Dagur - 16.12.1959, Blaðsíða 5

Dagur - 16.12.1959, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 16. desember 1959 D A G U R 5 Sjötugsafmæli tvíburasystkina honum og eignaðist snemma sömu áhugamál og hann. Hugur hans hneigðist snemma að bú- skap og heimilishaldi á Gaut- löndum, og hvíldu og nokkrar áhyggjur á honum, unglingnum, í fjarveru föður síns, sem þá var bæði alþingismaður og kaupfé- lagsstjóri á Húsavík, auk annarra starfa. Jón Gauti stundaði nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og lauk þar prófi með ágætis einkunn 1909. Hann giftist Önnu Jakobsdóttur frá Narfastöðum í Reykjadal vorið 1917 og tóku þau við búi á Gautlöndum vorið 1918. Anna, sem var gáfukona og mik- ilhæf húsmóðir, lézt 10. febrúar 1934 frá 4 ungum börnum. Þau eru: Ásgerður, bankaritari í Reykjavík, Sigriður, gift Ragnari H. Ragnar söngkennara á ísafirði, Böðvar, bóndi á Gautlöndum, giftur Hildi Ásvaldsdóttur frá Ökrum, og Ragnhildur, gift Jóni Sigurgeirssyni frá Helluvaði, sjúkrahússráðsmanni á Akureyri. Bú sitt hefur hann stundað af lif- andi áhuga og oft gert tilraunir með ýmislegt á ýmsum sviðum búskapar og oft miðlað öðrum fróðleik af reynslu sinni. Bújörð hans, sem er tveir þriðju hlutar af Gautlöndum, hefur tekið miklum stakkaskiptum í lians búskapartíð, þó að stærst hafi skrefin verið síðan Böðvar sonur hans fór að búa með honum, en Böðvar hefur numið búfræði í Noregi og er gæddur sama dugn- aði og áhuga og faðir hans. En þetta er ekki nema hálfsögð saga, þó að birt sé, og látið vel af bú- skap hans á Gautlöndum, því að sá maður, sem alla sína starfsævi hefur verið hlaðinn trúnaðar- störfum, hlýtur að láta þar eftir sig glögg spor í samtíðinni. Hann hefur verið oddviti Skútustaða- hrepps síðan 1919, eða í 40 ár. Sá sem svo lengi hefur haldið um stjórnvöl eins sveitarfélags hefur oft hlotið að bera þungar áhyggj- ur. Óhætt mun að fullyrða að honum hafi farizt hin langa sveit arstjórn mjög vel úr hendi, og aldrei hefur neinum manni verið teflt fram til þess að keppa við hann um þetta starf. Formaður skólanefndar hefur hann verið lengi og unnið kappsamlega að því að koma upp heimavistar- skóla, og er hann nú í smíðum. Hófst bygging hans á sl. vori. Hann hefur átt sæti í sýslu- nefnd um tuttugu ára skeið. Sveitarmenn héldu honum samsæti þegar hann var sextugur, í þakkarskyni fyrir þann þrjátíu ára starfstíma sem þá var að baki. Frá því 1922 hefur hann ýmist verið í stjórn Kaupfélags Þingeyinga eða endurskoðandi þess. Þá hefur hann setið í yfir- skattanefnd Þingeyjarsýslu síð- an 1921. Hann hefur átt sæti á öllum fundum Stéttarsambands bænda frá stofnun þess, og nú í nokkur ár í Framleiðsluráði landbúnaðarins. Fjölda mörgum störfum innan sveitar og héraðs hefur hann gegnt, og hann mun hafa verið síðasti umboðsmaður Norðursýsluumboðs yfir jarð- eignum ríkisins. Hann er mjög fróður og víðlesinn og hefur skrifað í blöð og tímarit ýmsar greinar, einkum um þjóðhags- og menningarmál. Þá hefur hann samið sögu Kaupfélags Þingey- inga, allmikið rit. Hann hefur verið skipaður í nefnd til þess að undirbúa laga- frumvörp nokkrum sinnum, og nú dvelst hann í Reykjavík við störf í nefnd, sem fjallar um af- réttarmálefni. Er hann skipaður til þess af Búnaðarfélagi íslands. Þangað senda sveitarmenn honum á afmælisdaginn hlýjar kveðjur og þakkir fyrir langt og dáðríkt ævistarf. Pétur Jónsson. Hólmfríður á Arnarvatni er bráðum búin að lifa 