Dagur - 20.01.1960, Blaðsíða 1

Dagur - 20.01.1960, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 27. janúar. XLIII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 20. janúar 1960 3. tbl. L. A. sýnir Ævinfýri á gönguför Leikstjórn þessa kunna gaman- og söngvaleiks • • annast Jóhann Ogmundsson Leikfélag Akureyrar hefur ákveðið að frumsýna sjónleikinn Ævintýri á gönguför næstkom- andi þriðjudag. Þetta er hundrað- asta verkefni félagsins á 43. ára sfarfsferli. Ævintýri á gönguför hefur verið leikið á Akureyri 5 sinnum áður, síðast 1933. Leikarar eru 10 talsins. Þeir eru þessir: Júlíus Oddsson, Stefán Hall- dórsson, Helena Eyjólfsdóttir, Þórey Guðmundsdóttir, Sólveig Guðbjörnsdóttir, Sveinn Krist- jánsson, Þráinn Karisson, Eggert Jónsson, Kjartan Stefánsson og Stjórnmálanámskeið Framsóknarflokkurinn mun efna til stjórnmálanámskeiðs á Akureyri á næstunni. Fluttir verða fyrirlestrar um ýmis efni, og er m. a. von á fyrirlesurum að sunnan til þess að annast þá. Þeix-, sem áhuga hafa á nám- skeiðinu, eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Ingvar Gislason í skrifstofu Framsóknar- flokksins í Hafnarstræti 95, síma 1443. Jóhann Ögmundsson, sem einnig hefur á hendi leikstjórn. Æfingar hófust í nóvember. — Áskell Jónsson hefur æft söngv- ana og Aðalsteinn Vestmann málað leiktjöldin. Margan mun fýsa að sjá enn á ný hinn gamal- kunna, létta og skemmtilega leik. Fyrsti kven-doktorinn Frú Selma Jónsdóttir vai-ði doktoi'sritgerð sína: „Dómsdagur í Flatartungu“ við Hásk. íslands á laugai'daginn var. Andmælend- ur voru dr. Francis Wormald prófessor við Lundúnaháskóla og dr. Ki'istján Eldjárn þjóðminja- vörður. Fjölmenni var við athöfnina. Di'. Selma er fyrsta konan, sem ver doktorsritgerð við Háskóla íslands. Almenna bókafélagið hefur gef- ið doktorsritgerðina út í mjög vandaði'i útgáfu og fylgir henni ágætt myndasafn. Rjtgei'ðin fjall- i ar um fornan myndskurð, sem lengi var í Flatartungu í Skaga- firði, en er nú á Þjóðminjaesafn- inu og þykir hin mei'kasta. Þjóðvörn skipfir um forysfu Bjarni Arason formaður flokksins Á fjórða landsfundi Þjóðvarn- arflokksins, sem haldinn var í Reykjavík fyi-ir skömmu, bar það helzt til tíðinda, að Bjarni Ara- son, ráðunautur, var kjörinn for- maður flokksins í stað Valdimai's Jóhannssonar, sem því starfi hef- ur gegnt frá stofnun flokksins. Arnór Sigui'jónsson sagði sig úr flokknum á fundi þessum. Þjóðvarnarflokkurinn hefur tvívegis fengið fullgild dánarvott- ox'ð hjá háttvirtum kjósendum og engum manni komið á þing í þau skipti. Nokkur hópur Þjóðvax-n- armanna vill þó ekki leggja árar í bát og freistar þess enn að betur blási. í fyrri hluta janúar var algerlega snjólaust á Akureyri. — (Ljósmynd: E. D.). Mesla byggingaár í sögu Akureyrar Skiili Ágústsson varð skauta- meistari Akureyrar 1960. Sjá grein á bls. 4. Dulllungar Laxár leika okkur enn gráft Hvorki iná snjóa eða frjósa og 6 ára framkvæmd- ir við upptök árinnar eru ekki komnar að gagni Það kom nokkuð.á óvart, að Laxá skyldi enn bregðast, og að þessu sinni vegna frosta. Vatns- rennslið var að aukast í gær og von um að skömmtun yrði aflétt í dag, en aðeins von. Orkuframleiðsla Laxárvii'kjun- ar er um 12 þús. kw. Mest álag 9600 kw. Oi'kufi'amleiðslan var 6000 kw. í gær og var veitusvæð- Tanginn, Oddeyrin og miðbærinn fékk rafmagn 4 klst., en Brekk- urnar, innbærinn og sveitirnar næstu 4 stundir. í dag eiga þeir, sem ekkert raf- magn höfðu frá 8—12 í gærmorg- un, að fá rafmagn á sama tíma í dag, ef skömmtun verður þá ekki aflétt. Laxá vii'ðist hvorki þola