Dagur - 11.11.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 11.11.1959, Blaðsíða 4
D A G U R Miðvikudaginn li. nóv. 1959 Miðvikudaginn 11. nóv. 1959 D A G U R Sfuií'stol.i í HtiÍtKirslrætt !ttl — íiítiit lllití UITiiTJÓHl: ERU.N G V R I> A V i I) S S O X A Ug I yttingatl-j«»t i: J Ó N S V M V E 1. SSON .vvgangiiritin koslar kr. 75.00 HI.hSÍO keníut út á iiiiAvikiitlögum og l;nig:mtöHitin, jtrgav efni standii lil CjaWdagi t-r I. júlí Í’RENTVF.KK <)1>I)S IIJtlKNSSOXAR H.F. Kunnir sldpstjórar segja frá ferðalági um Náitúruhamfarir HIN SNÖGGA og óvænta veðurbreyting «m síðustu helgi tók ómjúkum höndum á mönnum og málleysingjum. Menn eru sjaldan eða aldrei viðbúnir hinum snöggu áhlaupum, eins og því er nú gerði, þótt sá árstími sé kom- að allra veðra er von. Hin eindæma veð- jnn, urblíða í haust og allt fram að þessum tíma héfur án efa gert menn fremur værukæra og e. t. v. einnig of bjartsýna á veðráttuna. En svo kom skaðræðisbylurinn, með mikilli véðurhæð og geysilegri fannkomu. Það var eins og ósýnileg en máttug hönd hefði kippt bæjarbúum nokkurt árabil aftur í tímann. — Hin svokallaða tækni á ýmsum sviðum varð að þoka fyrsta hríðardaginn. Á sunnudagskvöld- ið var farið að skammta rafmagnið og heyiðist þá hljóð úr liorni. Lífsgæðunum var auðvitað herfilega misskipt á skrifstofum Rafveitunnar. En brátt urðu allir jafnir og hvergi ljós eða hiti í höfuðstað Norðurlands, nema hjá þeim íátækustu, sem enn kynda með kolum og hjá þeim, sem ekki höfðu efni á að hafa olíukyndi- ítæki sín í sambandi við rafmagnið. Hin steinlogðú stræti, stolt káuþstáðárins, svo og aðrar umferðagötur, lögðust undir tdjúpar fannir og bifreiðir urðu að lúta í lægra háldi. Á tveim stöðum aðeins var lífleg verzl- uin á mánudaginn. Þar voru lengri biðraðir en hér liafa sézt um fjölda ára. Fannbarið fólk :nieð smábrúsa eða flöskur í höndúm beið aí hinni mestu þolinmæði eftir því að fá stein- olíu. Laust eftir liádegi var búið að afgreiða :nær tvö tonn af steinollu á öðrum staðnum og anest á þriggja pela flöskur. Enn standa menn hjálparvana gegn náttúru- hamförum og að sumu leyti enn verr settir en afar okkar og ömmur í gömlu torfbæjunuin. Myrkrið og kuldinn gera sig heimakomin í ný- lízku liúsakynnum, J)egar Laxá hverfur I jafn bókstaflegri merkingu og nú, og liið mikla raf- veitukeríi verður allt i einu máttlaust og til einskis nýtt. Enn sem fyrr, eigum við hagsæld okkar undir veðráttunni, þótt glæsikonur og glamurmenni telji veðrið lilægilegt umræðu- efni og að það beri vott um andlega fátækt. Sjórinn hefur enn tekið dýrraætan Og óbæt- anlegan skatt af þjóðinni og lifandi sauðfé grófst í fönn, hrakti af hömrum og í ár og vötn ©g jafnvel í sjó. Samgöngur á landi eru teppt- ar og veldur það meiri truflunum en fyrrum vegna framleiðsluhátta og breyttra lífsvenja almennt. Snjórinn er enn sem fyrr hinn misk- uinnarlausi vegartálmi og gagnvart honum er- tim við ennþá lítils megnuð. Þó eygja menn von í nýjum tækjum, sem annars staðar er sagt írá hér í blaðinu í dag. Hér á Akureyri starfar flugbjörgunarsveit. Þegar slys bera að liöndum eða þörf er á að- stoð, svo sem nú um helgina á Vaðlaheiði, ættu menn tafarlaust ag snúa sér til