Dagur - 17.12.1959, Page 1

Dagur - 17.12.1959, Page 1
Fylgizt með því sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út laugar- daginn 10. desember. XLII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 17. desember 1959 71. tbl. Benedikt Gröndal á MöÖruvöllam Þorvaldur Thoroddsen þurfti a'ð dvelja erlendis veturinn 1884 —’85, en hann var þá kennari við Möðruvallaskóla. Var þá Benedikt Gröndal fenginn til að fara norður og kenna í stað Þor- valds þennan vetur. Gerði hann það, og hefur skrifað um þessa veru sína hér norðanlands í ævi- sögu sinni, „Dægradvöl", og í bréfi, sem hann ritaði Eiriki Magnússyni haustið 1885, en þá var Gröndal kominn til Reykja- víkur aftur, fullsaddur á Norð- urlandi. Ber hann ýmsu hér ekki vel söguna, en þess ber að gæta, að Gröndal var alla tíð stórorð- ur, og svo hins, að hann var á þessum árum orðinn allbeiskur út af ýmsum mótgangi í lífinu, og hafði aldrei fyrr dvalið á Norðurlandi og þekkti hér fáa. — Við Norðlendingar þurfum því ekki að taka orð hans néaðfinnsl- ur mjög alvarlega nú á dögum,en getum haft gaman af því, sem hann ritaði manna skemmtileg- ast, þótt ekkí hljómi allt vel í norðlenzkum eyrum. Ferðin norður. Gröndal var orðinn ekkjumað- ur, er þetta gerðist, en Helga dóttir hans fór með honum norð- ur. Lögðu þau af stað með „Thyru“ síðast í sept. 1884, og var þá græn jörð fyrir sunnan, en kalsaveður og allt hvítt að sjá, er kom norður fyrir Snæfellsjökul. Kom skipið við á nokkrum stöð- urn á leiðinni, en Gröndal kom hvergi í land, ekki einu sinni í Stykkishólmi, þar sem systir hans átti heima. Segir hann í Dægradvöl, að tími hafi verið naumur, en ekki getur lesandi varizt þeirri hugsun, að áhuga- leysi eða þungt skap hafi helzt valdið, enda fór Gröndal hálf- nauðugur norður og var eiginlega á flótta undan rukkurum. „Við komum til Akureyrar um kvöld, var samt ekki orðið dimmt mjög, svo ég sá vel til. Þótti mér þar ljótt....“ Ekki dvöldu þau feðgin nema tvær nætur hér á Akureyri. Heimsótti Gröndal Eggert Lax- dal kaupmann, Júlíus Havsteen amtmann, Stefán Thorarensen sýslumann og séra Matthías Jochumsson, sem „bjó í litlu húsi og lélegu.“ En ekki gisti hann þó hjá neinum þessara manna. Svo segir í Dægradvöl: „Ég komst á gistihús, sem kallað var „Bauk- ur“, fékk þar einhvern klefauppi, og þó saman við einhverja tvo hrotta fulla eða hálffulla; billi- ardklefi var undir niðri og allt mjög ógeðslegt." Fengu þau feðgin svo hesta og fylgd út eftir, „kom þá fyrst að Lóni í myrkri, þar var Ijótt og ógeðslegt; var þar ferja, en ég reið og fór á sund; kom svo vot- ur til Jóns og Guðrúnar Hjalta- lín, og urðu þar fagna fundir.“ Aðalhugsunin var að vera í skóla. Ber Gröndal Möðruvallaskóla ekki vel söguna, segir, að piltum hafi ekki verið „sérlegt áhuga- mál að læra og afla sér þekking- ar; aðalhugsunin var sú að „vera í skóla“ = vera á Möðru- völlum eða Realstúdent.“ Þó ber Gröndal einum lærisveini vel sögu, Jóhannesi Þorkelssyni, seinna bónda á Fjalli, en það var vegna þess,. að Jóhannes las einna mest það, „sem ekki var kennt í skólanum, eins og verður flestum þeim, sem verða vel að sér.