Dagur - 19.03.1960, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist
hér í kringum okkur.
Kaupið Dag. — Sími 1166.
DAGUR
kemur næst út miðviku-
daginn 23. marz.
XLIII. árg.
Akureyri, laugardaginn 19. marz 1960
13. tbk
Um virkjun Jökulsár á Fjöllum
og athugun á framleiðslumöguleikum í sambandi
við virkjunina. — Þingsályktunartillaga Gísla Guð-
mundssonar, Karls Kristjánssonar og Garðars Hall-
dórssonar, þingmanna Framsóknarflokksins
„Alþingi ályktai' að fela ríkis-
stjórninni:
1. Að hlutast til um, að gerð
verði fullnaðaráætlun um virkj-
un Jökulsár á Fjöllum.
2. Að láta athuga möguleika til
þess að koma upp framleiðslu á
útflutningsvöru í sambandi við
virkjunina.“
Greinargerð:
Jökulsá á Fjöllum, öðru nafni
Jökulsá í Oxarfirði, er eitt af
lengstu og mestu vatnsföllum
landsins. Hún á upptök sín í
norðanverðum Vatnajökli og
fellur til sævar í Oxarfirði. Langt
er síðan byrjað var að mæla
vatnsmagn árinnar á ýmsum
tímum árs, og á grundvelli þeirra
xnælinga voru einnig fyrir löngu
gerðir lauslegir útreikningar um
fallorku hennar. Fyrir nokkrum
árum var á vegum raforkumála-
stjórnarinnar hafin ýtarleg
rannsókn virkjunarskilyrða, og
hefur henni verið haldið áfram.
Af upplýsingum, sem fyrir liggja,
mun mega ráða, að hagkvæmt sé
og hlutfallslega ódýrt að virkja
ána í tveim orkuverum, öðru við
Dettifoss og hinu við Vígabergs-
fossfoss, a. m. k. 300—400 þús.
kw. samtals. Til samanburðar
má geta þess, að hér er um að
ræða 4—5 sinnum meiri orku en
fást mun úr Soginu fullvirkjuðu.
Líkur benda tll, að varla muni
annars staðar á landinu hægt áð
framleiða svo mikið orkumagn á
lægra verði.
Flutnnigsmenn þessarar tillögu
telja, að nú sé tímabært að hefj-
ast handa um að gera fullnaðar-
áætlun um orkuver við Jökulsá
og stofnkostnað þeirra. Fram-
kvæmd þeirrar stórvirkjunar,
sem hér er um að ræða, tekur
langan tíma. Ekki mun verða i
hana ráðizt fyrst um sinn, nema
fyrir liggi, að hægt sé að koma
raforkunni í verð, um leið og
hún verður til staðar. Af þessu
leiðir, að þegar 'til virkjunarfram
kvæmda kemur, þarft jafnframt
Fratnhald d
Gekk með sigur af hólmi
Jónas Halldórsson, Húnvetningur, sótti skák-
meistaratitilinn í hendur Akureyringum
Harðri skákkeppni er nýlokið
á Akureyri. Keppt var um titil-
inn Skákmeistari Norðurlands.
Áður var sagt nokkuð af keppn-
inni hér í blaðinu, en henni-lauk
JONAS HALLDORSSON
skákmcistari Norðurlands.
á skákþinginu með því, að þrír
menn voru efstir og jafnir og
þurftu því að keppa til úrslita.
Það voru þessir menn: Jónas
Halldórsson, Jóhann Snorrason
og Margeir Steingrímsson, sem
höfðu hver um sig 8Vz vinning.
Þessir þremenningar hafa nú
keppt til úrslita. Sigurvegari varð
Jónas Halldórsson, ungur og
myndarlegur Húnvetningur, frá
Leysingjastöðum. Hann hlaut
21/2 vinning, Jóhann Snorrason 2
og Margeir Steingrímsson IV2
vinning.
Skákmenn á Akureyri hafa
haldíð fast um titilinn síðustu 19
árin, þar til hinn ungi Húnvetn-
ingur kom, sá og sigraði.
OACUfi
Sú grákollótta var tvílembd og bar fyrir viku. —
Myndin var tekin áður en lömbin voru sólarhi ings
gömul. Þriðja lambið, scm er einlembingur, þykist
varla vera unglamb lengur, enda hálfsmánaðar
gamalt. — Samcinuðu þjóðirnar kalla menn smá-
hýsahverfi eitt hér ofanvcrt við bæinn, þar seni
búandmenn hafa sauðfé og hesta og þar er sauð-
burður byrjaður, svo sem að framan greinir. —
Þörf á hráefni og befri samgöngum
segir Bjarni Jóhannss. fréttaritari Ðags á Sigluf.
BJARNI JOHANNSSON.
HVERJU VAR LOFAÐ?
