Dagur - 10.10.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 10.10.1959, Blaðsíða 4
D A G U R Laugardaginn 10. október 19iS Laugardaginn 10. október 1959 D A G U R Dagijr Skrilslola í Ilaínónli.i'ti !HI — Simi illiG RITSTJÓRI: £ R L í N C. II R 1) A V í I) S S () N Allglýaingast jiiii: 1 Ó \ S A M l' E I. S S O N Árgangtirinn koslar kr. 75.00 HlaAiA kfinur tit á iniðvikuilí'igum og laugaritiiguin, |»cgar ctni stamla til Gjaldtlhgi t-r 1. júli PRENTVERK OODS UjÖRNSSONAR Il.F. I Skroppið í Slátiirliús Kaupfélags Eyfirðinga á Oddeyrartanganum Þar vinna yfir 100 manns og 1400 fjár lógað á degi hverjum Hin undursámalega og sjaldgæfa veðurblíða í haust hefur næstum látið okkur gleyma því llér á Notð- urlandi, að sumarið er liðið og senn kominn vetur. Eu hin árstíðá- annað, skrapp fréttámaður blaðs- ius í Sláturhús KE.V á Oddeyri, til þe'ss áð sjá og heyra hvernig þar gengur. Hvað gerist í næstu kaupdeilu? ÞEGAR SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN myndaði ríkisstjóm Alþýðuflokksins í vetur, kom fljótt í ljós, að ekkert hallaðist á í skoð- unum þessara flokka gagnvart bændastétt landsins. Þrátt fyrir blíðmælgina og þrátt fyrir nokkurt fylgi Sjálfstæðisflokksins í sveitum landsins, unnu þessir flokkar þá Jiegar nokkur óþurftarverk gagnvart bænda- stéttinni. Þeir létu Alþingi setja lög sem sviftu bændur 3,3% launahækkun í verð- lagsgrundvellinum og blöð þeirra létu sér sæma að hælast um yfir því, að þarna befðu þjóðinni sparast allmargar milljónir. Þetta voru kaldar kveðjur frá nýrri ríkisstjórn og þeim var svarað með abnennum mótmælum á Alþingi og annars staðar á opinberum vett- vangi. Morgunblaðið, sem jafnan talar tung- um tveim, gaf þegar út yfirlýsingu um, að auðvitað væri það ekki meiningin að svíkja bændur landsins, nema rétt í bráðina, þeim yrði bætt þetta upp í haust. Og hin nýja ríkisstjóm gerði fleira. Hún Jækkaði með niðurgreiðslum verð á landbún- aðarafurðum til neytenda, svo mikið, að filll- komið óréttlæti varð af því fyrir framleið- endurna. Munaði þetta reikningslega um 2 þús. krónur, hverjum bónda í óhag, á ári. Og hinni nýju stefnu núverandi ríkisstjóm- ar var fylgt með alhliða árás á byggðir lands- ins með kjördæmabyltingunni, svikum í raf- orkuframkvæindum og samdrætti í aðstoð við binar mörgu aðkallandi framkvæmdir Lim land allt og svo mætti lengi telja. Jafnframt þessum aðgerðum birtu Sjálf- stæðismenn öðru hvoru í Morgunblaðinu, vinmæli til bændanna og báðu þá taka ífram rétta hönd sína, sem alltaf og ævinlega ynni fyrir bættum hag þeirra. Of margir bændur landsins tóku í þessa óhreinu hönd í kosning- unum í vor. Meðal annars þess vegna þorði Sjálfstæðisflokkurinn að hætta á það æVin- týri, að standa að bráðabirgðalögum um meiri kjaraskerðingu bænda, afneitar síðan blutdeild sinni í þeim og styður þó Alþýðu- flokksstjórnina eftir sem áður. Bændastéttin mótmælir kröftuglega því gerræði, sem bráðabirgðalögin eru, jafnvel hálfgerð bandbendi Sjálfstæðisflokksins í bændastétt landsins, hafa sýnt þann mann- dóm, að víta framferði Sjálfstæðisflokksins og er tími til kominn að flokksböndin gefi ekki fámennri auðmannastétt í Reykjavík tækifæri til óendanlegra afglapaverka án nokkurra eftirkasta. Mörgum neytendum þéttbýlisins þótti fyrst í stað, sem hér væri málum vel skipað. En við nánari athugun mun flestum það orð- j Ið vel ljóst, hvert stefnir, ef svo heldur fram j sem horfir, að ríkisvaldið grípi inn í deilu- atriði stétta. Brosið stirðnaði á vörum verka- manna, iðnaðarmanna og sjómanna, þegar það rann upp fyrir þeim, að síðar getur röðin komið að þeim sjálfum og það strax í næstu