Dagur - 11.11.1959, Blaðsíða 2

Dagur - 11.11.1959, Blaðsíða 2
2 D A GU R Miðvikudaginn 11. nóv. 1959 BENEDIKT ARNKELSSON: Meðal dj öfladýrkenda í Afríku Votheysverkun og ný íegund turna Verðmæt næringarefni framleidd úr grasinu íslendingar hafa starfrækt kristniboðsstöð í Konsó í 5 ár. Kristinn söfnuður stofnaður í fyrra Fyrir nokkrum árum var mað- ur einn úr Konsó-þjóðflokknum í Eþíópíu á leið til nágrannahér- aðs þar syðra. Maður þessi hafði nokkru áður lent í erfiðleikum og leitaði þá ráða hjá seiðkörlum meðal þjóðflokks síns, eins og títt er meðal frumstæðra þjóða. Seiðmennirnir kváðust komast að þeirri niðurstöðu, að erfið- leikar mannsins stöfuðu af því, að andar þeir, sem menn trúa á í Konsó, væru óánægðir með hann og heimtuðu, að hann gerðist sjálfur seiðmaður, ætlaði öndun- um rúm í kofa sínum, helgaði þeim ákveðna gripi og hluti og dýrkaði þá eftir öllum þeim reglum, sem kukli þessu fylgja. Maðurinn þorði ekki annað en verða við þessum kröfum og varð hann einn af hinum mörgu töfra- prestum Konsómanna. Máttu ekki kvænast nema að hafa drepið mann. , En á áðurnefndu ferðalagi hitti hann fyrir nokkra menn úr hin- um herskáa Gúdsjí-ættflokki, sem setur ungum mönnum m. a. þá reglu, að þeir megi ekki kvænast, nema þeir hafi drepið mann. Skera þeir stundum tær og fingur af fórnardýrum sínum til þess að sanna, að þeir séu færir um að sjá fyrir konu óg, börnum. Gúdsjí-menn voru þarna í vígahug og felldu seið- manninn frá Konsó. Elzti sonur seiðmannsins hélt til Gidole, þorps um 50 km. frá Konsó, og hugðist leita sér þar að atvinnu. í Gidole starfa norskir kristniboðai’, og kynntist pilturinn þarna kristindómnum og verður kristinn maður. Næst- elzti sonurinn var um kýrrt í Konsó, og var hann einn hinna fyrstu innfæddra manna, sem gáfu sig að kristniboðunum ís- lenzku, sem komu til þjóðflokks- ins fyrir fimm árum. Hefur hann sýnt kristniboðunum mikla tryggð, og er nú svo komið, að einnig hann hefur játað kristna trú og tekið skírn. Yngsti sonur töframannsins hefur fetað í fót- spor bræðra sinna, og var hann skírður sl. sumar ásamt syni annars eldra bróðurins. Um ekkjuna er það að segja, að lengi framan af þorði hún ekki að yf- irgefa átrúnað manns síns. En svo fór, að henni óx kjarkur, svo að hún lét brenna gripi þá, sem tilheyrðu særingunum, og hefur hún nú gerzt kristin kona. Seiðmaðurinn féll frá, áður en kristindómurinn barst til Konsó. En fjöiskylda hans hefur öll gerzt kristin — fyrir starf íslenzkra trúboða* sem hafa fundið hjá sér köllun til þess að fara til þessa fjarlæga, heiðna þjóðflokks og flytja honum boðskap kristin- dómsins. Skóli og söfnuður. í október sl. voru liðin fimm ár síðan Felix Ólafsson og Kristín kona hans settust að í Konsó til þess að reisa þar kristniboðsstöð og hefja skólastarf og kennslu. Þótt þau hjónin séu nú komin heim, heldur starfinu áfram, og fer það sívaxandi. Onnur íslenzk Fleiri Islendingar til Konsó um himni við sjúkraskýlið, með- an sjúklingurinn er stundaður. Ingunn sinnir einatt 70—100 sjúklingum á dag, og hefur hún bjargað lífi margra manna, bæði með góðum lyfjum og jafnvel með uppskurðum. Væntanlega kemur Ingunn heim í hvíldar- leyfi á næsta ári. hjón eru nú í Konsó, þau Bene- dikt Jasonarson og Margrét Hróbjartsdóttir, bæði úr Reykja- vík, svo og Ingunn Gisladóttir, ættuð úr Skagafirði. í skóla kristniboðsins hafa verið starfræktir tveir bekkir fyrir drengi. En í haust var ætl- unin að byrja einnig á þriðja Nú standa vonir til þess, að ungur, íslenzkur læknir og kona hans, sem er hjúkrunarkona, haldi til Eþíópíu á næsta ári. Þau hafa verið erlendis um alllangt skeið til þess að búa sig frekar undir