Dagur - 10.12.1960, Blaðsíða 1
M A1, A(; N F R A .\ IS Ó RNARM A X N A
RI'stjóri: Eruncur Davíosson
Skiíifsi'ofa i Hai NA!!<i R.i.n 90
Símj H66 . Sctnixcu og prkntun
ANNAS'T Pm.N'IVFRK Odus
B.IÖRNsSONAR h.f. Akurkvri
Daguk
XLIII. árg. — Akureyri, laugardaginn 10. des. 1960. — 57. tbl.
Ait.i tIsIní.asi |óri: }ón Sam-
ÚEJLSSON . Allf,(N(;VR!NN KOSTAR
KR. 100.00 . OjAl.DJAUa KR 1. JÚLÍ
Bi.Ai’iil KEMUR I I Á 'iHlViKCHÍH..
CM ÓO A I..U i.AROth.l \1
i'f.CAK ÁSÍ'.KDA I.VKIR TTL
Þrours fjármálanna er mjög ískyggileg
ÚTGJÖLD ríkisins hafa liækkað um nær helming í valdatíð nú-
verandi stjórnarflokka. Verklegar framkvæmdir hafa dregizt sam-
an og kjaraskei'ðingin enn aukin að miklum mun.
Leikfélag Akureyrar frumsýndi Miklabæjar-Sólveigu á
íimmtudaginn, undir lcikstjórn Jóhanns Ögmundssonar.
Höfundurinn, Böðvar Guðjónsson, var viðstaddur og ákaft
hylltur í leikslok, ásanxt leikstjóra og leikurum. — Sýning-
in tókst mjög vel og var töluvert áhrifarík enda er leik-
riíið ofið ura ei)U| mögnuðustu þjóðsögu síðari tíma.
Myndin sýnir þnu Jóhann Ögmundsson og Sólveigu Guð-
bjartsdóttir í hlutverkuin séra Odds og Miklabæjar-Sól-
veigar. (Ljósmyndina tók Eðvarð Sigurgeirsson).
Samsöngur - Luciuhátíð
KARLAK.ÓR AKUREYRAR
hefur í vetur starfað að nokkru
leyti með nýjum hætti: fengið
til samstarfs yfir 30 konur, og
syngur nú blönduðum röddum
öðrum þræði.
Kórinn efnir til samsöngs í
Akureyrarkirkju- á morgun kl.
9 að kvöldi. Syngur þar fyrst
karlakór nokkur lög — innlend
og erlend — og síðan blandað-
ur kór, yfir 60 manns. Að síð-
ustu er þáttur heilagrar Lúciu
(Glódís hin góða) með einsöng,
kvennakór, karlakór og blönd-
uðum röddum. Karlakórinn hef-
ur nokkrum sinnum áður
minnzt hátíðar heilagrar Lucíu
— að sænskum sið , þar sem
hún kemur fram, ljósum krýnd,
með hóp fylgdarmeyja — og
það atriði jafnan vakið ánægju
og hrifningu. — Söngstjóri kórs
Bátur til Þórshafiiar
Þórsböfn 8. desembcr. Hingað
er kominn 12 tonna frambyggð-
ur mótorbátur, sem. þeir hafa
keypt Indriði Guðmundsson og
Jóhann Guðmundsson og ætla
þeir að gera hann út á línu og
færi frá heimahöfn. Þetta er
fyrsti frambyggði báturinn hér
um slóðir og er gott vinnupláss
á dekki. Bátur þessi er ársgam-
all og keyptur frá Kópavogi.
ins er sem fyrr Áskell Jónsson,
einsöngvari er Jóhann Konráðs-
son og undirleikari frú Soffía
Guðmundsdóttir. Hljómleikar
þessir verða svo endurteknir
þriðjudaginn 13. des., á degi
heilagrar Luciu.
Aðgangseyrir við innganginn.
Alþingi fjallar þessa daga um
fjárlagafrumvarp stjórnarinnar
og er sýnt, hvert stefnir. Út-
gjöld ríkissjóðs hækka enn stór
kostlega þótt fjármálaráðherra
gumi af sparnaðartillögum sín-
um og málgögn stjórnarflokk-
anna segi í fyrirsögnum, að
stórlega sé dregið úr útgjöldum
ríkisins. Síðan núverandi stjórn-
arflokkar tóku við stjórn fjár-
mála í landinu, hafa útgjöld
ríkissjóðs nær tvöfaldazt.
