Dagur - 17.10.1959, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist
hér í kringum okkar.
Kaupið Dag. — Sími 1166.
AGUE
DAGUR
kemur næst út miSviku-
daginn 21. október.
XLII. árg.
Akureyri, laugardaginn 17. október 1959
57. tbl.
Mikil eru þau umskifli
Þar sem áður var bátadokk spratt fullþroska
bygg í sumar - Það verður gefið f uglunum
Þeir, sem vel þekkja sögu Ak-
ureyrarkaupstaðar, kunna frá
mörgum breytingum bæjarins að
segja.
HVERJU SVARAR
ÞU?
Hinar stórmcrku félagsmála-
hreyfingar: Samvinnufélögin,
ungmennafélögin og Framsókn-
arflokkurinn eiga ættarstöðvar í
Norðurlandskjördæmi cystra,
eru náskyldar og standa hcr enn
íöstum fótum. Þar er e. t. v.
skýringin á því, að þríflökkarnir,
setn allir eru bornir og barn-
í'æddir höfuðborgarfl., skyldu
sérstaklega níðast á þessu kjör-
<3æmi með því að ákveða því
íærri þingmenn en því ber með
réttu.
Þríflokkarnir, mcð Sjálfstæð-
isflokkinn í broddi fylkingar,
hafa ekki farið dult með þá
skoðun sína, að þeim þætti vald
hyggðanna of mikið. Baráttu
Framsóknarmanna fyrir alhliða
framförum og bættum lífskjörum
í sveit og við sjó um land allt,
kallaði borgarstjórinn í Reykja-
vík „stefnu óbyggðanna".
í næstu kosningum svara kjós-
endur því, hvort þeir vilja taka
undir háðsyrði borgarstjórans
með því að kjósa einhvern höf-
uðborgarflokkinn, eða styðja
haráttu þess eina stjórnmála-
flokks, sem runninn er upp í
dreifbýlinu, og berst fj'rir jófn-
um lífskjörum fólksins í landinu.
Hverju svarar þú, kjósandi góð-
Allir kannast við bátadokkina,
sunnan við hús það, sem nú er
BSO. Þar var grunnsævi orðið
og smábátum búinn annar stað-
ur. Nú eru bátarnir horfnir og
bátadokkin líka. Hún var fyllt
upp. Og í sumar var sáð þar
grasfræi og byggi í sendinn jarð-
veg og var illa spáð fyrir þessum
gróðri.
Byggið þroskast.
En það fór öðruvísi en spáð
var. Þótt jarðvegurinn sýndist
sandur einn, er það mála sann-
ast, að grasfræið spíraði vonum
framar og byggið óx vel.
I sumar var fagur byggakur,
þar sem áður var einn mesti
óþverrastaður þessa bæjar. Og
bæjarbúar hafa vonandi tekið
eftir því, að nú fyrir skömmu tók
akurinn að gulna, en guli litur-
inn á kornökrum, er merki þess
að kornið er að þroskast. Hin
hagstæða tíð, sem enn stendur
bætti það upp hve seint var sáð
og sandurinn sýndi enn einu
sinni, hvers hann er megnugur,
þegar honum er trúað fyrir
nytjajurtum og heppileg aðstoð
veitt í alhliða áburði.
Framhald á 7. siðu.
Frá Barnaskóla Akureyrar. Börnin fara í raðir er skólabjallan kallar. — (Ljósmynd: E. D.).
„NÚ ERU JAFHVÆG
Um þau fórust Karli Kristjánssyni alþingismanni m. a. svo orð í útvarpsumræðunum í fyrrakvöld
ÚTVARPS-
UMRÆÐUR
Frambjóðendur stjórnmála-
flokkanna í Norðurlandskjör-
dæmi eystra héldu ekki sameig-
inlega framboðsfundi í hinu nýja,
stóra kjördæmi.
En stjórnmálaumræðum þeirra
var útvarpað frá endurvarps-
stöðinni í Skjaldarvík tvö kvöld
í þessari viku og hófust þær um
kl. 8.15.
Umræður þessar fóru prúð-
mannlega fram, svo sem við var
að búast. Ræður manna eru að-
alumræðuefni manna á milli
þessa dagana, og er það vel, að
almenningur reyni að glöggva
sig á störfum og stefnum hinna
cinstöku stjórnmálaflokka, áður
cn gengið er að kjörberðinu
þann 25. þ. m.
„Flokkar eru starfandi í stjórn-
málum vegna nauðsynlegra sam-
taka fólks í höfuðmálum og ráða
eðlilega lífsskoðun og hagsmunir
miklu um, hvernig menn skipa
sér í flokka. Flokkaskipun hlýt-
ur, ef allt er með felldu, að
breytast með breyttum timum og
nýjum viðhorfum.