hennar. Framkvæmdastjóri hennar er Tryggvi Þor- stéinsson. Getúr það munað miklu um björg- «n, og eihs hitt, að samræma aðgerðir, bæði aindirbúning og framkvæmd leitarinnar cjálfrar. me u Ekki verður véfengd aðdáun sú, sem látin er í ljós um Rínar- dalinn. Þetta er verulega falleg leið og lifandi, og umferðin um fljótið afskapleg. Áin getur því með fullum rétti, kallast lífæð Vestur-Þýzkalands. Hvarvétna má líta merki fornrar vegsemdar og dýrðar, svo sem kastala, varn- arvirki, kirkjur o. fl. o. fl., og þegar lengi-a kom upp í dalinn, þakti vínviðurinn allar brekkur, alveg upp á fjallatoppa. Það var fögur sjón. í Riidesheim geisáði Uppskeru- hátíðin þetta kvöld, og mátti segja að borgin léki á reiðiskjálfi, en um afrek okkar ferðalanganna skal alveg látið ósagt. En bæta má því við, að fram til þéssa hafði veðrið vérið hið ákjósan- legasta sem hugsast gat, sólskin og blíða, og ekki sjáanlegt að nein breyting væri í aðsigi, enda rættist það fullkomlega. Heidelberg. Daginn eftir var svo farið til Heidelberg, en það er, að okkur finnst, fegursti staðurinn sem við hingað til höfum séð. Borgin stendur á bökkum árinnar Neckar, sem rennur í Rín. Það er einhver furðublær yfir þessum stað, sem sérstaka hrifningu vek- ur, og mun flestum hafa fundist svo. Veðrið var líka dásamlega gott, og jók það náttúrlega á hrifninguna. Á leiðinni til Heidelberg var farið fram hjá ýmsum nafnkunn- um stöðum, svo sem Viesbaden, sem kvað vera falleg mjög, þá Mannheim, en þar er mikið smíðað af mótorvélum, og svo Worms, sem er fræg úr krist'ni- sögunni. , í Heidelberg mun margt vera að sjá athyglisvert, en tími vannst ekki til þess, því að farið var til Rúdesheim aftur sama dag, eins og ráð hafði verið fyrir gert. Samt var ekið um borgina eftir aðalgötutm, báðum megin árinnar og síðan heimsóttur kastalinn, sem er feikna mikil bygging og forn. Sá kvað hafa að geyma söfn af ýmsu tagi, sem enginn tími var til að skoða. 220 tonna bjórtunna. Flestir munu þó hafa heimsótt bjórtunnu þá hina frægu, sem þar stendur á stokkunum. Okkur var sagt að hún hefði tekið 220 tonn af bjór, á meðan hún var og hét, og sem notaður var til að svala þyrstum setuliðsmönnum, sem kastalinn geymdi fyrrum. í seinni tíð hefur hún hins vegar staðið tóm, og sem sýningargrip- ur, enda er hún farin að gisna mjög. Annars er umhverfi kast- alans ákaflega fallegt og heillandi og væri dásamlegt að eiga kost á að dvelja þar, þó að ekki væri nema svo sem hálfan mánuð um svipað leyti árs, og áhyggjulaus. Daginn eftir, ec5a mánudaginn 28. september, var svo farið til Hamborgar. Veðrið var sama og áður og Útvarp LÍÚ I gangi. Ferð in var eftir autobana fnest af leið inni, en autoban er það vegakerfi kallað, sem enginn má fara þvers yfir öðruvisi en að fara undir, eða yfir, einstefnuakstur aðeins leyfður, og hver má fara eins hratt og hann kemst. Ekið var í einum fleng um Frankfurt am Main, um Giesen, Kassel, Gött- ingen og Hannover, svo að stærstu borgirnar séu nefndar. Landið, sem farið var um, var talsvert hæðótt syðst, én breidd- ist út og varð - sléttara, þegar norðar dró. Allt er þetta land mjög vel ræktað og blómlegt. En þrátt fyrir miklar framfarir sem orðið