Dagur - 16.12.1959, Blaðsíða 1
Fylgizt með því scm gerist
hér í kringum okkur.
Kaupið Dag. — Sími 1166.
DAGUR
kemur næst út fimmtu-
daginn 17. desember.
XLII. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 16. desember 1959
70. tbl.
Tveir menn svipfir ökuleyfi ævi-
langf - Strákar frernja óknyffi
Fyrr í þessum mánuði voru 2
menn hér í bænum sviptir öku-
ieyfi ævilangt og sama dag var
ökuleyfi tekið af þeim þriðja um
óákveðinn tíma.
Seint í fyrra mánuði voru þrír
menn hér einnig sviptir ökuleyfi
með dómi í eitt ár og skemur.
Margir hafa verið sviptir ökuleyfi
á þessu ári. Ekki verður um það
sagt, hvort öHuhæfni mánna er
þverrandi að einhverju leyti, eða
að strangara er tekið á misfellum.
Víst er, að með vaxandi fjölda
farartækja er meiri þörf varúðar
og hæfni.og þá fer mjög illa sam-
an áfengi og akstur. En hinir
ógæfusömu, sem sviptir hafa
verið ökuleyfi, geta mjög oft
kennt áfenginu eða notkun þess
um. Rétt er bæði og nauðsynlegt
að tak.a föstum tökum á hvers
konar afglöpum og ógætni í sam-
handi við akstur bifreiða, ekki
sízt í sambandi við ölvun. Mun
enn langt í land, að menn geri
sér það nægilega ljóst, hvað þeir
eru að gera og hve illu það getur
valdið, að skeyta ekki um hóf-
semi í meðferð áfengis samtímis
því að aka bíl.
Þá hafa nokkrir unglingar ver-
ið teknir til yfirheyrslu hjá lög-
reglunni fyrir óknytti. Sumir
höfðu brotið rúður, aðrir perur í
ljósastaurum og gert önnur ax-
arsköft. Sumir þessara unglinga
hlutu sektir en aðrir sluppu með
áminningar.
Yfirleitt er rólegt hér í bænum
og ekki liggur það ljóst fyrir,
hvort óregla vaxi meðal yngri
kynslóðarinnar, þótt grunur leiki
á, að svo sé. Nokkur ölvun er
öðru hvoru, en slíkt er ekki nýtt
Nokkrir bifreiðaárekstrar hafa
orðið, en færri þó en búazt hefði
mátt við. Skemmdir hafa orðið á
bifreiðunum í þessum árekstrum,
en ekki hefur fólk slasazt.
Nýja togskipiS Bjarnarey hreppti rok og sfórsjó á uppsiglim
Ralibað við Hólmstein Helgason framkvæmdastj
útgerðarinnar um heimferðina og skipið
Sfofnað íslenzkf-þýzkt félag?
Hingað til Akureyrar kom á
mánudaginn austur-þýzka tog-
skipið Bjarnarey, sem hreppti
ofviðri mikið á hafi, en komst
heilu og höldnu í heimhöfn á
Vopnafirði á fimmtudagskvöldið.
Hólmsteinn Helgason, oddviti
Raufarhafnarhrepps og fram-
kvæmdastjóri tveggja togskip-
anna austur þar, fór utan með
áhöfn skipsins, er það var sótt, og
kom með því hingað upp. Blaðið
hitti hann að máli þegar skipið
var lagzt að bryggju hér á Akur-
eyri og spurði hann frétta.
Þig lentuð í ofviðri á heimleið-
þetta leyti náðum við sambandi
inni?
Já, við lögðum af stað frá
Kaupmannahöfn föstudaginn 4.
desember. Én á sunnudaginnmun
kl. 1.30 bilaði stýrisvélin. Skipið
var þá statt vestur af Noregi,
Dráttarvélanámskeið
Haganesvík, 12. des. — Ein
trilla rær og fiskar ágætlega. —
Fyrst var róið með handfæri, en
síðan með línu.
, Dráttarvélanámskeið á vegurn
búnaðarfélaganna í Holts- og
Haganeshreppi stendur yfir í
húsakynnum Samvinnufélags
Fljótamanna. Nemendur eru 14,
en kennari er Sigurþór Krist-
feifsson vélaráðunautur Skag-
firðinga. Kennd er meðferð
dráttarvéla og viðgerðir.
Veðurfarið er með ágætum,
jörð auð og allir vegir færir, til
dæmis er gott færi yfir Lágheiði
og Siglufjarðarskarð, og mun það
einsdæmi á þessum tíma árs.
Við Fljótamenn hyggjum gott
til að fá veginn um Stráka. Sá
vegur verður okkur mikil og
nauðsynleg samgöngubót við að-
al markaðssvæði okkar.
Nýlega kom hingað til bæjar-
ins þýzki sendiráðsfulltrúinn frá
Reykjavík með fréttamyndir o.
fl. Myndir þessar voru sýndar í
húsakynnum íslenzk-ameríska
félagsins hér að viðstöddum all-
mörgum gestum, einkum þeim,
sem hafa áhuga fyrir meiri
menningartengslum Þýzkalands
og íslands en verið hefur.
