Dagur - 16.12.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 16.12.1959, Blaðsíða 8
8 Baghjr Miðvikudaginn 16. desember 1959 NY RIKISSIJORN OG NYIRSSÐI Samþykktir um verðlagsmál o. f Frá aðalfundi Bændafélags Þingeyinga FAXAFLÓASTJÓRN. Fyrstu ríkisstjórnina, sem nú er komin til valda eftir a£nám hinna fornu kjördæma, má með nokkrum rétti kalla Faxaflóa- stjórn, og er það táknrænt. Af sjö ráðherrum voru þrír í fram- boði í Reykjavík og þrír í Reykja neskjördæmi hinu nýja. í ráð- herrhópnum er enginn þeirra, sem I framboði voru á Norður- landi, Austurlandi eða Vestur- landi. í fyrrverandi stjórn var þó einn uppbótarmaður af Norður- landi. Hann var látinn hætta, en Faxaflóaráðherrarnir þrír sátu áfram í nýju stjórninni. Ekki skal því lialdið fram, að landfræðileg sjónarmið eigi að ráða vali ráðherra, eða að allir landsfjórðungar eigi endilega að eiga fulltrúa í hverri ríkisstjóm, enda hefur það ekki verið svo. — En hér er um athyglisverða ný- lundu að ræða og mun fleira á eftir fara. ATKVÆÐISLAUS RAÐHERRA. Við kosningu eina, sem fram fór á Alþingi á dögunum, gleymdi Ólafur Thors að greiða atkvæði. Gamansamur maður sagði þá: Hann hefur bara minnt, að hann væri á ráðherrafundi! — Fullyrt er, að um það sé samið milli stjórnarflokkanna, að for- sætisráðherrann hafi ekki at- kvæðisrétt á stjórnarfundum. — Talið er, að stjórnarmyndunin hafi dregizt nokkuð vegna þess að Alþýðuflokkurinn vildi hafa jafnmarga ráðherra og Sjálf- stæðisflokkurinn, en Sjálfstæðis- mönnum þótti þar skörin færast upp í bekkinn. En báðir standa nú með pálmann í höndunum, því að Sjálfstæðisflokkurinn bætti sjöunda ráðherranum við, úr sínum hópi, en Alþýðuflokks- menn tóku af honum atkvæðis- réttinn! Þar við bættist, að for- sætisráðherrann í þessari ríkis- stjórn er ráðherra án stjórnar- deildar, og er það nýtt fyrir- brigði hér á landi. BORGARSTJÓRINN OG , RAÐHERRANN. Borgarstjórinn í Reykjavík er orðinn fjármálaráðherra. Tvennt hefur einkum þótt umtalsvert um þennan ráðherra síðan hann settist í stólinn, þótt því sé sleppt að fjölyrða um það sérstaklega, hvernig það má verða, að maður með jafn vafasama fjármálafor- ystu í málefnum höfuðborgarinn- ar skuli verða gerður að fjár- málaráðherra landsins. En hið tvenna og mest umtalaða við þennan ráðherra er það, að hann neitaði að flytja fjárlagaræðuna í byrjun þingsins og var fjarver- andi þegar bráðabirgðafjárlög, sem hann sjálfur hafði lagt fram, voru til umræðu á Alþingi. En sami ráðherra talaði drýginda- lega um það, að fækka þyrfti DAGUR kemur út á morgun vegna mikilla auglýsinga og efn- is, sem bíður. nefndum á vegum ríkisins, og skal það ekki lastað. En eina embættisverk hans í Stjórnar- ráðinu, sem frétzt hefur um til þessa, er að skipa nýja nefnd íil að rannsaka tekjustofna fyrir bæjar- og sveitarfélög. Má þó telja liklegt, að nefnd eða nefndir sem fyrir voru, hafi getað unnið þetta verk. Enginn oddviti er í hinni nýju nefnd. En þeir eru þó um 200 talsins í landinu, svo að úr nokkru var að velja. Ekki mun tekjuþörfin þó vera minni