starf sitt. Önnur ung hjón dveljast í Osló í vetur við nám, en búast síðan við að halda til Seiðmenn eru margir í Konsó. — Þegar þeir gerast kristnir, brcnna þeir gripum þeim, sem tilheyra særingunum. Hér er töframaður og kona hans að hreinsa kofa sinn. — Konsó- menn cru dökkir mjög, en teljast þó eþki til svertingja. bekk, ef innlendir kennarar fengj ust. Það hefur háð mjög starfinu, áð skortur er á góðum, innfædd- um liðsmönnum. Kennslustarf kristniboðanna er þegar farið að bera árangur. Til þessa hafa Konsómenn hvorki kunnað að lesa né skrifa. Nú hefur Felix kristniboði t. d. fengið bréf frá ungum drengjum þar syðra, sem áður þekktu hvorki blek né penna, en eru nú færir um að skrifa bréf, og það jafnvel á öðru rháli en þeirra eigin, því að kennsla verður öll að fara fram á amharisksu, máli þjóðflokks þess, sem völdin hefur í Eþíópíu, og læra Konsómenn ekki annað stafaletur en hið amhariska. — Amhararnir, hinn ríkjandi þjóð- flokkur, vinnur að sameiningu hinna mörgu ættflokka landsins, og er það einn þátturinn í þeirri einingarviðleitni, að tunga þeirra skal vera hið opinbera mál þjóð- arinnar. í amhariska stafrófinu eru 276 stafir. íslenzk hjúkrunarkona í önnum. Hjúkrunarkonan íslenzka hef- ur átt ákaflega annríkt. Læknar eru eru engir meðal þjóðflokks- ins, en seiðmenn iðka særingar og kukl, þegar slys eða sjúkdóma ber að höndum, og gera jafnan illt verra, því að þeir eru alls ófróðir um það, sem lýtur að hreinlæti og sjálfsögðustu heil- brigðisreglum. í sjúkraskýlið Konsó, og munu þau einkum staria við skóla kristniboðsins. Nú hefur myndazt kristinn söfnuður í Konsó. Hann var stofnaður 27. nóvember í fyrra,' og mun það verða talinn merkis- dagur, ekki aðeins í Konsó, held- ur líka í sögu íslenzku kirkj- unnar. , Skilningur manna á kristni- boðinu fer vaxandi hér á landi. Það sýna m. a. þær gjafir, sem berast til starfsins. Á árinu, sem leið, voítf sehdar,T7$ þús-; kri.jtil Konsó, en fyrir það varð að greiða tæpar 100 þús. kr. í gjald- eyrisskatt. Auk þess voru send lyf og ýmis varningur. Hefur 'aldrei verið kostað jafnmiklu til starfsins. Samband íslenzkra kristni- boðsfélaga, sem rekur kristni- boðsstöðina í Konsó, er 30 ára á þessu hausti. í því eru ýmis kristniboðsfélög, m. a. Kristni- boðsfélag kvenna hér á Akureyri, en það á samkomuhúsið „Zíon“, eins og kunnugt er, og heldur þar almennar samkomur á sunnudögum, auk annarrar kristilegrar stai-fsemi. Formaður Kristniboðssambandsins erBjarni Eyjólfsson, ritstjóri. Leiðrétting. í grein um skólana að Laugum, sem birtist nýlega hér í blaðinu, féll niður nafn Fanneyjar Sigtryggsdóttur kennslukonu við húsmæðraskól- ann. Hún hefur verið kennari kemur stöðugur straumur sjukl- | þar • 12 ár Qg kennir fatasaum og inga og venzlamanna þeirra. Oft ' útsaum. koma þeir langt að og þá gjarnan margir í hóp, jafnvel 20—30 manns með einum sjúklingi, og skiptast þeir á um að bera hinn sjúka. Gista þeir oft undir ber- TIL SÓLU Smith Corona ritvél til sýn- is og sölu á afgr Dags. íslendingar hafa verkað vothey í 80 ár. Þó er innan við 10% hey- fóðursins þannig verkað. Skólar hafa predikað um ágæti votheys, ráðunautar hafa lofsungið þessa heyverkunaraðferð, bændur í heilum landshlutum hafa ekki átt heitari ósk en þá í rigninga- sumrum, að eiga nægilegt hús- rými til votheysverkunar. Og blessaðar skepnurnar háma vot- hey af álíka áfergju og umlingar ljúffenga ávexti. En þrátt fyrir allt þetta er vot- heysverkunin ekki lengra á veg komin en raun ber vitni. íslenzkum bændum virðist það þvert um geð að verka vothey — nema annarra kosta sé ekki völ. — Ástæðurnar eru margar. Með- al annars þær, að vothey með sín 