Dagur - 05.10.1960, Blaðsíða 1
r--------;— ------------
■ MÁUlACN I' RAM.SÓKNARMANNA
R r.sijoiu: IÁKi.iM.ri; DavhwsON
Skioi s ioí a j Haknarstk.kj i 90
SÍMi j Hií) . Sktninou 00 PRK.NKUN
ANNAST 1’RK.N KVERK. Ol)lJS
HjilRNSsoNAR h.i . Aki kka ki
Dagur
XLIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 5. október 1960. — 45. tbl.
r-------------------:-----------
Au.i.vstNOA.srjóiu: Jon Sam-
Úixsson . Ároam.urinn kosk.vr
KR. 100.00 . <; i \U)J>AOI ER 1. júi.i
BLAÐíÐ KEMl'S ! T Á MIBVIKODÖO-
i M OO Á ! At (.AKUÍK.l'M
Uif.dAR ÁS'l'.TÐA l'VKIR Kll.
Sunnlendingar hagnýta þangið
III llllll■l■lllll■ 111*11111111111 III l•■ll•llllllllllllll■l II mi III ■ II lll■i■IIIIIIIMIM•lilMIIIIIII•ll II
Framleiða þangmjöl í verksmiðju á Eyrarbakka
Fyrir nokkrum árum var hér
í blaðinu sagt frá þangmjöls-
framleiðslu Norðmanna, og
framleiðslu einstakra efna úr
þangi, og bent á möguleikana
við þangi vaxnar strendur hér.
Lengi hafa menn vitað, að
þang og annar sjávargróður var
auðugur af ýmsum næringar-
og bætiefnum, og var reynslan
ólygnust í því efni. Sölin voru
notuð til manneldis og kindur
og hestar hafa oft fleytt sér á
fjörubeit. Þá er þangið góður
áburður í garða.
En Norðlendingar hugðu
ekki á neins konar þangvinnslu
eða nýtingu þessa sjávargróð-
urs á annan hátt en til beitar.
Sunnlendingar eru aftur á móti
komnir lengra áleiðis og höfðu
raunar byrjað á þangmjöls-
framleiðslu fyrir mörgum ár-
um er lagðist niður.
| Á HRÖÐU UNDANHÁLDI |
É STJÓRNÁRFLOKKARNIR hættu loksins að sltrökva því =
| að fólki, að „viðreisnin“ væri leið til bættra lífskjara. Enginn \
É trúði því eftir að reynslan hafði lagt orð í belg. Þá var grip- \
1 ið til þess ráðs að fela sig bak við útlending. Þessi maður var i
i norskur hagfræðingur, sem fenginn var til að dveljast hér á i
I landi í þrjár vikur og semja álitsgerð um íslenzk efnahags- i
= mál. Kannski tryði fólkið honum. Hann byrjar skýrslu sína \
i þannig: „. . . eg hef aðeins dvalið þrjár vikur á Islandi. Þó i
i að landið sé ekki stórt, er það augljóst, að á svo skömmum \
i tíma hef eg ekki getað athugað allt það, sem nauðsynlegt i
| væri til að vera fær um að gera nokkra ýtarlega skýrslu .. .“ 1
i Menn hafa undrast vísitöluútreikninginn að undanförnu. i
| Hann virðist í litlu samræmi við „óðaverðbólguna“, sem allt- i
i af vex. En þótt kaup hækki ekki lengur eftlr vísitölu er |
| stjórninni annt um að halda vísitölunni niðri. Þegar hún i
1 fór að verða óþjál (þ. e. vísitalan), þá var henni hagrætt og 1
i lækkuð um nær 4 vísitölustig til að fela verðhækkanimar. i
„Hin trausta fjármálastjórn“ ílialdsins hefur alveg brugð- |
i ist. Ríkisstjórnin sendir nú menn bæði í austur og vestur í i
i lánaleit og herma fregnir að treglega gangi. Ef það er rétt, i
i að stjórnin verði að setja von sína í þessu efni á þá „lausn i
i fiskveiðideilunnar“, sem væntanlegir lánardrottnar geta við i
i unað, er sannarlega illa komið í okkar landi. |
Þrjú ökuslys á sunnudaginn
Á sunnudaginn urðu þrjú
bifreiðaslys hér í nágrenninu.
Þingeysk bifreið valt út af veg-
inum í Staurabeygjunni vestan
í Vaðlaheiði. Roskinn Húsvík-
ingur, sem sat undir stýri, brák-
aðist í baki og liggur á sjúkra-
húsi á Akureyri og bifreiðin
skemmdist mikið. — Farþegar
voru engir.
Sama dag var 4 ára drengur,
Kristján Leósson fyrir fólksbif-
reið við Aðalstræti 14 hér í bæ
og sprakk bein í fæti. Drengur-
inn þurfti ekki í sjúkrahús.
Enn varð það slys við
Dvergastein í Kræklingahlíð,
að fólksbifreið valt út af vegin-
um og skemmdist. Tveir voru í
bílnum, en þá sakaði ekki. Síð-
arnefndu bifreiðarnar voru frá
Akureyri.