hjá sveitarfélögum en bæjarfé- lögum. SKRÝTIN KJÖRDÆMA- SKIPUN. Kjósendur í Reykjaneskjör- dæmi komu Bjartmari Guð- mundssyni á þing í haust mcð því að fella Alfreð Gíslason þriðja mann á lista Sjálfstæðis- flokksins, sem gerði ráð fyrir því að ná kosningu í kjördæmi sínu, samkvæmt kosningatölum frá í vor. Sigurður Bjarnason og Frið- jón Þórðarson, báðir Sjálfstæðis- menn, stuðluðu líka að þing- mennsku Bjartmars með því að falla í kjördæmum sínum, en þeir áttu líka að komast að, sam- kvæmt kosningaúrslitunum í vor. EFTIRHREYTUR. Fall Sigurðar Bjarnasonar í Vestfjarðakjördæmi vakti mikla gremju hjá Sjálfstæðismönnum þar og víðar, enda telja Sjálfstæð jismenn í N.-fsafjarðarsýsIu, sig nú þingmannslausa og láta sér fátt finnast um hina nýju kjör- dæmaskipun. Fall Sigurðar Bjarnasonar er nú einkum kennt Gísla Jónssyni, því að hann sótti það fast að verða efstur á listan- um, en það var af mörgum ætlað Sigurði. Heldur þykir nú anda köldu til Gísla Jónssonar frá þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins á Alþingi. Honum hefur ekki tekizt að endurheimta virðingu sína og ekki heldur virðingarstöð ur, er hann hafði áður á þingi, formennsku í fjárveitinganefnd og forsetadóm. Verður þó ekki annað sagt en að Gísli hafi á sín- um tíma gegnt báðum þessum störfum með áhuga og ekki eru þeir menn skörulegri, sem flokk- urinn nú hefur valið í forseta- stóla í dcildum Alþingis. Þarfur bæklingur Út er kominn bæklingur, sem Dráttarvélar h.f. hafa gefið út og eru þar leiðbeiningar um öryggi og eftirlit dráttarvéla, sem Kristján Hannesson tók saman. Nafn bæklingsins er: Leiðbein- ingar um öryggi og eftirlit drátt- arvéla. Hann verður sendur þeim endurgjaldslaust er þessa óska og auk heldur burðargjaldsfrítt. Steingrímur Steinþórsson bún- aðarmálastjóri fylgir leiðbein- ingum þessum úr hlaði og hvetur hann bændur til að kynna sér þær af kostgæfni. Fjöldi mynda, þeirra á meðal litmyndir, skýra efnið vel. Utanáskriftin er: Dráttarvélar h.f., Snorrabraut 56, Reykjavík. Aðalfundur Bændafélags Þing- eyinga var haldinn að Hólma- vaði 7. des. sl. Fundurinn var all fjölmennur og mörg mál til um- ræðu. Hér fara á eftir nokkrar tillögur sem voru samþykktar með öllum greiddum atkvæðum. Verðlagsmál landbúnaðarins. „Aðalfundur Bændafélags Þing- eyinga 7. desember 1959, vítirþað harðlega, að ekki er útlit fyrir að ríkisstjórn Ólafs Thors ætli að standa við gefin loforð Sjálf- stæðisflokksins um bætur til bænda fyrir ranga verðskráningu á landbúnaðarvörum, sem stað- fest var með bráðabirgðalögum fyrrverandi ríkisstjórnar síðastl. haust. Fundurinn mótmælir því að þingmenn séu nú sendir heim, án þess að þeim sé gefin kostur á að afgreiða þetta mál samkvæmt 4ður yfirlýstum vilja og loforðum meix-ihluta þingmanna. Jafnframt ki-efst fundurinn þess, að ef Al- þingi afgreiðir ekki málið sam- kvæmt gi-eindum loforðum, þá geri Stéttasamband bænda ráð- stafanir til sölustöðvunar á bú- vörum að fengnum heimildxxfn. — Fundurinn skorar á bændur um land allt, að veita því máli fjár- hagslegán stuðning.