Dagur - 17.10.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 17.10.1959, Blaðsíða 4
4 D A G U R Laugardaginn 17. október 1959 / Shrilstol.i i ‘XI — sími IKilj RITsTJÓKI; E R L í X C, 11 R 1) A V í 1) S S <> X ■Vni;lýsiiií»:i<;tjmí: J Ó \ S V \f Ú E LSSON Árganftiirinn kostar kr. SS.00 Hlaðið keuun út á tui<>> ikiutiiguin og lattjtanlíigHin, |>ft;ar olni startíla til ííjaUUlagi rr I. jtili 1‘KENTVF.RK OM)S IJJÖRNSSONAR H.F. Landið og höfuðborgin Gísli Guðmundsson alþingismaður sagði m. a. í útvarpsræðu sinni 14. þ. m.: „Norðurland hefur á þessu ári setið á liak- anum við ráðstöfun nýrra togara, þvert á móti því, sem vinstri stjómin og atvinnu- tækjanefnd, undir forystu Framsóknarflokks- ins, ætlaðist til og hafði undirbúið. Og nú fvrir nokkrum dögum fengu sveitirnar sína aðvörun, með útgáfu bráðabirgðalaga Al- þýðuflokksstjórnarinnar, sem hún birti al- menningi, EFTIR að forráðamenn Sjálfstæð- .isflokksins höfðu, samkvæmt frásögn forsæt- isráðherra í Alþýðublaðinu 22. fvrra mánað- ar, tjáð henní, AÐ LÖGBINDINGIN MYNDI AF SJÁLFSTÆÐISMANNA HÁLFU EKKI LÁTIN HAFA SAM- STARFSSLIT í för með sér. Þeir sem vilja safna saman fjármagninu, atvinnutækjunum og fólkinu — og gera mestan hluta landsins að einhvers konar þjóðgarði — geta án efa fært fram rök fyrir sínu máli, og mér finnst að þeir ættu þar að ganga HREINT TIL VERKS í stað þess að bera kápu á báðum öxlum og hafa tæpi- tungumenn í kjöri. Þetta er skýr þjóðmála- stefna. Að baki henni standa ákveðnir, at- hafnasamir menn í Reykjavík, bæði í Sjálf- stæðisflokknum og flokkunum, sem kenna sig við alþýðu — þótt ekki eigi það við um alla, sem þá flokka hafa stutt. — En við Framsóknarmenn erum á allt annarri skoðun — og við segjum það hreint og beint alls stað- ar, líka við kjósendur í höfuðborginni. Við höfum hér engu að leyna. Við vitum að það getur verið að sumu leyti reikningslega hag- kvæmt að safna fólkinu saman á lítið lands- svæði, kannski í eina borg, og búa um sig þar. En við teljum, að ókostirnir séu meiri. íslendingar eiga þetta land, af því að þeir hafa byggt það allt, og þeim ber að halda áfram að byggja af því það, sem byggilegt er. Það er rangt, sem eg hef oft heyrt haldið frarn, að fólkið í fámennu byggðarlögunum víðs vegar um landið, skili lítilli framleiðslu í þjóðarbúið. Eg hef sjálfur gengið úr skugga um það með athugun, að t. d. mörg fámenn sjávarpláss, kauptún eða kaupstaðir, framleiða hlutfallslega mjög mikið af út- flutningsvöru miðað við íbúatölu. Það er m. a.vegna þess, að svo að segja hver vinnufær manneskja þar, einnig börn og unglingar, vinna beinlínis að sjálfri framleiðslunni. — Þetta geta menn sannfært sig um, t. d. hér á Framsóknarmenn erum á allt annarri skoðun Norðurlandi. Samkvæmt útreikningum lítur úí fyrir,að þjóðinni fjölgi um meira en helm- ing á næstu 40 árum. Svo ætti fólk að fara að leggja sveitir og sjavarþorp í eyði og yfirgefa þar mikil verðmæti. Það er ekkert vit í slíku. Við viljum þvert á móti, að stefnt sé að því af hálfu þjóðfélagsins, að sem mest af þjóðar- aukanum í hverjum landshluta geti numið land í átthögum sínum — stofnað þar heimili í bæjum, þorpum og sveitum.“ Hafnarstræti — Skipagata — Hafnarstræti. Á SÍÐKVÖLDUM er mikið um bílaférðir í bænum. Þá aka menn um Hafnarstræti, þaðan inn í Skipagötu og svo aftur inn í Hafnarstræti. Þessi hringur er sífellt ekinn frá kl. 814—12. Eins og öllum má ljóst vera, er ákaf- lega heilsusamlegt að aka þenn- an hring í góðu veðri. Það er hart, ef þessi ágæti siður þarf að leggjast niður vegna umgangs unglinganna — eða þeirra ungl- inga, sem ekki vilja eyða sumar- kaupinu til þessarar hring- keyrslu. Það gleður mig innilega eins og alla löghlýðna menn aðra, að lögreglan skuli hafa tek- ið í taumana, svo að hinir róm- antísku og fjáðu geti framvegis ekið í hring á síðkvöldum. Það á að taka hart á því, ef hugsunar- laus og óábyrgur unglingahópur tefur þessar bráðnauðsynlegu og hollu bílaumferð í miðbænum á kvöldin. — A. „Á eftir hverjum öðrum.