Dagur - 17.02.1960, Blaðsíða 1

Dagur - 17.02.1960, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist hér í krignum okkru. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næst út miðviku- daginii 24. febrúar. XLIII. árg. Akureýri, miðvikudaginn 17. febrúar 1960 8. tbl. Mótmæli fulltrúaráðs og stjórna verkalýðsfélaganna á Akureyri Á sameiginlegum fundi, sem Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna á Akureyri hélt, ásamt stjórnum verkalýðsfélaganna á Akureyri, föstudaginn 12. febrúar 1960, var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Fundur Fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna á Akureyri og stjórna verkalýðsfélaganna í baenum, haldinn 12. febrúar 1960, mót- maslir harðlega frumvarpi ríkis- stjórnarinnar um efnahagsmál, sem nú liggur fyrir Alþingi. Fundurinn lítur svo á, að ráð- stafanir þessar feli í sér stórfelld- ari kjaraskerðingu en dæmi þekkj- ast um áður hér á landi og valdi auk þess miklum samdrætti í at- vinnulífinu, sem aftur leiðir af sér atvinnuleysi. Fundurinn skorar því á Alþingi að fella framangreint frumvarp, en taka þess í stað- upp stefnu áframhaldandi atvinnuuppbygging- ar og batnandi lífskjara allrar þjóðarinnar.“ MARGARVORUR Sýnt er, að margar erlendar vörur hækka um þriðj- ung eftir gengisfellinguna og aðrar efnahagsað- gerðir núverandi ríkisstjórnar, en þó mismunandi. En stjórnin bannar kauphækkanir samkvæmt vísitölu. Fyrirhuguð vaxtahækkun kemur mörgu fólki á vonarvöl, en hindrar aðra í að ráðast í framkvæmd- ir, svo sem þær að byggja hús, byrja búskap, kaupa báta o. s. frv. Með samþykkt efnahagsmálafrumvarps stjórnar- innar, verður hluti af innstæðum kaupfélags manna í innlánsdeildum tekinn „ránshendi“ og afhentur Seðlabankanum í Reykjavík til ávöxt- unar. Ríkisstjórnin hefur það á stefnuskrá sinni að draga livarvetna úr framkvæmdum. Stjórnin ætlar að steypa „óðaverðbólgu“ yfir þjóð ina og þrengja hag hennar, þrátt fyrir þær yfirlýs- ingar að stöðva verðbólguna og opna veginn til bættra lífskjara. Stjórnin vill taka 7—800 milljón króna eyðslulán erlendis, þrátt fyrir söng sinn um „sökkvandi skuldafen“. Ríkisstjórnin hefur ekkert samstarf við aðra stjórn- málaflokka eða fjöldasamtök vinnandi fólks og ber því ein ábyrgð á afleiðingunum af gerðum sínum. Afli á innanverðum Eyjafirði Svartfuglinn sér sjómönnum fyrir beitu í síðustu viku var sæmilegur fiskafli hér skammt úti á firðin- um, þegar gaf á sjó. Nokkrir trillu- bátar voru á sjó og var veitt á handfæri. Þeir, sem fisknastir voru fengu upp í 800 pund yfir kvöldið. Beitan er nærtæk. Fjörðurinn er fullur af smásíld, eins og jafnan áður. Sjómenn ýta frá landi með öngulinn beran. En venjulega geta þeir háfað smásíldina um leið og þeir halda á miðin. Svartfuglinn er þeim hjálplegur við beituöflunina. rv_ Hann spennir síldina upp að yfir- borðinu, jafnvel einn fugl getur framkværnt þá yeiðibrellu, að hræða síldina upp í sjóskorpuna og halda henni þar í þéttum hnapp. Þá er þægilegt fyrir fuglinn að ganga að mat sínum. Og þá er líka auðvelt fyrir veiðimanninn að njóta góðs af. I vetur hefur verið minni fiskur hér á næstu grösum en oft áður og aldrei mikill fiskur. Aflinn er því með minna móti þrátt fyrir hag- stæð veður. Á fimmtudagskvöldið kom nýi Óðinn til Akureyrar og lagðist að Torfunefsbryggju. Landhelgisgæzlan hafði boð inni þá um kvöldið fyrir yfirvöld og stjórnendur þessa bæjarfélags, fréttamenn og fleiri. — Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, bauð gesti velkomna, en Sig. M. Helgason bæjarfó- geti bauð skipið velkomið og árnaði því heilla. Að því loknu var setzt að kafíidrykkju og síðan var skipið skoðað, undir leiðsögn skipverja, og að lokum var sýnd kvikmynd. — Ekkert vín var vcitt, og er það til fyrirmyndar. — Áður hefur skipinu verið rækilega lýst í blöðum og útvarpi. En allir fagna komu þess til landsins og hingað til Norðurlands. Á föstudagsmorgun streymdi fóllt, ekki sízt skóla- fólk, um borð til að skoða hið nýja flaggskip, en á hádegi sigldi Óðinn út Eyjafjörð og skreið mikinn. Á myndinni sézt fólk streyma um borð í flaggskip íslenzka varðskipaflotans. — ("Ljósmynd: E. D.). anir koma liart niður á sam- YÍmiustarfi í laiidiim Frá Félagsráðsfundi K.E.A. síðastl. mámidag Alvarlegir krepputímar eru nú framundan JAKOB FRÍMANNSSON framkvæmdastjóri KEA flytur félagsráðsfundinum starfsskýrslu félagsins fyrir sl. ár og var mynd- in tekin við það tækifæri á Gildaskála KEA. Félagsráðsfundur KEA 1960 var haldinn að Hótel KEA mánu- daginn 15. febrúar sl. Varaformað- ur félagsstjómar kaupfélagsins, Jón Jónsson, setti fundinn, bauð gesti velkomna, tilnefndi Hannes Kristjánsson í Víðirgerði fundar- stjóra, en fundarritara þá Jónas Halldórsson og Stefán Halldórs- son. Mættir voru fulltrúar frá flestum félagsdeildum. Ur skýrslu framkvæmdastjóra. Jakob Frímannsson fram- kvæmdastjóri flutti skýrslu um rekstur kaupfélagsins á síðast- liðnu ári og mælti þá m. a.: „Því miður get eg ekki nú, frek- ar en endranær á þessum tíma árs, birt endanlegar tölur um af- komu kaupfélagsins eða fyrir- tækja þess. Verður það að biða aðalfundar, sem ráðgert er að halda um sama leyti og undanfar- in ár. Verzlunar- og framleiðslustarf- semi félagsins hefur verið með svipuðum hætti og undanfarin ár. Á árinu var hafin starfræksla á nýjum frystigeymslum að Hauga- nesi. Ennfremur var þvottahús fé- Framhald d 6. siðu. Bændaklúbbsfimdur verður haldinn að Hótel KEA mánudaginn 22. febrúar á venju- lcgum stað og tíma. Fundarefni: Dýralækningar. Gudmund Knut- sen og Ágúst Þorleifsson ræða um heilsufar búfjárins og hirð- ingu þess.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.