Verklegar fi'amkvæmdir á
vegum ríkisins dragast stórlega
saman þótt krónufjöldinn standi
víða í stað. Framlög til verk-
legra framkvæmdá eru komin
niður í 18,6% af í-íkisútgjöldun-
ÞEIR SPAMANN- j
LEGU BREGÐAST |
Á FUNDI þeim, sem Bjarni =
Benediktsson Iiélt á Akur- =
eyri fyrir skömmu um Iand- :
liegismálið, vék hann m. a. ;
að atvinnumálum. Hann j
sagði að áróður stjórnarand- j
stöðunnar um atvinnuleysi j
fengi ekki staðizt og taldi j
þau mál í hinu ágætasta j
lagi, sem og öll önnur undir j
stjórn Sjálfstæðisfloksins. j
Flokksbræðrum sýndist j
ræðumaður töluvert spá- i
i mannlega vaxinn og vottuðu ;
; honum traust.
Nú er atvinnuleysið skoll- j
j ið á og er það kunnara en j
j frá þurfi að segja. Áttatíu ;
j manns voru skráðir atvinnu- j
j lausir hér í bæ nú í vikunni. i
um, en voru 28,5% að meðal-
taíi 1950—1958.
Innflutningssöluskatturinn, er
lagður var á til bráðabirgða í
fyrra og hátíðlega lofað, að
yrði þurrkaður út, er fram-
lengdur. Sá skattur mun nema
17.5 milljónum króna. Stjórnar-
liðið flutti enga einustu sparn-
aðartillögu við aðra umræðu
fjárlaga, en hækkunartillögur
yfir 35 milljónir.
í vanda staddur.
Engin gjaldeyrisáætlun hefur
fengizt gerð fyrir næstu ár og
engar upplýsingar komið fi-am
um ei-lendar lántökur á næsta
ári.
Fjármálaráðherra er í mikl-
um vanda staddur. Hann lofaði
sparnaði, en getur ekki staðið
við þau loforð. Allar tekjuá-
ætlar.ir eru á fremstu nöf og
IIIIIIIIIMIM
11111II11111111
I Ólafsfirðingar mót-1
| mæla samiiiiigiinum!
Ólafsfirði 8. desembcr. Nær
20 manns hér í bænum, flest
sjómenn hafa ritað Alþingi og
ríkisstjórn bréf, þar sem samn-
ingum við Breta er harðlega
mótmælt.
Slysavarnadeildirnar eru að
æfa sjónleikinn Aumingja
Hönnu undir stjói-n Júlíusar
Júlíussonar frá Siglufii-ði.
Lágheiði varð ófær, en nú
tekur snjóa og í byggð er að-
eins snjóhrafl.
lllllllll11111111111 lll llllln
Siðferðisvottorð Magnúsar irá Mel
„DAGUR“ sagði í 51. tölublaði sínu, hinn 12.
nóvember sl. frá þeim skollaleik, sem Magn-
ús Jónsson, alþingismaður, og Bjartmar Guð-
rni / dsson, uppbótarþingmaður, léku á þessu
ári með rafvæðingarmál Reykjadals og Mý-
vatnssveitar. Sá síðarnefndi hafði tilkynnt
áhuga sinn fyrir rafvæðingarmálunum þegar
hann bauð sig fram, en sá fyrrnefndi stend-
ur fyrir leiknum.
Skollaleikurinn var sá, að fella í raforku-
ráði Réykjadal af fi-.amkvæmdaskrá ársins,
en taka hluta af Mývatnssveit, með rafmagn
frá disilstöð, í staðinn. Strika svo seinna Mý-
vatnssveit út af skránni og gera ekkert að
rafvæðingú í héraðinu á árinu. Magnús er í
raforkuráði.
