Dagur - 21.11.1959, Blaðsíða 2

Dagur - 21.11.1959, Blaðsíða 2
2 D AGUR Laugardaginn 21. nóvember 1959 Kvöldvaka Ferðafélags Ákureyrar Ferðafélag Akureyrar gengst fyrir kvöldvöku fyrir meðlimi sína og gesti þeirra n.k. fimmtu- dagskvöld, 26. nóv., í Alþýðu- húsinu og hefst hún kl. 8.30 síðd. Björn Pálsson, flugmaður, er vœntanlegur hingað til bæjarins á vegum Ferðafélagsins þann dag, og mun hann sýna lit-skugga- myndir á kvöldvökunni, en þess- ar myndir hefur Björn tekið í ferðum sínum um ísland. Þess má geta, að fyrir nokkru sýndi Björn lit-skuggamyndir á kvöld- vöku Ferðafélags íslands í Rvík, og var gerður góður rómur að. Símavörður Þegar rafmagnið hverfur hringir fjöldi manna til Rafveit- unnar til að fá upplýsingar um orsckina og útlitið í þessum mál- um. Mjög er kvartað um, að erfið- lega gangi að ná sambandi við fyrirtækið og sé jafnvel ekki svarað tímum saman. Nauðsyn ber til að gefa um- beðnar upplýsingar þegar svo stendur á, og þarf sérstaklega að sjá fyrir því að skjót og refjalaus svör fáist. Þótt blaðið hafi ekki undan neinu að kvarta í þessu sambandi, er ábendingu þessari hér með komið á framfæri. Sjórinn buldi á húsuiium Haganesvík 17. nóvember. Sjó- gangurinn var aískaplegur. Á mánudaginn 9. nóvember gekk yfir grandann og á 70 metra kaíla við Sandósbrúna tók veginn af. Þá bar brimið möl í ósinn og stíflaði hann. Nú er verið að lag- færa þetta með jarðýtu. Allt var á ferð og flugi hér í þorpinu. Kraítsjóar gengu á hús- in, tóku báta á kambinum og báru þá upp fyrir veg. Þá brauzt sjórinn inn í báðar fjárréttirnar í sláturhúsinu. Ekki er vitað um neina verulega fjárskaða og hér varð ekki rafmagnslaust, en bryggjan skemmdist töluvert. Hámerarveiðarnar í Mogganum Þórður Jónsson skrifar grein um hámerarveiði í Morgunbl. sl. miðvikudag. Blaðið puntar upp á greinina með mynd af hámera- veiðum. Segir ennfremur að þeir tveir Reykvíkingar, sem skruppu til Akureyrar í haust og fóru eina slíka veiðiferð hér, hafi fengið tvær hámerar, en engan ódrátt, eins og Tíminn hafi skýrt frá og aðeins hafi verið hugarsmíð. Umræddir Reykvíkingar fengu því miður enga hámeri, en þeir fengu sel og töldu ódrátt er þeir sögðu frá hér á Akureyri að veiðiferð lokinni og margir geta vitnað. Fullyrðing Morgunbiaðs- ins stangast því við staðreyndir. Auglýsingar skapa viðskipta- möguleika og auðvelda þá. — Auk þess les Rósberg G. Snæ- dal, rithöfunclur, kafla úr bók sinni Fólk og fjöll, sem er að koma út um þessar mundir. Síðar í vetur hefur Ferðafélag- ið hug á að halda fleiri fræðslu- og skemmtikvöld. Ráðgert er að Björn Pálsson fari héðan til Húsavíkur og sýni myndir.nar hjá Ferðafél. Húsa- víkur föstudaginn 27. nóv. Akureyrarkirkja fær afmælisgjöf í gaerdag, 17. nóv., var 19 ára afmælisdagur Akureyrarkirkju. í tilefni af því fékk kirkjan góða gjöf. Er það altarisdúkur og var hann afhentur við guðsþjóml?tu síðastl. sunnudag. Hér er um minningargjöf að ræða, því að dúkurinn er gefinn til minningar um Ragnar Magnús Einarsson barnakennara, sem fæddist 11. nóv. 1887, en lézt 8. júlí 1954. — Kveðjuathöfn