hafa álls staðar, gát þarna að lítá uxa ganga fyrir jarð- vinnslútaékinu, og á einum stað sá'st belja og hestur ganga fyrir, héfúr sú belja sannilega verið orðin geld og því ekki til annars nýt. Vatnsorgelið fræga. í Hamborg var gist tvær nætur og einn dag, og var haldið til á hótel Reichshof, sem mun vera eitt af stærstu gistihúsum Þýzka- lands, ef ekki stærst. Þar mátti hvér vera og fara eins og hann vildi, en fararstjórinn, sem auk fararstjórnarinnar, reyndist mjög jötunefldur siðferðispostuli, lýsti með átakahlegu orðavali geig- vænlegum afleiðingúm útsláttar- semi og bílífis, sem þessi borg sérstaklega ætti í svo ríkum mæli, og erum við þeirrar skoð- unar, að flestir, ef ekki allir, í Landssamband íslenzkra útvegsmanna hefur undanfarin 5 ár boðið allmörgum sjómönnum og útgerðarmönnum til nokkuiTa Evrópulanda, til fróðleiks og skemmtunar, ög farið einá ferð árlega. — Landssambandið bauð einn- ig til þeirrar ferðar, sem frá er sagt í síðasta blaði, og lýkur í blaðinu í dag. En þessi formálsorð féllu niður í upþhafi ferðasögu þeirra Egils og Bjama. hópnum, hafi fest sér orð hans vel í rrímni og farið eftir þeim. Það merkilegasta, sem okkur auðnaðist að sjá í þéssari borg, er vatnsorgelið svonefnda (Wasser- lichtkonzert), sem komið er fyrir í blómagarðinum Planten und Blomen. Vatnsorgel eða vatns- ljósaorgel mun það vera kallað SIÐARI HLUTI vegna þess, að um leið og það spilar, þeytist fjöldi af vatnssúl- um upp úf tjörn, sém þarna er I garðinum. Vatnssúlur þessar eru með afar mikilli fjölbreytni og mismunandi styi'kleika, en þó taktfast og samræmt við tón- verkið sem leikið er í hvert skipti, og þegar svo ljóskastarar eða sólir, sém komið er fyri’r undir yfirborði vatnsins í tjörn- inni, kasta síbreytilegum og aila- vega litum geislum á þessar vatnssúlur, verða þær líkastar éinhvérri töfra draumsýn. Við fórum að sjá þetta bæði kvöldin sem við vorum í'Ham- borg, og hefðum gjarnan viljað sjá það oftar. Annars er Ham- borg orðin afar reisuleg borg á ný, og svo mikið hefur verið byggt upp úr rústum stríðsins, að margir veita því alls enga at- hýgli, að nokkrar rústir hafi þar til verið. Að vísu sjást aúð svæði til og frá, en rústir eru allar, eðá að minnsta kosti flestar, farnar. Til Esbjærg. Til Esbjærg var svo haldið miðvikudaginn 30. septeinber, og gekk sú ferð jafn greiðlega og allar hinar. Við landamserin stóð langferðabíll frá Esbjærg To- verksfabrik, ásamt vörubíl undir frangurinn, og flutti okkur heilú og höldnu til Esbjærg og var gist á Hotel Esbjærg yfir nóttina. 1 Daginn eftir var fyrst skoðuð höfnin og síldarverksmiðjan, en sú verksmiðja gengur allt árið, og kvað orka um 17000 málum á sólarhring. Þar er öll síld vigtuð, en ekki mæld, eins og hér, og löndunarkranar eru tilfæranleg- ir -en ekki fastir, eins og hjá okk- ur. Við sáum þar einnig í gangi síldarkrana, sem vigtaði síldina jafnóðum Qg hún kom í hólf kranans, og virtist fyrirkomulag þesáarar vigtunaraðferðar mjög einfalt. Ætti það að geta orðið til fyrirmyndar hér heima: Þá var skoðuð Esbjærg To- Hér liggur fcrjan á Rínarfljóti, sem þeir félagar misstu af. verksfabrik, og fengum við þar, eins og í Hollandi, að sjá öll stig