“ ERINDREKI frá Slysavarna- félagi íslands hefur verið hér í bænum að undsnförnu. Hefur hann sýnt börnunum kvikmynd- ir um umferðarmál, og er það gott verk og gagnlegt, þótt leið- beiningar til ungs fólks um, hvað það megi ekki gera, hafi oft á tíðum gagnstæð áhrif við það, sem til er ætlazt. Erindrekinn gaf börnunum ljómandi fallega og myndskreytta stundaskrá, og á hana eru prent- aðar ýmsar leiðbeiningar. Þar er meðal annars sagt, að börnin skuli ekki fijóla samhliða, held- ur „á eftir hverju öðru“. Stunda- skrá þessi verður áður en lýkur í höndum þúsundá, og það er leitt, að hið ágæta félag skuli dreifa þessari „íslenzku" meðal æskulýðsins í landinu. Virðist óþarft að láta þá semja reglur, sem ekki kunna móðurmálið betur. — A. LITIÐIBÆJARBLÖDIN Friðjón fellur. Dagur benti nýlega á, að sam- kvæmt atkvæðatölum í vor, vantar Alþýðuflokkinn um þriðj- ung atkvæða til að fá einn mann kjörinn á þing í Norðuriands- kjerdæmi eystra. Ritstjóri Alþýðumannsins, sem enn horfir fram á áframhaldandi fylgishrun Alþýðuflokksins,kall- ar þetta þó „grófar blekkingar, sem ekki styðjist við nokkrar líkur, hvað þá sannindi.“ Ritsti. Alþm. verður að kingja þeim beizka bita, hvort sem hon- um er geðfellt eða ekki, að kosn- ingatölurnar frá í vor, eru engar „blekkingar", ekki aðeins „lík- ur“, heldur „sannindi“, og þær segja eins skýrt og tölur geta talað, að Alþýðuflokkurinn hlaut aðeins % af því atkvæðamagni, sem til þess þurfti að fá einn mann kjörinn í Norðurlandskjör- MOKKURKALFI ÍHALDSINS Framhald af 8. siöu. leirjötunninn lirynur til grunna. En víst eru stefnuhvörf orðin. — Höfuðandstæðingur hans liefur náð öruggri fótfestu í heimkynn- um hans. Nú skelfur Mökkurkálfi af hræðslu og hjartað það hið að- fengna er óstöðugt. Vísitalan óbreytt Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík 1. október 1959 og reyndist hún vera 100 stig, eða óbreytt frá grunntölu vísitölunn- ar 1. marz 1959. dæmi eystra. Af þessu er fall Fi'iðjóns augljóst, og ekki síður þótt ritstj. Alþýðumannsins færi „veigamikil rök fyrir kjördæm- iskjöri Friðjóns". Þau . „rök“ minna aðeins á, að fylgið hrundi af Alþýðuflokknum í vor — líka hér á Nofðurlandi. Vel taminn. Sjálfstæðisflokkurinn hælir sér af því hve vel hafi tekizt að gera Alþýðuflokkinn hlýðinn og auð- sveipa.n til hvers sem vera skal — hann sé vel taminn. Sumum Alþýðuflokksmönnum líkar þetta að vonum miður. Svo er að sjá, sem ritstjóri Alþýðumannsins kunni þó ekki illa við hlutverk sitt. Að minnsta kosti birtir hann eftirfarandi klausu í blaði sínu, án þess að hafa hugmynd um hve vel hún skilgreinir samstarf hans og flokks hans við íhaldið! „Blessaðir góðir, vitið þið ekki að skottið og kjafturinn eru að- eins tveir mismunandi líkams- hlutir á honum seppa? Þegar gripið er í rófuna, geltir kjaftur- inn, og þegar klappað er á trýn- ið, dillar skottið?