70—80% af vatni er erfitt á höndum í flutningi af vaxtarstað í votheysgeymslurnar og líka erfitt í meðförum á gjafatíman- um. Votheysdaunninn leggst einnig á sveif gegn ráðunautun- um. Margt hefur verið gert til að auðvelda votheysgerð. Torf- gryfjurnar eru úr sögunni, en steyptar gryfjur eða turnar komið i staðinn. — Þar sem vot- heysgeymslurnar eru bezt stað- settar, svo að m.annshöndin þarf sem minnst um votheyið að fjalla, hika menn þó sízt við vot- heyverkun. Og víst hefur það mörgúm vel gefist. Rannsóknarráð ríkisins hefur með höndum tilraunir í votheys- gerð. Nýlega sýndi það blaða- mönnum nýja tegund votheys- turna, sem er mjög ódýr, enda úr pappír og vírneti. Þessar geymsl- ur eru settar upp jafnóðum og heyjað er og fergt síðan með vatnsfylltum plastbelgjum. Ekki er trúlegt að íslenzkur landbúnaður fx-elsist í þessum pappahólkum, en tilraunir til bættra verkunaraðferða eru þó virðingarverðar. Hins vegar hefur Rannsóknar- ráðið látið gera ýmsar fleiri til- raunir, undir stjórn Ásgeirs Þor- steinssonar, svo sem að merja gras eða knosa með það fyrir augum að athuga geymsluþolið, einnig til þess að vinna grassaf- ann, sem er ríkur af eggjahvítu- efnum. Næringarefni úr grassaf- anum eru mörg og án efa nothæf til manneldis og fóðurs. Hafa má það í huga, að grasið okkar er gulls ígildi og betra fóð- ur en annars staðar þekkist. Það nægir þó ekki til hámarksafurða og heyið enn síður. En nauðsynlegt er að nýta hey- fóðrið til hins ýtrasta og spara erlent kjarnfóður meira en gert hefur verið. Til þess þarf í fyrsta lagi að bæta^ ræktunina verulega, ennfremur heyverkunina og. miða kynbætur búfjárins meira; við afurðagetu búfjárins af bey- fóðri' en gert hefur vcrið. Stundum yrkia peir Oft eru umræður fjörugar á fundum Bændaklúbbsins og stökum kastað fram. Á fundin- um, sem á öðrum stað segir frá hér í blaðinu, munu a. m. k. fjórir fundarmenn hafa flutt mál sitt að einhverju leyti í bundnu máli. Rætt var um það, hve tætarar ynnu vel, og kvaðst bóndi einn vaða jörðina upp að hnjám í hinni mjúku mold, þegar tælar- inn hefði undirbúið sáðbeðinn. Þá kvað Árni G. Eylands: „Ekki spar á orð né fé, átti gnótt í malnum. Jörðina óð hann oft í hné inn í Hörgárdalnum.“ Til umræðu voru m. a. véla- kaup og innflytjendur nefndir í því sambandi. Þá kvað Baldur á Ófeigsstöð- um þessa vísu: „Af matföngum bólgna hér borðin, hver bóndi í sætinu rís. Og Árni Jónsson er orðinn auglýsing fyrir SÍS.“ í sambandi við nýtt verkfæri til að hreinsa snjó af vegum, lýsti einn ræðumaður því, hve íslenzki snjórinn væri frábrugðinn snjó annarra landa. Þá kvað Baldur: „Til athafna veðráttan íslenzka rak, en á henni er talsverður Ijóður, því íslenzki snjórinn er andskotans hrak, en Alaskasnjórinri. er góður.“ Og enn kvað Beldur vísu í tilefni af því að Stefáni á Svalbarði þótti tungutak ti;e,gara á J3ændaklúbbs 1 fundinum en á hinum nýaf- • stöðnu, pólitísku fundum. Vísan er svona: ' „Nú er að verða ævi ill, ekki eru sálir frískar. Stefán heldur að vonum vill vélræður pólitískar.“ Ævisaga Kristmanns Kristmann Guðmundsson skáld í Hveragerði er nú að rita ævi- sögu sína, og er fyrsta bindið komið út og heitir: Isold hin svarta. Segir hann þar frá æsku sinni og lýkur þar sögunni, er hann heldur til Noregs um tvítugsaldur. Margan mun fýsa að lesa ævi- sögu Kristmanns Guðmundsson- ar, því að maður sá er stórbrot- inn og sérstæður, og hefur frá mörgu að segja af viðburða- og ævintýraríkri ævi sinni. Jólalesbók Dags Þeir, sem ætla að senda blaðinu sögur, ljóð, frásagnir eða annað efni í jólalesbók Dags, ættu að Iáta vita hið allra fyrsta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.