Dagur - 21.11.1959, Blaðsíða 1

Dagur - 21.11.1959, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Simi 1166. Ðagur DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 25. nóvember. XLU. árg. Akureyri, laugardaginn 21. nóvember 1959 64. tbl. Halft fjórða hunc irað marsvina rekiS á land á Dalvik i fyrradag NY RiKISSTJi FORSÆTI ÖLAFS THORS RÁÐHERRAR ERU SJÖ - ÞAR AF ÞRÍR FRÁ ALÞÝÐUFLOKKNUM Emil Jónsson baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt á fimmtudaginn. Ólafur Thors tók að sér myndun nýrrar ríkisstjórnar að beiðni forsetans. Hin nýja stjórn tók við völdum í gær og hugðist lýsa stefnu sinni að lokinni setningu reglulegs Al- þingis síðdegis í gær. Ráðherrar fyrir Sjálfstæðisflokkinn: Ólafur Thors forsætisráðh., Bjarni Benediktsson dóms- og iðnaðarmálaráðherra, Gunnar Thoroddsen fjár- málaráðherra og Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra. — Ráðherrar Alþýðuflokksins eru: Guð- mundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra, Emil Jónsson sjávarútvegsráðherra og Gylfi Þ. Gíslason viðskipta- og menntamálaráðherra. Myndun hinn- ar nýju stjórnar er tæplega eins mikill viðburður og oft endranær er ný ríkisstjórn er mynduð. Þetta stjórnarsamstarf er ekki nýtt heldur framhald af stjórn yfirstandandi árs að því breyttu, að Sjálf stæðisflokkurinn sezt í ráðherrastólana í stað þess að standa á bak við þá. Uggvænlegf ásfand sunnanlands Hey enn úti, tún jafnvel óslegin og mjólkur- framíeiðslan svo lítil að til vandræða horfir Harður aðgangur er dýrin kemidu grunns og voru drep- in, en sjórinn var hlóðlitaður langt út á víkina Fyrir um það bil þremur ára- tugum var gerð tilraun að reka marsvínavöðu á land á Dalvík, en mistókst. í fyrradag sáu skip- verjar- á Bjarma, en formaður á honum er Jóhannes Jónsson, marsvínavöðu ' skammt undan Sauðanesi, en þar var báturinn við þorskanet. Sneru þeir sér þá að hinni miklu veiði og róku marsvínin í átt til Dalvíkur og gekk það vel allt að hafnargarðinum. En þá komu þrír þilfarsbátar og 8 trill- ur til hjálpar og voru dýrin rekin fyrirhafnarlítið upp í fjöru, svo sem 100 metra innan við hafnar- garðinn. Þar óð Færeyingurinn Hans Pauli á móti þeim og banaði fyrsta dýrinu. Við landtökuna urðu mikil og ferleg sporðaköst og gusugangur, enda margir menn í fjörunni, sem tóku á móti skepnunum með drápsvopn í höndum og hjuggu og lögðu á báðar hendur. Blóðið rann í stríðum straumum og sjór- inn litaðist blóði langt fram. Æði rann á menn í þessum blóðuga bardaga, svo sem títt er við hvala dráp. Oll dýrin náðust, og voru um þrjú hundruð og fjörutíu, og eru þau stór, þau stærstu um það bil tvö tonn. Svo heppilega vildi til, þegar þetta gerðist, að háflæði var. Eftir að dýrin höfðu verið drepin voru þau dregin á land með tveim jarðýtum og trukkum, og opnuð. Haft var samráð við verkstjóra hvalveiðistöðvarinnar í Hvalfirði og var hann svo á leiðinni hingað norður í gær, er þetta er ritað, og ætlar að leið- beina um hvalskurðinn og með- ferð kjötsins. Hvalkjötið er í háu verði er- lendis, ef rétt er með það farið. Áríðandi er að skurðurinn gangi fljótt og vel og hægt sé að frysta kjötið hið bráðasta. (Frh. á 2. s.). Gegndarlausar haustrigningar á Suðurlandi valda því, að bændur eru víða illa undir veturinn bún- ir. Síðan um höfuðdag hefur tæpast þornað á steini, segir í Suðurlandi, nýlega út komnu. Og veturinn gekk snemma í garð. Margir bændur hafa gripið til þess ráðs að aka hinu marg- hrakta heyi út fyrir túngarðinn, þegar örvænt þótti, að það yrði að nokkru gagni sem fóður. í nóvemberbyrjun var bæði flatt hey á túnum og í drýlum og ljótt um að litast. Sumir eiga jafnvel enn óslegin tún, jafnvel upp í helming túna sinna, t. d. í Framhald d 2. siðu. J Myndirnar á síðunni tók í fyrradag Pálmi Jóhannsson, Dalvík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.