Dagur - 01.03.1961, Blaðsíða 1

Dagur - 01.03.1961, Blaðsíða 1
f n 1 MAi.<;a«;n I-ramsóknarmanna ! R rsrjóki: -Erungur Davíwsson Skrikstofa i Haknarstk.tti 90 SÍM5 H()G . SriMNTt OG IMUÍNTUN ANNAST I’liKN rVERK OuOS B.)ÖRNSSONAR H.T, AkURV.VRI ——---------------:- XLIV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 1. marz 1961. — 10. tbl. r. p Auc.i.vsiNUA.sr óiu: Jón Sam- ÚEI.SSON . ÁRCA NCURINN KOSIAR KR. 100.00 . Gja Bl.ADII) KF.MUIt 1 ,i>»A<;t f.r 1. jútá r Á M invnaiDÖt;- t’\I OC A 1 .' If.ARDÍKiFM 1'WrAK ASl>r. . ;„.J Hermann Jónasson setur miðstjórnarfundinn. MIÐSTJÓRNAR Ríkisstjórn Islands er nú aflijúpuð í FYRRADAG lagði hún fram á Alþingi þingsályktunartillögu um „lausn fiskveiðideilunnar“. Þar segir: „Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninn að leysa fiskveiðideiluna við Breta í sam- ræmi við orðsendingu þá, sem prentuð er með ályktun þessari.“ Mun hún fyrir löngu vera búin að tryggja henni fylgi á Alþingi. En þingsályktunartillagan fjallar um, að veita Bretum rétt til fiskveiða innan 12 mílna fiskveiðilögsögunnar, tímabundið og á vissum stöðum, allt inn að 6 mílum. Þetta gerir ríkisstjórnin þrátt fyrir allar yfirlýsingarnar og talið er líklegt, að þingmenn stjórn- arflokkanna muni allir samþykkir þessari landhelgissölu, þótt þeir, allir sem einn, lýstu því yfir við kjósendur sína fyrir síð- ustu kosningar, að aldrei yrði samið um neins konar frávik frá óskertri 12 mílna fiskveiðilögsögu og þeir hefðu umboð til þess eins í þessu máli frá kjósendum sínum að halda fast við yfirlýs- ingu Alþingis frá 5. maí 1959. Þingsályktunartillagan felur þó meira í sér en að leyfa Bretum að veiða innan 12 mílnanna. Hún afsalar íslendingum einnig rétti til einhliða útfærslu landhelginnar á landgrunninu, nema í sam- ráði við Breta. Helztu atriði í landhelgissamningunum eru þessi: Samkvæmt orðsendingu þessari, sem er frá utanríkisráð- herra íslands til utanríkisráðherra Bretlands er gert ráð fyr- ir að fyrirhuguð lausn landhelgisdeilunnar feli í sér eftir- farandi: 1) Bretar viðurkenna nú þegar 12 mílna fiskveiðiland- helgi Islands. 2) Bretar viðurkenna breytingar á grunnlínum á fjórum stöðum umhverfis landið. 3) Brezkum skipum verður heimilað að stunda veiðar á takmörkuðum svæðum á milli 6 og 12 mílna og takmark- aðan tíma á árinu, næstu 3 árin. — (Framald á bls. 2.) FRÁMSÓKNÁRFLOKKSINS Hermann Jónasson flutti ýt- arlega ræðu um stjórnmálavið- horfið, afstöðu Framsóknar- flokksins og stefnu hans í hin- um ýmsu málum. Tómas Árnason framkvæmda stjóri Tímans flutti greinargerð um fjárhag og rekstur blaðsins á síðasta ári og Sigurjón Guð- mundsson gjaldkeri flokksins flutti yfirlit um fjárhaginn. Síðan var kosið í nefndir og skiluðu þær áliti næstu daga og verða þær a. m. k. þær veiga mestu birtar hér síðar. Á laugardaginn flutti Ól.afur Jóhannesson varaformaður yf- irlit um flokksstörfin í stað Ey- steins Jónssonar, sem enn ligg- ur á sjúkrahúsi. Mikill einhugur var ríkjandi og sóknarvilji og bera ályktan- ir fundarins það með sér. Umræður urðu í flestum mál um mjög alménnar og oft fjör- ugar, allt til enda fundarins. Fundi miðstjórnar lauk á mánudaginn. Kosningar