framleiðslunnar, frá því að hrá- efnið fór í fyrstu vélina, og þar til rúllúrnar og línurnar voru til- búnar til útflutnings. Þetta er mjög stór verksmiðja og hefur á sér gott orð, enda stærsti viðskiptavinur fslendinga í línu- og taugaframleiðslu. Fiskirækt. Við skoðuðum einnig birgðir verksmiðjunnar, og var frágang- ur á því öllu hinn bezti, að því er séð. varð. Eftir að þessi verk- smiðja hafði verið skoðuð, var farið með okkur út á Jótland, alllangt frá Esbjærg. — Þar var okkur sýnd silungarækt, en hún kvað vera allverulegur þáttur í þjóðarbúskapnum. Ræktin tekur yfir stórt svæði, og er komið fyr- m ÞEIM SÖNG GLEYMI ÉG ALDREIl Rætt um stund við Gunnlaug Þorvaldsson, einbúann í Torfunesi í Arnarnesbreppi Torfunes (Torfnes) er nyrzti bærinn í Arnarneshreppi. Þar býr Gunnlaugur Þorvaldsson og er ekkjumaður og einbúi á 69. aldursári. í kringum litla bæinn er dálít- ið tún, en það er iðjagrænt og grasið enn í vexti, þótt komið sé fram yfir veturnætur, og þar eru nýræktarflög, sem einnig berá bóndanum vitni. Örskammt neð- an við bæinn er bátúr í fjöru. — „Gangspil“ er á sjávarbakkanum, sem Gunnlaugur notar til að draga bátinn undan sjó. Hér bíða ekki framréttar hendur í fjöru eða flæðarmáli til að taka á móti einbúanum, þegar hann kemur af sjó. Hann verður að treysta á guð sinn og sjálfan sig. Torfunes er austan vegarins, næsti bær norðan við Fagraskóg. Þangað skrapp eg einn góðan veðurdag eftir veturnætur, til að rabba við Gunnlaug. Hann var heimilisvinur foreldra minna og vann að búi þeirra á meðan hann enn var ungur maður og eg krakki. Nú er hann orðinn roskinn maður og lífsreyndur, en jafn kátur og fyrrum. Hann á það jafnvel til að grípa harmoníkuna og spila nokkur gömul og góð danslög. Gunnlaugur setur bát sinn aleinn og „veit ekki af því“, segir hann Ertu búinn að vera einn lengi? Síðan 1. maí í vor, en þá fór konan mín til Akureyrar, þá sjúklingur, og andaðist 18. júlí í sumar. Hún var jörðuð að Tjörn í Svarfaðardal 28. sama mánaðar. Hvernig líkar þér að búa hér aleinn? Á meðan eg er frískúr, hef eg ekki undan neinu að kvarta. Eg er ekkert óvanur að elda mat og baka brauð og nú kemur það sér vel. Var einu sinni kokkur á skipi, út úr neyð að vísu, En sío- an hef eg lært margt í matreiðsl- unni. Og nú hef eg næði til að hugsa um lífið og tilveruna. Og þá rifjast upp liðnir atburðir, sem geyihzt hafa hálfgleymdir i und- irvitundinni, jafnvel um áratugi. Óg aldrei fundið til myrk- fælni? Nei, segir Gunnlaugur og hlær við. Myrkfælni veit eg ekki hvað er, af eigin raun. En eg hef margan unglinginn þekkt svo myrkfælirih, áð engu táli tekur. Það var líka óspart aiið á myrk- fælninni. Fólk sá framliðna gahga ljósum loga, sjóskrímsli og sitt hvað fleira. Framhald á 6. siðu. ir á bökkum ár einnar, sem við nú ekki munum hvað heitir. Þar er hverjum árgangi haldið í sér- staklega afkróuðum tjörnum, og þar eru silungarnir svo fóðraðir, þar til stærðin er orðin nákvæm- lega sú, sem gefur hæst verð á markaðinum. í einni og einni tjöm eru silungarnir hins vegar aldir lengur, og síðan notaðir til undaneldis, þegar þeir eru til þess hæfir. Fæðan er aðallega síld og síli ýmiss konar, sem marin eru saman og hrærð í