Dagur - 09.11.1960, Blaðsíða 1

Dagur - 09.11.1960, Blaðsíða 1
; .Máu;a<.n Kramsúknar.maxna R istjori; Kri ixta.'R Davíosson SKRÍFSTOTA i HAFNARSTK.-r.IT 90 Simi f «56 . Sktnincu oc trentun ANNAST PrEN I VFRK OdDS B.fÖRNSSOMAR H.F. AkURF.VRI Dagur XLIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 9. nóv. 19S0 — 50. tbl. •-------------------------------! Augj.vsincastjór-i: Jón Sam- ÚEI.SSON . ArCIANOIIRINN K.OSTAK KR. 100.00 . Gjai.ddaw ER 1. JÚLÍ Bu.<DID REMUR l T Á MlftVIKtlDÖG- CM OG A EAt'CARÖÖGUM ivecar ást.ewa 1‘ykir m. w__-----------------------------/. Frá Þórshöfn og Raufarhöfn Fréttir af útgerðarmálum og vegabótum Hór hafa Sauðárkróksbúar fjárhús og hey, en sumir búa stórt og hafa margt fé utan kaup- staðarins. Sjá grein á 4. og 5. síðu. — (Ljósm. E. D.) Vafnsskorlur þjakaði Keldhverfinga Ee nú hefur verið borað eftir neyzluvatni með mjög góðum árangri á tólf bæjum Á ÞÓRSHÖFN og Raufarhöfn hefur, til skamms tíma, verið góður afli á línu, en á báðum stöðum róa litlir þilfarsbátar og opnir vélbátar. Stæn-i bátarnir á Raufarhöfn eru Þorsteinn og Kristinn, en á Þórshöfn Hjördís, Björg, Leó og Lómur. Auk þess eru á Þórshöfn þilfarsbátarnir Guðbjörg,. Hlíf og Fossá. Vél- skipið Bjarnarey, 250 rúmlesta skip, hefur undanfarið verið gert út á línu frá Raufarhöfn. Er mest af skipshöfninni úr þorpinu, þ. á. m. skipstjórinn, Ásgeir Ágústsson. Jón Trausti, sem er af sömu stærð og gerð, er í fikflutingum til Þýzkalands En skipstjóri á því skipi er Ein- ar Sigurjónsson frá Hafnar- firði. . Á Þórshöfn var, nú um vetur- næturnar, byrjað á viðbyggingu við barnaskólann. Við skólann eru þrír kennarar og í honum munu verða um 80 börn. Kenn- arar eru Pálmi Ólason, skóla- stjóri, Jón Pálsson frá Skaga- strönd og Angantýr Einarsson frá Akureyri. ■ í Skúlagarði í Kelduhverfi starfar unglingaskóli. Kennari er Þórarinn Þórarinsson cand. theol. frá Krossdal. Landssamband hestamanna 11. þing sitt hér á Akureyri. Forseti var Guðbrandur ís- berg og til vara, Guðmundur Snorrason. Ritari Símon Teits- son. Rætt var um flest áhugamál hrossaræktar- og hestamanna- félaga. Þingið samræmdi dóma um góðhesta og kynbótahesta. Það ákvað einnig að fjölga dómnefndum á lands- og fjórð- ungsmótum, og samþykkti að koma upp námskeiðum fyrir Matthíasar minnzt MATTHÍASARFÉLAGIÐ Akureyri minnist þess n. k. föstudag, 11. nóv. með hátíð- legri athöfn í kirkjunni, að 125 ár eru liðin frá fæðingu skálds- ins. Prófessor Steingrímur J. Þor- steinsson mun flytja erindi um -skáldið og kirkjukór Akureyr- ar syngja. Aðgangseyrir er frjáls þeim, sem vilja efla starfsemi félags- □ í Kelduhverfi ofanverðu hef- ur í haust verið borað eftir nejrzluvatni á mörgum stöðum og yfirleitt gengið greiðlega. Dýpsta holan var um 60 metr. Núna um veturnæturnar var lokið við að ryðja veg út að Skoruvík og Skálum á Langa- nesi og spölkorn út fyrir þá bæi, áleiðis til vitans á Langa- nesfonti. Á Skálum var fiski- þorp um 30 ára skeið og íbúar á annað hundrað, er flest var. En það lagðist í eyði um 1940 og jörðin fyrir nokkrum árum. Það bar til tíðinda er ruðningi vegarins lauk, að síðasti Skála- bóndinn, Lúðvík Jóhannsson, sem nú er útgerðarmaður á Þórshöfn, lét brjóta nokkrar dagsláttur af landi á Skálum. Einnig lét Björn Kristjánsson vitavörður í Skoruvík brjóta land þar. Verkstjóri við vega- gerðina var Sigurður Árnason frá Bakkafirði, en hann var einnig verkstjóri við Hálsaveg milli Raufarháfnar. og Þistil- fjarðar, sem varð akfær í ágúst sl., ásamt Jóni Þ. Jónssyni á Ásmundarstöðum á Sléttu. Sá síðarnefndi var verkstjóri á vesturhluta vegarins og hefur lengi séð um vegi á Sléttu. □ dómara, þar sem hvert félag gæti sent 6—10 manns. Þá samþykkti þingið áskorun til Alþingis um styrk til að safna fróðleik um íslenzka hesta. Landssamb. hefur skeiðvöll og mikinn mótsstað í Skógar- hólum á Þingvöllum. Norðlend- ingar vilja, að sambandið komi sér upp hliðstæðum velli og að- stöðu líka á Norðurlandi, svo landsmótin megi halda jöfnum höndum á Norður- og Suður- landi. Hestamannafél. Léttir bauð aðkomnum hestamönnum að skoða jörð þá, Kaupangsbakka, sem félagið hefur keypt. Mun Léttir vera cina hestamannafé- lagið á landinu, scm á húsaða jörð til afnota. Ákveðið var að halda næsta landsmót í Skógarhólum árið 1962. Stjórn Landssambandsins skipa: Steinþór Gestsson, bóndi á Hæli, formaður, Sigurþór Þórðarson, Borgarnesi, ritari, og Jón Brynjólfsson, Reykja- vík, gjaldkeri. Meðstjómendur: Páll A. Pálsson, yfirdýralækn- ÞÓTT NAFNIÐ Kelduhverfi bendi ekki til vöntunar á vatni, þá hefur fátt þjakað meira marga búendur í Kelduhverfi í N.