Alþýðublaðið - 06.08.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.08.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ ..A.fggyeiðsla Uaðains cr í Alþýðuhúsinn við ingólfesirætl og Hverfísgðtn Slmi 088. Augíýsmgum aé skiSað þaagað cða i Oatenberg í sfðasta lagi kí. 10 árdegis, þssa dag, sem þær eiga að koma t felaðið. Áskriítargjald sín llr. á mánuði. Anglýsingavðrð kr. 1,50 ern. cindáikað. Útsðlnmenn beðnir að gers, skii til aigreiðslunnar, að minsta kosti ársífórðungskga Þriðja Internationale. Allsherjarþingið i Moskva 1921. IV. Ræða Raðek’s. A Moskvaþinginu lagði Radek fram yfirgripsnoikið álit um fram- tíðarstarfscmi kommúnista og urðu um það miklar umræður. Að þeim loknura félst þingið á álit hans. Fer faér á eftir útdráttur úr aðal- ræðu Radek’s. .Við höfum þegar lengi sýnt það í allri okkar starfsemi, að við gerum ráð fyrir þvf að, heims- byltingin geti átt nokkuð iangt í land. Þess vegna höfum við líka neyðst tii þess að taka skarpa af- stöðu til vinstri kommúnistanna. Þeir eru nokkuð óþolinmóðir. Við lítum þó með alt öðrum hætti á byltinguna en * Annað Internat- ionale. Það býst við því að hægt sé fyrir jafnaðarmenn að fylkja sfnu liði í fullkomnum friði fyrir andstæðingunum og að sigurinn muni fyrir þá sök vera auðunninn er til kemur. Við álítum að kom- andi tímar verði óeirðatímar og að við getum mjög vei átt á hættu að verða fyrir þungum skellum. En við getum líka unnið mikla sigra. Við iifum ekki á neinum friðartfmum, og verðum því að leggja aila áherslu á að safna sem bezt saman kröftum alþýð- unnar. Sumir hafa sagt, að alræði ai- þýðunnar væri ekki leiðin til þess að bæta kjör hennar, og fært þar fyrir ástandið í Rússlandi. Af fyrirdæmi Rússlands má þó sjá leiðma til þess að gera socialism* ann að veruleika. Hægfara jafn aðarmenn í öllum iöndum gera tilraun til að bæta kjör alþýðunn ar innan takmarka auðvaldsskipu lagsins í Þýzkalandi tala þeir um þjóðnýtingu yfirleitt, í Englandi um þjóðnýtingu kolanámanna. En við kommúnistar álítum þetta ekki nóg. Við krefjuntst þess að verka mertn taki vóldin í sínar hendur og komi þjóðnýtingunni á sjálfir. Við látum okkur ekki nægja smávægiiegar launahækkunarkröí- ur, sem altaf eru að eins bráða- birgðamál, og þó við styðjum launakröfur yerkamanna, þá er þar í engin viðurkenning á því að við viijum láta núverandi skipulag haldast. Við vitum að hvert nýtt deiluatriði stælir og styrkir alþýð una til þess að sækja iram til hins endanlega takmarks. Við álítum að okkar verk sé að undirbúa byltinguna með út breiðslu jafnaðarmannakenning anna. Hitt er ekki okkar að ákveða hvenær hún kemur. En þegar til kemur eigum við að hafa forystuna fyrir alþýðunni og leiða hana til sigurs. Til þess að það geti orðið þurfum við að færa okkur sem flest f nyt. Búið ykkur undir baráttu og lærið nf henni að yfirstíga auðvaldið þegar kem ur til höfuðorustunnarl" SmáYegis frá Rússlandi. Eftir Rosta fréttastofu f Stokkhólmi. Fyrri helming júnfmánaðar voru flutt inn til Rússlands ca. 900,000 pud af vörum (1 pud er ca. iöya kg.) Þar af voru 36,8% málmar og málmvörur og 30,05% mat- væli. Milii Odessa (stærstu hafnar borgarinnar rússnesku við Svarta- haf) og Kónstantinopel eru nú komnar á fastar og regiubundnar eimskipaferðir. Þjóðbandalagið hefir nýlega ákveðið að veita rússneskum flótt- mönnum — andstæðingum Boishe- vika — fjáhagslega bjálp, og að nota í þvf skyni þá fjármuni er rússneska stjórcin á erlendis. Tschitscherin utanríkismálafulltrúi sovjetstjórnarinnar hefir send al- varleg mótmæii gegn slíku gjör- ræði við verkamannalýðveldið rússneska. 1 Stberíu hefir nýlega verið komið upp 30 loftskeytastöðvum, sera halda uppi sambandi milli héraðanna meðfram stórfljótunum Oh, Irtish, Jenisej og Angora í neðri málstofu enska þingsins hefir það verið tilkynt af stjórn- inni að á fjórum mánuðum hafi verið fluttar vörur frá Englandi til Rússlands sem hér segir. 1 marz fyrir 7745 steriingspund, f aprfl fyrir 2080 pund, f maf fýrir 60,004 pund og í júní íyrir 81,201 pund. Erlend mynt Khöfn, 5. ágúst. Pund sterling (1) kr. 23,43 Dollar (x) — 6,51 Þýzk mörk (100) — 8,10 Frankar svissn. (100) — 108 50 Lírar ftalskir (100) — 28,25 Pesetar spanskir (100) — 83 75 Gyllini (100) — 200,00 Sænskar krónur (100) — 133,25 Norskar krónur (100) — 83,35 im ðáfias ð| vegbn. ' Á Norðurlandi hefir undanfarna, daga verið hið versta veður, lát- iaust illviðri og jafnvel krapahríðar. Samskotiu til fátæku hjónanna; frá B. B 5 kr. Messað í dómkirkjunni kl. 1 e árd. a morgun sha Jóh. Þorkelss. í fríkirkjunni kl. 5 síðdegis síra Friðrik Hallgrímsson. Yillemoes kom f gær írá Ame- rfku með haírsméls- og hveitifarm. Pjóðvinafélagið er fimtugt 19,, þ. m. í tilefni af því kemur út minningarrit. Sigurður Þórólfs on hefir enn ekki svarað spurningum þeim er Alþbl. hefir lagt fyrir hann, og hefir þar með játað, að hann hefir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.