frost, hríð, hvassan vind eða hláku. Og enn á hún það til að bólgna upp neðan við stöðvarhúsin og flæða þar inn. Nánar er vikið að þessum mál- um í leiðara blaðsins í dag. En allri byggiiigartækni er mjög ábótavant hér, sem annars staðar á landinu Á síðasta ári var meira byggt af íbúðai'húsum á Akureyri en nokkru sinni fyrr og hefur þó mikið verið byggt á síðari árum og bæiánn þanist út. Blaðið leit- aði upplýsinga hjá Jóni Ágústs- syni • byggingafulltrúa um þessi mál og fara þær efnislega hér á eftir, samkvæmt viðtali við hann nú um helgina. Fimmtíu íbúðarhús fullgerð. Fjölmargar íbúðir í smíðum. Fullgerð voru 50 íbúðarhús á ái'inu með 89 íbúðum. Grunnflöt- ur þeirra er 6130 m2 og 35986 m3. Af þessum húsum eru 24 ein- býlishús og 22 tvíbýlishús, 1 raðhús með 7 íbúðum, sem Stef- án Reykjalín byggði við Byggða- veg 101 og 1 raðhús með 4 íbúð- um, sem starfsmenn KEA byggðu við Noi'ðuibyggð og tvö fjölbýlis- hús við Sólvelli rneð 5 ibúðum hvert. Að meðaltali eru 4,1 her- bergi í hverri íbúð. Flest eru þessi hús úr stein- steypu og nokkur hlaðin úr R- steini. Timburhús eru aðeins 7 talsins. Ungfrú Guðrún Kristinsdóttir er snillingur Ungfrú Guði'ún Kristinsdóttir píanóleikai'i hélt hljómleika á Akureyi'i fyrra þi'iðjudag á veg- um Tónlistai'félags Akureyrar. — Leikur hennar vakti hrifningu. Kunnur tónlistarmaður, Ás- kell Snorrason, hefur m. a. látið svo ummælt um leik listakonunn- ar: — „að engir nema innblásnir snillingar geta nokkui'n tíma framið aðra eins tónatöfi'a. Vald hennar, bæði yfir verkefnunum og hljóðfærinu, er undursam- legt. ...“ Framsóknarvisiin er á Hófel KEA föstudaginn 22. janúar næstk. Næstk. föstudag, 22. jan., hefst þriðja væntanlega 26. febi'úar. — að Hótel KEA þriggja kvölda Miða er strax hægt að panta í spilakeppni Framsóknai-félag- ^skrifstofu Framsóknarflokksins, anna á Akureyri. Aðalverðlaunin eru vandaður og mjög dýrmætur plötuspilari (Philips), auk þess sem veitt verða eiguleg kvöld- vei'ðlaun hverju sinni. Þess skal getið, að annað spilakvöldið verð- ur föstuaaginn 5. febrúar, en hið Hafnarstræti 95, sími 1443. Verð miða, sem aðeins gilda eitt kvöld í senn, ei 40 krónur, en 90 krón- ur, ef keypt ei' fyrir öll kvöldin í einu. Öll kvöldin verður dansað til kl. 1. Nauðsynlegt er að panta aðgöngumiða tímanlega. Sextíu og citt hús komið undir þak. Auk hinna 50 íbúðarhúsa eru 61 íbúðai'hús komin undir þak og verða í þeim 106 íbúðir. Stærð þeirra húsa er 7500 m- og 43260 m:!. Þar af eru tvö fjölbýl- ishús við Gi’enivelli, sem Bygg- ingai'félag Akui-eyrar byggir, 2 raðhús við Vanabyggð: Annað með 8 íbúðum, sem Stefán Reykjalín byggir, en hitt með 6 íbúðum, sem þeir byggja Guð- brandur Sigui'björnsson og Sig- urbjörn Þorsteinsson. Þrjátíu ófokheld hús. Enn er þó ekkj upptalið, því að 30 hús eru auk þess, sem að fi'am- an greinir, í smiðum en ekki orðin fokheld. í þeim eru 36 íbúðir, samtals 3176 m- og 15950 m3. Alls hafa 231 íbúðir verið í byggingu á árinu. Hlutfallslega meira byggt á Ak. Að þessu athuguðu og skýrsl- um þeim, sem birtar hafa verið um byggingar íbúðai'húsa í Reykjavík á síðastliðnu ári, virð- ist langtum meira byggt hér en í höfuðstaðnum. Aðrar byggingar. Aðrar byggingar, sem fullgerð- ar hafa verið á síðastliðnu ári hér á Ak. eru t. d.: Lelkskólinn við Gránufélagsgötu, Skipasmíðastöð ICEA við Sjávargötu og viðbygg- ing við Fiystihús KEA við sömu götu. Bændaklúbbsfundur mánudaginn 25. þ. m. Umræðu- efni: Hrossaræktin. Framsögu- rnaður Gunnar Bjarnason ráðu- nautur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.