Dagur - 11.11.1959, Blaðsíða 1

Dagur - 11.11.1959, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemu rnæst út miðviku- daginn 18. nóvember. XLII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 11. nóvember 1959 62. tbl. RAFMAGNID Samkvæmt iipplýlsingum rafveitustjóraiis um kl. 5 síð- degis í gær, var fremur lítil von um að raþnagn kæmi í dag, þótt ekki verði um það sagt með vissu. Yatn;ð stíflaðist við ijpptök Laxár, þar sem það rcnnur úr Mývatni. I gær var verið að auðvelda því rennslið með sprenging- um. En árfarvegurinn er allur fullur af snjó og þarf vatnið fyrst að hreinsa hann, áður en því er hleypt á vélarnar og .getur það allt tekið nokkurn tíma, sagði rafveitustjórinn, og bætti því við, að ekki væri hægt að „lofa rafmagni" á vissum tíma, en gert væri allt, sem hægt væri, til að flýta því. Frumsýningu frestað Frumsýningu Leikfélags Ak- ureyrar er frestað vegna raf- magnsskorts, en verður auglýst síðar. Pilfur og slúlka veðurfeppt í sólarhring á Vaðlaheiði i afíakaveðri Þr jár jarðýtur, tveir snjóbílar og margt manna tók þátt í leitinni, sem var hin erfiðasta Síðdegis á sunnudaginn voru tveir bílar á leið til Akureyr.ar austan úr Þingeyjarsýslu. Veð- ur var þá mjög versnandi, en vegir greiðfærir. f Skógum var ferðafólkinu ráðið frá því að leggja á Vaðlaheiði. Þó var ferðinni fram haldið og sóttist leiðin greiðlega upp heið- ina að austan. En þegar kom vestur af heiðarbrúnihni tók: færið að þyngjast og urðu bíl- arnir, sem báðir voru litlir íólks- bílar, viðskila. Sá fyrri komst næstum til byggða og gekk fólk- ið þaðan að Austurhlíð, og er hann úr sögunni. Munu vera trúlofuð. Af síðari bílnum er bað að segja, að í honum voru þau Reynir Frímannsson frá Dvergs- stöðum í Eyjafirði, nú iðnnemi í bílasmíði hér á Akureyri, og Arnfríður Eygló Indriðadóttir frá Toríunesi í Kinn. Munu þau vera trúlofuð, og því hvort um sig í sæmilegum félagsskap í ferð þessari, sem síður en'syo var eins skjótt lokið og ætlað var. Þurfti nú að grípa til skóflunn- ar, og áður en langt leið bilaði bíllinn og voru þá' ekki nema tveir kostir fyrir hendi, áð setjast að og láta bílinn skýla sér, eða leita "tilbyggða á tveim jafnfljót- um, og var fyrri kosturinn val- inn. Bílinn var hægt áð hafa í gangi á meðan benzínið entist, eða allt til kvölds þann dag. Er þar skemmst af að segja, að þarna sátu þau í bíl sínum rúman sól- arhring. Aldrei rofaði til og því ekkert viðlit að ná bæjum gang- andi. Veðurteppt í sóiarhring. Það var jarðýta úr Fnjóskadal, sem fyrst kom á staðinn, og nokkrum mínútum síðar snjóbíll Flugbjörgunarsveitarinnar á Ak- ureyri. Síðan var haldið til Ak- ureyrar um kvöldið í snióbílnum, sem var hlýr vel. En bæði þar og á ýtunni var heitt kaffi og matur, sem kom að góðu gagni, því að ekkert nesti var í litla bílnum. Þau Reynir og Arnfríður Ey- gló fóru frá Torfunesi kl. 1 e. h. á sunnudag. Til Akureyrar komu þau á nfunda tímanum á mánu- dagskvöldið. Þau voru vel hress eftir ferðavolkið og höfðu ekki STÓRHRIÐ OG FORÁTTUBRIM Á einu sinni kvefast, að því er Reynir sagði blaðinu í gær. Hann bað blaðið að færa óllum þeim, sem tóku þátt í leitinni