“ Tryggingamál. „Aðalfundur Bændafél. Þing- eyinga 7. des. 1959, telur réttlátt að allir íslenzkir ríkisborgarar á aldrinum 16 til 67 ára hafi sömu réttindi og skyldur gagnvart slysabótum, án tillits til þess hvaða atvinnu þeir stunda, eða hvort þeir eru atvinnurekendur eða vinnuþegar, og skorar á Al- þingi að breyta almannati-ygg- ingalögunum þannig, að svo megi verða.“ Héraðsskjalasafn. „Aðalfundur Bændafél. Þing- eyinga skorar á sýslunefndina að koma á fót skjalasafni fyrir hér- aðið svo fljótt sem unnt er.“ Snyrting bygginga. „Aðalfundur Bændafél. Þing- eyinga, haldinn á Hólmavaði 7. des. sl., lætur ánægju sína í Ijós yfir þeim stórbrotnu fram- kvæmdum, sem orðið hafa í bygg ingamálum héi-aðsins á síðastl. árum. Þar sem augljóst er, að mikið skortir á, að utanhúss- málningu bygginga sé lokið, skorar fundurinn á alla bændur Búvöruverðið Undanfarna daga hafa stöðug- ar viði'æður farið fi-am um verð- lagsgrundvöll landbúnaðai-vara, milli fulltrúa bænda og neytenda samtakanna og við ríkisstjórnina. Að kveldi þess 14. þ. m. náðist loks samkomulag um þessi mál. Samkvæmt því hefur í'íkisstjórn- in látið undan síga fyrir ki'öfum Stéttai'sambands bænda og harð- fylgi Framsóknarmanna í máli þessu. Fréttatilkynning frá landbún- aðai'i'áðuneytinu verður birt í blaðinu á morgun. héraðsins, að setja sér það mark, að máluð verði þök og ytraborð veggja allra bygginga í héi'aðinu á árinu 1960. Fundui'inn beinir því til stjórnar B. Þ., að hún leiti til samvinnu við H. S. Þ. og Búnaðai-samband S.-Þing. um að taka mál þetta til umræðu í vet- ur og beita áhi-ifum sínum til þess að það komist í framkvæmd á næsta sumri.“ Stjórn félagsins var endurkjör- in, en hana skipa: Jón Sigui'ðsson, Yztafelli, (for- maður), Baldur Baldvinsson, Ófeigsstöðum, Þrándur Indriða- son, Aðalbóli, Haraldur Jónsson, Jaðri, og Finnur Ki'istjánsson, kaupfélagsstjóri, Húsavík. Blaðinu hefur boi-izt eftirfar- andi „leiði'étting" fi'á Jóhanni Þorkelssyni héraðslækni á Akur- eyi'i, vegna frásagnar „Dags“ af slysinu í Eyjafirði síðastliðinn miðvikudag. LEIÐRÉTTING. í „Degi“, er út kom 12. þ. m., þar sem getið er um slys það, er Ragnar Elísson varð fyrir hinn 9. þ. m., stendur: „Símað var eftir sjúkrabíl og tafðist að hann kæmi, því að lækni var engan að fá á Akureyri, er tiltækui' væri þá á stundinni. En Snorri Ólafs- son yfirlæknir á Kristneshæli var þá fenginn til fararinnar.“ Hið rétta er sem hér segir: Frú Gunnhildur Ki'istinsdóttii', Saur- bæ, hringdi fyrst til Guðmundar Karls Péturssonar yfii'læknis og bað hann að koma með sjúkrabíl til hins slasaða manns. Hann gat ekki fai'ið þar eð hann var í þann veginn að hefja skurðaðgerð, sem ekki þoldi bið. Fi'ú Gunnhildur hringdi þá til mín og tjáði eg henni að eg mundi þegar í stað senda sjúkrabíl og lækni á slys- staðinn. Eftir ca. 4 mínútur var eg búinn að fá Snorra Ólafsson yfirlækni á Ki'istnesi til að fara með sjúki-abílnum á slysstaðinn, svo og að hringja í lögregluvarð- stofuna og biðja hana að sjá um að sjúkx-abíllinn færi af stað svo