Dagur - 26.10.1960, Blaðsíða 1
r~—;----------------
\ N5ál<;a<;n (-ramsóknarmanna
' H. tstjorí; Lri;iní;vr Davíbsmjn
SKlt ii'b'I OFA i I I A!- \ AR !*:< I I ! 90
SÍMt f 166 . SlTMNCU OG PRENTUN
ANNA.ST.; J’RENTVERK Ol)US
Björnssonar U.l’. Akurkvri
Dagur
XLIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 26. október 1960 — 48. tbl.
AUGI.VSINGASTJÓRI: JÓN SaM-
ÚEL.SSON . ÁRGANÍ.t RINN KOSI AR
KR. 100.00 . CjAI.UUAGl Elí 1. jl'LÍ
BlaUIÐ KJ'.MUR ÚT' Á MfOVJRUUÖr.-
nt OC A I.AUCARIKXIUM
1*EGAR ÁMTKBA PVKIR Tll.
*------------i-------------------J
Vetrarfarvegur Laxár opnaður l.vetrardag
KNUT OTTERSTEDT
rafveitustjóri.
NÝLEGA hefur dr. Kristinn
Guðmundsson, ambassador
íslands í London, verið skip-
aður ambassador íslands í
Moskva, frá I. janúar 1961 að
telja.
Þá hefur Pétur Thorsteins-
son, ambassador Islands í
SKAMMT frá bænum Geirastöð
um norðan við Mývatn, er ver-
ið að gera tilraun til að jafna
rennsli Laxár. En Laxá hefur,
svo sem fólk á orkuveitusvæði
Laxárvirkjunar þekkir meira
en nógu vel, oft brugðizt og
ætíð þegar verst gegnir," með
því að hætta að renna og gera
orkuverin miklu við Laxárfossa
afllaus og óvirk um lengri eða
skemmri tíma.
Krapastíflur.
Þrjár aðalkvíslar renna úr
Mývatni og mynda Laxá. Þar
eru grynningar miklar og þar
safnast krap og grunnstingull
stöðvar eðlilegt rennsli, einkum
Moskva, verið skipaður am-
bassador íslands í Bonn, einn-
ig frá 1. janúar 1961 að telja,
í stað dr. Helga Briem, am-
bassadors, sem taka mun við
starfi á vegum utanríkisráðu-
neytisins í Reykjavík.
(Frá utanríkisráðuneytinu.)
í miklum frostum og snjókomu.
Jafnvel hvassviði’i geta stöðv-
að rennsli úr Mývatni er storm-
urinn stendur á móti straumi á
þessum grynningum.
Kvíslarnar þrjár.
Strax og seinni virkjun Lax-
ár var lokið 1953 var farið að
vinna að því við upptök Laxár
að tryggja rennslið. Kvíslarnar,
sem áður eru . nefndar, heita
Syðstakvísl, Miðkvísl og Geira-
staðakvísl. ■ Það ráð var tekið að
stífla tvær þær fyrrnefndu, en
dýpka Geirastaðakvisl. Það
verk hefur verið unnið í áföng-
um.
Mikill skurður.
Laxárvirkjunarstjórn bauð
fréttamönnum og nokkrum
fleiri austur að Geirastöðum
fyrsta vetrardag til að skoða
mannvirki í tilefni þess, að
stórum áfanga er lokið. Búið er
að grafa firnamikinn skurð eða
árfarveg, þar sem Geirastaða-
kvísl rennur. Skurður sá er 13
metra breiður, þriggja metra
djúpur og meira en 500 metra
langur. f skurðinum er stífla,
mikið mannvirki, með þremur
(Framhald á 2. síðu.)
Sem flestir efnalega sjálfsfæðir
MORGUNBLAÐIÐ segir, að það sé höfuðsjúkdómseinkenni á ísl.
efnahagslífi undanfarin ár, að of mörgum var gert kleift að eign-
ast framleiðslutæki, jafnvel efnalitlum mönnum. Nú á að koma
á nýjum þjóðfclagsháttum og láta þá ráða sem auðinn eiga. Þetta
er hreinræktuð íhaldsstefna, sem þjóðin getur aldrei unað. Fram-
sóknarmenn hafa alltaf viljað og vilja enn byggja þjóðfélagið
þannig upp, að sem flestir-geti orðið efnalega sjálfstæðir og ábyrg-
ir atvinnurekendur, með aðstoð eigin samtaka og velviljuðum
stuðningi ríkisvaldsins.
f krafti þessarar stefnu hefur þjóðfélagið verið byggt upp síð-
ustu áratugi. Á þeim tíma hafa meiri framfarir orðið en áður
þekktust. Fram á allra síðustu ár hefur þjóðin orðið ríkari ár frá
ári, eignast öflug atvinnutæki, lyft Grettistökum á mörgum svið-
um og átt við batnandi lífskjör að búa. Gagnstæð þessu er stefna
núverandi stjómar, sem er mesta samdráttar- og kreppustefna,
sem um getur í seinni tíð, og leiðir tíl ófarnaðar.
DR. KRISTINN TIL MOSKVU
Rafmagnsskömmjun í sfórborg
Orkuver Björgvinjar-skagans skammtaði
rafstraum frá 1. október nú í haust
í Björgvin í Noregi hefur
vérið rafmagnsskömmtun frá 1.
