Dagur - 01.03.1961, Blaðsíða 2

Dagur - 01.03.1961, Blaðsíða 2
2 NOKKURRA ÞINGMÁLA GETIÐ Jón Árnason o. fl. flytja í ed. frv. um breytingu á lögunum um síldarútvegsnefnd o. fl. Þar er m. a. gert ráð fyrir að nefnd- armönnum verði fjölgað úr fimm í sjö, og að saltendafélög- in á Norðaustur- og Sauðaust- urlandi kjósi sinn manninn hvort í nefndina. Halldór E. Sigurðsson og Ás- geir Bjarnason flytja svohljóð- andi fyrirspurn til ríkisstjórn- arinnar: 1. Hvaða vörutegundir voru greiddar niður, og hve miklu nam niðurgreiðslan á hverri vörutegund á sl. ári miðað við kg. eða lítra? | NÝTT TÆKI | NÝTT, lítið og fœranlegt gegn- umlýsingar- og myndatöku- tæki er komið í Fjórðungs- sjúkrahúsið. Tæki þetta er mikilvægt fyrir skurð og hand- lækningar. í því er myndmagn- ari, sem gerir auðvelt að nota það á meðan aðgerð fer fram. Sérstakt beinbrataaðgerðaborð fylgir. Nýja tækið er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi og vonandi kemur það að miklu llði. □ „GÓÐUR TÚR ÞAГ ÞEGAR Goðafoss strandaði í Olafsfirði voi'u Akureyrartog- ararnir Sléttbakur og Svalbak- ur fengnir til aðstoðar og náðu þeir hinu strandaða skipi far- sællega á flot á ný og mun það 3ítt eða ekki skaddað. — Björg- un þessi er mikilsvei'ð og hljóta björgunarlaunin að verða mikil. Talað er um það í bænum að Ólafsfjarðarferð Akureyrartog- aranna sé þeirra bezti túr,- □ 2. Hvað er áætlað að niður- greiðslur á hverri vörutegund nemi miklu samtals á yfirstand andi ári? Daníel Ágústínusson og Jón Árnason flytja tillögu til þál. um jarðboranir að Leirá í Borg arfirði. Karl Guðjónsson flytur til- lögu til þál. um „aðstöðujöfnun innlendra kornframleiðenda til jafns við niðurgreiðslur á inn- fluttu korni“. Sigurður Bjarnason o. fl. flytja tillögu til þál. um „hag- nýtingu skelfisks“. Daníel Ágústínusson flytur frv. um breytingu á tollskrár- lögum svohljóðandi: „Fjái’mála ráðuneytinu er heimilt að fella niður aðflutningsgjöld af sýn- ingarvólum fyrir kvikmyndir, sem fluttar eru inn af félags- heimilum í sveitum eða kaup- túnum með 500 íbúa eða færri, þó ekki nema af einni vél í hvern stað.“ Samþykkt hefur verið í neðri deild með atkvæðum Sjálfstseð- isflokks, Alþýðuflokks og Al~ þýðubandalagsmanna stjórnar- frumvarp þess efnis, að lán Fiskveiðasjóðs, sem veitt verða af erlendu fé skuli eftirleiðis vera með fyrirvara um breyt- ingu á höfuðstól vegna hugsan- legra gengisbrey tinga. Fram- sóknarmenn vildu ekki af- greiða frv. Þeir voldu láta at- huga nánar, hversu með skyldi fara framvegis, ef lánastofnanir (t. d. Fiskveiðasjóður, Ræktun- arsjóður) bíði tjón vegna geng- isbreytinga, töldu ekki rétt að slá því föstu nú, að lántakendur skuli einir bera þann halla. — Frv. Framsóknarmanna um yfirtöku á erlendum lánum sjóðs Búnaðarbankans er enn í nefnd í efri deild. Frv. Framsóknarmanna um ráðstöfun lánsfjár ag sérstaka lántöku til hafnarframkvæmda var vísað frá með rökstuddri dagskrá í neðri deild fyrir skömmu. Stóðu stjórnarflokk- - Framkvæmdir .... Framliahl af 8. siðu. allir skilja, að hún er drottni að þakka, en illar stjórnarathafnir íhalds og krata eru manna verk og bezt að hver hafi sitt. íhaldsblöðin leyfa sér að draga í efa hversu fram- kvæmdir á landbúnaðinum hafi dregizt saman á árinu, segja að það séu nú alltaf ofurlítil ára- skipti í framkvæmdum og mjólkurframleiðslan hafi vaxið á síðasta ári, svo hafi kartöfl- urnar sprottið vel. En þessir menn eru svo skiln ingsvana að sjá ekki eða vilja ekki sjá, að framleiðsluaukning byggist á framkvæmdum. Fyrst þarf að rækta landið, fjölga bú- fé og byggja yfir það. Eftir að þetta er gert, getur orðið fram- leiðsluaukning búvara. Fram- leiðsluaukning mjólkur og fleiri landbúnaðarafurða