Dagur - 11.11.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 11.11.1959, Blaðsíða 8
Bagxjk Miðvikudaginn 11. nóv. 1959 Norskt tæki lækkar snjómoksturskostnað um nálega Ijóra fimmfu Líklegt að það henti okkur ekki síður en þeim við hið sameiginlega vanda- mál samgangna af völdum snjóa. Á fjölmennum Bændaklúbbsfundi ræddi Eirik Eylands ráðunautur m. a. um þessi mál Myndin sýnir Ferguson Dexta dráttarvél á klegg-beltum uppi á tiudi Snjóhettunnar, sem er 2286 metra hátt fjall og engum kom til hugar að hægt væri að sigra á nokkru ökutæki. — Bændaklúbburinn hefur engin lög, gerir enga samþykkt, hefur engan skráðan félaga, á enga gerðabók, leggur engin árstillög eða aðrar kvaðir á menn, hefur aldrei kosið sér stjóm, safnar engum peningum. En á meðan hin ýmsu félög í bæjum eru haldin þeirri uppdráttarsýki, að félagar sækja ekki fundi af frjálsum vilja, vex þátttakan í hálfsmánaðarlcgum fundum Bændaklúbbsins. Getur þetta verið umhugsunarefni fyrir þá, sem forystu hafa í félagsmálum. Fyrsti Bændaklúbbsfundur vetrarins var haldinn að Hótel KEA þriðjudaginn 3. nóvember sl. og sóttu hann nálega 100 manns. Fundarstjóri var Árni Jónsson tilraunastjóri. Aðal- ræðumaður kvöldsins var Eirík Eylands ráðunautur Búnaðar- sambands Eyjafjarðar, og fara nokkur atriði úr ræðu hans efn- islega hér á eftir. Vökvalyfturnar og hjálpartækin. Eirík Eylands ráðunautur er nýlega kominn heim úr boðsferð ensku Fordson-verksmiðjanna um nokkur nágrannalöndin, þar sem hann var að kynna sér nýj- ungar í véltækni, einkum er snertir landbúnaðinn. Hann sagði meðal annars, að það væri áberandi hve vökva- lyfturnar á dráttarvélunum væru notaðar í æ ríkara mæli og til hinna ólíkustu starfa. Tæplega væri selt landbúnaðartæki, sem ekki ynni í beinu sambandi við vökvalyftuútbúnað dráttarvél- anna. Meðal annars langflest jarðvinnslu-, heyvinnu- og garð- yrkjutæki. Vegna hins mikla fjölda dráttarvéla við landbún- aðinn hér á landi, er nauðsynlegt að geta hagnýtt þær sem allra mest með hinum ýmsu hjálpar- tækjum, sem komin eru á mark- aðinn. — Ráðunauturinn taldi Norðmenn standa fremst í því að smíða sér tæki til að nota með dráttarvélunum, þannig, að hag- nýta vélaaflið sem mest og hafa það sem aflgjafa við flest bú- störf. Þar er einnig mikil vetrar- notkun á dráttarvélum í sam- bandi við skógarhöggið. Hleðslu- og moksturstæki. Af stórvirkum tækjum, sem við ættum að geta hagnýtt okkur hér á landi, sagði ráðunauturinn, eru moksturs- og hleðslutaeki margs konar. Til dæmis eru vél- ar af þeirri og svipaðri gerð, sem Dagur hefur áður sagt frá og Baldur Sigurðsson í Gróðrar- stöðinni á Akureyri keypti í haust, mjög útbreiddar um Norðurlönd og víðar í Evrópu og líka mjög vel. Eitt af þvi, sem ýtt hefur undir þessa þróun, er það, að losna við þungar beltavélar, eins og t. d. jarðýturnar okkar, sem eru dýrar í viðhaldi og stirð- ar í snúningum, miðað við drátt- arvélar á gúmmíhjólum, sagði ræðumaður. Snjóruðningstæki. Hið athyglisverðasta, sem Eirík Eylands taldi sig hafa séð í