Dagur - 10.10.1959, Blaðsíða 2

Dagur - 10.10.1959, Blaðsíða 2
2 D A G U R Laugardaginn 10. októbcr 1959 Sögufölsun skólanna Þcgar að því kemur, að full- trúar þjóðar vorrar eiga að gera grein fyrir rétti lands vors til Grænlands fyrir alþjóðadómi, ntun andstöðuþjóðin hreykin leggja þar fram kaíla úr skrifum Sigurðar Nordals, Jóns Jóhannessonar, Bjarna Benediktssonar og heiidar- verk eftir Ólaf Lárusson, Einar Amórsson og Gizur Bergsteinsson. Svo mun andstöðuþjóðin leggja íram langa runu af úrklippum úr íslenzkum kennslubókum, sem lengi hafa verið kenndar, og enn eru kenndar í íslenzkum skólum að boði landsstjórnarinnar, og með ærnum kostnaði af almannafé. Svo mun verða lagt lrani mikið safn af úrklippum úr íslenzkum blöðurn og tímaritum frá 19. og þessari 20. öld. Efni allra þessara þrennu ó- sæmdarsafna mun á eina lund og samróma, og þessa efnis: 1) Grænland tilheyri ekki nú og hafi aldrei tilheyrt íslenzka þjóð- félaginu. 2) Ilinir fornu Grænlendingar hafi ekki verið íslendingar, hcldur sérstök lullvalda þjóð, sem nú sé útdauð: a) strádrepnir af skræl- ingjum, cða b) aldauða af and- stvggiiegustu glæpum, siðspillingu og úrkynjun. 3) Þótt Islendingar hafi að vísu íundið Ameríku, hafi þetta aðeins verið ævintýri, er enga sögulega þýðing hafi haft. Allur þessi ósómi mun ekki verða lagður fram til þess, að afsanna það, að Grænland hafi verið hluti liins íslenzka þjóðfélags. jní jjótt jretta allt sé orðið ærið bciskt á bragðið, ræður það j)ó engu um það, því Iiinn sögulegi réttur ís- Jands er sannaður og viðurkennd- ur. 1) Það liggur fyrir vísindalega sannað, að á 10. öld var Grænland fundið og numið af íslenzkum jjjóðveldisþegnum, er fóru sjálfir varanlega með jjjóðfélagsvald fsl. þjóðfélagsins yíir Grænlandi. En Jretta jafngildir þjóðarréttarlegu námi. Stöðu Grænlands sem ísl. nýlendu mcð - forngcrmönskum liætti vófía' Grágás, járnsíða og Itiri núgildandi Jónsbók, er j)ó ekki frcmur en önnur forngermönsk liig tala um jrjóðfélag sitt sem slíkt. Með Gamla sáttmála og lögbókun- um komst íslenz.kt konungsvald og íslenzk umboðsstjórn og fram- kvæmdastjórn á Grænland, svo sem við hlið liins íslenzka jjjóðíélags og ]>ví til styrkingar. Og annar kon- ungdómur en J>essi íslenzki hefur aldrei verið til yfir Grænlandi. 2) Fram á annan þriðjung 19. aldar var það óumdeilt, að Græn- land væri nýlenda íslands. Því lét stjórnin í Khöln, með góðu sam- Jrykki Svíþjóðar, Grænland fylgjast með íslandi frá krónu Noregs und- ir krónu Danmerkur 1814, og fyrst nálægt siðustu aldamótum gáfu menn upp þá trú, að Eystribyggð stæði enn á Austur-Grænlandi og væri íslenzk að uppruna, tungu og menningu, og að j>ar gengju íslenzk lög. 3) í forsendum Grænlandsdóms- ins 5. apríl 1933 komst Fasti al- þjóðadómstólfinir að þeirri niður- stöðu, að um miðja 13. öld hetði þessi forni yfirráðaréttur yfir Grænlandi (sem Island átti) geng- jð undir Noregskonung. (Það gerð- ist með Gamla sáttmála og hand- göngu með svardaga 1262—64, en ekki með loforði um skatt, óákveð- inni fjárgreiðslu, 1257—61). Einn- ig álvktaði dómstóllinn, að kon- ungar Islands, hinir norsku, norsk- dönsku og dönsku konungar, hefðu óslitið haldið jressum yfirráðarétti nægilega vel við, svo að liann liafi verið í lullu gildi, er nám Norð- manna fór fram í Grænlandsó- byggðum 10. júlí 1931, og tilvist ]>essa íslenzka yfirráðaréttar ]>á verið nægileg til j>ess að gera nám Norðmanna ólöglegt og ógilt (bls. 46—64 í hinni opinberu útgáfu dómsins). 