Dagur - 17.10.1959, Blaðsíða 5

Dagur - 17.10.1959, Blaðsíða 5
Laugardaginn 17. október 1959 D A G U R 5 # „Kominn í blancl við tröllin” Eg sé, að Bjartmar Guðmunds- son á Sandi, frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins nú, hefur látið birta í íslendingi 10. þ. m. alllanga, en vafningasama grein, sem á vera einhvers konar at- hugasemd og svar við þeim fáu orðum, sem höfð voru eftir mér í Degi litlu áður, út af viðtali, er B. G. hafði átt við íslending, þar sem hann hafði leyst nokkuð of- an af skjóðu sinni. (Morgun- blaðið endurprentar allt, sem Bjarímar skrifar í íslending um þessar mundir.) Eg leiðrétti í viðtalinu við Dag ósannindi, sem B. G. hafði orðið á að láía hafa eftir sér í íslend- ingi snertandi Kaupfélag Þing- eyinga. Hann unir þeirri leið- réttingu ekki vel. Dregur sumt til baka og segir, að ekki hafi átt að skilja sig eins og orðin hljóða þó, og allir munu hafa gert. Hitt segist hann segja satt, að Framsóknarmenn hafi á árunum fyrir 1937 gert K. Þ. að „póli- tísku hreiðri“. Kemur hann í því sambandi með tvö dæmi, ósam- st'æð og barnaleg af hans hálfu. Hið fyrra er, að Pétur Sigfús- son, starfsmaður K. Þ., hafi reynt með viðtali að gera sig fráhverf- an Bændaflokknum, en um þær mundir segist hann hafa stutt þann ílokk. Eg get ekkert sagt um það, hvort hér er rétt með farið. En frásögnin hefur slúðursögublæ. Hitt dæmið er, að eg hafi talað um kosningu sýslunefndarmanns í Aðaldal við menn þaðari. Vel getur þetta verið satt, því að eg var þá sýslunefndarmaður og hafði ástæðu til að láta mér ekki á sama standa hverjir störfuðu með mer þar. En það kom K. Þ. ekkert við. Ætli þær séu margar í landinu skrifstofurnar, sem eru alveg lausar við, að þar sé af einhverj- um minnt einhvern tíma á það, sem er sambærilegt við þetta, sem að ofan greinir, — eða stjórn mál ýmiss konar? Er nokkurt vit í að kalla stofn- anirnar, sem eiga skrifstofurnar, þess vegna „pólitísk hreiður"? Jafnan hafa verið starfsmenn við K. Þ. — fleiri eða færri, — sem fylgt hafa öðrum flokkum að málum en Framsóknarflokkn- um. Stundum hafa þessir menn vitanlega „hjá K. Þ.“ minnzt á þau málefni, sem hafa verið á dagskrá í pólitíkinni. Væri hægt að nefna ótal dæmi um slíkt, ámóta og dæmi Bjartmai’s. Og svona mun það vera í frjálsra manna löndum um allar jarðir. Það var illa gert af Bjartmari Guðmundssyni að auka elda óvinafagnaðar með því að bera í þá rangar fullyrðingar um, að K. Þ. hafi verið (og sé?) „pólitískt hreiður". Hann verður að gæta þess, að af því hann er stjórnarnefndar- maður í K. Þ., geta andstæðingar samvinnufélaganna sagt — og segja: Heyr! heyr- Þarna talar kunnugur maður. Þetta geta ekki samvinnumenn sagt, að sé skrök- saga úr Vísi eða Morgunblaðs- lýgi! Það er tröllslega sótt að sam- vinnufélögunum um þessar mundir af stórkaupmannavaldi landsins og málaliði þess. Starf- semi félaganna er rógborin og rangfærð af hinni mestu illgirni. Hér er sýnishorn úr grein í Vísi 8. þ. m. Greinin heitir „Arftakar dönsku einokunarinnar“. „Vegurinn er ruddur: Nú er hægt að feta í fótspor hinna dönsku einokunarböðla. Frjálsri verzlun er útrýmt. Kaupfélögin eru orðin einráð og allsráð í mörgum byggðarlögum. Þau eru undanþegin lögunum. Lögunum er aðeins beitt gegn andstæðing- um kaupfélaganna. Skoðanakúg- un fylgir í kjölfar kaupfélaganna. Enginn fær atvinnu hjá sam- vinnufélagi, nema gerast hand- bendi Framsqknarflokksins eða kommúnista. Bændur eru neyddir