kaupdeilu við atvinnurekendur. Haukur P. Ólafsson sláturhússtjóri. bundnu störf verða þó ekki um- flúin. SlAturtíðin stendur epn.yfir og þótt slátrun sé ófýsilegri til íróðléiks og skemmtunar. en flest DAUÐAHÖGGIN DVNJA. A leiðinni var ég að hugleiða ör- lög allra þeirra þúsúnda, sem á "hverju hausti eru rekin til slátrunar á þessum stað, og eitthvað töluvert fannst mér skorta á fagurt mann- líf. Fjárbíll ekur framhjá, kind jarmar og brátt er hennar lífi lok- ið. Frá' sláturhúsinu heyrast dauða- höggin gegn um opna glugga. AÐ ÁSTRALSKRI IVRIRMYND. . Sláturhús KEA er hyggt eftir ástralskri fyrirmynd árið 1926 eða þar um bil, ög þá þegar miðað við, að það gæti tekið á móti 1200 fjár á dág. Síðan hefur það tekið ýms- Féð rennur til fjárréttar sláturhússins. — ('Ljósmynd: E. D.) Ágúst frá Bási flytur gærur á handkerru. — (Ljósmynd: E. D.). um breytingum, samkvæmt kröfum tímans. Fjárréttin er til fyrirmynd- ar og tekur 900 fjár. Hún er á efri hæð hússins, björt og þurr. Hún er fullskipuð á hverju kvöldi. I>ar eru mörk skoöuð. SLATURSALA Á SKÝLDU SVÆÐI Á stóru steinlögðu og skýldu svæði fer fram slátursala daglega. Þórarinn verkstj. (t. h.) ásamt nokkrum ókulvísum starfsmönnum. Aðalsteinn Jónsson fláningsmað- ur hefur starfað í sláturh. í 41 ár. En nú eru það ekki bændurnir sjálfir, seni selja Pétri og Páli, lieldur félag þeirra. Hvort sem miinnum þykir þetta hetra eða verra, er hitt staðreynd, að með ári hverju minnkar slátursala í slátur- tíð um land allt. Það er rétt eins os> , • lslendingar séu að hxtta að borða slátur. Tregða slátursölunnar or- sakast að verulegu leyti af því, aö neytendur bæjanna eiga þess kost nú að kaupa tilbúið slátur allt ár- iö. líúsmæðurnar vilja héldur kaupa hálfan sláturkepp í einu, en að matbúa þau að gömlum og goð- um íslenzkum sveitasið. ’Urit verð- ið cr ekki prúttað. Sömu sögu er að segja um kjöt- iði Gífurlégt magn er keypt af því, en svo má heita, að þau kaup séu jöfn allt árið. Þeim fækkar óðunt, sem salta í tunnur að haustinu. Allt er keypt eftir hendinni. KJÖTIÐ BETRA EN ÁÐUR. Kjötfrystiklefar sláturhússins liafa vcrið stækkaðir til mikilla muna og endurbættir og taka ni't 1500—1600 dilksskrokka. Tveir ný- ir klefar taka auk þess allt að 2300 skrokka. Þar er frostið 24 gráður og heldur andkalt finnst manni, en kjötið geymist þarna mun betur en áður var og er raunar ekki sam- bærileg vara, miðað við það, sem áður var. SÚ.EINA í LANDINU. í fjögur ár hefur Sláturhús KEA starfrækt kjöt- og beinaverksmiðju, þá einu, sem enn er til á landi hér. Heita má, að allur úrgangur sé nýttur og enn fremur hefur verk- smiðjan unnið úr úrgangi slátur- afurða o. fl. frá Dalvík, Svalharðs- strönd og Sauðárkróki og gert úr því mjög verðmætt fóðurmjöl. Verksrtiiðja þessi, þótt lítil sé, hefur vakið óskipta athygli og mjög að vonum. Eull nýtiug framleiðslu- varanna er mjög mikilvæg. MARGSKONAR VINNA. En fylgjumst nú litla stund með því, sem fram fer á þessum stað. Fjárbílar koma og féð rennur af pálli þeirra upp mjiig hallandi . gang upp í fjárréttina á efri hæð. Smám saman hverfur það inn í rot- klefana. Þar er 33 þús. fjár hígað í liaust, 1400 dag hverri. Aflífáð er með ^rotbyssum í þrcmur klefum. EINS OG í „AKKORÐI '. Fláningssalurinn er bjartur en frennir þröngur fyrir alit það fólk, scnt þarna verður að yiniia. Það. fyrsta, sem ég tók sérstaklega eftir á þessuni stað, var {>að, hve kapp- samlega var unnið. Finimtán flán- ingsmenri voru þarna að störfum og þeir únnu af kappi. Vonandi verður þáð fyrirgefið, að ég spurð- ist lyrir um, hvort þeir væru i' á- kvaðisvitinu og sú afsökun tekin til greina', að svóna