graut, og þannig kastað í tjarn- irnar, og er mikill aðgangur í fiskunum á meðan á því stendur. Litið var inn í eina skipasmíða- stöð, sem prýðir bæinn, í von um einhvern fróðleik. En við sáum þar ekkert nýstárlegt. Eftir skoðun á þessari starfsemi var svo haldið á kvöldverðarstað. Matur og drykkur. Við viljum taka það fram, að enda þótt við fram að þessu ekki höfum minnzt á mat, ber ekki að skilja það svo, að við værum í svelti allan tímann. Það skal hér með yfirlýst, að matur og drykkur var alls staðar yfir- fljótanlegur, hvar sem við annars stóðum við til að neyta éinhvers. En auk þess sat allur hópurinn tvær stórar veizlur, aðra í Apel- doorn, og stóðu fyrir henni stjórpendur netaverksmiðjunnar þar, en hina í Esbjærg, eftir skoð unina á silungaræktinni, og stóð Esbjærg Toverksfabrik fyrir henni. í báðum veizlunum voru veitingar mjög rausnarlegar bæði í mat og drykk, og skemmtiatriði krydduðu veizlurnar á báðum stöðum. Að endingu voru svo allir leystir út með gjöfum að æfafornum sið. Að sjálfsögðu reyndum við ferðalangarnir að leggja okkar fram til uppfyllingar gleðskapn- um, og tókst það furðanlega. Til Hafnar og heim. Næsta dag var svo haldið til Kaupmannahafnar, og fengum við gistingu á Hotel City, en neyttum matar á Lido, sem er greiðasölustaður við Vesterbro- gade, örstutt frá Ráðhústorginu. í Kaupmannahöfn gerðist það helzt, að skoðuð var sýning í Forum, sem þá var að taka enda. Við sáum fátt nýstárlegt á þessari sýningu. Það helzta var hnútlaus nylonnet, langdrægt fiskileitartæki, Simrad, og svo ýmsar tegundir dieselvéla og fiskvinnsluvéla, sem vafalaust eru athyglisverðar frá faglegu sjónarmiði, og svo voru þarna 4 skip frá Danmörku, Noregi og Hollandi, sem voru til sýnis. Þó virtist okkur ekkert þar að sjá, sem ekki er kunnugt hér heima. Að lokinni skoðun á sýningunni í Forum var beizlinu sleppt fram af hópnum, öllum gefið fullt frelsi, og var það vel þegið. Sunnudaginn þann 4. október var efnt til ferðalags um höfnina og borgina. Fenginn hafði verið kventúlkur, þ. e. kona dönsk, sem gat talað íslenzku, beyginga- laust þó, til að útskýra það sem séð yrði, og benda á áberandi, þekkta og fræga staði og bygg- ingar. Bíllinn, sem við ókum í var alveg fullur af íslendingum, en í bátnum, seha var að mér sýndist fullsetinn, var margra þjóða fólk. Þar munu hafa getað setið um 100 nianns eða þar yfir. Fyrir þann túr, sem tók um tvær stundir, voru menn látnir greiða krónur 12,50 danskar, og þótti nóg. Flestir ferðalangarnir skruppu til Malmö einn daginn, meðan Hafnardvölin stóð yfir, aðallega til að fá úr því skorið, hvoru megin sundsins væri betra að verzla. Miðvikudaginn 7. október var svo flogið heim til íslands með Gullfaxa, með viðkomu í Glas- gow, og komum til Reykjavíkur á miðnætti sama dag, og var ferð inni þar með lokið. Hingað til Akureyrar komum við föstudag- inn 9. október, og höfðum þá verið að heiman tæpar þrjár vik- ur. Við viljum að endingu votta þeim þakkir okkar, sem stuðluðu að því, að okkur var gefið tæki- færi til þátttöku í ferðalaginu, en það mun aðallega vera stjórn Kaupfélags Eyfirðinga. Sömu- leiðis sendum við ferðafélögun- um þakkir okkar fyrir góða sam- veru og