‘‘ - Efling Akurevrar Framhald af 8. siöu. kjördæminu, ættu Framsóknar- ménn að vinna á við þessar kosn- ingar. Baráttan er að vísu tvísýn, en Framsóknarflokkurinn hefur liinum mætustu mönnum á að skipa og styður það vonir manna um, að fjórir menn verði kjörnir á þing af lista þeirra, og að Ingvar Gíslason, sem nú er í baráttusæti flokksins, verði kjörinn. Til þess benda kosn- ingarnar frá í vor á Akurcyri, að hann fnuni auka fylgi flokksins, einnig að þessu sinni. FRÁ ÞVOTTAHÚSINU MJÖLL Opnum aftur 19. þessa mánaðar í SKIPAGÖTU 12. ÞVOTTAHÚSIÐ MJÖLL ÞANKAR OG ÞÝÐÍNGAR ÞETTA SAGÐI GRÖNDAL FYRIR ÖLD. .... „Svona er það á íslandi, í því smáa. Þar er fjöldi fólks, sem vill endilega vera í Reykjavík, af því að þar er meira drasl en annars staðar á land- inu; svo eru foreldrarnir, sem eru vitlausir eftir að senda dætur sínar til höfuðborgarinnar, „til að framast og læra að sauma.í1 O, herre Gud, o, herre Gud! Hvern andskotann ætli þær læri nema dufl og daður “ — (Úr bréfi frá B. Sv. Gröndal til Sig- ríðar Magnússon, árið 1869.) KARFAN. Þegar Macmillan ákvað kosningarnar, sem fram fóru nýlega í Bretlandi, þá gerði hann það vafa- laust með tilliti til þess, að þá voru helztu andstæð- ingar hans, foringjar Verkamannaflokksins, staddir í Rússlandi. Þetta kom þeim illa, og þeir flugu hið skjótasta heim, miklu fyrr en þeir ætl- uðu. Hér er saga frá ferðalagi þeirra. Er Verkainannaflokksforingjarnir komu frá Bret- landi til Moskvu, var farangur þeirra tekinn úr flugvélinni og settur á einn stað. Meðal farangurs- ins var stór, ómerkt tágakarfa. Hún var svo flutt upp í herbergi Bevans, en hann kvaðst ekki eiga hana. Þá var reynt við Denis Healy, en hann kannaðist ekki við gripinn. Ekki vildi Davíð Enn- ols, sérfræðingur Verkamannaflokksins í utanrík- ismálum, heldur vðurkenna körfuna sem sína eign, og eftir nokkurra daga hrakning lenti karfan til flokksformannsins, Gaitskell. Hann þekkti körfuna á augabragði og horfði á hana með undrun og skelfingu. Þetta var karfa Gaitskellfjölskyldunnar, sem notuð er undir óhreinan þvott. Hún hafði lent með af misskilningi, er farið var frá London. Ea óhrein föt voru þó engin í körfunni, því að hún hafði verið nýkomin frá þvottahúsinu. JONATHAN SIVIFT (16G7—17-15) írskur prestur og rithöfundur. Samdi m. a. Ferðir Gullivers. Svwft fór oft í langar gönguferðir sér til skemmt- unar. Eitt kvöld lenti hann í illviðri, svo að hann neyddist til að fara inn á lítið gistihús oð biðja um gistingu. Gestgjafinn sagði honum, að það hefði verið torgsala í þorpinu þennan dag, og hvert einasta herbergi væri upptekið. Það væri að vísu aðeins einn maður í ein herberginu, en það væri einn alr ræmdasti dóninn í héraðinu, svo að hann kynni ekki við að bjóða presti að sofa í sama herbergi — Nú, því ekki það, sagði Swft. Hálft rúm er betra en ekkert. Hann lét því næst fylgja sér til herbergisins. Maðurinn sat við borðið, ljótur á svip. — Gott kvöld! sagði Swift. Ekkert svar. — Gerðuð þér góð kaup á torginu? Steinhljóð. — Eftir því, sem eg hef heyrt, þá voru margir þarna í dag. Enn virti maðurinn hann ekki svars. — Já, eg vildi, að það gengi eins vel fyrir mér, sagði Swift og stundi við. Maður þénar bara ekki neitt. Síðustu þrjá mánuðina hef eg ekki hengt nema fjóra menn. — Ha, hvað hafið þér? spurði maðurinn við borðið, steinhissa. Hengt? Hvað hafið þér hengt? — O, bara fjórg veslings syndara. — Hver eruð þér? — Nú, vitið þér það ekki? Eg er böðullinn frá London. Eg var á leið til Tyburn til þess að hengja tvo ræningja... .! • • Swift komst ekki lengra. Maðurinn rak upp vein, þaut upp af stólnum og hvarf hið skjótasta. Eitt sinn sat Swift í veizlu við hlið konu nokk- urrar, sem spurði hann meðal annars: — Segið mér nú eitt, prestur minn. Þó að eg líti í spegil á hverjum morgni og gleddist yfir fegurð minni, væri það þá synd? — Nei, svaraði Swift, hálfgramur, það væri eng- in synd, það væri misskilningur!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.