höfðu þá farið fram og var Hermann Jónasson endurkjörinn formað ur Framsóknarflokksins, Ey- steinn Jónsson ritari og Sigur- jón Guðmundsson gjaldkeri einnig endurkjörair. □ Goðafoss strandaði í Ólafsfirði og er myndin frá þeim atburði. Goðafoss strandaði í Ólafsfirði BSNGÓ-kvöíd að Hóte! KEÁ FRAMSÓKNARFÉLÖGIN á Ak- ureyri efna til Bingo-kviilds að Hótel KEA nk. sunnudagskvöld kl. 20.30. Tilgangurinn er að kynna Ak- ureyringum og fólki úr nærsveit- um þessa vinsælu skemmtun, sein farið hefur siguríör land úr landi undanfarin ár og hvarvetna hlotið almennar vinsældir, nteðal annars í Reykjavík nú síðustu misserin. Akureyringar og nágrannar hafa aldrei fyrr átt þess kost að spila raunverulegt bingo hér norð- anlands, þótt einstiik féliig hafi haft bingó á skemmtunum sínum. Spiluð verða tíu bingó, og sá, er fyrstur fær bingó í hvert skipti, fær góð verðlaun. Þannig verða tíu vinningsmöguleikar á hvert spjald. Talið er hæfilegt fyrir hvern þátttakanda að spila á 3—5 spjiildum, og liefur l. d. sá, sem kaupir fjiigur spjiild í upphafi, fjórum sinnum nteiri möguleika á að vinna, heldur en sá, sem að- eins kaupir eitt spjald. Mjiig góðir vinningar eru í boði, að verðmæti samanlegt um kr. 4000.00. Aðgangur er ókeypis, cn bingó-, spjöldin eru leigð með hóflegu verði. Júpíter og hinn vinsæli söngv- ari Ingvi Jón skemmta áður en bingóið byrjar, og svo í hléinu. □ ÓLAFSFIRÐf, 24: febr. í morgun kl. 5.30 kom Goðafoss hér upp að hafriármynninu. Var skipstjóra farið að leiðast cftir leiðsögumann inum, en þegar hann sá, að hann var kominn heldur nærri grynn- ingunum vestan við höfnina, bakk aði hann út á fjörðinn aftur og ætlaði að taka stóra beygju frá og fara lengra út á fjörðinn. Norð- norðaustan strekkingsgola var á, en kvikulaust er þetta gcrðist. Er skipstjórinn var að ná beygjunni, hrakti golan skipið upp í sándinn og festist jiað þar strax í morgun rétt vestan við vestari hafnargarð- inn. Var þá lítil sein engin kvika við sandinn. En er leið á daginn jók kvikuna mikið og færðist skip- ið ca. 100 m vestur með sandinum og lengra upp í sandinn. Um há- degið var sjórinn orðinn jrað mik- ill, að það gaf upp á skipið og jrá var ])ví bráð hætta búin. M Kl. 2 e. h. komu togararnir Slétt- bakur og Svalbakur til aðstoðar í jjeim tilgangi að ná skipinu út. Voru menun mjög vondaufir urn að ]>eim myndi takast J>að, svo langt var Goðafoss kominn upp í sandinn. Kl. 5 var komið bezta veður og sjóinn hafði ]>á mikið lægt, og kl. 6.45 náðist skipið út öllum til mikillar undrunar, seni á horfðu, en þeir voru mjög marg- ir, karlar, konur og börn. í kvöld fór Goðafoss til Akur- eyrar til atluigunar eftir strandið, og fcr þar að sjálfsögðu fram sjó- próf í málinu. Enn er konrið blíðviðri og bezta veður. Við fáum ekki skíðasnjóinn í þetta sírin, hvað sem seinna verður. — Björn Stefánsson. FRÁ ÁÐÁLFUNDI AÐALFUNDUR miðstjórnar Framsóknarflokksins var sett- ur í Framsóknarhúsinu í Reykjavík föstudaginn 24. febr. sl. Formaður flokksins, Her- mann Jónasson setti fundinn cg bauð fulltrúa og gest; vel- komna. Eftir það var gengið til dagskrár.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.