á síðastliðnu ári byggist auðvitað á þeim framkvæmdum, sem áður var búið að gera og er það deginum Ijósara. Þótt alls engar fram- kvæmdir hefðu verið í sveitum á síðasta ári, hefði framleiðslan aukizt vegna þess, sem áður var gert. En hin heiftarlega árás núver andi stjórnar á bændastétt landsins, lætur sig ekki án vitn isburðar. Hún kemrir fram í því á næstu árum, að framleiðslu- aukningin minnkar og miklu meira verður ógert af því sem gera þarf til þess að landbún- aðurinn mjólkur- og kjötfæði þjóðina á komandi árum. Það ætti að vera kappsmál bændastéttarinnar að hrinda sem fyrst af höndum sér þeirri ríkisstjórn, sem leikur þá svo hart, að þeir jafna til harðinda. Ef ykkur vantar RAFVIRKJA þá hringið í síma 1258 þá kemur hann. SÍMANÚMER mitt er 2684. Ivarl Jóhannsson skósmiður Bazar og kaffisölu heldur kvenskátafélagið Valkyrjan að Bjargi, næstk. sunnud. kl. 3 e. h. Margir góðir munir. Ak- ureyringar! Drekkið síðdegis- kaffið hjá kvenskátunum. Auglýsingar þurfa að berast fyrir háclegi dag- inn fyrir útkomudag. JÓN SIGRAÐI Badmintonmót K. A. fór fram í íþróttahúsinu 25. febrúar sl. Þátttakendur vor ualls 10. Til úrslita í einliðaleik léku Jón Stefánsson og Jónas Gestsson og sigraði Jón með 15—2 og 15—10. Til úrslita í tvíliðaleik léku Jónas Gestsson og Þor- lákur Sigurðsson gegn Ármanni Helgasyni og Snorra Rögn- valdssyni. Jónas og Þorlákur sigruðu með 15—8 og 15—10. ÍBÚÐ ÓSKAST Vantar 2-3 herbergja íbúð 14 maí. — Þrennt fullorð- ið í heimili. Þórir Guðjónsson Uppl. í símum 1903-1354 * TIL SÖLU þriggja herbergja íbúð í Nprðurgötu. Uppl. í síma 2041. TVEGGJA HERB. ÍBÚÐ óskast til leigu frá 14. maí. Tvennt fullorðið í lieimili. Upplýsingar eftir hádegi í síma 1243. SKÚR eða BRAGGI sem mætti nota fyrir geimslu og smá verkstæði óskast til leigu, kaup gætu komið til greina. Uppl í sima 1567 eftir kl. 7 á kvöldin. HERBERGI ÓSKAST Tveir togarasjómenn óska eftir herbergi. Til- boð leggist inn á afgr. oo o blaðsins. UNGLINGUR eða FULLORÐINN maður óskast nú þegar á sveitaheimili, um óákveð- inn tíma. Afgr. vísar á. STÚLKA ÓSKAST í fataverzlun frá kl. 2-6. Upplýsingar í síma 1657. Okkur vantar JÁRNIÐNAÐARMANN á verkstæðið nú þegar eða síðar Vélsmiðja Steindórs h.f. Sími 1152 RIKISSTjORNlN HEFUR VERIÐ AFHJUPUÐ (Frámhald af bls. 1.)' 4) Ríkisstjórn íslands lýsir yfir því, að hún mtini lialda áfram að vinna að framkvæmd ályktunar Alþingis frá 5. maí 1959, varðandi útfærslu fiskveiðilögsögunnar við ísland og að ágreiningi um hugsanlegar aðgerðir skuli vísað til Al- þjóðadómstólsins. 5) Og ríkisstjórn Islands lofar að hugsa ekki til frekari útfærslu nema í samráði við brezk yfirvöld. 6) Rísi ágreiningur skal honum skotið til Alþjóðadóm- stólsins. AKUREYRI - NÆRSVEITIR Höfum opnað stórfellda útsölu á skófatnaði frá SKÓBÚÐAUSTURBÆJARíReykjavíkaðTúngötu2 Akureyri Kvenskór með háum hæl og kvart hæl, úr rúskinni og leðri kr. 25.00 til 75.00. Kvenskór með fylltum hæl og sléttbotnaðir, úr leðri og rú- skinni, fjölmargar gerðir, kr. 95.00. Inniskór kvenna kr. 60.00 til 85.00. Kuldaskór fyrir kvenfólk sléttbotnaðir úr leðri kr. 195.00. Tékkneskir strigaskór með kvart hæl og fylltuin hæl kr. 50.00 til 75.00. Barna inniskór (töfflur) stærðir 24 til 34, kr. 55.00. Sokkahlífar, stærðir 24-46, kr. 43.00, 48.00 og 53.00. Gúmmístígvél, barna- og unglingastærðir, 24—37, kr. 55.00 59.00 - 73.00 og 79.00. Flókaskór, stærðir 33—37, kr. 50.00. Nælonsokkar, brúnir og svartir, kr. 37.00 parið. Kvenpcysur, mjög ódýrar, og margt fleira. Akureyringar og fólk í nærsveitum Akureyrar notið þetta einstæða tækifæri. SKÓÚTS ALAN - Túngötu2, Akureyri - Kaupfélag Verkamanna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.