til að afhenda kaupfé- lögunum „sínum“ afurðir sínar. Verðið fá þeir að heyra að ári. Fyrst Verður Framsóknarflokk urinn að taka sitt afgjald í fræðslusjóð, menningarsjóð og hvað þeir nú heita allir áróðurs- sjóðir Framsóknarflokksins, sem bændur verða að fylla undir því yfirskyni, að þetta séu „þeirra sjóðir“. Kaupfélagsstjórarnir verða stétt: eins konar amtmenn eða. hirðstjórar,sem skammta almúg- anum kjör — alveg eins og í gamla daga — alveg eins og þeir dönsku." Finnst ekki fleirum en mér, að þarna sé tæplega eins og mennskur maður tali? Þingeyingar þekkja samvinnu- hreyfinguna manna bezt. Það er ekki til neins fyrir Vísi, Mogg- ann eða íslending að ætla sér að afflytja hana í augum þeirra. Hún hefur hjá Þingeyingum ver- ið haldreipi í efnahagsmálum og er samofin lífsskoðun þeirra yf- irleitt og mennir.gu. Bjartmar Guðmundsson er ljóðakær maður. Hann kannast án efa við þessar hendingar úr kvæði Jóns Helgasonar, þar sem skáldið yrkir um hamrana við Ólafsfjörð: „Ein er þar kona krossi vígð, komin í bland við tröllin." Eg fyrir mitt leyti vissi ekki annað en Bjartmar hefði „vígzt“ samvinnustefnunni, ef svo má að orði komast. Nú gefur að lesa í íslendingi og Morgunblaðinu, að honum þykir „heiður“ að því að vera í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæmi Þingeyinga. Ennfremur sé eg í þessum blöðum, að hann líkir því óbeint (með tilvitnun í kvæði eftir Nor- dal) við sjálfa hamingjuna. Áðurnefndar frásagnir um K. Þ. eru svo til viðbótar. Af þessu er Ijóst, að Bjartmar er því miður „kominn í bland við tröllin‘.‘. Til þess að fyrirbyggja allan misskilnings, tek eg fram, þó að reyndar ætti ekki að þurfa, að eg líki alls ekki fólki því, sem er í Sjálfstæðisflokknum við tröll. Það er langt frá því. Eg þekki þar margt ágætt fólk og á í hópi þess góða vini, sem eg met mik- ils persónulega. En eg líki hiklaust við tröll hinni ópersónulegu auðshyggju og sérhagsmunastefnu Sjálfstæð- isins og stórkaupmannavaldsins, sem sækir nú með nærri því að segja takmarkalausu offorsi að samvinnufélögunum. Pt. Akureyri, 17. okt. 1959. Karl Kristjánsson. SOGUR AF MARK TWAIN Mark Twain var eitt í heim- sókn í New York og sat sem heiðursgestur eitt kvöld í Metro- politan-óperunni. Hann sat í stúku ásamt frúnni, sem hafði boðið honum. Frúin var símalandi allt kvöldið, og er dró að lokum óperunnar, þakkaði hún Mark Twain kærlega fyrir að hafa þegið boðið, og bætti við: — Eg vona, að þér verðið gestur minn hérna bráðlega aft- ur, t. d. næsta miðvikudagskvöld, því að þá verður hér sýning á Carmen. — Já, það þætti mér mjög gaman, sagði skáldið. Eg hef aldrei heyrt yður í Carmen! Eitt sinn í samkvæmi fullyrti Mark Twain, að aldrei hefði nokkur kvenmaður skrifað bi’éf án þess að bæta postskriptum, eftirmála við. — Eg skal nú sanna yður í næsta bréfi mínu, að þér hafið á röngu að standa, hrópaði ein hinna viðstöddu kvenna. Nokkrum dögum seinna fékk Mark Twain bréf frá henni. í því voru mörg rök og sannfærandi, en fyrir neðan undirskriftina stóð: P. S. Hver hafði svo á réttu að standa, þér eða eg? Ein af aðdáendum Mark Twains lét í ljós mikla aðdáun og undrun yfir því, hve minni hans væri geysinákvæmt. Hann gæti sagt nákvæmlega frá öllu í end- urminningúm sínum, sem fyrir hann hefði komið. Mark Twain svaraði: — Sjálfum finnst mér miklu stórkostlegra, hve nákvæmlega eg man það, sem aldrei hefur komið fyrir mig. Mark Twain var eitt sinn boð- inn í miðdegisverð til