“ Það, sem haft hefur verið eftir Gröndal hér að framan, er allt tekið upp úr ævisögu hans, Dægradvöl, en til er bréf frá honum til Eiríks meistara Magn- ússonar, eins og áður segir, og það er skrifað haustið eftir Möðruvalladvölina. Þar talar Gröndal engu tæpitungumáli, enda hefur hann aldrei ætlazt til, að bréfið kæmi fyrir almennings- sjónir, þótt nú þyki orðið sjálf- sagt að birta einkabréf, séu þau orðin nægilega gömul. Mega þeir núlifandi menn, sem enn nenna að skrifa bréf, vara sig á því, að skrifa það á blað í dag, sem ekki má koma á prent eftir hálfa eða heila öld. Skuldaði „öllum andskotanum“. Hér fara á eftir kaflar úr bréfi Gröndals til Eiríks Magnússonar: „Ég skal minnast á Möðru- vallatúrinn fyrst þú nefnir hann. Ég fór að sækjast eftir þessu ein- ungis vegna skulda, því ég skuld- aði hér öllum andskotanum, svo ég gat ekki komið út nema ég mætti rukkara. .. . “ „Á Möðruvöllum leið mér vel að því leyti, að ég var frískur og gat fundið mig í einverunni og svínaríinu; en annars er það hundsrass, og það, sem ég sá af Norðurlandi, er hundsrass, en alltaf ganga sletturnar um Reykjavík og Suðurland, og allt- af heyrist sónninn um, að Norð- urland sé fremsti partur landsins, eða réttara sagt annað land en ísland og Norðlendingar náttúr- lega öllum meiri. Skólahúsið á Möðruvöllum er dáindis laglegt ásýndum að utan, en svo afkára- lega innréttað, að það er eins og tuttugu Idiotar hafi verið að concúrrera til gullmedalíunnar fyrir Absúrditeter,“ (fjarstæður) (concúrrera = keppa) --------„Ég sló mér ekkert út, ég kom aldrei út fyrir dyr allan veturinn (nema á kamarinn), ég passaði mína tíma, og ég hafði ekki meðgjörð með nokkurn mann. En Möðruvellir eru það mesta kjaftabæli sém hugsast getur, eins og von er, því það er ekki ein familía, heldur skipt i flokka: 1. Hjaltalínshjónin, 2. þeirra vinnufólk, 3. piltarnir, 4. Brímshjónin, 5. Jón bóndi og hans kona, 6. þeirra vinnufólk. Já, soddan sammensúríum! Svo gengur kjaftastraumurinn til Akureyrar og fi'á Akureyri, sem er helmingi meira kjaftamæli en Reykjavík. . . . “ Og enn segir Gi'öndal um skól- ann og vei'u sína á Möðruvöllum: „Það sem gengur mest yfir mig, er að ég skyldi halda þetta út; piltai'nir voru mikið góðir og miklu skikkanlegri í tímum en piltar í Reykjavíkurskóla, en ekki held ég þeir viti mikið( því allur skólinn er helvítis húm- búg!“ „. .. . aldrei hef ég verið ánægðari en þegar ég komst burtu, og vonin um að komast burtu var það eina, sem hélt mér við.“ ------- Já, því verður aldrei á móti mælt, að norðurferð Gröndals og dvöl hans á Norðui'landi vai'ð honum til lítillar ánægju, og ekki varð hún Norðlendingum til mikillar gleði heldui'. Rætur norðanlands. ' Sá, er þetta ritar, veit ekki til þess, að Gröndal hafi faxið aðra ferð til Norðurlands á ævi sinni. Þetta voru fyi'stu kynnin og hin síðustu, sem hið viðkvæma skáld, fagui'fræðinguiinn og náttúru- dýi'kandinn hafði af Norðurlandi, þar sem afi hans fæddist, þótt Benedikt yngri kæmist raunar aldi'ei á æskuslóðir afans, til Mývatnssveitar. Langamma Bene dikts, Helga, var um árabil gift presti að Möðruvöllum i Hörgár- dal, þar sem sonardóttui-syninum leiddist sem