beztu kveðjur þeirra Arnfríðar og kær- ar þakkir. Erfið leit. Mikil leit og erfið var gerð frá Akureyri og Fnjóskadal. Flug- björgunaisveitin var ekki látin vita um atburðinn fyrr en á mánudagsmorgun. En kvöldið áður fór bróðir Reynis á jeppa- bíl, en varð frá að hverfa, einnig snjóbíll Lénhaiðar og Friðriks. Tyær ýtur frá vegagerðinni að- stoðuðu einnig, auk Fnjóskadals- ýtunnar, sem fyrst kom að hin- um týnda bíl. Forysfuærin barðisf fyrir frelsinu Mórauð forystuær Ragnars bónda á Vökuvóllum, slapp í göngum og eftirleit á Glerárdal í haust. Haraldur Jónsson, afgreiðslu- maður hér í bæ, fór tvær ferðir nýlega að leita að henni, en fann hana ekki, en kom þó ekki tóm- hentur, því hann fann 11 kindur. Á sunnudaginn lagði hann enn af stað við þriðja mann og fann þá Móru með lömbin sín' bæði, svartan hrút og mórauða gimbur, og kom þeim til Akureyrar. — Lentu þeir í hríðarbylnum. — Haraldur fær svarta hrútinn að launum, og þykir flestum vel til þeirra unnið. Hríseyingar höfðu rafmagn Hrísey 10. nóvember. Hér gerði haugabrim og versta aftakaveð- ur. Tjón varð þó ekki af vóldum veðursins .Bátarnir drógu legu- færi sín, en engan rak þó á land. Féð var heima við og náðist allt í hús. Allir voru viðbúnir hinu verstu og bjuggu sig undir það. Við höfðum gömlu stöðina í gangi og höfðum því rafmagn til Ijósa og suðu, þótt Laxárveitan brygðist. Skjólgarðurinn rofnaði Ólafsfirði 10. nóvember. Síð- astliðinn sunnudag gerði norðan- garð, sem síðan snerist í norð- sustan með hafróti. Enn er eng- um manni fært fram á hafnar- garðinn, því að sjórinn gengur enn yfir hann, þótt farið sé að fægja. Tvö stór skörð eru komin í skjólgarð hafnarinnar, en enn hefur ekki verið hægt að rann- saka það nánar. Þá brotnaði bryggja og hefur brakið úr henni verið að reka á fjörurnar. Bátarnir lágu þröngt í höfninni og slógust þeir saman. Mun Þorleifur Rögnvaldsson eitthvað hafa skemmzt. Stígandi keyrði upp í sandinn og fer sæmilega um hann þar. Mest af fénu mun hafa verið heima við og er ekki enn vitað um fjárskaða. Gamla flakið fór af stað Dalvík 10. nóvember. Hér gerði foráttubrim, og til marks um það rak gamalt skipsflak, sem legið hefur hér um áratugi, lengra upp í fjöruna. Töluvert margt fé vantar ennþá og eru menn ugg- andi um afdrif þess. Mjólkurbílar fóru héðan í gærmorgun, en kom ust aðeins suður fyrir Fagraskóg, sneru við og gistu þar. Síðan voru vetrarflutningabílarnir sendir hinum til aðstoðar. Stúlka áreiff af varnarliðsmönnum - fékk 20 þúsund kr. í skaðabæfur Hæstiréttur kvað nýlega upp úrskurð út af máli stúlku nokk- urrar, sem varnarliðsmenn sýndu áreitni (ástleitni?) í Keflavík 1956. Stúlka þessi var þá 17 ára og mun hafa verið óiík mörgum kynsystrum sínum, er láta ógert að kæra til yfirvaldanna og þyk- ir jafnvel allgott, þegar varnar- liðsmenn veita þeim áþreifanlega athygli. En hvað um það, sfúlkan kærði, fékk 10.600.00 króna skaða bætur í undirrétti, skaut máli sínu til hæstaréttar og fékk bæt- ur hækkaðar upp í 20.650.00 kr. Mikill hefði sá skellur orðið fyrir ríkissjóð, ef allar islenzkar konur hefðu kært áleitni varn- arliðsmanna og fengið 20 þús. kr. bætur