70 ár. Það virðist ekki langur tími, þegar litið er til baka, en þó er það svo, að fáar konur hafa afkastað meira starfi en hún, bæði and- lega og líkamlega, enda orðin dá- lítið þreytt. Hún er gædd óvenju miklum gáfum, og virðist því kjörin forstöðukona af guðs náð, enda systir Kristjönu Pétursdótt- ur forstöðukonu Húsmæðraskól- ans á Laugum, sem látin er fyrir nokkru. Hún naut máske meiri mennt- unar en almennt var fyrir 50 ár- um, það er að segja, hún var gagnfræðingur, og þótti það Hólmfríður Pétursdóttir. Jón Gauti Pétursson. býsna mikil menntun í þá daga. Að því námi loknu tók hún til starfa á heimili föður síns og einnig ýmsum framfaramálum í sveitinni, svo sem ungmenna- félagi, lestrarfélagi cg kvenfélagi, og stóð bar ætíð í broddi fylking- ar með rögg og skynsemi, seinna varð hún forstöðukona Kven- félagasambands Þingeyinga og er það enn. Hún giftist Sigurði Jónssyni á Arnarvatni, sem þá var ekkju- maður með 6 börn, og reyndist hún börnum hans sem móðir, og reynist þeim enn, og einnig börnum þeirra, þó að þau séu orðin tvístruð að heiman, og hafi stofnað sín eigin heimili. Með manni sínum átti hún 5 börn, sem hún dvelur nú hjá til skiptis. Það er stór barnahópui'- inn hennar Hólmfríðar, sem hún breiðir sig yfir sem bezt. Það lætur að líkum, að oft hefur ver- ið mannmargt á hennar heimili, því þurfti bæði þrek og þol til að starfa og stjórna, en samt sem áður var hún ætíð reiðubúin til að sinna opinberum málum, sem útheimtu þó nokkurn tíma. Oft flutti hún erindi á samkomum, bæði til fróðleiks og skemmtunar, og flytur enn. Það er svo dásam- legt hvað henni er létt um að taka til máls, og er sérstaklega gott og þroskandi að hlusta á hana, hún virðist geta svipt burtu drunga og dvala úr hugum sam- ferðafólksins og jafnvel fyllt menn anda og krafti, ef svo mætti segja. Að nokkru leyti má segja að Hólmfríður sé og hafi verið ham- ingjumegin í lífinu, þó að oft hafi mætt henni örðugleikar, þá hefur hún kunnað að taka þeim og sigrast á, án þess að láta bugast, sumir eru þannig gerðir og vaxa við hverja raun, sjá alltaf eitt- hvað, sem gefur lífinu gildi. Hún hefur margoft sótt kvennafundi út um allt land, og komið þar ætíð fram með sæmd. Kvenna- þingum hefur hún oft verið á í Reykjavík, og sagði mér merkur Reykvíkingur, að við mættum vera stoltar af að eiga annan eins fulltrúa. Þar er hún ætíð með þeim glæsilegustu, bæði í sjón og raun, er heilsteypt í framsögn og fylgir málum vel eftir til sigurs. Hún hefur verið í stjórn Hús- mæöraskólans á Laugum frá byrjun og er enn. Hún vill nú frekar fara að draga sig í hlé frá opinberum störfum, sem von er, það er nú ekki vandalaust að velja konu í hennar stað. — Hún Hólmfríður er nú samt ekki setzt í helgan stein, nú kennir hún barnabörnum sínum, og saumar á þau, og hún er hreint ekki í vandræðum að taka til máls ennþá. Eg vildi mega óska þess að hún fengi að halda heilsu og kröft- um sem lengst sér og sínum og okkur öllum til blessunar. K. G. Árið 1889 var að mörgu leyti fremur dapurt og erfitt í Mý- vatnssveit. Árferði hafði ekki verið gott á undanförnum árum, og það var að losna um fólkið, svo að þetta ár fór dálítill hópur til Ameríku, en alls flutti 48 ■manns burtu úr sveitinni, en 31 inn í staðinn. Á hreppamótunum, haust og vor, var helzt rætt um bága afkomu sveitarsjóðsins, enda var framfærsluþungi mjög mikill á honum. Um vorið, þann 26. júní, dó Jón Sigurðsson al- þingismaður