Nú eru jafnvægismálin komin
efst á baug. Kjördæmabyltingin
hefur stækkað þau og gert þau
háskalegri en nokkru sinni fyrr.
Nú hljóta menn að skipa sér til
stuðnings við flokka að tilefni
þeirra mála — annað væri ófor-
svaranlegt andvaraleysi.
Hver sveit, kauptún og kaup-
staður hér í Norðt|rlandskjör-
dæmi eystra hefur þreifað á þeim
staðreyndum, að höfuðborgin og
hennar grennd sogar til sín fólk
og fjármuni. Þetta hefur -hún
gert með krafti, sem. að ýmsu
leyti hefur mátt kalla sjálfvirk- (
an. Ef nú hið pólitíska vald gerist
meðvirkara þessum krafti —
eins og til er stofnað með kjör-
dæmabyltingunni — þá er voð-
inn vís.
Allir fslendingar hljóta að
vilja höfuðborg sini vel. En það
er ekki að vilja henni vel, að
hún vaxi meira og meira á kostn
að landsbyggðarinnar. Ef það
gerist verður þjóðfélagið eins og
líkami, sem er sjúkur af því að
allt blóðið sækir til höfuðsins.
Limirnir kólna upp og visna og
höfuðið, Reykjavík, sýkist líka af
blóðsókninni. Ógæfan verður
gagnkvæm og alger.
Reykjavík sjálf þarf að gæta
sín fyrir hinni pólitisku valda-
græðgi flokkanna, sem eru synir
hennar. Hún ætti að taka þátt í
að aga þá — og gerði það raunar
h'ka -í síðustu kosningum, dá-
lítið.
Hið sjálfvirka aðdráttarafl
Reykjavíkur, sem fjölmennið
skapar, lífsþægindin, fjölbreytt
atvinna, aðstaða til náms, hag-
nýting sérstakra hæfileika og
skemmtanalíf dregur til sín ungt
íólk utan af landinu og þar með
fer vinnukrafturinn til Reykja-
víkur. Á eftir fara svo aldraðir
foreldrar með fjármuni sína. —
Engin predikun megnar að koma
í veg fyrir þetta.
Hið eina, sem hamlar á móti
aðdráttaraflinu, er að bætt sé
lífsaðstaða fólksins úti um land
svo að fólkið geti unað þar við
sín hlutskipti og í samanburði
við kjör höfuðborgarbúanna,
þegar á allt er iitið. Að því þarf
þjóðfélagið að vinna með fólkinu
sjálfu, eftirtölu- og tvíveðrungs-
laust.
Sú er stefna Framsóknarflokks-
isn, enda er hann upprunninn á
landsbyggðinni og alinn upp af
fólkinu þar. En stefna hans er
auðvitað þveröfug við stefnu
þeirra forystumanna í stjórn-
málum, sem halda því fram, að
of miklu fé hafi verið varið til
þess að gera lífvænlegt úti um
land. Enda ásaka þeir Fram-
sóknarílokkinn um slíka meðferð
fjár. Þær ásakanir eru heiður
fyrir Framsóknarflokkinn."
¦I
ÞYRFTI NOKKRA BETRUMBOT
Björn Jónsson ag menn hans muna áreiðardega eftir orrustunni í
19 manna nefndinni vorið 1958. Mcnn hér uían af landi höfðu það þá
fram með naumindum, að Alþýðubandalagið stóð með Hánnibal og
Lúðvík og studdi lausn vinstri stjórnarinnar í efnahagsmálum. 7 af
8 þingmönnum Alþýðubandalagsins stóðu þá með stjórninni. En
formaður Sósíalistaflokksins, nú formaður Alþýðiibandalagsins,
Einar Olgcirsson, tók sig úr. Hann talaði og greiddi atkvæði gegn
vinstri stjórninni, éins og Áki Jakobsson og Eggert Þorsteinsson.
Þá mun Björh Jónsson ekki hafa verið mjög hrifinn af því atferli.
Hann veit, að Einar Olgeirsson þarf að fá pólitíska betrumbót. Sú
bctrumbót er í því fólgin, að atkvæðum Alþýðubandalagsins fækki
dálítið í þessum kosningum og rcnni til Framsóknarflokksins, sem
alltaf og cinhuga stóð með vinstri stjórninni.
Einar þarf að sjá það svart á hvítu, að vinstri mönnum Alþýðu-
bandalagsins hafi ekki líkað tal hans í vctur UM VINSTRI STJÓRN
MEÐ ÍHALDINU.