utan- för sinni var þó tæki til að ryðja snjó af vegum og flugvöllum. — Eftir fleira ára tilraunir og end- urbætur, er farið að framleiða það í stórum stíl af norsku fyrir- tæki, sem Eik & Hausken nefn- ist, og er að verða stórfyrirtæki á fáum árum. Þessi snjóruðningstæki eru byggð fyrir Fordson Power Maj- or, og ýmist knúin með vélarafli dráttarvélarinnar eða hjálpar- mótor, sem festur er við dráttar- vélina, allt upp í 185 hestafla mótora af Volvo-gerð. Bylting. Eftir því sem einn af bæjar- verkfræðingum Oslóborgar sagði Eirik, var kostnaður við hvern rúmmetra, sem ryðja þurfti af vegi 43 aurar nox'skir, þegar unn- ið var með tækjum, sem fi-am að þessu hafa reynzt bezt þar í landi. En þau eru aðallega sviss- nesk og amei’ísk og af svipaðri gei’ð og þau, sem í’eynd voru sunnanlands, en gáfu ekki nægi- lega góða raun. Úr 43 aurum niður í 9 aura. En með hinum nýju, norsku Viking snjómokstui’stækjum varð kostnaðurinn aðeins 9 aurar norskir við svipaðar aðstæður. Töldu verkfræðingar og vega- gerðarmenn þetta hreina bylt- ingu í hinu mikla og kostnaðar- sama starfi við að halda akveg- unum opnum. Ráðunauturinn hafði ekki tök á að sjá þessi tæki í notkun á þessum árstímá, en telur engan vafa á því, að vélasamstæður, þ. e. di’áttarvélar með sams konar útbúnaði, muni henta okkur frsMSSh ■ ekkert síður en Norðmönnum við hið sameiginlega vandamál af völdum snjóa. Heilbeltin. Nú telja Norðmenn sig vera farna að framleiða heilbelti fyrir dráttarvélar, sem þeir geti fylli- lega mælt með, og sá Eirik Ey- lands, að þau tóku mjög fram þeim beltum, sem hér haía verið notuð. í sambandi við það gat ræðumaður þess, að norski her- inn hefði skipulagt vetrai-flutn- inga sína í Norður-Noregi með tilliti til þessai’a endurbættu snjóbelta. UMRÆÐXJR. Á fundi þessum voru fluttar yfir 20 ræður og lausavísum kastað fi’am. Árni G. Eylands, sagði fundar- mönnum frá norskri landbúnað- ai'sýningu og benti m. a. á, hve norskur landbúnaður nyti mik- illar virðingar meðal þjóðarinn- ar. Jón Bjarnason kvaddi sér hljóðs og mælti bæði í bundnu og óbundnu máli. Árni Jónsson ræddi um kar- töíluupptökuvélar og kartöflu- niðui’setningarvélar, sem veru- legur hluti kartaflna er settur niður með hér um slóðir. Stefán á Svalbarði hvatti til meiri og fjörugri umræðna og lagði fram góðan skerf til þess. Jón Rögnvaldsson gerði fyrir- spurnir með útplöntunarvélar og fleira. Björn á Laugalandi gei’ði tæt- arana að umtalsefni og gerði fyr- irspurnir um þá. Guðmundur Sigurgeirsson gerði fyrirspurnir um niðursetningar- vélar. Jón Einarsson ræddi um jarð- vinnslu. Olafur Jónsson ræddi um jarð- vinnslu. Taldi plæginguna mjög oft illa fi-amkvæmda. Aðalsteinn í Flögu mæltist til þess við í-áðunauta, að þeim bæi'i saman í ráðleggingum sínum. Flestir tóku nefndir ræðumenn oftar en einu sinni til máls, gerðu fyrirspurnir, sem ráðunautarnir svöruðu, og bar margt á góma. Næsti Bændaklúbbsfundur verður haldinn fljótlega. Fyrri Cioudmasfer-vél Loffieiða afhenf í Miami á Florida 9. des. Eins og