fór fram í kirkjunni 16. sama mán- aðar .en jarðarför hans var gerð á Sauðárkróki. Gefendur eru frú Ragnhildur Gísladóttir, eiginkona hins látna, og dóttir þeirra, María Ragnars- dóttir saumakona, og eiga þær heima í Möðruvallastræti 1. Þær saumuðu altarisdúkinn, sem er mjög fagur og vel garður. Voru þeim fluttar þakkir fyrir framúrskarandi ræktarsemi í garð kirkjunnar, — og lýst bless- un Drottins yfir minningu hins látna eiginmanns og föður. Kapphlaupið mikla Bandaríski flotaforinginn Rick- óver var eitt sinn að reyna að skýra þá staðreynd, að banda- ríska þingið sparaði peninga til menntamála á sama tíma og það éyddi miíljörðum dollara til hernaðarmála. Þá sagði hann m. a. þetta: — Ef Rússar tilkynntu í dag, að þeir æíluðu að senda mann til helvítis, þá myndu a. m. k. tveir fulltrúar ríkisstjórnarinnar leggja fram á morgun tillögu um fjárveitingu til slíkrar sendiferð- ar, og þeir myndu rökstyðja hana með því, að það væri bráðnauð- synlegt fyrir okkur að verða á undan. Góður happadráttur Sigurður Sölvason, tl'ésmiður, Munkaþverárstræti 38, Akureyri, vann nýlega Opel karavan bifreið í happdrætti DAS. Bílnum var ekið hingað norður í fyrradag og afhentur hinum heppna eiganda sinum hér á staðnum. — Bifreið þessi er hin glæsilegasta. STAKA Maður einn hagorður kom inn á skrifstofu blaðsins í gær og kastaði fram stöku þessari: Léleg reynist Laxárstöð, Ijósaþurrð í bænum. Ekkert flogið, engin blöð, allt er í sjónum grænum. Vísitala framfærslu- kostnaðar Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík 1. nóvember 1959 og reyndist hún vera 100 stig eða óbreytt frá grunntölu vísitölunn- ar 1. marz 1959. Samkvæmt ákvæðum 6. gr. laga nr. 1/1959, um niðurfærslu verðlags og launa, er kaup- greiðsluvísitala tímabilsins 1. desernber 1959 til 29. febrúar 1960 100 stig eða óbreytt frá því, sem er á tímabilinu september til nóvember 1959. Ávarp til Akureyringa LlNAN k i » ' ?'• • ! .K ' \ 5% " *■■ . A 9 Enn hefur einn sorgaratburð- inn borið að höndum, er vél- báturinn Svanur fórst með þrem- ur ungum mönnum þann 9. nóv. sl. Ennþá hefur samvizka vor ís- lendinga verið vakin í sambandi við sjómenn vora, þar sem engum dylst sú mikla þakklætisskuld, sem vér stöndum í við þá, sem leggja líf sitt í hættu til öflunar lífsnauðsynja fyrir þjóðina. Hér eiga því við oi'ð Drottins: Meii'i elsku hefur enginn en þá, að hann lætur líf sitt fyrir vini sína. Hér hefur lítill staður, sem átt hefur við mikla atvinnulega örð- ugleika að etja, goldið hið mesta afhroð og sár harmur verið kveð- inn að eiginkonu, unnustu, böi'n- um, foreldrum og öðrum ástvin- um hinna látnu. Það skarð, sem höggvið hefur vei'ið í ástvinahóp, verður aldrei fyllt, föðurmissir- inn aldi'ei bættur, en augljóst er, að hjá eftirlátnum aðstandendum verður í framtíðinni við mikla erfiðleika að stríða með að sjá sér og sínum íarborða. íslenzka þjóðin hefur jafnan haft þor til þess að kannast við og játa mikilvægi og fómarlund sjómanna sinna. Það hefur hún sýnt, er slíkir atburðir hafa gerzt, sem þessi. Rafmagnslaust enn í gær var enn rafmagnsskortur á Akureyri og gripið til skömint- unar. Mikill ísruðningur var í Laxá og brplnuðu 6 .