Dagur - 25.05.1960, Blaðsíða 1
r n
. Máúgacn Framsóknarmanna RlTSTjOKt: JiRUNt.UK Havíosson SKkiKMOi A í HAK.NARSIK/t.i l 90 SfMi 1 166 . SlTNlNUU OC IMtKN ITiN ANNAST PSENTVERK OöDS Bjórnsson'ar H.r. Aki’revri s : j «
JDAGUR
XLIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 25. maí 1960 — 26. tbl.
Atcu.vsingast jöfti: Jón 5am-
ÚKl.SsOX . Akcg NOUftl NN: Kosr.-VR
KK. 100.00 . C jA l.DDACE KK I. júí.i
K.E.MUR l T Á MJL)Vnvt!l)dG-
M.GAK ÁS l'.T DA TYKIR líi.
V ...., )
Úgerðarfélagið
i 22 milljónir í vinnulaun og afskrifaði eign-
ir sínar um 4,6 milljénir króna á árinu
Frá aðalfundi Utgerðarfélags Akureyringa h. f., s. 1. mánudagskvöld
f ramkvæmdastjórar Útgerðar-
félags Akureyringa h.f.. Gísli
Konráðsson að ofan og Andrés
Pétursson til hægri.
Aðalfundur Útgerðarfélags
Akureyringa h.f. var haldinn á
mánudaginn. Formaður félags-
stjórnar, Helgi Pálsson, skýrði
frá rekstri félagsins á liðnu ári,
en framkvæmdastjórar félags-
ins, þeir Gísli Konráðsson og
Andrés Pétursson, lásu reikn-
inga þess og skýrðu þá.
Minni afli í ár.
Rekstur togaranna varð ekki
eins hagstæður og árið 1958
vegna minni afla. Munurinn á
aflamagni var yfir 4 þús. tonn.
UM SMÁFISK, ÝSU OG SUMARVEIDDAN FISIÍ
í mörg ár hefur það verið venja, að greiða
úr Útflutningssjóði sérstakar verðuppbætur
á smáfisk og ýsu. Þessar uppbætur voru
greiddar fiskvinnslustöðvunum með því skil-
yrði, að þær greiddu fiskimönnum sama verð
fyrir smáfisk og stóran, sem þær og gerðu.
Hefði þetta ekki verið gert, hefði orðið að
hafa verðmun á fiskinum undanfarin ár, af
því að smáfiskurinn er miklu dýrari í
vinnslu. Og fyrir ýsuna fékkst ekki viðunandi
verð á annan hátt. Hér er þó um prýðilega
útflutningsvöru að ræða héðan frá Norður-
landi og miklu betri en vertíðarfiskinn syðra.
Það var líka venja að greiða sérbætur á
sumarveiddan fisk, enda er fiskgengdin
minni hér en á vertíðinni syðra. Þrátt fyrir
gengisbreytinguna hefði þurft að halda þess-
tun sérbótum áfram, a .m. k. að nokkru leyti
og þyrfti enginn að láta það vaxa sér í aug-
um, þegar varið er 300 milljónum króna á ári
í niðurgreiðslur, þrátt fyrir efnahagslöggjof-
ina.
En ríldsstjóm vor og þingmcnn liennar
virðast vera á öðru máli. A þeim bæ virðist
ekki vera áhugi 'fyrir því, að Norðlendingar
stundi sjósókn á heimamiðum. Þessi stjórn,
sem sjö Sunnlendingar sitja í, virðist starfa
að því að hafa norðlenzka sjómenn fyrir Fær-
eyinga á vetrarvertíð.
Framsóknarmenn hafa tvisvar á þessu
þingi lagt fram tillögur um úrbætur. Báðar
voru felldar. Fyrirspurn um þetta efrti var
nýlega fram borin. Af svörunum var ekki
hægt að merkja áhuga stjórnarinnar á þessu
máli. — Niðurfelling bótanna hefur vekið
mikla gremju.