auðugs uppskafnings, sem var mjög hreykinn af peningum sínum og notaði hvert tækifæri til þess að segja gestum sínum verð kræs- inga þeirra, sem hann bauð þeim. í þetta sinn talaði ríkisbubb- inn mjög undir borðum um hinar stóru og dýru vínþrúgur, sem 'nann hefði sjálfur útvegað frá Kaliforníu, og hann leit oft til Mark Twains í þeirri von, að hann segði einhver hrósyrði um þrúgurnar. Það brást heldur ekki! Hinir gestirnir bliknuðu af skelfingu, er Mark Twain sagði svo hátt, að allir heyrðu í stof- unni: — Þetta eru bara alveg dá- samlega góðar þrúgur. Má eg fá fyrir svona 10 dollara í viðbót? Á einni ferð sinni kom Mark Twain í lítið gistihús í Vestur- í’íkjunum. Er hann var í þann veginn að skrifa nafn sitt í gestabók hótels- ins, rak hann augun í það, sera síðasti gesturinn hafði skrifað. Þar stóð: Bai’ónessa X með fylgdarliði, og Mark Twain skrifaði fyrir neðan: Mark Twain með koffort. Er Mark Twain var eitt sinn á ferðalagi í Evrópu, kom hann til Frankfurt og hitti þar gamlan vin sinn, Cook höfuðsmann, sem var bandarískur ræðismaður í borginni. En nú stóð svo á, að Cook var að láta niður pjönkur sínar. Það höfðu orðið forseta- skipti í Bandaríkjunum, og Cook, sem var Repúblikani, hafði vei’ið sagt upp starfinu, en Demókrati átti að taka við. — Þetta er svívirðilegt, sagði Mark Twain, en þetta mál skal eg taka að mér, það veit sá, sem allt veit! Sama kvöld skrifaði hann dóttur forsetans, ungfrú Cleve- land, eftirfarandi bréf: Kæra Rut mín! Eg hef aldrei skipt inér neitt af flokkapólitík, og það er föst regla mín að biðja aldrei með- limi nokkurrar ríkisstjórnar um að gera mér greiða, en eg álít þó réttast að snúa mér til yðar per- sónulega til þess að vekja athygli yðar á þeirri staðreynd, að faðir yðar er í þann veginn að fremja mikla glópsku með því að reka frá starfi einn bezta ræðismann- inn, sem eg þekki, af þeirri ástæðu einni, að ágætismaður þessi er Repúblikani, og það er Demókrati, er vill fá embæitið. Framliald á 7. siðu. •Al LLsti Alþýðuflokksins X B Lkti Framsóknarflokksiiis D Listi Sjálfstæðisflokksins F Listi ÞjóSvarnarfkikks íslands j€r ■ Listi Alþýðubandalagsms Frlðjón Skarphéðinsson Bragi Sigurjónsson Guðmundur Mákonarson Tryggvi Sigtryggsson Guftni Árnaaon Krist ján Ásgeirsson Hörður Björnsson Sígurður E. Jónasson j íngóifur Melgaaon Jóhann Jónsson Jón Sigurgeirsson Maguús E. Guðjónsson Karl Kristjánsson Gísli Guðmundsson Garðar Halldórsson Ingvar Gíslason Jakob Frtmannsson Bjöm Stefánsson Valtýr Kriatjánsson Þórhailur Björnsson Edda Eiríksdóttir Teitur Bjömsson Eggert ólafsson Bernharð Stefánsson Jónas G. Rafnar Magnús Jónsson Bjartmar Guðmundsson Gísli Jónsson BjÖrn Þórarinsson Vésteinn Guðmundsson Friðgcir Steingrímsson Páll Þór Krístinsson Ámi Jónsson Baldur Kristjánsson Baldur Jónsson Jóhannes Laxdal Bjarni Arason Bergur Sigurbjörnsson Hjalti Maraldsson Bjöm Halldórsson Eysteinn Sigurðsson Hermann Jónsson Tryggvi Stefánsson Sigfás Jónsson Svava Skaptadóttir Magnús Alberts Aðalsteinn Guðnason Stefán Halldórsson Björn Jónsson Páll Kristjánsson Ingólfur Guðmundsson Soffía Guðmundsdóttir Kristján Vigfússon j Sigursteinn Magnússon , Olgeir Lúthersson j Jón B. Rögnvaldsson Lárus Guðmundsson Jón Þór Buch Friðrikssan j Daníel Ihmielsson Tryggvi Helgason Þannig lítur kjörseðillinn út þegar kjósandi hefur kosið B listann. B-LISTINN ER IISIIFRAMSÓKNARFLOKKSINS UM LAND ALLT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.