4) Fyrir Fasta alþjóðadómstóln- urn 1931—33 lýsti Danmörk því yf- ir, að hún hefði ekki eignast yfir- ráðarétt yfir Grænlandi nteð af- leiddum hætti lrá Noregi 1814— 1819. Hún ætti ekki annan rétt til Grænlands en að hafa stjórnað j>ví lengi. En mcð þeim hætti er ekki hægt að eignast yfirráðarétt yfir svæði, sem stendur undir yfirráða rétti ánnars lands. 5) A aðalj>ingi S. J>. í nóv. 1954 lýsti danska stjórnin og formaður sendinefndar hennar því Jnívegis yfir, að Grænland hefði aldrei átt nokkurt pólitískt sjálfstæði, heldur alla tíma verið dóminión cða ný- lenda með sérstökum hætti, og allt aftur á víkingaöld vcrið liluti ís- lcnzka þjóðfélagsins, cn verið mannlaust er J>að var numið á 10. öld, og því ekki verið tekið frá nokkurri þjóð. 6) 1 yfirlýsingu danska utanríkis- ráðuneytisins frá 27. nóvember 1954 gerir þetta ráðuneyti (vegna blaðaskrifa í Danmörku) dönsku þjóðinni kunnugt, að allt það, sem Danmörk hafi j>á sagt Sj>. sé satt og rétt, og leggur áherzlu á, að formaður dönsku sendinefndarinn- ar, landsréttarmálafærslumaður Hermod Lannung, hafi sagt: „í þjóðfélagslegu tilliti heyrði Græn- land íslandi til (I politisk herise- cnde hiirtc Grönland sammen mcd Island). Allur sá áðurncfndi auðvirðilegi og ósanni ósómi dugar j>ví ekki til að afsanna vorn sögulega rétt til Grænlands, og honum verður ]>á heldur ekki slengt framan í okk- ur til J>ess,-heldur færður fram senr SöririúfV 'fýfir fu1lk'omnú“fæk'táfreýsi og viljaleysi íslands til að eiga Grænland, sem sönnun fyrir J>ví, að Island hafi gelið Grænland upp, vilji ekki eiga j>að, og cigi }>að af þeirri ástæðu ekki lengur. Vildu hinir virðulegu skólastjór- ar og sögukennarar ekki ihuga þetta n ú, þegar skólarnir eru að byrja. Jún Dúason. - Á Stafnsrétt Framliald af 8. síðu. segir að við skulum sleppa hest- unum í túnið, það verði litið eft- ir þeim á meðan við stönzum. — Við komum inn í stóra stofu, þar sem lagt er á borð fyrir marga. Stúlka er að störfum í eldhúsinu, en aldraði bóndinn gengur að mestu um beina sjálfur. Hann er jafnvökull og snúningalipur að sjá um að gestina skorti ekkert. Enn rennur bíll í hlað og inn koma nokkrir Eyfirðingar og taka sæti við borðið. Þegar lækkar í bollunum stingur ein- hver upp á að taka lagið, og er það gert. Nú verðum við að rýma fyrir nýjum gestum, og við förum að hugsa til ferðar. En fyrst göngum við suður fyrir túnið til að sjá fossinn fagra og sérkennilega, sem ekki sést fyrr en komið er niður fyrir tún. Svo kveðjum við gestgjafa okkar, þessa traustu og yfirlætislausu afdalabúa, sem „eru það sem þeir sýnast og vel það“. Þegar við komum aftur út á réttina er okkur sagt, að það eigi að fara að sækja „safnið“ fram í hlíðina og reka það í hólf heim við rétt. Okkur er boðið að hafa hestana meðan verið er að reka heim féð. Við látum ekki bjóða