viðkynningu og farar- stjórunum fyrir góða fararstjórn. Ferðin var mjög skemmtileg og munum við. minnast hennar lengi. ÞANKAR OG ÞÝDINGAR Sá við þrjótnum! Hinn þekkti danski leikari Henrik Bentzon var sem ungur maður félagi í Róðrarfélagi stúdenta. Einn morgun sat hann með félaga sínum í einum bátnum. Þeir ætluðu að fara að róa af stað, er kall- að var á Bentzon í síma frá klúbbhúsinu. Nú leið talsverð stund, og ekki kom Bentzon. Fé- lagi hans var orðinn óþolinmóður, hann tók vatns- slöngu og hafði hana til reiðu til þess að hegna Bentzon fyrir seinlætið, er hann kæmi. Loks kom Bentzon. og þá skall á hann vatnsgus- an. En hann virtist hvorki undrandi sé reiður, þótt hann væri nú alklæddur, heldur stóð kyrr hinn ánægðasti á svipinn. — Já, haltu bara áfram, sagði Bentzon svo að lokum. Eg sá út um gluggann, hvað þú ætlaðir þér, og þess vegna fór eg í þín föt! Lögfræði. Sven Clausen, prófessor í lögum við Hafnai’há- skóla, fór eitt haust út í garð sinn, tíndi saman lauf og sprek og kveikti bál rétt við húsið. Dóttir hans, Bente, sem þá var lögfræðinemi, sá til föður síns út um glugga og kom hlaupandi í írafári. — Pabbi, pabbi, veiztu ekki, að það stendur í lögunum, að það má enginn kveikja bál á landi sínu nema það séu a. m. k. 100 m. á milli eldsins og næsta húss? — Jú, það veit eg vel, svaraði lögfræðiprófessor- inn, en það er ekkert nefnt, að það þurfi að vera bein lína. Nægur tími. Fenger, prestur við Holmenskirkju í Höfn, segir svo frá einni húsvitjun í sókninni. Hann heimsótti fátækan verkamann, sem var mjög drykkfelldur, og spurði: — Dettur yður aldrei í hug að byrja nýtt og betra líf? — Nei, það er víst orðið of seint fyrir mig. — Nei, góði minn, það er aldrei of seint, svaraði Fenger. — Nei, er það! Nú, þá liggur ekkert á! Engilverð. Þessi sami prestur var ákafur fornminjasafnari. Eitt sinn sá hann á fornsölu lítinn, útskorinn engil í barokstíl. — Hvað kostar þessi litli engill þarna? spurði hann fornsalann. — 200 kr. — Hátt verð er það fyrir svona lítinn djöflakoll, svaraði prestur. Tunglferðalag. — Framvegis mun taka um það bil 12 stundir að ferðast til tuglsins. Af þessum tíma mun ein stund fara í sjálft ferðalagið en hinar ellefu í tollskoðun Rússa. — YVerner von Braun. ROBERT GORDON MENZIES (f. 1894) ástralskur forsætisráðherra. Er íhaldsmanninum Menzies var falið að mynda stjórn í fyrsta sinn, hélt hann blaðamannafund. Blaðamaður frá sósíalistablaði spurði hann: — Þér getið líklega ekki sagt okkur neitt um hverjir verða ráðherrar í stjórninni, fyrr en þér hafið ráðfært yður við hina voldugu aðila, sem standa að baki yður? — Auðvitað ekki, svaraði Menzies, en eigum við nú nokkuð að vera að nefna nafn konu minnar í þessu sambandi? , t . I CHRISTIAN MICHELSEN (1857—1925) norskur stjórnmálamaður. Michelsen stóð á járnbrautarpalli í Björgvin og beið eftir lestinni til Fjösanger. Æstur predikari úr sveitinni æddi inn á pallinn og hrópaði: — Gjörið iðrun, því að Jesús kemur bráðum! í þessu kom lestin brunandi. Michelsen sneri sér að predikaranum, lyfti barðastóra hattinum og spurði hæglátlega: — Hvernig er það? Kemur hann með þessari lest?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.