Dagur - 06.04.1960, Blaðsíða 1

Dagur - 06.04.1960, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 13. apríl. m': XLIII. árg. Akureyrr, miðvikudaginn 6. apríl 1960 16. tbl. Leysti samgöngumál Sjúkrafiugvélin á Akureyri fimm vikur í föstum ferðum milli Reykjavíkur og ísafjarðar Tryggvi Helgason flugmaður tók upp áætlunarferðir, Rvík— ísáfjörður, á meðan Katalínuflug- bátur F. I. var í ársskoðun. — Þannig hefur sjúkraflugvél Norðlendfnga komið í góðar þarfir og leyst vandamál sam- gangna við Vestfirðinga. Ein ferð á dag. Tryggvi flaug 1 ferð á dag og stundum fleiri, með farþega, póst og annan flutning, eftir því sem varð komið. Gekk það allt mjög að óskum og hefur flugvél- Dráttarvélanámskeið Dráttarvélanámskeið Búnaðar- sambands Eyjafjarðar hefst á Akureyri á mánudaginn kemur, 11. þ. m. Eirik Eylands ráðunaut- ur veitir námskeiðinu foi-stöðu. Vmntanlcgir þátttakendur þurfa að hafa samband við hann hið allra fyrsta. ISLANDSKLUKKAN Frumsýning verður á laugar- dagskvöldið og önnur sýning á sunnudaginn. reynst ágæta vel og aldrei orðið „misdægurt“. Illa farin flugbraut. Ferðum þessum lauk í fyrra- dag og höfðu staðið í 5 vikur, En sama daginn og Tryggvi kom hingað, sótti hann sjúkan mann til Kópaskers og flutti til Akur- eyrar. Sjúklingurinn var frá Raufar- höfn, en þar var ólendandi, m. a. af því að flugbrautin var sundur- grafin af hjólförum bifreiða, og einnig var þar aurbleyta komin. Það tók á fimmtu klst. að koma sjúklingnum frá Raufarhafnar til Kópaskers — 5 mínútna flugleið. — Frá Kópaskeri til Akureyrar var flugvélin 25 mínútur. Segir þetta sína sögu um sjúkraflug- velli og þýðingu þess að halda þeim nothæfum. Kominn heim. Tryggvi verður nú með sjúkra- vélina hér á Akureyri í næstu framtíð og mun annast sjúkra- flug eftir þörfum óg énnfremur mun hann fljúga til ísafjarðar og fleiri staða bæði fyrir og eftir páska. var í meirihluta á síðsta bændaklúbbsfundi Rætt var um matjurtarækt, skrúðgarða o. fl. Á mánudaginn var fjömennur og Óli Valur Hansson, mæta a Bændaklúbbsfundur að Hótel fundunum. KEA. Þar fluttu ráðunautarnir Agnar Guðnason og Óli Valur Hansson framsöguræður. Agnar Guðnason talaði um eyðingu illgresis, áburðartilraun- ir og nauðsyn þess að koma upp efnarannsóknarstöð á Norður- landi, til jarðvegsrannsókna, ransókna á heyi o. fl. Erindi Óla Vals fjallaði skrúðgarða og matjurtarækt til sveita. Einnig sýndi hann skugga myndir af ýmsum tegundum blóma, sem notuð, eru hér á landi í skrúðgarða. Miklar umræður urðu um er- indin og komu fram margar fyr- irspurnir, bæði frá konum og körlum, einkum varðandi garð- yrkjuna, en frummælendur svöruðu. Fundargestir voru 108, og kon- ur í meiri hluta. Ármann Dalmannsson stjórn- aði fundinum. Fræðslufundir verða á vegum Búnaðarsambands Eyjafjarðar á Dalvík í kvöld og Grenivík ann- að kvöld. Ráðunautar Búnaðar- félags íslands, Agnar Guðnason Jóhann Þorkelsson veitti fræðslu um læknisíræðinám og fleira. — (Ljósmynd: E. D.). SPURNINGIN, SEM HEIMTAR SVAR: Hvað ætlarðu þér að verða? ';nr. ií->-y»- • Jk- . Starfsfræðsludagurinn var mjög vel sóttur Hvað ætlarðu að verða, er hin brennandi spurning hinna ungu og óráðnu og henni er ekki ætíð auðvelt að svara. En þessi spurn- ing er svo mikilvæg, að oft getur svarið ráðið lífshamingju manna að verulegu leyti. En spurningin krefst svars, henni verður að svara. Hún er í huga hvers ein- asta ungmennís og sækir fast á og veldur heilabrotum. En hvert eiga börn og unglingar að leita að svari, ef þau finna það ekki í eigin brjósti? Vandast málið. Á fyrri tímum, og jafnvel fram á okkar daga, voru atvinnuveg- irnir svo fábrotnir, að svo mátti heita, að sjálfsagt væri að sonur- inn tæki við af föðurnum, hvort sem faðirinn var sjómaður e?Sa bóndi. Aðrar atvinnugreinar voru fáar og fámennar þar til iðnaður- inn kom til sögunnar og alhliða vélamenning og hvers konar tækni nútímans. Aðeins lítill hluti þjóðarinnar lifir nú af sjó- sókn og landbúnaði. Nú er um Valgarður Baldvinsson svarar spurningum um viðskiptafræði. — ('Ljósmynd: E. D.). tugi, jafnvel hundruð starfsgreina að ræða í okkar þjóðfélagi og þá vandast rnálið. í nágrannalöndunum veita skól- arnir starfsfræðslu. Hún hefur ekki náð fótfestu í íslenzkri skólalöggjöf. Það hefur, fram að ressu, þótt nauðsynlegra .fyrir ungmennin að mima fæðingarár og veldistöku fomra konunga og keisara f jarlægra landa og heims álfa, svo og bardaga þeirra við skæða féndur, en að veita nem- endum nauðsynlegustu upplýs- ingar um helztu starfsgreinar í íslenzku þjóðfélagi. Setningarathöfn. Templarar á Akureyri geng- ust fyrir starfsfræðsludegi í Barnaskóla Akureyrar á sunnu- daginn var, undir leiðsögn Ólafs Gunnarss., sálfræðings. Hannes J. Magnússon skólastjóri setti starfsfræðsludaginn með stuttri ræðu og benti meðal annars á þann auð, sem falinn væri í sér- þekkingu hinr.a færustu manna hér í bæ og hversu mikilsvert það væri, að fá þá menn til að leiðbeina æskufólki um hinar ymsu starfsgreinar. Magnús E. Guðjónsson bæjarstjóri ávarpaði samkomuna og sagði að unga fólkið hefði fullan rétt á fræðslu um það, hvaða störf væru yfir- leitt til og hverrar menntunar þau krefðust, og’ það yrði að fá •þessi svör undanbragðalaust. Unga fólkið yrði að þekkja helztu atriði hvers starfs til að geta valið yið sitt hæfi. Þess vegna væri starfsfræðsludagur- inn fagnaðarefni. Barnakór söng -nokkur lög undir stjórn Birgis Framhcld á 5. síðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.