okkur það tvisvar, en stíg- um á bak aftur. Þegar féð er komið í hólfið er dagsverki heimamanna að mestu lokið, og þá finnst þeim vel við eigandi að taka upp léttara hjal. Veitingaskálinn fyllist af glöðu fólki. Nú heyrast harmonikutónar á grundinni, og þangað safn- ast fljótt saman margt fólk, og þar þarf ekki að dekstra því til að „fara af stað“. Harmoniku- pilturinn stendur upp við bíl, en fólkið dansar í kringum hann á auðu svæði milli bílanna. Ljós eru kveikt á bílunum til skiptis, en stundum myrkvast „dans- gólfið“ alveg. Einhverjir sitja á hestum sínum og horfa yfir dansinn, en fólkið dansar hik- laust kringum þá. Grundin er hörð og slétt, en öðru hvoru stíg- ur maður þó á smástein. Margt af réttargestum ætlar að gista og njóta hér næsta dags, en þeir sem heim ætla fara nú að tygja sig til ferðar. En á „Grund- inni við réttahvegginn" dunar clansinn erin', og Svártá raular tindir sjtt jafna, seiðandi lag. — Skemmtilegri réttarferð er senn lokið, og einn hlekkur hefur bætzt í minningarkeðjuna. Réítargestur. x B Gísli Jónssoní Hofi í Svarfað- ardal verður níræður á sunnu- daginn, 11. október. Sölubúðir verða til áramóta opnar til kl. 4 á laugardögum, en lokað kl. 6 á föstudögum sem aðra daga vikunnar, að laugar- dögum undanskildum. | Frá kosningaskrifsfofunni Framsóknarmenn og aðrir stuðningsmenn B-LISTANS eru minntir á að kjósa sem fyrst, ef |>eir verða ekki á kjörstað á kjördegi. — Hér á Akureyri fer utankjör- fundaratkvæðagreiðsla fram hjá bæjarfógeta alla virka daga, nema laugardag, frá kl. 9—12, 13—16.30 og 20.00— 22.00. Á lugardögum kl. 9—12 og 16—18 og á sunnudögum kl. 13—15. Símar Framsóknarskrifstofunnar eru 1443 og 2406 - Einhuga sóknarvilji ... Framliald af 1. siðu. og Sigríður Magnúsd. skemmtu með söng og leikþáttum. Að lok- um var stiginn dans. Á Akureyri var kvöldskemmt- un 19. september. Ingvar Gísla- son lögfræðingur stjói-naði sam- komunni. Karl Kristjánsson al- þingismaður flutti aðalræðuna, Karl Guðmundsson leikari skemmti með upplestri og leik, spiluð var Framsóknarvist og að lokum var dansað. Þann 20. september var enn skemmtun, og þá á Húsavík. — Karl Kristjánsson setti samkom- una. Ræður fluttu Gísli Guð- mundsson og Ingvar Gíslason. Karl Guðmundsson skemmti og að síðustu var stiginn dans. Á Þórshöfn var kvöldskemmt- un haldin þann 3. október sl. — Jóhann Jónsson kaupfélagsstjóri stjórnaði þeirri samkomu. Ræð- ur fluttu Karl Kristjánsson og Ingvar Gíslason. Jóhann Ög- mundsson frá Akureyri söng með undirleik Árna Ingimundar- sonar. Ennfremur sagði hann gamansögur. Svo var að sjálf- sögðu stiginn dans, svo sem jafn- an þykir hæfa á skemmtifundum. sem þessum. ALMENNIR KJÓSENDAFUNDIR. Laugarborg. Almennur kjósendafundur var haldinn að Laugarborg 29. sept. Fundarstjóri var Ragnar Davíðs- son hreppstjóri að Grund. Fram- söguræður fluttu fjórir efstu menn á lista Framsóknarflokks- ins, þeir Karl Kristjánsson, Gísli Guðmundsson, Garðar Halldórs- son og Ingvar Gíslason. — Af hálfu fundarmanna talaði Hall- dór Guðlaugsson oddviti í Hvammi og lýsti ýmsum héraðs- málum, sem korpa þurfa til kasta f ’ 1 Í ‘ * ■ Alþingis að leysa og gerði