þ. m. Um miðjan september til-
kynnti stjórn „Rafveitu Björg-
vinjar-skagans“, að eftir öllum
líkum að dæma verði brýn
nauðsyn rafmagnsskömmtun-
talsvert rigndi í ágúst og sept-
ember, nægði það alls ekki, og
svo var skömmtun ákveðin frá
1. október. — Miðað er við 20%
skömmtun. Hver notandi fær
ákveðinn dagsskammt, og sé
hann rofinn, verður aukahorg-
Hér er verið að draga upp lokur í stíflunni við Geirastaði. — Ljósmynd: E. D.).
......Fyrir tæpu ári sagði Olafur Thors: .
Þjóðiii er komin á helj arþröm |
vegna mikilla erlendra skulda I
o !
Síðan hefur ríkisstjóru Ólafs Thors staðið fyrir
gífurlegum lántökum bæði austan hafs og vestan
ar frá 1. október. Árið hefur
verið óvenju úrkomulítið, litlir
snjóar, of þurrviðrasamt til að
fylla alla vatnsgeymana inni á
fjöllum og heiðum.
En regnið kom ekki. Geym-
arnir háffylltust aðeins, og þótt
Kvöldfréttir og bíó
KVÖLDFRÉTTATÍMINN hef-
ur verið færður fram um hálfa
klukkust. og mælist vel fyrir.
Er nú ekki einnig ráð að færa
kvikmyndasýningar fram og
hyrja kl. 8.30. Vonandi. verður
þetta tekið til velviljaðrar at-
hugunar. □
Bændaklúbburinn
FYRSTI FUNDUR vetrarins
verður haldinn að Hótel KEA
mánudaginn 31. októbcr og
hefst kl. 9 síðdegis. Á fundin-
um mætir Sverrir Gíslason,
form. Stéttarsambands bænda,
og mun hann ræða um verðlags-
og framleiðslumál landbúnaðar-
ins. □
un fyrir það, sem yfir fer. Og
nægi skömmtunin ekki, verð-
ur lokað fyrir ýmsa notkun!
Þyngst fellur skömmtun
þessi á heimilisnotkunina, og
þá helzt upphitun húsa. Iðnað-
urinn verður einnig að minnka
rafnotkun sína allmikið, sér-
staklega til upphitunar.
í marz síðastliðnum var hafin
í Björgvin áróðursherferð all-
mikil um rafmagnssparnað og
hafði þau áhrif, að þá varð
komizt hjá skömmtun.
Osjálfrátt verður manni
hugsað til Akureyrar framtíð-
arinnar. Ólíklegt er að geymar
rafveitu bæjarins fylltust ekki
nægilega á ári hverju af snjó-
leysingum og fjallaskúrum, að-
algeymirinn mikli á Glerárdal,
og ef til vill tveir minni neðar.
— Og mikið þyrfti Akureyri að
stækka til þess, að sú ,varastöð‘
reyndist ekki meira en nægi-
leg, — og brygðist auðvitað
aldrei — í handarkrika stjórn-
arvalda bæjarins! — v.
ÞINGMENN Framsóknarflokks
ins flytja í efri deild frumvarp
um framleiðslu- og atvinnu-
aukningarsjóð og ráðstafanir
til að stuðla að jafnvægi í
byggð landsins. Lagt er til að
framlag ríkisins í þessu skyni,
sem nú er 10 milljónir, samkv.
fjárlögum, en var hæst 15 millj.
kr. í tíð vinstri stjórnarinnar,
verði nú lögfest og ákveðið 20
milljónir á ári, og að sjóðnum
verði jafnframt afhent það fé,
sem hann á útistandandi í at-
vinnuaukningarlánum og inn-
eignir ríkissjóðs vegna greiðslu
og afborgana vaxta af ríkis-
ábyrgðarlánum. Það, sem kynni
að innheimtast af þeim kröfum
yrði eign sjóðsins. Lán úr
sjóðnum má, samkv. frumvarp-
inu, veita til að koma upp at-
vinnutækjum eða aðstöðu til
atvinnu- og framleiðsluaukn-
ingar. Gert er ráð fyrir sér-
stakri sjóðstjórn og að Fram-
kvæmdabankinn annist daglega
afgreiðslu. Sjóðstjórninni er
ætlað að halda áfram athugun-
um og skýrslugerð, sem at-
vinnutækjanefnd hefur unnið
að, varðandi atvinnulíf í bæjum
og þorpum. Lögfesting slíkrar
lánastofnunar væri mjög þýð-
ingarmikil, ekki sízt fyrir sjáv-
arútveginn hér á Norðurlandi,
sem nú á mikið undir því að
ekki verði lát á uppbyggingu
og eflingu atvinnulífsins.
Einar Ágústsson og Jón
Skaftason flytja frumvarp um
að ríkissjóður greiði árlega til
byggingarefnarannsókna At-
vinnudeildar Háskólans fjár-
hæð, er jafngildi 1% af þeim
fjárhæðum, sem byggingasjóður
lánar til íbúðabygginga á veg-
um Húsnæðismálastjórnar rík-
isins, enda verði fé þetta notað
(Framhald á 8. síðu.)