Dagur - 29.10.1959, Blaðsíða 7

Dagur - 29.10.1959, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 29. október 1959 D A G U R 7 Týndu nefin halda áfram að veiða r Ur frásögn Hilmars Kristjánssonar Það hefur nú komið í ljós, að hin ágætu og rómuðu veiðarfæri, nælonnetin, og net, sem gerð eru úr öðrum gerviefnum, hafa sína alvarlegu galla. Eins og sagt hef- ur verið frá í íslenzkum blöðum hafa sjómenn veitt því athygli, að ef net úr þessum varanlegu efnum tapast, halda þau áfram að veiða fisk, sem vitanlega drepst í netunum og kemur eng- um að gagni. Matvæla- og land- búnaðarstofnun Sameinuðu þjóð- anna (FAO) hefur látið þetta vandamál til sín taka. Talið er, að það sé ekki sízt við strendur íslands, sem slík „drauganet", eins og þau hafa verið kölluð, velkjast , sjónum. Hilmar Krist- jónsson, forstjóri veiðafæradeild- ar FAO í Róm, hefur nýlega gert máli ðað umtalsefni og segir svo frá ummælum hans í fréttatil- kynningu frá FAO: „Nælonnet eru nú til dags nær eingöngu búin netflám úr málmi eða plasti ,þ. e. a. s. úr varanlegu efni eins og netin sjálf, sem ekki rotnar við að liggja í sjó. Þegar þessi net losna frá dufli, eða tap- ast á annan hátt í sjó, halda þau áfram að reka í veiðistöðu, en sökkva ekki til botns. Netin haida því veiðihæfni sinni' eins og er þau .voíú lögðJyrst á mið- unum.“ ' ” Full nct af dauðuni fiski. „Það er tiltölulegá stutt siðan,“ heldur Hilmar áfrain frásögn sinni, „að sjómenn veittu því athygli, að fiskur heldur áfram að ganga í þessi „dx-auganet“ mánuðum og jafnvel árum sam- an eftir að netin töpuðust. Net, sem fundist hafa eftir að þau höfðu velkst í sjónum langa lengi, hafa verið full af dauðum fiski, fiskbeinum og lifandi fiski.“ Hilmar telur ekki ástæðu til að óttast, að svo komnu, að „dx-augai-nir“ vinni fiskstofninum verulegt tjón, en málið væri þó nógu alvarlegt til þess, að gera ráðstafanir til þess að net reki ekki stjórnlaust um auðug fiski- mið og drepi þar mikið magn af fiski. „Það má gera sér nokkra hug- mynd um, hve miklu tjóni „draugarnir“ geta valdið, þegar athugað er, að hver fiskibátur við strendur íslands leggur 75— 90 slík net í lögn og að saman- lögð lengd netanna getur verið um 4 kílómetrar. Á vissum árs- tíðum eru net mikið notuð við fiskveiðar við ísland og tapast þá oft kílómetra langar neta-trossur í vonzku veðrum, eða sökum þess að togarar slíta netin frá duflum sínum.“ Hilmar benti á, að vitanlega yrði með tjón af „draugnum“ á fjölsóttum veiðisvæðum, en hættan hefði einnig gert vart við sig við strendur Afríku og Asíu, þar sem nælonnet hafa einnig rutt sér til rúms. Vandamál bygginga-iðnaðarins Fulltrúar ríkisstjórna, vinnu- veitenda og verkamanna frá 21 þjóð komu saman a ráðstefnu síðari hluta þessa mánaðar í Genf, á vegum Alþjóðavinnu- málaskrifstofunnar (ILO), til þess að ræða vandamál bygging^ iðnaðarins. Á dagskrá ráðstefn- unnar eru m. a.: Flutningar bygginga-verkamanna milli landa og ungir byggingaverka- menn — staða þeirra og framtíð- armöguleikar. ILO hefur safnað margs konar fróðlegum skýrslum um bygg- ingaiðnaðinn í heiminum, sem lagðar verða fyrir ráðstefnuna. T. d. eru birtar töflur yfir at- vinnu og atvinnuleysi bygginga- verkamanna á óindaníörnum ár- um. Skýrslur ILO sýna m. a., að byggingastarfsemin í heiminum hefur aukizt til