í ráði er að hingað verði send-
ar fleiri fréttamyndir á næst-
unni. Einnig var boðið að senda
hingað sendikennara og lista-
menn, sem kunna að koma til
landsins. En tæplega verða Ak-
ureyringar þess aðnjótandi nema
stofnaður verði íslenzk-þýzkur
félagsskapur af þeim, sem áhuga
hafa fyrir nánari menningar-
tengslum þessara landa.
Á fundi þeim, sem haldinn var
í sambandi við myndasýninguna,
kom fram mikill áhugi fyrir
stofnun slíks félagsskapar.
austarlega í Norðursjó, með
stefnu fyrir norðan Hebrideseyj-
ar. Veðrið var hið versta, rok og
stórsjór á eftir. Við vorum að
hlusta á fréttir af skipssköðum
hingað og þangað í hinu ægilega
veðri. Náðum við þá sambandi
við Bergen og báðum um aðstoð,
en þar var okkur sagt, að enginn
nægilega stór og traustur drátt-
arbátur væri þar fyrir hendi, er
komið gæti til aðstoðar í þessu
veðri. Leitað var þá til Oslóar
með milligöngu frá Bergen og
mun björgunarfélagið þar hafa
sent bát eða skip af stað. En um
við Hvassafell, er var á svipuðum
slóðum, og varð að ráði, að það
veitti okkur aðstoð. Afturkölluð-
um við því beiðni okkar um hjálp
frá frændum okkar, Norðmönn-
um.
Ilvernig aðstoðaði Hvassafell
ykkur?
Það kom til okkar og dældi
olíu í sjóinn öðru hvoru og feng-
um við ekkert áfall eftir það. Og
á meðan fór fram aðgerð á stýr-
isvélinni. Hvassafell lá hjá okk-
ur alla mánudagsnóttina. Þegar
viðgerð var lokið hjá okkur,
héldum við í átt til Færeyja og
var Hvassafell á næstu grösum
þangað upp.
Hvernig líkaði þér nýja skipið?
Mér virðist skipið gott í sjó að
leggja og hafa fyrsta ílokks sjó-
hæfni.
Er það rétt, að þetta nýja skip
sé á annan veg smíðað en hin
tyrri togskip af þessari gerð?
Á Bjarnarey eiga að vera leið-
réttir nokkrir gallar, sem fram
hafa komið á þessum togskipum,
segir Hólmsteinn. Barlestin var
létt og öðruvísi frá henni gengið,
borðstokkar voru hækkaðir og
tekið burtu ankersspil af bakk-
anum.
Hver var skipstjóri á heinileið?
Hann heitir Magnús Bjarnason,
Jónssonar frá Vogi, og er Reyk-
víkingur. Stefán Stefánsson frá
Dalvík var stýrimaður og tekur
hann nú við skipstjórn. Skipið á
að fara á togveiðar eftir ára-
mótin.
Hverjir eru eigendur Bjarnar-
eyjar?
Stærsti hluthafinn er Vopna-
fjarðarhreppur og Vopnafjörður
er heimahöfn Bjarnareyjar. Aðr-
ir hluthafar eru: Þórshafnar-
hreppur, Raufarhafnarhreppur
og Borgarfjarðarhreppur, auk
nokkurra einstaklinga í þessum
hreppum. En þetta útgerðarfélag
á líka togskipið Jón Trausta.
Hvernig eru horfur til útgerðar
hinna nýju skipa ykkar?
Við ýmsa erfiðleika er að etja,
fyrir þetta útgei-ðarfélag okkar,
segir Hólmsteinn. Mikið veltur á
skilningi og getu lánastofnana og
svo auðvitað aðgerða rikisstjórn-
arinnar gagnvart útgerðinni al-
mennt.
Blaðið þakkar Hólmsteini
Helgasyni fyrir svörin og árnar
hinu nýja og glæsilega skipi og
áhöfn þess fengsælla veiðiferða
HÓLMSTEINN HELGASON
framkvæmdastjóri.
og annars velfarnaðar í bráð og
lengd.
Bjarnarey og Jón Trausti
munu bæði hefja togveiðar eftir
áramótin. Jón Trausti var á
mánudaginn að landa ofurlitlu af
fiski hér á Akureyri, en er hætt-
ur veiðum, þar til á nýja árinu.
Við heimkomuna til Vopna-
fjarðar, var fjöldi fólks viðstadd-
ur til að sjá skipið. Hólmsteinn
ávarpaði viðstadda af skipsfjöl,
en oddviti Vopnafjarðarhrepps,
Sigurður Gunnarsson, ávarpaði
skipshöfn og aðra viðstadda fyrir
hönd heimamanna.
Bjarnarey flutti töluvert af
varahlutum og tækjum til hinna
mörgu 250 lesta systurskipa, sem
áður voru komin til landsins.