Magnús reyndi að þvo af sér og Bjartmari
óhreinindin (í íslendingi 2. des.), en það var
svo mikill kisuþvottur, að hann viðurkennir
allt rétt, sem „Dagur“ sagði um gang máls-
ins hjá raforkuráði, en vill þó gefa Bjartmari
siðferðisvottorð og segir hann vilja, þrátt fyr-
ir allt, vel í raforkumálunum! En þetta er
jafn lélegt vottorð og það er ódýrt, og stað-
reyndirnar taka af öll tvímæli um, að þrátt
fyrir loforðin hafa engar framkvæmdir oi'ðið.
í stað svikanna kemur aðeins nýtt loforð, og
það á víst ekkert að vera athugavert við það,
að alþingismaður tilkynni hvað eftir annað,
að hafin verði rafvæðing á nefndum stöðum
og endurtaki loforðin síðast nú í haust. Þó
höfðu forstöðumenn raforkuframkvæmdanna,
að sögn, ekki heyrt það nefnt að þetta stæði
til. Nei, siðferðisvottorðið er minna virði en
pappíi’inn, sem það er prentað á.
Hins vegar getur „Dagur“ verið ánægður
yfir því, að hafa hreyft þessu máli. Það hefur
orðið til kynningar á mönnum og vinnubrögð
um þeirra. En líka til. þess, að Magnús raf-
orkuráðsmaður gaf í fyrrnefndri grein í „ís-
lendingi“ svohljóðandi loforð: „Mun örugg-
lega verða í þær framkvæmdir ráðizt á næsta
ári og þá vonandi gert allverulegt átak.“
Vonandi verða þessi rituðu orð Magnúsar
Jónssonar haldbetri en fleipur flokksbróður
hans í sumar og haust. □
ekki líkegt að þær standist í
framkvæmd.
Þá vakti það furðu á mið-
vikudagskvöld, að sami ráð-
herra hafði í hótunum og sagði,
að aldrei kæmi til mála að
greiða eina krónu úr ríkissjóði
upp í váti-yggingagjöld bátanna
og að það næði engri átt að
greiða útflutningsbætur á land-
búnaðarvörur, en um þær var
samið af núverandi stjóm við
Stéttarsamband bænda og er sá
samningur lögfestur. Þóttu hót-
anir. ráðherrans hinar furðuleg-
ustu og bei’a vott um óæskilegt
hugarástand manns í veigamik-
illi ábyrgðarstöðu. □
Farinn heim
PRÓFESSORUM Háskóla ís-
lands þótti stofnun sinni mis-
boðið 1. des, og kusu að vera
fjarverandi er Guðm. í. Guð-
mundsson flutti boðskap sinn
um landhlegismálið. Um 100
manns gengu hljóðlega út úr
hátíðasalnunx í mótmælaskyni.
Ráðamönnum þjóðarinnar
: þóttu nxótmæin hiirð og þorðu
: ekki í þetta sinn að nefna sam
: komuna „samsafn fífla“.
Formaður brezku sendi-
; nefndarinnar var kominn til
; Reykjavíkur er þetta gerðist,
; en hann hvarf skyndilega til
; hcimalands síns og áframliald-
: andi samningamakki frestað
; um sinn. □
111111111111111111111111111
Góð heimsókn
Sauðárkróki 8. desember. Hing-
að kom Karlakórinn Geysir 1.
desember og söng undir stjórn
Árna Ingimundarsonar við
ágæta aðsókn og hinar beztu
undirtektir. Það var Iðnaðar-
mannafélagið, sem fékk kórinn
til að koma hingað, en það félag
hefur undanfarin ár séð um há-
tíðarhöld í tilefni þessa hátíðar-
dags hér á staðnum.
Á þriðjudaginn verður frum-
sýning á Galdra-Lofti undir
leikstjórn Eyþórs Stefánssonar
og verður sennilega eitthvað
minnzt á leikinn síðast.
í haust hefur verið góður afli
innanfjarðar, en ógæftir hafa
hamlað veiðum um sinn.
Enn þjakar vatnsleysið. Eins
og áður er frá sagt, skila raf-
veiturnar ekki fullri orku
vegna þess að Gönguskarðsá og
Laxá eru svo vatnslitlar, en
gufutúrbínan á Skagaströnd
bætti þar úr. En á allmörgum
sveitabæjum í héraðinu verður
að flytja vatn langar leiðir, svo
mikil er vatnsþurrðin vegna
hinna langvarandi þuri-ka í sum
ar og haust. Ú