öryggisarmar í nýju- vélasamstæðunni. Frumsýning á morgun Leikfélag"Akúreyvar írumsýnir sjónleikinn Á elleftu stundu ann- að kvöld, sunnudag. Leikstjóri er Guðmundur Gunnarsson og leik- .éffidur 12, þar af nokkrir nýliðar. Sjónleikurinín iert spennandi gamanleikur, sem trúiega mun falla mörgum Akureyringum vel í geð. Sýnum enn, að vér kunnum að þakka og meta starf sjómanna vorra, með því að leggja nokkuð af mörkum til þeirra, er sárastur harmur hefur verið kveðinn að. Blöð bæjarins hafa góðfúslega lofað að veita móttöku því, sem fólk vill láta af hendi rakna til þeirra, er misst hafa fyrirvinnu heimila sinna. Hofscsi, 1. nóv. 1959. Árni Sigurðsson. P. S. Söfnunin stendur yfir til 15. desember. Flateyingar brugðust vel við Þeir skutu saman til styrktar kaupum sjúkraflugvélarinnar. Jón Hólmgeirsson kr. 200.00. — Hólmgeir Árnason kr. 300.00. — Heimilið Útbæ kr. 100.00. — Hall ur Jóhannesson kr. 100.00. — Hildur Hermannsdóttir kr. 300.00. — Hulda Emilsdóttir kr. 100. — Ingunn Emilsdóttir kr. 100.00. — Sigurveig Ólafsdcttir og Hermann Jónsson kr. 500.00. — Jón Hermannsson kr. 200.00.— Ragnar Hermanns^pn ^r, 200.00. — Þórhallur PálssQn kr. §j30.00 -—- Jónas Jónasson & . J'ÓO.OO, - Jóhannes JóhannessogÆr. 200..00. — Stefán Stefárissoh-k-k 400.00'.— Björgvin Pálsson kr. 200.00. — Hólmgeif ’ Jónátansson kr., Sig-' túni, kr. 300.00. — Sigurbjörg Guðlaugsdóttir kr. 100.00. — Karl Pálsson og Griðfrr.' K'úVlssöff kr. - 300.00. — Samtals kr. 4000.00. : Það var SIysa\4u'mi<b -V aka,; sem gekkst fj£riSL Sámskolun'um: og lagði auk þess fram kr. 2000.00. (Sjá annars staðar í skrá yfir heildarframlög til sjúkravél- arinnar.) Marsvínadráp Framlög til sjúkra- flugvélarinnar Slysavarnadeild kvenna í Ól- afsfirði, að mildu leyti frjáls samskot kr. 21.000.00. — Slysa- varnadeild karla, Óiafsfirði, kr. 5000.00. — Slysavarnad. kvenna, Dalvík, kr. 20.000.00. — Slysa- varnad. karla, D.alvík, kr. 15.000.00. — Slysavarnad. Hrafna gils- og Saurbæjarhr. kr. 5000.00. Slysavarnad. Árskógshr. kr. 10.000.00. — Slysavarnad. Möðru- kr. 5000.00. — Slysavarnad. Sval- an, Svalbarðsstr., kr. 8000.00. — Ónefnd kona kr. 300.00. — Húsa- vík (loforð) kr. 10.000.00. — Frá sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu kr. 10.000.00. — Eftir komu vél- arinnar. Frá Vöku, Fiatey kr. 6000.00. — Frá Baldursbrá, Gler- árhverfi, kr. 2000.00. — Ónefnd kona kr. 1000.00. — Fyrir hönd okkar allra, sem að þessum mál- um standa, sendi eg öllum þús- und þakkir fyrir frábæra og ómetanlega aðstoð. — Sesselja Eldjárn. Framhald af 1. siðu. Hin gífurlegu verðmæti, sem borizt hafa á land á Dalvík, eru sannarlega mikill happadráttur og vonandi verður hann sem flestum'að gagni. Rætt hefur verið um það á Dalvík, að láta hina nýju kirkju, sem þar er í smíðum, njóta gcðs af hvalrekanum, en ekki mun það fullráðið. Kálfabjúgu Medisferpylsur (reyktar) Vínarpylsur KJORBUÐ Brckkugötu 1.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.