Dagur - 23.03.1960, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist
hér í kringum okkur.
Kaupið Dag. — Sími 1166.
DAGUR
kemur næst út miðviku-
daginn 30. marz.
XLIII. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 23. marz 1960
14. tbl.
Hafréttarráðstefnan í Genf getur skipt sköpum fyrir
ii * . ^ i i . . íslenzku þióðina
Yerour byggtng lögaradrafíarbraular 1J
hafin á sumri komandi?
Togaradráttarbraut er eitt af stórmálum bæjarins og hefur
verið á dagskrá um skeið. — Blaðið sneri sér til forseta bæjar-
stjórnarinnar, Guðmundar Guðlaugssonar, til að leita frétta
af þessu máli. Svo sem vænta mátti, varð liann vel við og fara
hér á eftir upþlýs. hans um 'togaradráttarbraut á Akureyri.
í dag eru 4 togarar gerðir út
írá Akureyri, allir eign Ú. A. —
Á Austfjörðum og Vestfjörðum
eru einnig gerðir út togarar, en
fer fækkandi vegna erfiðleika á
útgerð þeirra, en í þeirra stað
hefur komið fjöldi af minni tog-
skipum, sem virðast í svipinn að
minnsta kosti ætla að reynast
hentugri og viðráðanlegri fyrir
hin minni kauptún og kaupstaði.
Mikið af þessum nýju skipum
hafa leitað til Akureyrar til ým-
issa viðgerða og hefur allmikil
atvinna orðið hér við það.
Hafnarbætur.
En aðstaðan er ekki góð
hér sem skyldi, þó að betri sé en
víðast annars staðar. Til að bæta
úr þessu hefur á undanfömum
árum verið unnið að nýbygging-
um og endurbótum í höfninni
fyrir alla þá peninga, sem fyrir
hendi hafa verið. Hafnarmann-
virkjunum á Oddeyrartanga hef-
ur miðað vel áfram, eftir því sem
efni stóðu til. Lokið er nú við
stóru togara- og þungavöru-
bryggjuna, að öðru leyti en því,
að eftir er að setja slitlag á meiri
hluta hennar, var gert að parti
sl. sumar, og verður væntanlega
haldið áfram á sumri komanda.
Á bryggjunni hefur verið sett
upp 20 tonna bílvog og byggt
skýli fyrir vigtarmann við hana.
Trébryggjunni austan við frysti-
hús Ú. A. er að fullu lokið og
uppgreftri framan við bryggj-
GUÐM. GUÐLAUGSSON
forseti bæjarstjórnar.
una lokið, svo að bæði togarar
og millilandaskip geta athafnað
sig þar. Til að vinna að hinum
mikla uppgreftri keypti höfnin
vélskipið Dagnýju, hafa það
reynzt höfninni hin mestu happa-
kaup og sparað svo hundruðum
þúsunda skipti á þessu eina
verki. — (Framhald á 2. bls.).
Þessi ráSstefna er tilraim Sameinuðu
þjóðanna til að skapa alþjóðalög í við-
kvæmu og aldagömlu deilumáli
Einstaklingarnir setja hér regl-
ur til að lifa eftir, þjóðfélög setja
lög í landi sínu, en á sjónum
ræður sá, sem sterkastur er, því
að hafréttarreglur, sem gilda
fyrir allar þjóðir, eru engar til.
Hins vegar hafa þjóðfélög samið
sín á milli um afnot af hafinu á
tilteknum svæðum og í tilteknu
augnamiði, bæði til veiða og
siglinga.
Löggjafi þjóðanna.
Allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna er eins konar löggjafi
þjóðanna. Það leitar úrlausna við
samningaborðið í stað þess að
láta vopnin skera úr deilumál-
um.
Fyrir áratug tóku íslendingar
að vinna að landhelgismálinu á
alþjóðavettvangi og varð það til
þess, þrátt fyrir harðvítug mót-
mæli Breta, að laganefnd tók
málið til meðferðar. Þar með var
málið komið á dagskrá, og krafð-
ist úrlausnar með sívaxandi
þunga.
Misheppnuð tilraun Breta.
í hinni miklu deilu Breta og
Norðmanna um landhelgi, sigr-
aði málstaður frænda okkar
Framhald á 5. siðu.
NIÐURFELLING BÓTANNA
Séð austur yfir slippinn. Lcngra til vinstri verður nýja logaradráttarbrautin byggð. (Ljósm.: E. D.).
Meðal þeirra áhrifa af aðgerð-
um ríkisstjórnarinnar, sem sjá-
anlega eru þau örgustu, er
niðurfelling þeirrar sérstöku að-
stoðar, sem fiskvinnsla úti um
landið hefur notið undanfarin ár
í formi smáfiskuppbóta, tíma-
bils uppbóta og sérbóta á ýsu,
steinbít og flatfisk. í greinargerð
með efnahagsfrumvarpinu er
skýrt svo frá, að þegar tillit sé
tekið til þessara bóta, hafi raun-
veruleg gengisfelling á ofan-
nefndum fisktegundum verið
orðin 125,3% (á bátafiski) seinni
hluta sl. árs miðað við skráð
gengi. Nú er skráða gengið fellt
um ca. 133,2%. Miðað við
óbreytt verðlag á fiskinum er-
lendis, hækkar verðið því örlít-
ið í krónutölu. Þegar hins vegar
er tekið tillit til hækkunar
kostnaðarliða, sem fylgja strax i
kjölfar gengisbreytingarinnar,
o sem 5% útflutningsskatts,
vaxtahækkana, hækkunar á um-
búðum o. fl., lækkar verðið í
krónum, um hvorki meira né
minna en 10%. Hér er þó reikn-
að með því, að fiskverð (hróefn-
isverð) verði óbreytt, og að úr-
gang verði hægt að selja fyrir
sama verð og áður, en hvoru
tveggja er reyndar óhugsandi.
Þegar hér við bætast sennilegir
erfiðleikar á útvegun rekstrar-
fjárlána, er vandséð, að hægt
verði að halda áfram fiskverkun
úti um landið, nema eitthvað
annað gerist, sem bætir aðstöð-
una til muna.
Bændaklúbbsfimdur
Næsti Bændaklúbbsfundur
verður 4. apríl næstk. Fundar-
efni verður augiýst í næsta
ölaðL