og dannebrogsmað- ur á Gautlöndum af afleiðingum af byltu af hestbaki á Oxnadals- heiði. Hann hafði verið höfðingi þessarar sveitar, lengi hreppstjóri og oddviti lengst af þann tíma, sem hreppsnefnd hafði starfað hér, en látið af þeim störfum rétt áður en hann lagði upp í þingreið sína, sem varð hans hinzta för. Hann var þjóðkunnur stjórnmála maður og hafði verið forseti Al- þingis. Utför hans var mjög fjöl- menn cg virðuleg, og hafði komið þar glöggt í ljós, hve mikill harmur var kveðinn að sveitar- mönnum við fráfall hans. Hinn 19. ágúst þetta sama ár féll svo ekkja hans í valinn, Sólveig Jónsdóttir húsfreyja á Gautlönd- um, ekki síður elskuð og virt en hann. En of snemmt er að rita annál nokkurs árs fyrr en það er liðið, og svo fói' hér, að síðasti mánuð- ur ársins gaf þessari sveit einn mikilsverðan hamingjudag, og er það hann, sem hér á að minnast að nokkru. Þann 17. desember fæddust tvíburar, sveinn og mey, á Gautlöndum, og voru foreldrar þeirra Pétur Jónsson bóndi, sonur þeirra nýfráföllnu heið- urshjóna, og kona hans, Þóra Jónsdóttir, Jónassonar bónda á Grænavatni. Nú eiga þessi tví- burasystkin sjötugsafmæli 17. desember, og vil eg hér minnast Jóns Gauta Péturssonar með nokkrum orðum, en treysti því að Hólmfríðar systur hans verði líka minnzt, því að bæði eru þjóðkunn. , Jón Gauti Pétursson hefur átt heima á Gautlöndum alla. ævi sína. Móðir hans féll frá þegar hann var 5 ára, og hafði hann því meira af föður sínum að segja, og varð fyrir miklum áhrifum af FERÐAÞÆTTIR FRÁ RÚSSLANDI (Frnmlmld i'ir jólablnði.) Vnlið um tungumál. Eitt af þvl, sem mcsta athygli vekur á þessari sýningu í heild, er það, að víða eru kvikmyndasýningar í sérstökum tækj- um með skífu líkri og á sjónvarpi. Mcð því að styðja á takka, getur maður fengið að sjá kvikmynd um efni það, sem um er fjallað í viðkomandi sal. Við sáum til dæm- is kvikmynd um þróun húsabygginga í Ráðstjórnarríkjunum, þar sem vinnuað- ferðir voru sýndar nákvæmlega. Mcð því að styðja á hnapp gat maður eiunig valið á hvaða tungumáli skýringarnar með myndinni væru fluttar. 1 annarri aðaldeild sýningarinnar er fjallað tim iðnað og samgöngur. í þriðju deildinni er landbúnaðurinn allsráðandi, en í Jjcirri fjórðu eru sýndar byggingar, aukning orkuvera o. s. frv. Við fórum af þessari sýningu ákveðnir í að koma þang- að aftur, cn af því gat þó ekki orðið. Circarama. Hið síðasta, sem við sáum á þessari sýn- ingu, voru kvikmyndir á Circarama-tjaldi (hringtjaldi), en það mun nú talið nýjasta nýtt í kvikmyndasýningum, og enginn efast um, að þar standa Rússar framarlega. Bandaríkjamenn sýndu þetta á heimssýn- ingunni í Briissel, en útbúnaður Rússa er talinn ennþá fullkomnari, ef marka má þá sjálfa. Þarna stóðum við á miðju gólfi, en atburðir kvikmyndarinnar gerð- ust allt í kring um okkur. Við vorum isjálfir í miðju atburðanna. Stundum vorum við staddir í járnbraut, bíl eða flug- vcl, þutum áfram, en sjónarsvið myndar- innar var allur sjóndeildarhringurinn. Sénnilega er ekki auðvelt að sýna skáld- ságnaatburði á þennan hátt, efni flestra sk,emmtikvikmynda, og erfitt er að standa lengi og snúa sér í hringi, en varla get ég hugsað mér neina betri aðferð við að sýna landslagsmyndir. Hús vináttunnar. Einn fyrsta daginn í Moskvu var okkur tjáð, að við værum boðnir í „Hús vinátt- unnar við ercndar þjóðir" (House of Friendship with Foreign Peoples). I>að vissi ég að vísu fyrir, að Rússar