Þeir, sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í haust, treyslu lof-
orðum hans um bætt Iífskjör. Sá flokkur háði kosninga-
baráttuna undir kjörorðinu: „Leiðin til bættra lífs-
kjara“ er opin, ef þið felið stjórn landsins öruggri for-
ystu okkar. Burtu með skattana, niður með dýrtíðina,.
upp með framkvæmdirnar og atvinnuna og engar nýjar
álögur, sagði Sjálfstæðisflokkurinn fyrir kosningarnar
og Alþýðuflokkurinn „pípti“ með eins og orkan leyfði.
Hvar eru cfndirnar?
Batna lífskjörin við 11—1200 milljón króna nvjar
álögur? Lækka skattarnir við söluskattinn, útflutnings-
skattinn og innflutningsgjöldin, auk skattanna sem fyr-
ir voru? Eru þá ekki dagar verðbólgunnar taldir með
þriðjungs hækkun erlendrar vöru, sem nú er að skella
yfir? Aukast framkvæmdirnar með nrinnkandi framlagi
ríkisins til þeirra og okurvöxtunum? Hvað þá um at-
vinnuna, þegar framkvæmdirnar dragast saman?
Þessum spurningum velta menn fyrir sér síðustu vik-
urnar og fylgismenn stjóinarílokkanna sjá það eins og
allir aðrir, að tveir stjórnmálaflokkar, sem nú eru
stjórnarflokkar, hafa brugðizt fólkinu, gengið á bak
orða sinna og loforða.
Bjarni Jóhannsson, fyrrverandi
yfirlögregluþjónn og bæjarlulltri á
Siglulirði, en núverandi fram-
kvænidastjóri AR þar, leit inn á
skrifstofur blaðsins á fimmtudag-
Hvernig reynist skiðalyftan ykkar?
Hún líkar mjðg vel og íólkið
notar sér hana ósleitilega. Lyftan er
500 hundruð metra löng og stað-
sett ofan við kaupstaðinn, i Hvann-
eyrarldíð, og hún er verk Skíðafél-
1 ags Sigluíjarðar, Skíðaborgar. Það
byggði einnig timburhús á steyptum
grunni fyrir rahnótor o. fl., en fest-
ingar lyftunnar eru uppi undir
klettum. Þctta cr mesti munur fyrir
skíðafédkið og stórbætir aðstöðuna
til skíðaæfinga. Mest af vinnunni er
gjafavinna — þar hjálpuðust margir
að. Skíðamennirnir okkar, Jteir
Skarphéðinn G.uðmundsson og Jó-
hann Vibergsson eru nú að konta
heim af Ólympíuleikunum.
Hvað segirðu um útgerðina d Siglu-
firði?
Togarinn Elliði landaði nýlega
um 250 tonnum og er aftur kominn
á veiðar. Hins vegar hefur vantað
ínenn á Hafliða svo liann hefur leg-
ið aðgerðarlaus undanfarið. En von-
ir slanda til að úr Jrví rætist, J)ví ég
veit ekki betur en að með. Norð-
lendingi, sem er á leiðinni frá Fær-
cyjum, séu allmargir Færeyingar og
IBUAR B7EJARINS
Hinn fyi-sta desember 1958
voru íbúar Akureyrarkaupstaðar
8422. Hinn fyrsta desember 1959
voru þeir 8568.
Fjölgunin er því 146.
verður ])á snarlega haklið úr liöfu.
Mótorbáturinn Baldvin Þorvalds-
son hefur róið heima í vetitr og afS-
að sæmilega. TriIIurnar eru ekki
farnar á tniðin, en brátt verður far-
ið að róa til fjskjar á Jteim liktt.
Hvernig hefur átvinnan verið í
vetur?
Hún hcfur verið frentur dauf. En
í J)\ í sambandi er þó rétt að geta
um tunnuverksmiðjuna. Hún hefur
verið starlándi síðan í desember og
l'ramleiðir um 70 Jtús. tunnur í
vetur. Allmiklar birgðir eru til a£
Framhald d 7. síðu.
Alþingi eða stjórnin
Stjórnarblöðin keppast við að
fullyrða, að Framsóknarmenn
á Alþingi vilji hækka fjárlög-
in um 96 milljónir króna. —
Þetta er fráleit fullyrðing.
En Framsóknarmenn hafa
bcnt á það með rökum, að
hinar gífurlegu álögur í toll-
um og sköttum, scm búið er
að lögfesta, gefi ríkissjóði
mun meiri tekjur en rikis-
stjómin áætlar. Þennan mis-
tnun telja Framsóknarmenn
rétt að nota til að reyna að
halda í horfinu mcð verkleg-
ar framkvæmdir og uppbygg-
ingu atvinnulífsins.
Hér er því um það að ræða,
hvort Alþingi á að ákvcða
meðferð ríkisteknanna eða
hvort ríkisstjórnin á að gera
það að þcssurn hluta.
Ef tillögur Framsóknar-
manna ná fram að ganga,
tryggja þær það, að hinar
auknu álögur fari ekki allar í
cyðslu.