hver. Trilla sökk Húsavík 10. nóvember. Hér er engum bifreiðum fært um götur bæjarins nema trukkum. Trilla sökk hér á legúnni og árabát rak á land. Aðrir skaðar urðu ekki. Rafmagnslaust er í bænum og heldur dauft af þeim sökum. Ríðandi í sjúkravitjun Höíoahverfi 10. nóvember. Á einum bæ mun vanta um 30 ær, en annars staðar mun fé hafa náðst í hús að mestu leyti á sunnudaginn. Hér er kominn mjög mikill snjór. Trukkur reyndi að brjótast áfram með lækni í gær, en varð frá að hverfa, og var þá farið á hestum. Bátarnir hengu á legufærunum og varð ekki tjón við sjóinn. Margt fé úti Fosshóli 10. nóvember. Margt fé vantar ennþá og ekki hægt um vik að leita vegna veðurs. Til munu bæir, þar sem engin kind er enn í húsi, en víðast náðist meira eða minna af fénu. Betri munu ástæður vera að þessu leyti í Ljósavatnshreppi. Menn eru nú almennt að leita í dag, en veður hamlar þó ennþá, og er svo koldimmt af hríð öðru hvoru, að illgerlegt er til athafna. Geysileg fannkoma Þverá í Svarfaðardal 10. nóv. Hér var geysimikil fannkoma og hið versta veður, og er raunar enn, þótt veðrinu hafi slotað lít- ið eitt. Féð mun hafa náðst í hús að mestu leyti, en nánari fregnir af því liggja ekki fyrir. Fréttir þessar eru skráðar ár- degis í gær og fór veður batnandi er á daginn leið. Á mánudagsmorguninn fórst 17 tönna bátur með þriggja manna áhöfn við Hofsós. Þar lágu tveir bátar og fóru nokkrir menn um borð í þá um morguninn, höfðu vélar í gangi til að forða þeim frá því að reka á land. Annan bátinn, Svan, rak þó upp undan veðurofsanum og drukknuðu þar allir þeir, sem í honum voru. Þeir hétu: Jón og Haf- steinn Friðrikssynir, Hofsósi, og Gísli Gíslason frá Akranesi, allt menn á bezta aldri. Er sár harmur kveðinn vegna þessa hörmulega manntjóns. — Tvö líkin hafa fundizt. Báturinn er að liðast sundur í brimgarðinum, örskammt frá landi. — Bátar þess- ir urðu að hverfa frá bryggju vegna sjógangs. Af- takaveður var um þessar slóðir, eins og víðar. Losna bif reiðaeigendur við keSjur? Byrjað er að framleiða nýja gerð hjólbarða. Þeim fylgja sér- stakar slitgjarðir, sem settar eru á hjólbarðana og falla í raufar á þeim. Slithringirnir eru misjafn- ir, sumir ætlaðir fyrir snjó, aðrir eru beztir í bálku og enn aðrir eru ætlaðir til notkunar yfir sumartímann. Hér er um ítalska framleiðslu að ræða og líklegt að hún ryðji sér skjótlega til rúms. Nú þegar hafa þessir hjólbarð- ar verið fluttir hingað til lands til reynslu í Volkswagenbif- reiðar. Gott væri það, ef bifreiðaeig- endur gætu losnað við keðjurnar, sem eru ærið fyrirhafnarsamar, leiðinlegar og hinir mestu skað- valdar á vegum, sérstaklega steyptum og malbikuðum. TVEGGJA SÓLAR- HRINGA VEÐURSPÁ Veðurstofan hefur tekið upp þann sið, að spá veðri tvo sólar- hringa fram í tímann. Mönnum virðist hún hafa reist sér hurð- arás um 6x1. FÖLK FLVR HÚS SIN Þar, sem ei.ngöngu er treyst á blessað rafmagnið við upp- hitun húsa, ci;u kaldir dagar. A nokkrum stöðum hér í bae hefur fólk ílúið heimili sín af þessum sökum og leitað á náð- ir vina sinna, sem búa við ör- uggari hitunartæki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.