurgeirssofi.) PERLAN 4 EYJAFIRÐI A norðanverðum Eyjafirði rís Hrísey úr sævi, ávöl, gróðri vaf- | in og byggileg. Ekki á hún tröll- aukin hamraþil, himinháa klettadranga eða annan þann hrikaleik, sem bezt þykir hæfa í átökum við hamrammar úthafs- öldur, er þrengja sér inn fjarðar- armynnið undan ofríki Norðra. Þó stenzt Hrísey átök öll við hamfarir náttúrunnar. Hún klýf- ur brotsjóa, svo að þeir falla máttlausir að fótum hennar. þurfa að vera jafngóð lífskjör, hvar sem er á landinu og undir- staðan er: aukin atvinnutæki og þægindi til jafns við það, sem nú er bezt. Það þarf að bæta sam- göngur til lands og sjávar. T. d. er ekki von að Grímseyingar geti unað því, að hafa aðeins hálfs- mánaðarlegar ferðir til lands eða Olafsfirðingar að hafa ekki vega- samband út úr héraðinu nema þriðjunginn af árinu. Eg er hissa á því, að ekki skuli vera búið að koma því í kring að skipaútgerð ríkisins hafi áætlunarferðir til Grímseyjar. Það þarf að halda betur við vegakerfum, en gert er, og end- Framhald á 2. síðu. Fólk og saga. Hrísey á stórmerka sögu, sem nauðsynlegt er að skrá eins fljótt ög kostur er á. Þar bjuggu lengi stórbrotnir menn og höfðingjar og glæsilegar konur. Þar voru blómatímar á „síldarái'unum miklu“, fólksfjölgun mikil og velmegun. Enn er fólkið hið sama, nýir kvistir á sama stofni, með öll einkenni feðranna. En síldin breytti göngum sínum, og .þá „Eitt vár kom Þorvaldur ór Haga (á Árskógsströnd) við í Hrísey, ok ætlaði at halda til fengjar, ok er Klængur (í Hrís- ey) varð varr við, réðst hann til ferðar með honuni. Enn er þeir kómu út úr firðinum, fundu þeir reyði nýdauða, keyrðu í festar og sigldu með imi eftir firðinum um daginn.“ — Svo segir í Víga-Glúins sögu, og jafnan síðan hafa Hríseying- ar átt skammt að sækja á fengsæl mið. Hrísey er öldubrjótur og vegvísir. Um leið og Hrísey er öldu- brjótur, þá er hún máttugur og óhvikull útvörður Eyjafjarðar og byggðanna beggja megin fjarð- arins. Ennfremur ber hún ]ýs- andi vita til að vísa vegfar- endum leið. Jafnframt er hún perla Eyjafjarðar, sem skartar á firðinum í hreinleika sínum og hógværð, að afloknum hverjum veðraham og með blómlega byggð að sunnan og vestan. Rifkelsstaðir í Eyjafirði. (Ljósmynd: E. fækkaði ævintýrum atvinnulífs- ins á útgerðarstöðvum á Norð- urlaiídi. Hrisey fór ekki varhluta af því. Fólki fjölgar. En nú fjölgar fólki í Hrísey á ný vegna þess að atvinnan hefur komizt á traustari grundvöll. Sjór inn er fast sóttur sem fyrrum og öll rök hníga að því að friðun fiskimiða auki fiskgengd á nær- liggjandi miðum og er þegar stór breyting á orðin hvað sumar fisktegundir snertir. Og nú er aflinn betur nýttur og verðmæti hans aukin í landi, meira en áður var. Hraðfrystihúsið vinnur úr 20 tonnum fiskjar á dag og getur raunar tekið á móti langtum meiri afla. Beinamjölsverksmiðj- an nýtir úrganginn og vir.nur einnig úr feitum fiski, svo sem síld, og stundum er gripið til fisjíihjallanna. Fimm dekkbátar og 10 trillur sækja sjóinn og leggja afla á land.. Til viðbótar leggja bátar frá Grenivík og Árskógsströnd afla þar á land til vinnslu. Frá Hrísey eru flutt mikil verðmæti á erlendan markað, sem gefa góðar tekjur í þjóðar- búið. Um þessar mundir er látlaus vinna í hraðfrystihúsinu og góður afli. I; Ýsan og stútungurinn. Mikið af aflanum er fremur smár fiskur, sem sennilega fellur undir nöfnin „Framsóknarýsa". og „Eysteinsstútungur“, sem reykvísk bókmenntatímarit hafa stundum notað um smáfisk, sem Framsóknarmenn fengu verð- bættan til ómetanlegra hagsbóta fyrir bátaútveginn víða um land. Trúlegt er, að meira en helm- ingur af afla dekkbátanna og trillubátanna hér við Eyjafjörð, sem þessa nafngift hlýtur, njóti þá jafnframt hlunnindanna af þessum „Eysteinsráðstöfunum“, og er gott að kenna þær við einn harðvítugasta stjórnmálamann þessa lands, úr hópi þeirra, sem berjast fyrir hagsmunum lands-' hyggðarinnar í sveit og við sjó. Kaupa mjólk en selja töðu. Landbúnaður hefur ætíð verið stundaður í Hrísey, ásamt út- gerðinni. Hríseyingar munu hafa átt 7—800 fjár á fjalli í sumar. En ekki eru þar til nema 2 hest- ar og 10 kýr. Kúnum fækkar stöðugt, en mjólk er flutt til eyj- arinnar frá Akureyri. Hins vegar eru ræktarlönd miklum mun meiri en nægileg til þess að fóðra bústofninn. Þess vegna er á ári hverju selt allmikið af heyi til Siglufjarðar, nú hin síðari ár að minnsta kosti. Kaupmennirnir íluttu burtu. Útibú KEA í Hrísey er eina verzlun eyjarinnar nú sem stendur, en voru áður fleiri. En kaupmönnum mun finnast að aðrir staðir séu lík- legri til skjótfengins fjár og hafa flúið af hólmi í samkeppni við samvinnumenn. Á vegum sam- vinnumanna er fiskiðjuverið einnig, bæði hraðfrystihús og beinaverksmiðja. í sambandi við verzlunina má líta svo á, að í Hrísey, svo sem á öðrum stöðum, óski sumir íbúanna að verzla við kaupmenn fremur en kaupfélag. Frarnhald á 7. siðu. B-LISTINN ER LISTIFRAMSÓKNARFLOKKSINS UM LAND ALLT

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.