ákaflegast meira en hundrað árum síðai'. Faðir henn- ar, Tómas, var bóndi að Ósi þar í grennd. Þannig átti Benedikt Gröndal rætur hér norðanlands, þótt hann fyndi þær ekki sjálfur. En hann kom hingað norður í október, er vetur hafði setzt að, og fór héðan í maí, á ísavori. Skipið, sem hann fór með, ætlaði vestur fyrir, en vai'ð að snúa við úti af Horni vegna hafíss. Grön- dal kynntist því aldrei norð- lenzkxi vorblíðu né sumardýrð, og eyfirzkir laufvindar blésu aldrei um vanga hans þetta eina haust, sem hann dvaldi hér við fjörðinn. Fann aldrei skyldleikann. Okkur Norðlendingum þykir leitt, að hann skyldi aldrei hafa átt þess kost að njóta norðlenzkr- ar dýrðar ljóss og lita, því að engin goðgá er að* gera sér það í hugarlund, að ef til vill hefði eitthvert ódauðlegt kvæði orðið til, hefði Gröndal lifað hér eitt sumar og litið fegurð lands og himins við Mývatn eða Eyjafjörð. Fá islenzk skáld hafa lýst nátt- úrufegurð af meiri innileik og stemningu en hann. En Gröndal sá aldrei neitt fag- urt við Norðurland sinna forfeðra og fann aldrei til skyldleikans. Hann var hinn týndi sonur, sem aldrei kom heim. — Þó gætu kvöldvísur hans vel hafa verið ortar hér við Eyjafjörð, þótt sú hafi ekki verið raunin. „Hnígur hlýskjöldur, heimsljósið bjarta, seint á vesturvegu hinztum lýstur himingeisla yfir frjóvga fold. Döggvuð rís fyrir dásemd þinni rós af blómgum beð, ljúf eru þau litaskipti hógvært heims um kvöld. Sit ég einn í ægisheimi og yfir löndin lít, sofna taka nú sorgir mínar í eyglóar örmum.“ Þeir eru margs konar streng- irnir í hörpu Benedikts Gröndals, og það má mikið vera, ef hljóm- arnir eru ekki norðlenzkir sumir! En það er annars heldur heimskulegt að hlusta á hljóm- ana í kvæðum Gröndals og ætla sér að greina á milli hins sunn- lenzka og norðlenzka. Um það mætti deila til eilífðarnóns án þess að nokkur úrskurður feng- ist. Hitt er einhverju nær að reyna að gera sér grein fyrir húmornum, sem honum var í Framhald A 8. siðu. Ástríður og skynsemi Ræddu við okkm um ástríður og skynsenn. Spámaðurinn svaraði: Oft er sál ykkar orrustuvöllum, þar sem skynsenn ykkar og dómgreind loeyja stríð við tilfinningar ykkar og langanir. — Skynsemi ykkar og langanir eru stýri og segl, ef seglin rifna og stýrið brotnar, velkist sál ykkar fyrir vindinum. Skynsemin einráð er afl sem reisir manninum fangelsismúra, og stjórnlaus ástríða er eldur, sem breytist í ösku. Lát því sál- ina lyfta skynseminni upp i hæðir ástríðunnar, svo að hún geti ort. Og lát sálina stjórna ástriðunni af skynsemi, svo að hún geti endurfæðst. Umgangist dómgreind ykkar og löngun eins og tvo góða gesti í húsi ykkar. Vissulega hossið þið ekki öðru á kostnað hins, því að sá sem gerir það, missir traust og vin- áttu beggja. Þegar þið sitjið í birkikjarri upp til fjalla og horfið yfir fög- tir engi og slegin tún, hvíslar sál ykkar: Guð hvílist í vizku. Þegar stornmrinn æðir, þá mælir sál ykkar í ótta og undrun: Guð stjórnast af löngun. Og fyrst þið eruð andardráttur guðs og lauf í skógi hans, þá skuluð þið hvílast í vizku og stjórnast af ástríðu. (Khalil Gibran.)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.