fyrir- spurnir, sem Karl Kristjánsson svaraði. - Ýmiss tíðindi Framhald af 8. síðu. var haldinn hér almennur stjórn málafundur af hálfu Framsókn- arflokksins. Ræður fluttu fjórir efstu menn á lista flokksins í kjördæminu. Var fundurinn mjög vel sóttur, eða á annað hundrað manns, þar á meðal all- margir framan úr Svarfaðardal og innan af Árskógsströnd. Að loknum ræðum frummælenda tóku allmargir til máls og lýstu aðkallandi verkefnum innan héraðs og skýrðu væntanlegar framkvæmdir fyrir þingmanns- efnunum. Eru Framsóknarmenn hér um slóðir staðráðnir í að standa fast saman í þeirri kosningahríð, sem nú dregur yfir af suðri, og missa ekki sjónar af því marki, sem að er stefnt, en það er, að fá í friði að erja sína jörð, þó að norður við heimskaut sé, hugsa sjálf- stætt og framkvæma að hugsuðu ráði, en reka af höndum sér her landeyðingarmenn. — T. G. Reistará. Næst var kjósendafundur hald- inn að Reistará 1. október. Bændaöldungurinn Jón Mel- stað var fundarstjóri. Málshefj- endur voru Karl Kristjánsson, Garðar Halldórsson og Ingvar Gíslason. Bernharð Stefánsson flutti auk þess snarpa hvatning- arræðu, um að duga vel í næstu kosningum, Ingólfur Guðmunds- son bóndi í Fornhaga gerði fyr- irspurnir og athugasemdir, sem Karl Kristjánsson svaraði, og Sigtryggur Sigtryggsson í Hvammi flutti fráfarandi þing- manni, Bernharð Stefánssyni, þakkarávarp, sem fundarmenn tóku skörulega undir. Akureyri. Almennur kjósendafundur var haldinn að Hótel KEA mánudag- inn 5. október. Brynjólfur Sveins son menntaskólakennari stýrði fundi og kynnti frummælendur með nokkrum orðum, en þeir voru fjórir efstu menn listans, >ví að Gísli Guðmundsson hafði á bætzt í hópinn. Að frumræð- um loknum kvöddu sér hljóðs: Arnþór Þorsteinsson forstjóri, Þorleifur Ágústsson yfirfiski- matsmaður og Gunnar Berg prentari. Grenivík. Á Grenivík var kjósendáfund- ur haldinn þriðjudaginn 6.' bktó- ber. Sverrir Guðmundsson odd- viti á Lómátjörn var fundar- stjóri. Fjórir efstú menn listans voru frummælendur. Aðrii’ ræðu menn fundarhwi voru- Valtýr Kristjánsson oddviti í Nesi (sjö-; undi maður á listanum), Jón' Bjarnason bóndi í Garðsvík og Stefán Tryggvason bóndi á Hall- gilsstöðum. Frambjóðendur svör uðu fyrirspurnum. Dalvík. Á Dalvíkurfundinum, sem haldinn var 7. október, stjórnaði Gestur Vilhjálmsson bóndi í Bakkagerði. Málshefjendur voru enn hinir sömu, fjórir efstu menn á framboðslista Framsóknar- manna. Að frumræðum loknum kvöddu sér hljóðs: Valdimar Óskarsson sveitarstjóri, Björn Jónsson bóndi Ölduhrygg, Þórarinn Eld- járn hreppstjóri á Tjörn og Svanlaugur Þorsteinsson í Ráuðuvík. Af hálfu frambjóð- enda tók Karl Kristjánsson þátt í hinum almennu umræðum. Húsavík. Almennur kjósendafundur var haldinn í Húsavík í fyrrakvöld. Fundarstjóri var Finnur Krist- jánsson kaupfélagsstjóri. Málshefjendur voru fjórir efstu menn listans. Að ræðum þessum loknum tóku til máls Jón Sigurðsson bóndi í Yztafelli, Baldur Bald- vinsson bóndi Ófeigsstöðum og Stefán Pétursson útgerðarmaður á Húsavík, og af frummælendum tóku aftur til máls Garðar Hall- dórsson og Karl Kristjánsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.