Á/ETLUNARFLUG IIL YOPNAFJÁRÐÁR
Tryggvi Helgason flugmaðnr fór fyrstu ferðina í gærdag
Tryggvi Helgason flugmaður
hefur ákveðið að hefja áætlun-
arflugferðir til Vopnafjarðar,
tvær ferðir í viku fyrst um
sinn, á þriðjudögum og föstu-
dögum. Fyrstu ferðina fór hann
í gær.
Þessar nýju áætlunarferðir
eru í sambandi við flugferðir
Flugfélags Islands, þannig, að
Vopnfirðingur kemst samdæg-
urs til Reykjavíkur og frá
Reykjavík og heim til sín sam-
dægurs þessa daga vikunnar.
Ferðir þessar munu koma sér
mjög vel, sérstaklega á meðan
snjóar loka landieiðum, svo
sem nú er, ennfremur eru ferð-
ir þessar skjótar mjög og ekki
dýrar. Flugvöllurinn í Vopna-
firði er skammt frá þorpinu og
flagbrautin er 500 metrar. Far-
gjaldið hvora leið er 300 krón-
í síðustu viku sótti Tryggvi
Helgason tvo sjúklinga til
Vopnafjarðar og þann þriðja
frá Grímsstöðum og flutti þá til
Akureyrar.
Ódýrt leiguflug.
Til gamans má geta þess, að
sjúkraflugvélin kostar 740 kr.
til Flateyjar á Skjálfanda, 1180
kr. Grímseyjar, 1540 kr. til
Raufarhafnar, 1680 kr. til
Vopnafjarðar og 2680 kr. til
Reykjavíkur. Ef miðað er við
bílfærar leiðir og hvað það
kostar að leigja sér bíl til hinna
ýmsu staða og tímasparnaðinn
við flugferðirnar, mun það
sennilega hagkvæmt að nota
flugvélina meira en gert er. Til
dæmis er ódýrara að kaupa
með sig sjúkraflugvélina til
Reykjavíkur, en leigja stöðvar-
bíl. Flugvélin tekur 4 farþega.
Um aflamagn einstakra togara
hefur blaðið áður sagt. Svalbak-
ur var aflahæstur með 4.201.084
kg. Nettógróði varð 121 þús. kr.,
en eignir félagsins voru afskrif-
aðar um 4.6 milljónir króna.
Hjá Útgerðarfélagi Akureyr-
inga h.f. hvinna mjög oft 350—
400 manns þegar vel aflast. —
Vinnulaun voru um 22 millj.
króna.
Stjórn félagsins var endur-
kjörin og skipa hana: Helgi
Pálsson, Jakob Frímannsson,
Jónas Rafnar, Albert Sölvason
og Tryggvi Helgason. Endur-
skoðendur eru: Ragnar Stein-
bergsson og Þórir Daníelsson.
Togarar Útgerðarfélagsins
fóru 5 söluferðir til útlanda og
seldu þá 807 tonn og 75 tonn
voru seld innanlands, utan Ak-
ureyrar. Aflinn, sem landaður
var á Akureyri skiptist þannig:
20 tonn selt nýtt frá skipunum,
•' i'ií-b
<11111111111IIIIIIIIIII111111111111111IIIIIII lllll IIIIIIIIIIIIIIH*
| BÆJARBRUNI |
Öxarfirði 24. maí. — I gær
brann gamalt íbúðarhús á
Þverá. Það var steypt, en þiljað
og með timbri í gólfi og loftum.
í því var ekki búið, en við það
stendur nýtt íbúðarhús og enn-
fremur fjós. Bóndinn á Þverá
heitir Kristján Benediktsson.
Eldsins varð vart kl. 4 síðdeg-
is. Margt fólk dreif þegar á
staðinn og komið var með öfl-
uga vatnsdælu frá Kópaskeri.
En ekki varð húsinu bjargað
og brann allt sem brunnið gat á
tveim tímum. Hins vegar tókst
að bjarga kúnum út úr fjósinu
og varna því að eldurinn grand-
aði nýja húsinu.