Búið að framleiða 220 tonn.
Nú í sumar hefur venjuleg
beinaverksmiðja á Eyrarbakka
verið starfrækt sem þangverk-
smiðja. í ágústlok var búið að
framleiða 220 tonn eftir tæp-
lega 3 mánaða starf.
Það var sérstaklega eftirtekt-
arvert, að það er venjuleg
beinamjölsverksmiðja, sem not-
uð er og þurfti aðeins að kaupa
eina vél, saxara, til þangmjöls-
vinnslunnar. Einmitt þetta atr-
iði getur haft úrslitaþýðingu
um, hvort víðar verði hafin
framleiðsla á þangmjöli. Ekki
vantar hráefnið við strendur
landsins.
Þangskurður.
Klóþang, eða blöðruþang, er
notað. Það er skorið þegar lágt
Framhald á 2. siðu.
i Akureyrarflugvöllur hefur fengið öflug sjómoksturstæki i
i hjá Flugmálasjórn. Það eru trukkbílar tveir. Á öðrum er |
i snjótönn en á hinum snjóblásari, eins og meðfylgjandi mynd i
i sýnir. Snjóblásari hefur ekki áður sést á Norðurlandi, en á |
i að geta þeytt snjónum 25—30 metra. — (Ljósmynd: E. D.). i
Nýtt menntaselur vígt á Húsavík
Byggingin cr mjög vönduð og rúmar bæði gagn-
fræðaskóla og barnaskóla - Hún mun kosta um
8 milljónir króna og verður vígð n. k. sunnudag
Á sunnudaginn kemur verður
vígt nýtt stórhýsi á Húsavík.
Það er skólahús er bæði rúmar
barnaskóla staðarins og gagn-
fræðaskóla. Það mun vera ein
vandaðasta skólabygging á
Norðurlandi. Húsið, sem eru
tvær álmur vinkilbyggðar, er
að grunnfleti 1068 m'-. Gólf-
flötur alls 2283 m2 og rúmmál
7000 m3.
í byggingunni eru 10 kennslu-
stofur, hver fyrir 30 nemendur.
Þær eru vel búnar og bjartar,
200 m2 íþróttasalur með hækk-
andi bekkjum fyrir 180 áhorf-
endur. Þá er í skólanum góð
verknámsaðstaða, bæði stór
smíðastofa, önnur fyrir sauma
og mjög myndarlegt kennslu-
eldhús. Forstofur eru vel
rúmar, svo og gangar. Vel er
fólki séð fyrir snyrtingum,
böðum og fatageymslum. Að-
staða fyrir kennara er góð.
í skólanum verða 310 börn og
unglingar í vetur og verður
skólinn um það bil fullsetinn.
Skólastjóri barnaskólans er
Kári Arnórsson, en skólastjóri
gagnfræðaskólans Sigurjón Jó-
hannesson.
Þórhallur Snædal var yfir-
smiður, teikninguna gerði Há-
kon Sigtryggsson bæjariðn-
fræðingur, raflögn annaðist
Arnljótur Sigurjónsson, máln-
ingu Haraldur Björnsson, pípu-
lagnir Arnviður Ævar Björns-
son.
Formaður bygginganefndar er
Áskell Einarsson bæjarstjóri og
með honum störfuðu í bygg-
inganefnd Sigurður Gunnars-
son, Sigurjón Jóhannesson, Há-
kon Sigtryggsson og Páll Þór
Kristinsson. Sigurður Gunnars-
son var fyrsti aðalhvatamaður
að byggingu skólahússins og
(Framhald á 2. síðu.)
I VERKFÖLL -
| NÝR FL0KKUR
i Utvegsmenn hafa hótað rík-
I isstjóm Ólafs Thors því að
I stofna nýjan stjórnmálaflokk,
í ef kröfum þeirra um aðstoð
I verði ekki sinnt!
| Úr röðum Sjálfstæðismanna
| heyrast óskir um verkföll, sem
| gætu bundið sem skjótastan
1 endi á stjórn íhalds og krata.
i Verkalýðsfélögin eru hin
| rólegustu og vilja láta núver-
i andi ríkisstjórn verða sjálf-
i dauða.
| Ríkisstjórnin á aðeins eftir
i að svíkja þjóðina í tveim þýð-
I ingarmiklum málum: Land-
i helgismálinu, og þar virðast
| samningar á næstu grösum, ef
É ekki er þegar búið að semja
i bak við tjöldin, og í sjávarút-
Í vegsmálum. Líklegt er að
i stjórnin neyðist til að fara þar
Í inn á hina fordæmdu uppbóta-
i eða styrkjaleið. En ef hún
| gerir þetta hvort tveggja, hef-
Í ur hún sannarlega gengið sér
i til húðarinnar.
Þetta cr mynd af nýju barna- og gagnfræðaskólabyggingunni á Húsavik, sem vígð vcrður á sunnudaginn kemur, sem menntasetur kaupstaðarins. (Ljósmynd: E. D.)