fljótt sem mögulegt væri hinum slasaða til hjálpar. Að gefnu tilefni skal það tekið fi-am, að venjulega tekur ca. 10 mínútur að koma sjúkrabílnum af stað, þar eð hann er geymdur í Slökkvistöð Akureyrar, en bíl- stjórann þarf að sækja út í bæ hverju sinni. Ekki veit eg ná- kvæmlega hversu margar mínút- ur það hefur tekið að þessu sinni að ná í bílstjórann, en þó held eg að að það hafi varla verið mikið meira en 10 mítnútur. Þá skal þess getið að Kristnes- hæli er svo mikið í leiðinni að slysstaðnum, að vai't mun það hafa tekið meii'i tíma fyrir sjúkrabílinn að taka Snorra lækni heldur en að taka mig eða annan Akureyrarlækni heirna hjá okkur. Óku yfir Fljótið á ís Fosshóli, 14. des. — Reykdæl- ingar og Bárðdælingar fóru ný- lega á tveim jeppum suður á af- rétt í eftii'leit. Fóru þeir fram á móts við Bálabi'ekku og hefur aldrei fyrr verið farið þar á bíl. Yfir Skjálfandafljót fóru þeir á ís. Tvær kindur fundu þeir, vet- urgamla á og lamb, og voru þær frá Einarsstöðum og Jaðri í Reykjadal og vöru þær fluttar heim í jeppakerru. Leitarmennirnir fóru fyrst fram að Víðikeri og þaðan kl. 11 á föstudagskvöldið f ram til óbyggða. Þeir komu þangað aftur kl. 7 á laugai'dagskvöldið. Hér er jörð orðin hvít og bleytuhríð. Vilhelm Pálsson, bóndi á Granastöðum í Kinn, átti sextugs afmæli í dag. Að síðustu skal það tekið fram, að eg hefði að sjálfsögðu farið sjálfur á slysstaðinn með sjúkra- bílnum, ef eg hefði ekki strax getað fengið annan lækni til ferðarinnar. Jóhann Þorkelsson. —o—- ATHUGASEMD. Héraðslæknirin telur frásögn mína í Degi 12. desembei', í því atriði ranga, sem hann tilfærir innan greinai'mei'kja, um töfina við að fá lækni á slysstaðinn. Til viðbótar þeirri frásögn og til frekai'i áréttingar á því, og sem svar við háværum margyrðum læknisins undanfarna daga út af nefndx-i gi'ein, svo og „leiði'étt- ingu“ hans nú, skal þetta tekið fram: Klukkan rúmlega 5 síðdegis slysdaginn var fyi'st hringt til Akureyrar eftir lækni og sjúkra- bil. Þegar klukkuna vantaði 10 mínútur í 6 sama dag var Árni Magnússon kvaddur til ferðar með sjúkrabíl og lækni á slys- staðinn. Geta menn af þessu séð, að töf vai'ð á, og þótti mér hún sannast að segja of löng, og hafði þá í huga hinn unga pilt, sem lá margbrotinn í blóði sínu undir klcttunum er hann hrapaði fi-am af. Um þetta hafði eg hógvær orð og án ásökunar á einn eða neinn. En ef þér nú, heri'a héraðslækn- ir, viljið ómerkja orð mín í Degi um þetta atriði, verðið þér að gera oi'ð fréttamanns míns, Daní- els í Saui'bæ, ósönn, ennfremur orð Árna Magnússonar lögreglu- manns og tímaákvöi'ðun Lands- símans. Sé yður þetta kleift, get- ið þér vissulega komið með stóra leiðréttingu við frásögn Dags af slysinu við Arnarfell og þurfið væntanlega ekki í feluleik við fjórar mínúturnar yðar eða sam- vizkuna. — Ritstj. Jólalesbókin Jólalesbók Dags fylgir þessu tölublaði og er hún að miklu leyti ætluð fulloi'ðnu lesendun- um. Hún er 32 blaðsíður og án auglýsinga. „Leiðrétting" héraðslæknisins

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.