Hið brunna hús var notað
sem geymsla og eyðilagðist allt,
sem þar var, m. a. fóðurbætir,
ýmsar matvörur og búshlutir.
Sauðburður hefur gengið vel
og margt er tvílembt. Jörð
gránaði aðeins í hretinu. Fyrir
viku bar ein ær Kristjáns bónda
á Þverá Qg var tvílembd. Nú
hefur hún borið tveimur lömb-
um í viðbót.
371 tonn fór í vinnslu í Krossa-
nesi og 13.939 tonn fóru til
vinnslu hjá Útgerðarfélaginu
sjálfu.
Freðfiskur til útflutnings
voru 136 þús. kassar og skreið
328 tonn. Saltaður fiskur til út-
flutnings 56 tonn. Framleidd
voru 7.300 tonn af ís.
Þótt rekstur Útgerðarfélags
Akureyringa h.f. gengi ekki
eins vel og fyrra ár, urðu nið-
urstöður þó rhun hagstæðari en
menn þorðu að vona.
Hraðfrystihús Ú. A. skilaði
tveggja milljón króna ágóða,
skreið 12 þúsundum, netaverk-
stæðið tæpl. 1 þúsundi og bif-
reiðir 6 þúsundum. Þá sýndi
Svalbakur 447 þús. kr. ágóða.
Hinir togararnir, fiskverkunar-
stöðin og skólaskipið sýndu
halla á aðal-rekstursreikningi.
Ungiir fiðluleikari
kemur til Akureyrar
Ungur listamaður, fiðluleik-
arinn Einar G. Sveinbjörnsson,
kemur hingað til Akureyrar og
heldur tónleika á vegrnn Tón-
listarfélagsins í Nýja-Bíó á
þriðjudaginn kemur. Hann hef-
ur hlotið mjög lofsamlega dóma
fyrir einleik sinn með Sinfoníu-
hljómsveitinni. Nám stundaði
hann við Tónlistarskólann í
Reykjavík, en síðan í 4 ár við
þekktan tónlistarskóla vestan
hafs.
SIGURÐUR
BJARKLIND
fyrrv. kaupfélagsstjóri á Húsa-
vík, verður jarðsunginn í
Reykjavík í dag. Hann var
óvenjulega vinsæll maður, hinn
bezti drengur í hvívetna og bú-
inn mörgum hinum beztu hæfi-
leikum. Sigurður var nær átt-
ræður að aldri er hann lézt og
hafði verið sjúkur mjög í allan
vetur. Jarðarförinni verður út-
varpað.
Plast verður bráðlega framleitt á Akureyri
Enn ein ný framleiðslugrein
er í undirbúningi hér í bæ. —
Nýtt hlutafélag, Plasteinangrun
h.f., er stofnað og ætlar sér að
framleiða einangrunarplast til
húsbygginga. Nokkur slík fyrir-
tæki eru þegar í landinu, en
einangrunarplastið, sem geng-
ur undir ýmsum nöfnum, ryður
sér mjög til rúms hin síðari ár.
Eins og kunnugir vita eru
einangrunarplöturnar mjög létt
ar, en fyrirferðarmiklar, og
nokkuð dýrar í flutningi um
langa vegu. Húsbyggjendum
ætti því að verða hagfelldari
kaup á efninu frámleiddu hér.
Óskar Sveinbjörnsson, eig-
andi Plastiðjunnar á Eyrar-
bakka, er einn af stofnendum
hins nýja hlutafélags hér og
form. félagsstjórnar. Aðrir í
stjórn eru Ágúst Steinsson og
Mikael Jóhannesson.
Ekki er hægt að segja um það
að svo stöddu, hvenær fram-
leiðslan hefst hér. En nauðsyn-
legar vélar eru í pöntun frá
Þýzkalandi, og ef allt gengur
að óskum, koma fyrstu norð-
lenzku einangrunarplöturnar á
markaðinn í vetur.