-Þing. en vatnsleysið. Fólk hefur safnað vatni af húsþök- um, brætt snjó á vetrum og ir, Karl Kristjánsson, alþingis- maður, Kristinn Hákonarson, Hafnarf. og Björn Gunnlaugss. Úr stjórninni gengu Bogi Eggertsson og Samúel Krist- bjarnarson. □ stundum hefur þurft að flytja vatn langar leiðir. Mjólkur- framleiðsla er óhugsandi, þar sem kælivatn skortir. En í sum- ar var ráðin bót á þessu með jarðborunum. Blaðið leitaði frétta af fram- kvæmdum hjá Erlingi Jóhanns- syni, oddvita í Ásbyrgi. Tjáði hann blaðinu, að leitað hefði verið til jarðborunardeildar rík- isins og bor var sendur norður. Búið er, sagði hann, að bora á 12 bæjum og alls staðar með góðum árangri. í uppsveitinni: Hóll, Eyvindarstaðir, Tóveggur, Undirveggur og Meðalvellir. Á Undirvegg voru 60 metrar í vatn, annars staðar 30—35 m. í miðsveitinni: Garður, tveir bæir samap um borholu, Kross- dalur, Keldunes og Framnes, (á tveim þeim síðasttöldu við fjár- hús). Á Vatnsbæjum: Víkingavatn cg Kílakot. Þar var að vísu vatn áður, en ekki nægilega gott. Á Framnesi er borun ekki alveg lokið ennþá. Bræðurnir Guðmundur og Guðni Jónssynir framkvæmdu verkið. Um kostnað er enn ekki að fullu vitað. Erlingur oddviti sagði að lok- um, að þetta væru mestu jarða- bætur, sem gerðar hefðu verið í Kelduhverfi. Vatnið þarf að taka úr bor- holunum með dælum og eru þær enn ekki fyrir hendi, en úr því mun brátt rætast og vatns- skortur verða úr sögunni. □ m — |silungurinn( GREINDARLEGUR piltur úr Innbænum færði blaðinu nýlega þær fréttir, að hann og félagar hans, er voru á skautum á Eyjafjarðará, hefðu fundið nokkuð af dauðum silungi und- ir ísnum gegnt Teigi. Þetta reyndist rétt, og vi3 nánari athugun kom í ljós, að þarna voru hundruð dauðiti silunga í straumlitlu og mjög grunnu vatni. Mest var þetta úrriði upp í 3—4 punda, en einnig smá bleikja. Mikið sást líka af dauðum silungsseiðum. Glær 8—10 cm. ís var á vatíi- inu á þessu svæði, nema ein stór vök. Þar sást enginn sil- ungur, en greinileg merki um heimsókn veiðihjöllunnar. Líklega hefur silungurinn kafnað í krapi, en mun þó ekki rannsakað. □ Dr. Þorkell Jóhannesson r rektor Háskóla Islands andaðist 31. okt. DR. ÞORKELL JÓHANNESSON, rektor Háskóla íslands, lézt 31. október og var jarðsunginn laugardaginn 5. nóvem- ber að viðstöddu miklu fjölmenni. Hann var 65 ára gamall. Þorkell Jóhannesson var Þingeyingur að ætt, fæddur á Syðra-Fjalli, sonur Jóhannesar Þorkelssonar bónda þar og konu hans Svövu Jónsdóttur frá Hraunkoti. Hann lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1914. Vorið 1922 gekk hann und- ir stúdentspróf í Reykjavík, án þess að hafa stundað þar nám. Síðan nam hann íslenzk fræði við Háskólann og lauk meistaraprófi 1927. Sex árum síðar hlaut hann doktorsnafn- bót við Hafnarháskóla fyrir ritgerð um „Stoðu frjáls verka- fólks á íslandi fram um miðja 16. öld“. Haustið 1927 varð Þorkell skólastjóri Samvinnuskólans og gerðist þá ritstjóri Samvinnunnar. Árið 1934 varð hann prófessor í sögu við Háskólann og gegndi því embætti eftir það. Háskólarektor varð hann svo 1954 og endurkosinn “tvisvar síðan, í seinna skiptið nú í sumar.. Ekkja Þorkels er Hrefna Bergsdóttir, ættuð frá Ökrum í Mýrasýslu. Þau áttu eina dóttur barna. Dr. Þorkell Jóhannesson var þekktur að miklum vits- munum og mannkostum. □ Hestamannafélög erú 22 - Meðlimir á sextánda hundrað talsins - Landsmót eftir tvö ár UM SÍÐUSTU helgi hélt íns. o

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.