leggja mikið kapp á að efla vináttu við aðrar þjóðir, og heyrt hafði ég þessarar stofn- unar getið að einhverju, en þó vissi ég ekki stöðu þess nákvæmlega. Og það er svo, að eftir heimsóknina þangað vefst fyrir mér að gera nákvæmlega grein fyrir henni. Megiriatriði málsins er þó það, að þetta er opinber stofnun til að leggja stuncl á vináttu og frið við aðrar þjóðir og efla áhuga Rússa á öðrum þjóðum og þeirra lífi. Áhugi á lcngslum við framandi þjóðir. Stofnunin er til húsa í gömlu og virðu- legu auðmannshúsi frá öldinni sem leið. Lagt er kapp á að stofna vináttu og menn- ingartengslafélög við sem flestar þjóðir. Forseti stofnunarinnar og ýmsir fleiri tóku á móti okkur, þar á meðal stúlka ein, sem var fulltrúi og frömuður í „Menningartengslum Ráðstjórnarríkj anna og íslands." Var hún einnig túlkur forseta, sem hélt drjúgan ræðustúf um friðinn og vináttuna og starf stofnunar sinnar. Við spurðum, hversu gömul stofnunin væri. Kom í ljós af svörunum, að hún er svo til ný af nálinni, eða }>að eru að minnsta kosti núverandi starfshættir hennar. Að markmiði sínu vinnur hún með því að stofna áhugamannafélög um livert ein- stakt land sem víðast í Ráðstjórnarríkjun- um. Fyrsta félagið, sem stofnað var í þess- um dúr, er íslandsvinafélagið í Moskvu, og komst það á laggirnar snemma síðast- liðið vor. Hafa nú 30 slík félög verið stofnuð. í þessum félögum fer fram hin mikilsverðasta kynning á allan hátt: haldnir fyrirlestrar á fundum, um hin framandi lönd og sýndar kvikmyndir. Auk þess er lagt kapp á að skiptast á hópum ferðamanna, en ekki sízt eru gagnkvæmar lieimsóknir listmanna mikilsverðar. Má í þessu sambandi minna á MÍR, scm feng- ið hefur marga ágæta sovét-listamenn til íslands, en af þeim góða félagsskap virðist heldur hafa dregið upp á síðkastið. Rússarnir spurðu mikið um MIR og starf þess, og það virtist vera sama, hvar við komum í Ráðstjórnarríkjunum, alls staðar þekktu menn MIR, að minnsta kosti að nafni til. Kann það að standa í einhverjum tengslum við, hversu skemmtilega nafnið er myndað með tilliti til skammstöfunarinnar: mir = friður á rússnesku (mir miru, lieiminum frið, er eitt þeirra slagorða, sem víðast eru fest upp á hátíðum Sovétþjóða), en grund- vallarhugsjón þessara landkynningarfél- aga er auðvitað friðurinn. Minntust Jónasar. Hvarvetna verður þess vart, að Rússar eru þyrstir í fróðleik um framandi lönd og þjóðir, enda liefur komið í ljós, að áhugi fvrir vináttufélögum er mikill og almennur. Er vissulega vert, að íslend- ingar sýni íslandsvináttufélaginu í Moskvu sóma. í vor hélt félagið hátíðar- fund til að minnast 150 árstíðar Jónasar Hallgrímssonar, og Ivanoff, prórektor við Moskvuháskóla, sem var á íslandi 1956, flutti erindi. Hann og ýrnsir aðrir fröm- uðir í menningarmálum Ráðstjórnarríkj- anna eru meðlimir í félaginu. Guðrún frn Lundi og Kristján Albertsson. Vináttuhúsið likist að sumu leyti fél- agsheimili, m. a. er þar bókasafn, en lögð er áherzla á að eiga bækur frá öllum þeim löndum, sem vináttufélögin efna til sam- bands við. Er við sáum bókasafnið, báð- um við urn að fá að sjá, livað til væri íslenzkra bóka. Vegna flutnings, var okkur tjáð, var ekki hægt að sjá nema lítið af þeim. Þar voru Ijóð Jónasar, en tvær bækur voru þar, sem sízt var að vænta: hið umdeilda leikrit Kristjáns Alberts- sonar og ein skáldsaga Guðrúnar frá Lundi. — Davið Erlingsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.