framúrskarandi vinnubrögð hef ég ekki oft séð í Akureyrafkaupstað. Þessir menn vinna í þrem deildum, í framhaldi af jafnmörgum rotklefum, og eru búriir með 1400 fjár kl. 4.30 e. h. Roskinn maður sat á hverfisteiui og dró biturlegar svcðjur starfs- mannánna og hafði mikið að gera. Hörður vigtar kjötið til neytenda. — (Ljósmynd: E. D.). þangað til hann er tilbúinn til skoðunar. Ekkert veit ég um það, hvort þessu fólki finnst nóg um flýti fláningsmanna. Þó má álíta, éftir auðsxrri vinnugleði, áð nokk- ur liraði eigi ekki illa við það held- ur. SttiðugUr vatnsflaumur er á gólfinu og skolast éihreinindi jafn- harðan burtu. Hreiniæti er undir- staða góðra neyzluvara. SKÓÐAÐ, METIÐ OG VEGIÐ. Dýralæknir skoðar nú kjiitið rækilega og stimplar þaö cftir á- Einar Malmquist vigtar og færir í bækur. VINNUGLEÐI. í fláningarsalnum cr tekið innan úr skrokkunum og flutt 'i renntfiii niður á neðri hæð. Piltar og stúlk- ur vitina að þessu og eru furðu mörg handtök við hvern kropp. Þorbjörn hvessir eggjar Jónsson á hverfisteini. Jón Friðlaugsson metur kjötið. kveðnum reglum. en siðar er það ílutt í lyftum á neðri hæðina. Þar eru enn trúnaðarmenn að störf- um. Kjötmatsraaður skoðar hvern skrokkinn af öðrum og vigtarmað- urinn vegur þá síðan og skráir í bækur sínar og enn eru sett merki á kjötið áður en það er endanlega sett í frystiklefana. Hvítklætt og þrifalegt fólk vinnur við kjötið. FRYST TIL UTFLUTNINGS. Á sörnu hæð og mat og vigtun fer fram, eru fjöhnargar stúlkur og karlmenn að st-örfum. Innyflin eru aðskilin. Garnir raktaf og saltað- at og hreinsaðar síðar. Lifur, hjörtu og iiýru og jafnvel lungu eru sett í snotrar umbúðir til frystingar og útflutnings: Ennfremuf verðmætir kirtlar úr hrútlömlnim. Þar eru og stúlkur að útbúa hin ýmsu merki á vörurnar. Stórt pláss ér fyrir kæl- ingu á ölium innmat. IvONUR SITJA VIÐ ELDA, KARLMENN í HELJARKUl.DA. Og ekki má gleyma blessuðuin sviðunum. Þrjár konur klippa hausa og aðrar þrjár svíða í öðrum vistarvcrum, og unglingar klippa horn af liausum. Knáir nienn og lítt kulvísir yinna i frystiklefunum og enn aðr- ir við afhendingu og heimsend- ingu á slátrum, scm afgreidd eru eftir pöntunum. Uti má sjá menn með vel hlaðna gæruvagna og fleiri störf. Þar eru bændur á stjái til að taka á móti slátrum og bæjarmenn að verzla. Við vigt eina heljarmikla stendur Söhimaður og vigtar kjöt lianda verzlunum þg einstakling- Um, sem kaupa heila skrokka. SKIP LIGGUR VIÐ BRVGGJUNA. Nú í haust hafa tvö skip tekið dilkakjöt til útflutnings. Til Sví- þjóðar fóru 4950 skrokkar eða ná- lega 69 smálestir og 1700 skrokkar eða rúntar 23,5 smálestir til Barida- ríkjanna. — Nokkrir menn uhnu við útskipun þennan dag og vfir- kjötmatsmaðurinn fylgdist vel með því, ao í engu skeikaði. HUNDRAÐ MANNS. Haukur P. Ólafsson hefur verið sláturhússtjóri síðustu 6 árin, vask- ur maður og vinsæll. Hjá honum vinna um eða yfir hundrað manns, og er ekki heiglum hent að komast hjá hinum venjulegu árekstruin í ■svo stórum hópi verkafólks. En í því starfi nýtur hann margra úr- vals verkamanna og þeirra, sem verki stjórna á hverjum stað. Sigríður þvær og hæklabindur. GEYSILEG VERÐMÆTE Um leið og minnzt er á slátrun í haustkauptíð, er rétt að benda á, að verðmæti landbúnaðarfrairi- leiðslunnar nema árlega hátt í 900 milljönir króna. Örlítill hundraðs- hluti þessara vara er fluttur út, en hitt notað innanlands. Á opnu, sltýldu svæði fer slátursalan fram. — (Ljósmynd: E. D.). I fláningssalnum. — (Ljósmynd: E. D.). Kjötið flutt til skips undir umsjón Halldórs Ásgeirssonar. — (Ljósmynd: E. D.).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.