kunnugt er hafa Loft- leiðir h.f. nú fest kaup á tveim flugvélum af Cloudmastergerð og vei’ður fyrri flugvélin formlega afhent félaginu í Miami á Floi’ida 9. desember næstkomandi. Þjálfun flugmanna. Um það var samið, að seljandi vélanna, bandaríska flugfélagið Pan Americon, annaðist þjálfum 10 flugáhafna Loftleiða, sem ráð- gert er að fljúgi vélum þessum, Ræktunartélag Norðurlands gekkst Ivrir ráðunautafundi á Akureyri Allir ráðunautar Norðlendingafjórðimgs og fulltrúar frá búnaðarsamböndunum sátu á rökstólum í tvo daga á Akureyri Ræktunarfélag Norðurlands beitti sér fyrir því, að haldinn var fundur fyrir í’áðunauta í Norðlendingafjórðungi og full- trúa búnaðai’sambandanna og lauk honum 4. nóvember sl. Fundui’inn var haldinn að Hó- tel KEA. Honum stjórnuðu Steindór Steindórsson og Ólafur Jónsson, en fundai'i’itarar voru Baldur Baldvinsson og Sigfús Þorsteinsson. Sátu Bændaklúbbsfund. Fyrri fundardaginn, þann þriðja nóvember flutti Grímur Jónsson, í’áðunautur N.-Þingeyinga, er- indi um sauðfjárrækt og Ólafur Jónsson, ráðunautur á Akui’eyri, annað ei’indi, um nautgriparækt. Töluverðar umræður uxðu um erindi þessi. En að þeim loknum var ekið upp a<5 Búfjárræktar- stöðinni að Lundi og hún skoðuð. Þá flutti Ámi G. Eylands ei’indi um nýungar í véltækni landbún- aðarins og sýndi stutta kvik- mynd til fróðleiks í því efni. Um kvöldið mættu í-áðunautar og aðrir fundarmenn á Bænda- klúbbsfundi, sem segir fi’á á öðrum stað hér í blaðipu. Erindi og umræður. Síðari fundardaginn flutti Árni Jónsson tilraunastjóri erindi um jarðræktarmál og Jón Rögn- valdsson garðyi'kjui’áðunautur annað erindi um garðyrkju og urðu síðan umræður um þessi erindi bæði. Fundinum var slitið kl. 4 síðd. Stjórn Ræktunarfélags Norð- urlands skipa: Steindór Stein- dórsson, Ólafur Jónsson og Jón- as Kristjánsson. en áætlað er að félagið láti þær hefja ferðir á hinum föstu flug- leiðum í næstk. aprílmánuði. Áhafnir Loftleiða munu verða þjálfaðar í bækistöðvum Pan American á Miami í Florida. Gert er ráð fyrir að æfinga- tínii flugmannanna verði 4 vikur, en flugvélstjóra 6. Fyrsti hópur flugliða Loftleiða fór héðan áleiðis til Florida mið- vikudagskvöldið 4. þ. m. Voru það þeir flugstjórarnir Baldur Bjarnason, sem var fararstjóri, Alfreð Olsen, Gerhard Olsen, Gísli Sigurjónsson og Hörður Ei- ríkisson. 23. þ. m. fara svo héð- an fjórir flugstjórar og fjórir að- stoðarflugmenn og verður Krist- inn Olsen flugdeildarstjóri fyrir- liði þess hóps. Eftir áramótin munu 9 fluglið- ar fara til Miami undir forystu Einars Árnasonar flugstjóra, en þriðji og síðasti hópurinn fer um miðja nfebrúarmánuð. Eru það 8 flugliðar og verður Jóhannes Markússon yfirflugstjóri foringi þeirra. Fyrir 80 farþega. Gert er ráð fyrir að um 80 far- þegar fái þægileg sæti í faiþega- sölum hinna nýju flugvéla Loft- leiða, en þær geta, sem kunnugt er, flogið mjög hátt í lofti, þar sem veður eru oftast góð. Flug- hraði þeirra er miklu meiri en Framhald d 7. siðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.