Dagur - 29.10.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 29.10.1959, Blaðsíða 8
8 Baguk Fimmtudaginn 29. október 1959 íslandsmeistarar í róðri 1959: Róbert Árnason, Knútur Valmundsson, Gisli Lórenzson, Jón Gíslason og Stefán Árnason. — (Ljósmynd: B. J.). Góð stund í kirkj ukapellimni Fyrsfi snjórinn fallinn í bygg Vegir enn þá færir, en hálir og viðsjálir Með vetrarkomunni kólnaði heldur og fjöllín földuðu hvítu. Gott veður hélzt þó fyrsta vetr- ardag og daginn eftir, hinn mikla kosningadag. En á mánudaginn féll fyrsti snjórinn í byggð, aðeins föl í lág- sveitum, en meira inn til dala og upp til hsiSa. Enn eru allir vegir færir nenra Siglufjaroarskarð, en nokkur Myndir frá tungliiiu Blöðin birta nú nryndir frá þeirri 'hlið tnnglsins, seni frá jörðu snýr. Þær myndir tók geimstöð Rnssa 7. þ. m. og í 60—70 þús. km fjarlægð. Ekkert mannsauga hefur litið baklilið tunglsins og er þetta því stórkostlegur vísindalegur viðburður. hálka. Ekki hafa orðið teljandi árekstrar eða slys, svo að blaðinu sé kunnugt um. Vegavinnu er að mestu lokið, en þó verður unnið nokkra daga enn, ef veður leyfir. SÍMASKRÁÍN ; f PRENTUN■ Samkvæmt upplýsingum frá' símastjóranum hér, er símáskrá' fyrir Akureyrarkaupstað komin r. prentun óg er væntanleg í næsta mánuði. ÐAGTJR kemur næstut á jnið- . vikudag, 4. nóvember. Utkomu þessa blaðs var írestað um einn dag vegna kosningaúrslitanna, sem ella hefði þurft að bíða í viku að segja frá. Þar helgar iingt fólk höfundi lífsins marga stund Á meðan hinir eldri og áhuga- samai’i borgarar hlustuðu sem fastast á fyrstu fréttir af úrslitum kosninganna og biðu þess í of- væni að heyra nöfn sigurvegar- anna í hverju kjördæmi, lagði margt ungmenna leið sína til kirkjunnar.' Æskulýðsfélag Ak- ureyrarkirkju hélt fund í kirkju- kapellunni. Þar var bjart og hlýtt. Völundur Heiðreksson stjórnaði fundi. Unga fólkið söng og las sálma sameiginlega. Fundarstjóri kveikti á þi*em kertum með svo- felldum orðum: Fyrir guð, fyrir náungann, fyrir ættjörðina. — Hann bar síðan Ijósin að mynd frelsai'ans. Þetta var fögur guðs- þjónusta, alvarleg og einlæg. — Síðan fór fram upplestur og og ávörp flutt. Séra Pétur Sigurgeirss. sóknarprestur lagði til fi-jálsmannlega og ljúfa fram- komu og var hinn góði „andi“ fur.darins. Séra Kristján Ró- bertsson sóknai'prestur mætti um stund á fundinum og las bæn í fundai’lok. Ármann Dalmannsson, formað- ur ÍBA, var gestur fundarins. Flutti hann fundinum, og þó al- veg sérstaklega Islandsmeistur- unum í kappróðri, sem allir eru félagar Æskulýðsfélags Akur- eyrai'kirkju, séi'stakar kveðjur forseta íþi'óttasambands íslands, og fyrir hans hönd, afhenti hann þeim tvo fagra bikara, sem hinir vösku ræðarar höfðu hlotið á róðrarmóti íslands í sumar. Ármann benti á, hve margt væri sameiginulegt með íþrótta- hreyfingunni og kristinni kirkju, svo sem hugsjón friðar og bi’æðralags, síðan afhenti hann formanni Róðrai'klúbbs Æsku- lýðsfélagsins, Gísla Lórenzsyni, verðlaunabikarana og óskaði sig- urvegurunum til himingju og hvatti þá til dáða, en Gísli þakk- aði með ræðu og séra Pétur ávarpaði einnig Róðrarklúbbinn. Að lokum voru bornar fram veitingar, sem ungar stúlkur úr Æskulýðsíélaginu höfðu undir- búið. Þessi stund í kirkjukapellunni, meðal félaga og leiðtoga Æsku- lýðsfélags Akureyrarkii'kju, var gleðilegur vottur um kristilegt starf hinna yngri. Kvöldstundin meðal ungs fólks kii'kjukapellunni á Akureyri, var eins og sólskinsstund í þeim ófriðarsorta stjórnmálalegi'a átaka i landinu, sem nú hefur þyrlast yfir höfðum manna um