muna, þótt fjár- hagslægðin á árunum 1957— 1959 hafi nokkuð dregið úr ný- byggingum, og þrátt fyrir að nokkrar ríkisstjómir hafa heft byggingastarfsemi í þeim tilgangi að draga úr fjárfestingu sökum verðbólguhættu. Alþjóðlegur byggingamarkaður. Þá sýna skýrslur ILO, að á undanförnum árum hefur fyrir- tækjum fjölgað til muna, sem bjóðast til að sækjast eftir bygg- ingavinnu utan heimalanda sinna. Eru nú um 180 slík bygg- ingafélcg í heiminum. Um 20 þeirra haf.a heimilisfang í Banda- ríkjunum, 40 í Vestur-Þýzka- landi, 60 í Bretlandi, 20 á ítalíu, 25 í Frakklandi og 15 fyrirtæki í öðrum löndum Evrópu. Ymis alþjóðleg vandamál hafa skapast, í sambandi við starfsemi þéssara byggingafélaga og verða þau tekin til meðferðar á ILO- ráðstefnunni. Þá mun ráðstefnan ræða um nýjungar, sem orðið hafa hin síð- ari ár í byggingaiðnaðinum. Ný viðhorf hafa myndast við að tek- in hafa verið í notkun stórvirk verkfæri, sem ekki þekktust fyr- ir fáum árum. Nýtt! - Nýtt! KJÓLAFÓÐUR fimm litir. STÍF EFNI í undirkjóla. NYLON-EFNI í telpukjóla. Ungbariiafatnaður margs konar, svo sem: Skyrtur, bleyjubuxur og sokkabuxur o. m. fl. VERZLUNIN LONDON Sírni 1359. iitiimiimMMtMiiimiiiiiiiiiimimiiiimmiiiimitin* NÝJA - BÍÓ Sími 1285 Aðgöngumiðasala opin frá 7—9 j í kvöld kl. 9: AÞENA I Skemmtileg, amerísk, | söngva- og gamanmynd j í litum. Aðalhlutverk: JANE POWELL og DEBBIE REYNOLDS. | • II • flllllllllllllllllllllMIIMIIIHHIIIIIIIIIIMIHIIIIIIIHIIIIr >mmmmmmmmmmmmmmmmmmmiimm|ii» \ BORGARBÍÓ j Sími 1500 j Aðgöngumiðasala opin frá 7—9 j PETE KELLY’S BLUES I Sérstaklega spennandi og vel j j gerð, ný, amerísk söngva- og I | sakamálamynd í litum og j |Aðalhlutverk: JACK WEBB, | JANET LEIGH, j EDMUND O’BRIEN. j í myndinni syngja tvær vin- j j sælustu söngkonur Bandaríkjanna: s Ella Fitzgerald og Peggy Lee. j j Ennfremur koma fram margir j | frægir jazz-leikarar. j Bönnuð yngri en 14 ára. j >i»Himiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiuiiiiimmiiimiimm; Nýkomið: SOKKAHLÍFAR úr skinni og- gerfiskinni. Allar stærðir frá nr. 25—46. Hvannbergsbræður Rauðar, bláar, grænar og svartar saumlausar. VERZL. ÁSBYRGI I. O. O. F. Rb. 2 — 10910288V2 I. O. O. F. — 14010308 J/2 — Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju kl. 2 e. h. næstk. sunnud. Allra heilagra messa. Sálmar nr.: 121 — 451 — 316 — 351 — 484. P. S. Fundur í stúlkna- deild næstk. sunnud. í kapellunni kl. 5 e. h. Eyrarrósarsveitin sér um fundarefni. Allar ferm- ingarstúlkur frá í vor velkomnar. Drengjadeild. Fundur á sunnu- daginn kl. 10.30 árd. Fjalldrapa- sveitin sér um fundarefni. Allir fermingardrengir frá sl. vori velkomnir. Möðruvallakl.prestakall. Bæg- isárkirkju hefur borizt gjöf, að upphæð kr. 5000.00 frá Jóni St. Thorarensen, Lönguhlíð, og Möðruvallaklausturskirkju kr. 500.00 áheit frá Hjalteyringi. — Beztu þakkir. Sóknarprestur. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónarband á Möðru- völlum í Hörgárdal frú Viktoría Gestsdóttir og Karl B. Jónsson, prentari, Hríseyjargötu 3, Akur- eyri. Hjúskapur. Síðastl. fimmtudag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ester Lára Sigurðardóttir og Ingvar Arnaldur Kristinsson, verzlunarmaður, frá Möðrufelli. Heimili þeirra er að Norðurgötu 5, Akureyri. Hjúskapur. Síðastliðinn laug- ardag voru gefin saman i hjóna- band í Akureyrarkirkju ungfrú Hulda Guðmundsdóttir frá Ak- ureyri og Arnkell B. Guðmunds- son, bókbindari, Reykjavík. — Heimili þeirra verður að Vestur- brún 12, Reykjavík. Austfirðingaféalgið heldur baz- ar sunnudaginn 1. nóvember í Rotarysalnum á Hótel KEA kl. 4 e. h. Margt ágætra muna. — Nefndin. Samkoma til minningar um Arthur Gook og starf hans hér í hálfa öld verður haldin að Sjón- arhæð sunnudaginn 1. nóv. kl. 5 e. h. Allir hjartanlega velkomnir. Söfnuðurinn Sjónarhæð. I. O. G. T. Haustþing Umdæm- isstúkunnar nr. 5 verður sett í kapellu Akureyrarkirkju laugar- daginn 31. okt. kl. 5 e. h. Dag- skrá: Venjuleg þingstörf. Stig- veiting o. íl. Umdæmistemplar. I. O. G. T. Stúkan Brynja held- ur fund í Landsbankasalnum í kvöld (fimmtudaginn 29. okt.) kl. 8.30. Inntaka nýliða. Onnur umræða um æskulýðsdeild innan stúkunnar. Síðari umræða um breytingu á félagsgjöldum. Fé- lagsgjöldum veitt móttaka og frí- miðar afhentir þeim, sem greiða árgjald. Skemmtiatriði. Viðskiptavinir, athugið! Rakara- stofan er lokuð alla íimmtudaga. Sigtryggur og Jón. Kvenfélagið Hlíf heldur fund föstudaginn 30. þ. m. kl. 9 e. h. í Pálmholti. Rætt um vetrarstarfið. Konurnar taki með sér bolla og brauð. Farið frá Ferðaskrifstof- unni kl. 8.40 e. h. Viðkomustaðir: Hafnarstræti 20 og við Sund- láugina. Stjórriiri. Herjeppi til sölu Upplýsingar gefur Aðal- steinn Jónsson, Hrafnagils- stræti 31. Svcinspróf í rakaraiðn. Nýlega lauk Reynir Jónsson, Lögbregs- götu 9, Akureyri, sveinsprófi í rakaraiðn. Hann nam iðn sína hjá föður sínum, Jón Eðvarð, rakarameistara. Akureyringar! Munið spila- kvöld Sjálfsbjargar föstudaginn 30. þ. m. kl. 9 e. h. í Alþýðuhús- inu. • Barnastúkan Sakleysið nr. 3 heldur fund í Barnaskóla Akur- eyrar næstk. sunnudag kl. 10 f. h. Nánar auglýst í skólunum. Barnastúkan Sanuið nr. 102 heldur fund í Oddeyrarskólanum næstk. sunnudag kl. 10 f. h. — Nánar auglýst í skólunum. Orðsending frá Iiéraðs- prófasti Eins og ýmsum mun kunnugt, hefur íslenzka þjóðkirkjan að undanförnu átt nokkra aðild að hjálpar og líknarstarfi Lútherska Heimssambandsins, og þá eink- um staðið fyrir lýsisgjöfum til nauðstaddra barna, bæði í Ev- rópu og AUsturálfu. Hefur þetta litla framlag vort fyrir víst komið að mjög góðu haldi, enda verið vel metið og þakkað. Nú hefur verið ákveðið að efna í haust til nýrrar fjáröflunar í Kuldafatnaður KVENÚLPUR, svartar m. grárri og hv. hettu BARNAÚLPUR, margar tegundir HERRÁÚLPUR, verð frá kr. 765.00 ----o--- SNJÓBOMSUR, karlmanna og drengja Ðaglega nýtt vöruúrval. öllum söfnuðum landsins, svo að vér mættum enn, íslendingar, eiga einhvern þátt í þessari starfsemi. Hafa prófastar landsins, undir forustu biskups, bundizt samtök- um um að fylgja þessu máli eftir, en sóknarprestar veita gjöfum viðtöku, hver í sínu kalli. Og nú eru það einlæg tilmæli mín til safnaðanna í Eyjafjarðar- prófastsdæmi, að þeir bregðist vel við þessari beiðni kirkjunnar cg láti hér eitthvað af mörkum renna. , En yrðu samskot þessi almenn, þyrfti .aðeins lítinn skerf frá hvcrju heimili, svo að framlag vort yrði -engu að síður hér — aðeins til sæmdar og góðu mál- efni til mikils stuðnings. Möðruvöllum í Hörgárdal, . á fyrsta vetrardag 1959. Með bróðurkveðju. Sigurður Stefánsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.