skeið. Vonandi verða þær stund- ir mai'gar og áhrifaríkar eftir- leiðis, sem ungt fólk helgar höf- undi lífsins í höfuðstað Noi'ður- lands. Færafiskur og svarffugl á Eyjafirði Sjómennirnir taka smásíldina í háf til beitu, þegar fuglinn hefnr rekið hana upp á yfirborðið I síðustu viku veiddist nokkuð af þorski á handfæri út hjá Hörgárgrunni og Laufásgrunni og var aflinn sæmilegur eða 800 —1000 pund á tveggja manna fari. Þótt atvinna hafi verið mik- il í landi og sé það ennþá, brugðu margir séi’ á sjó þessa daga. Oft er gott til fanga á Eyjafirði fyrir og margir eiga trillubáta. Svartfugl var töluverður og fepgu nokkrar skyttur um hundrað fugla og minna. Smásíld verðist allmikil, svo sem oft er hér á inn-Eyjafirði. Fuglinn er sérlega laginn við að fá hana upp á yfirborðið með því að kafa í kringum hana, færa hana þannig í þéttan hnapp og „stugga“ henni svo upp á yfirborðið. Og hann gerir sér síðan gott af síldinni, án þess að þui'fa að sækja hana nið- ur í djúpið hverju sinni. Stund- um er aðeins einn fugl að verki, en stundum margir saman. En fleiri líta smásíldina hýru auga. Fiskimenn svipast um þeg- FYRSTI FUNDUR BÆNDAKLÓBBSINS verður haldinn að Hótel KEA þriðjudagskvöldið 3. nóvembcr n.k. og hefst kl. 9. — Fundurinn byrjar með erindi Eriks Eylanás vélaráðlmauts BSE, en hann er nýkominn úr kynnisför um Nor- eg, Danmörku og England. — Á fundinum munu mæta búnaðar- ráðunautar úr Norðlendinga- fjórðungi, sem hér hafa verið staddir á vegum Ræktunarfélags Norðurlands. ar þá vantar beitu, og þeir hafa getað náð síldnni í háf ■—■ fi'á fuglinum — og beti'i beitu er ekki hægt að fá. giOIíukynditækin, sem notuð voru við kcnnsluna. (Ljósmynd: B. B.). Némskeið í uppsetningu og meðferi Iðnskóli Akureyrar gekkst fyrir þessari fræðslu og stóð námskeiðið 10 daga Iðnskóli Akureyrar hefur ný- lokið sérstöku námskeiði, hlið- stæðu því, sem haldin hafa verið í Reykjavík og til þess ei'u höfð að veita fagmönnum sérstaka fræðslu í ýmsum verklegum greinum. Skóinn fékk hingað Benedikt Sigurjónsson vélfræðing til að annast námskeið þetta og leið- beina nemendum og raunar öll- um þeim, sem áhuga höfðu á því að kynna sér uppsetningu og meðferð olíukynditækja. En Ingvi Hjörleifsson annaðist þá kennslu, sem við kom rafnxagni. Námskeiðið hófst 17. þ. m. og lauk 26. þ. m. og var haldið í húsakynnuin Iðnskólans (Hús- mæðraskólanum) og einnig ó Smurstöð Þórshamars. Þar voru sett upp olíukynditæki frá 7 framleiðendum og af ýmsum gerðum frá hverri verksmiðju. Tækin -voru fengin að láni hjá olíufélögunum hér á staðnum, bæði sjálfvirk tæki og súgbrenn- arar. Námskeiðið fór að verulegu leyti fram sem verklegt nám- skeið, þar sem nemendurnir lærðu samsetningu og niðursetn- ingu olíukynditækja. Kennslan fór að öðru leyti fram í fyrirlestrum og fyrir- spurnaformi, og voru einnig not- aðar skuggamyndir msð skýring- um. Skráðir nemendur voru 25 talsins og tekið próf að nám- skeiði Iokonu. Benedikt Sigurjónsson lét þess g'etið við blaðið, áður en hann fór héðan, að hann væri samstarfs- mönnum sínum hér og hemend- um námskeiðsins þakklátur fyrir mikinn áhuga þeirra á starfi og námi. Erlendur Iialldórsson, Hafnar- firði, er eini maðurinn, sem veitt getur mönnum löglegt leyfi til uppsetningar á olíukynditækjum Ingvi Hjölrleifsson og Benedikt Sigurjónsson.' utan Reykjavíkur. Mun hann, ef að líkum lætur, taka nokkurt til- lit til þeirra námskeiða, sem haldin eru í þessari grein, um val slíkra manna. Skólastjóri Iðnskóla Akureyr- ar er Jón Sigurgeirsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.